Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 28. desember 1988 248. tölublað
Það var líf og fjör á jólaskautaballi á vélfrysta skautasvellinu á Akureyri í gær. Fjörið náði hámarki þegar þrír jólasveinar komu á svæðið og skautuðu með
bömunum í kringum jólatréð. Mynd: tlv
Jólahald á Norðurlandi:
með Mðsælla móti
- var samdóma álit viðmælenda Dags
Jólin
Að sögn lögreglumanna var
jólahelgin mjög friðsæl á
Akureyri. Engin teljandi
óhöpp urðu og segjast lög-
gæslumenn vart muna jafn
róleg og áfallalaus jól. Fólk
hélt sig mest heima við og naut
alls þess besta sem jólum
tengist, matar, drykkja og ann-
arra veraldlegra gæða. Jóla-
boðin voru á sínum stað á dag-
skrá Akureyringa. Þrátt fyrir
töluverða fannkomu gekk um-
ferð í bænum vel og áfallalaust.
Ökumenn tóku lífinu með ró
og keyrðu í samræmi við
aðstæður; hægt og örugglega.
Ólafsfjörður
í Ólafsfirði hefur ríkt friðsæld um
jólin. Fólk hefur kýlt vömbina
eins og alsiða er um jól, lesið
bækur eða einfaldlega sofið úr
sér vinnuþreytu undanfarinna
vikna. Að sögn Guðna Aðal-
steinssonar, lögreglumanns í
Ólafsfirði, urðu engin óhöpp í
Ólafsfirði um hátíðarnar. Dans-
leikur í Tjarnarborg annan dag
jóla fór friðsamlega fram þrátt
fyrir mikinn fjölda gesta. Ríf-
lega 300 danselskir Ólafsfirðingar
tóku léttan polka og ræl fram á
nótt á tveimur hæðum Tjarnar-
borgar. Að dansleiknum loknum
flykktist fólk síðan í samkvæmi í
.heimahúsum og hélt gleðskapn-
um áfram á meðan kraftar leyfðu.
Færð er með besta móti í
Ólafsfirði að sögn Guðna. Ólafs-
fjarðarmúli var ruddur á annan
dag jóla. Lágheiði er hins vegar
ófær öllum bílum.
Dalvík
Hátíðadagarnir liðu í friði og
spekt á Dalvík eins og víðast ann-
ars staðar. Lögregla átti rólega
daga, að sögn Halldórs Gunn-
laugssonar lögreglumanns. Dans-
leikur var í Víkurröst annan jóla-
dag en hann mun hafa farið frið-
samlega fram. Halldór orðaði
það svo að aðeins einn dansleikja-
gesta hafi „farið yfir strikið“.
Færð á Dalvík og í Svarfaðar-
dal er góð þrátt fyrir nökkra
ofankomu um hátíðarnar. Kári
hélt aftur að sér og lét nýfallinn
snjóinn óáreittan. Vitlausa aust-
anhvassviðrið með tilheyrandi
úrkomu, sem hrellti Sunnlend-
inga á jóladag, varð að mein-
leysislegri logndrífu á Eyjafjarð-
arsvæðinu.
Húsavík
Jólin voru ósköp róleg og stutt,
jólahald fór prýðilega fram og
ekki var vitað um nein óhöpp eða
slys, að sögn lögreglunnar á
Húsavík. Talsvert var um að lög-
reglan veitti ökumönnum aðstoð,
aðallega á jóladag, vegna bíla
sem voru fastir í snjó og bíla sem
ekki fóru í gang vegna kulda.
Fangageymslur lögreglunnar
voru fullar í fyrrinótt af mönnum
sem teknir voru úr umferð sökum
ölvunar. Fjölsóttur dansleikur
var haldinn í félagsheimilinu í
fyrrakvöld. Ekki urðu nein læti
sem orð er á gerandi en sumir
samkomugesta urðu heldur um
of ölvaðir er á kvöldið leið.
Siglufjörður
Siglfirðingar héldu jól friðsemdar
og afslöppunar eins og vera ber.
Fólk hélt sig að mestu heima við
og naut gæsa, hamborgarahryggja
og lambasteika. Las síðan góðar
bækur og hlustaði á guðs orð.
Eitthvað á annað hundrað
manns sótti dansleik á annan
jóladag. Lögreglumaður á Siglu-
firði sagði að allt hafi þar farið
vel fram. Stærsti jóladansleikur-
inn er framundan á Siglufirði,
árlegur dansleikur Björgunar-
sveitarinnar. Hann verður hald-
inn 29. desember og má þar búast
við fjölmenni, að sögn lögreglu-
manns. Síðan verður haldinn
áramótadansleikur á Siglufirði.
Semsagt: Nóg að gera fyrir dans-
áhugafólk á Siglufirði um jól og
áramót.
Norðausturland
Á Norðausturlandi voru jólin
náðug. Á Þórshöfn snjóaði þó
talsvert mikið á jóladag og varð
ófært um þorpið af þeim sökunt.
Þistilfirðingar og Langnesingar
komust ferða sinna á milli jóla-
boða, en Jón Stefánsson í lög-
reglunni á Þórshöfn sagði að færð
hefði ekki spillst í sveitunum í
kring. Bæði Þórshafnar- og Rauf-
arhafnarbúar sóttu kirkjur sínar
vel á jólum, en þeir gerðu hins
vegar ekki mikið af því að dansa,
að sögn lögreglu á stöðunum.
Dansskórnir eru væntanlega vel
pússaðir fyrir áramótadansleik-
ina sem haldnir verða á báðum
stöðum.
Á Kópaskeri er allt á kafi í
snjó og í gær er við töluðum við
Ingunni St. Svavarsdóttur sveit-
arstjóra var veðrið einkar fallegt
á staðnum. Messað var á Kópa-
skeri annan dag jóla og var fjöl-
menni við messu. Á eftir var jóla-
ball fyrir börn og fullorðna og að
kveldi var dansað í Skúlagarði af
mikilli list. Þeir Kópaskersbúar
sitja ekki auðunt höndum um
jólin, annað kvöld ætla þeir að
spila bingó og börn og unglingar
safna af miklunt móð í áramóta-
brennu. Þá er foreldrafélag skól-
ans að skipuleggja hópferð til
Akureyrar þar sem ætlunin er að
sjá leikritið um Emil í Kattholti.
óþh/mþþ/IM
Umferðarslys í
Arnarneshreppi:
Ekið á göngu-
skíðamann
. - íluttur á spítala
í Reykjavík
Alvarlegt uniferðnrslys varð
við bæinn Hof í Arnarnes-
hreppi í Eyjafírði að kvöldi
annars dags jóla. Ekið var
þar á 33ja ára gamlan mann
og hlaut hann alvarlega
höfuðáverka og beinbrot.
Tilkynnt var um slysið til
lögreglu klukkan 21.10. Hinn
slasaði var fluttur í skyndi á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri og síðan á spítala í
Reykjavík. Líðan hans var
eftir atvikum í gær.
Tildrög slyssins voru þau að
bíll á norðurleið áði út í vegar-
kanti gegnt bænum Hofi. Tveir
menn á gönguskíöum gáfu sig
á tal viö ökumann bifreiðar-
innar. Annar skíðamaðurinn
varð fyrir bifreið sem kom úr
norðri með fyrrgreindunt
afleiðingum.
Skyggni var gott þegar slys-
iö varð en nokkur hálka. Svo
virðist sem ökumaður bifreið-
arinnar sem lenti á manninum
hafi blindast af ökuljósum
kyrrstæða bílsins. óþh
Sölufélag
Austur-Húnvetninga:
ffluti innleggs-
verðs á hrossa-
kjöti frá 1987
- bakfært á
innleggjendur
Sala á hrossakjötsfram-
leiðsiu síðasta árs gekk mjög
illa hjá Sölufélagi Austur-
Húnvetninga. Var kjötið
endanlcga selt með veruleg-
um afslætti frá skráðu verði.
Afleiðing þessa varð að
mikið tap varð á hrossakjöts-
reikningi eða rúmlega 2 millj-
ónir króna miðað við 85%
útborgun á liðnu ári.
Á fundi stjórnar SAH þann
12. des. var ákveðið að félagið
tæki á sig helminginn af tapinu
en hinn helminginn yrðu inn-
leggjendur að bera. Hafa nú
verið bakfærð á innleggjendur
10% af verði hrossakjötsinn-
Ieggs frá 1987.
Þessi niðurstaða er slæm en
er tilkomin vegna þess að yerð
á hrossakjöti var skráð allt of
hátt haustið 1987 og ofan á
það bættist svo söluskatturinn
um áramótin. Það gerði hrossa-
kjötið ósamkeppnisfært við
annað kjöt á markaðinum og
óseljanlegt á skráðu verði. fh