Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 3
886 f i»dnv!)&ðb «.g - j-'IUGAQ - S 28. desember 1988 - DAGUR - 3 Um 7% íbúða félagslegar: Rétt um 6500 félagslegar íbúðir til í landiuu 830 slíkar íbúðir á Norðurlandi LOKAÐ! Skrifstofa íþrótta- og æskulýösfulltrúa og skrifstofa skóla- og menningarfulltrúa, ásamt Norrænu Upplýsingaskrifstofunni (Norræna félaginu) á Akureyri verða lokaðar dagana 28.-30. desember vegna flutninga. Mánudaginn 2. janúar 1989 opna þessar skrifstofur í Strandgötu 19 B. Símar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa (22722) og Norrænu Upplýsingaskrifstofunnar (27599) verða óbreyttir, en skóla- og menningarfulltrúi verður með nýtt símanúmer, 27245. Féiagsmálastjóri. ' og á Vesturlandi 222, en á Suðurlandi eru 195 félagslegar íbúðir. Ef félagslegar íbúðir eru skoðaðar sem hlutfall allra íbúða koma Vestfirðir beSt út, en þar er hlutfallið 9.5%, af rúmlega 3600 íbúðum eru rétt urn 350 félags- legar. Á Norðurlandi vestra er hlutfallið 8.1% og á Austurlandi er hlutfallið 8.0%. Á Norður- landi eystra er hlutfallið 6.3%, en þar eru um 530 félagslegar íbúðir af tæplega 8500. Lægst er hlut- fallið á Reykjanesi, 3.1% og á Suðurlandi 2.9%. mþþ Drangey SK-1: Góð sala í síðasta túmum - fyrir ÚS Drangey SK-1 kom til Sauðár- krókshafnar sl. miðvikudags- kvöld úr síðustu siglingunni undir merkjum Útgerðarfélags Skagfirðinga. Skipið var að koma frá Bremerhaven í Þýskalandi, þar sem það átti ágæta sölu, seldi 142 tonn af karfa og ufsa fyrir 10,6 milljón- ir króna. Meðalverðið var 73 krónur fyrir kílóið, sem telst gott. Drangeyjan mun liggja við bryggju fram yfir jól, en þriðja í jólum fer hún í slipp til Akureyrar til smávægilegra viðgerða. Skipið fer síðan á nýjar slóðir, til Keflavíkur, fljótlega upp úr áramótunum. Hinir togarar ÚS, Hegranes og Skafti, verða einnig við bryggju um hátíðirnar. Skafti kom í nótt úr slipp í Hafnarfirði, þar sem gert var við togspilið. Hegranesið kemur til Sauðárkrókshafnar aðfaranótt aðfangadags frá Þýskalandi, þar sem skipið seldi afla sinn í Cuxhaven. Seld voru 136 tonn af karfa og ufsa, mest megnis ufsa, og fékkst rúmlegá 8,1 milljón fyrir aflann. Meðal- verðið var um 60 krónur kílóið, sem er fyrir neðan meðallag. Þannig að bæjarbúum gefst kostur á að sjá togarana þrjá, Drangey, Hegranes og Skafta, í síðasta sinn saman við Sauðár- krókshöfn. Á næsta ári verður síðan einhvern tímann hægt að sjá fjóra heimatogara, bundna við bryggju. -bjb Innanhússknattspyrna: Aímælis- mót KA Afmælismót KA í innanhúss- knattspyrnu hefst í íþróttahöll- inni kl. 14.00 í dag. Leikið verður á stærri velli en venja er og taka átta lið af Norðurlandi þátt í mótinu. Aætlað er að mótinu Ijúki kl. 22.00 í kvöld. Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir fullorðna og kr. 100 fyrir börn. Það eru lið KA, Þórs, Tinda- stóls, Dalvíkur, Magna, Reynis og Leifturs sem taka þátt í mót- inu. Hver leikur er 2x12 mínútur og eru fjórir útileikmenn og einn markmaður inn á vellinum í einu. Félagslegar íbúðir í landinu eru nú rúmlega 5700 og í bygg- ingu eru 830 slíkar íbúðir. Samtals eru því tæplega 6500 íbúðir af þessu tagi til í land- inu. Um 90.000 íbúðir eru á landinu öllu og er hlutfall félagslegra íbúða um 7%. Þetta kernur fram í skýrslu sem Húsnæðisstofnun hefur tekið saman, en í fréttabréfi stofnunar- innar er sagt frá helstu niður- stöðunum. Til félagslegra íbúða teljast í skýrslunni verkamannabústaðir, leigu- og söluíbúðir skv. lögum frá 1973 og 1976, leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga og félaga- samtaka fjármagnaðar af Bygg- ingarsjóði verkamanna og fram- kvæmdanefndaríbúðir í Reykja- vík. Efni skýrslunnar byggir á upplýsingum tæplega 5200 íbúða. Rúmlega helmingur hinna félagslegu íbúða er í Reykjavík. samtals 2655 íbúðir, eða 51.3% íbúðanna. Á Reykjanesi eru 579 félagslegar íbúðir eð_a 11.2% og á Norðurlandi eystra er 531 íbúð, eða 10.3%. Á Austurlandi eru 349 félagslegar íbúðir og á Norðurlandi vestra eru þær 300. Á Vestfjörðum eru íbúðirnar 343 AKUREYRARBÆR m leio og pio versuo uugeiaana nja Hjálparsveit skáta tryggið þið ykkar eigin öryggi. Flugeldamarkaðir okkar eru: ★ Lundur, félagsheimili H.S.S.A. ★ Sýningarsalur Bflvirkja, Fjölnisgötu -★ Glerárgata 26, áður Passion ★ Söluskúr við Hagkaup 10% flugeldaábót fá allir sem versla fyrir meira en 1000 kr. þrjá fyrstu dagana. Opið 27.-30. desember kl. 9-22.00 og 31. desember kl. 9-16.00. Verðstöðvun!! - Allir flugeldar á sama verði og í fyrra Flugeldasýning í í kvöld kl. 20.00 i á túninu ofan V/SA Verslið tímanlega! - Munið 10% flueeldaábótína!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.