Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 28. desember 1988
Blys ☆ Rakettur ☆ Stjörnugos'
Flugeldar ☆ Flugeldar
Einnig úrval af fjölskyldupökkum
Flugeldasala K.A. og Þórs er við KA-heimilið og í
Hamri, félagsheimili Þórs dagana 27.-30. desember
kl. 13-22 og á gamlársdag frá kl. 9-16.
Þrátt fyrir hressilega snjókomu um jólin:
Lyftur ekki opnaðar
sökum skorts á snjó
- gönguskíðamenn komnir á fullt í Kjarnaskógi
Ahugamenn um svig og stór-
svig verða að leggjast á bæn
til að töfra fram nægilegan
snjó til þess að unnt verði
að opna norðlenskar skíðalyft-
ur. Þrátt fyrir talsverða snjó-
komu um jólin þarf „aðra eins
gusu“, eins og Ivar Sigmunds-
son, forstöðumaður Skíðastaða
orðaði það, til þess að hægt sé
að opna skíðasvæðið í Hlíðar-
fjalli við Akureyri. ívar segir
að ætlunin hafi verið að opna
neðstu lyftuna í fjallinu en frá
því hafi verið horfið sökum
þess hve snjór er þar ennþá af
skornum skammti.
Gönguskíðafólk á Akureyri er
hins vegar búið að taka fram
skíðin því byrjað er að troða
slóðir á útivistarsvæðinu í
Kjarnaskógi. Fyrsti dagur göngu-
vertíðarinnar í skóginum var á
annan dag jóla og í gær var þar
fjöldi fólks. Hallgrímur Indriða-
son segir skíðafæri mjög gott og
ástæða sé til að hvetja fólk til
þess að nýta sér þá góðu aðstöðu
sem boðið er uppá í Kjarnaskógi.
Hann sagði rétt að vekja athygli
fólks á árlegri nýársgöngu í
Kjarnaskógi á nýársdag. Þetta er
fjórða árið sem efnt er til hennar.
Skíðalyftur hafa hvergi verið
opnaðar á Norðurlandi. f>ó er
rétt að geta dráttarvélarknúinnar
lyftu norðan sundlaugarinnar í
Ólafsfirði. Enn sem komið er
vantar töluvert upp á að nægur
snjór sé í fjallinu fyrir ofan bæinn
til þess að opna skíðalyfturnar.
Sömu sögu er að segja frá Húsa-
vík, Dalvík og Siglufirði. Á
Húsavík snjóaði reyndar mikið á
jóladag en lausamjöllin fauk á
haf út aðfaranótt 26. desember.
óþh/IM
Mannleg mistök í Mjólkursamlagi KEA:
Undanrennu líkið fór
á léttmjólkurfemur
Vegna mannlegra mistaka var
um 500 lítrum af „falslétt-
mjólk“ pakkað á léttmjólkur-
fernur í Mjólkursamlagi KEA
þann 22. desember sl. I þessari
svokölluðu léttmjólk var mun
minna af fitu en á að öilu eðli-
legu að vera í léttmjólkinni. Á
lit og bragð reyndist hún því
vera mun líkari undanrennu en
léttmjólk. Ekki var um að
ræða skemmda vöru en óneit-
anlega var hún ekki nákvæm-
lega eins og neytendur höfðu
vænst. Bróðurpartur þessara
500 lítra fór í jólainnkaupa-
körfur akureyskra neytenda.
Að sögn Júlíusar Kristjánsson-
ar, mjólkurfræðings hjá Mjólk-
ursamlagi KEA, voru það mann-
leg mistök sem réðu því að
undanrennukenndur vökvi fór í
um fimmhundruð léttmjólkur-
fernur, sem var pakkað 22. des-
emþer (síðasti söludagur 28. des-
ember). Þennan dag var um 5000
lítrum af léttmjólk pakkað á
fernur í Mjólkursamlagi KEA.
Starfsmanni við léttmjólkurtank-
inn láðist að setja í gang hrærara
í tanknum áður en mjólkinni var
pakkað á fernur. Af þessum sök-
um var innihald hans lagskipt.
Þyngri vökvinn, fitusnauð undan-
rennan, varð undir en fiturík
mjólkin myndaði efra lagið. Þeg-
ar síðan var hafin pökkun á létt-
mjólkinni bunaði fitusnauð
mjólkin niður úr tanknum í fern-
urnar.
Júlíus Kristjánsson segir að
eftir þetta óhapp við vinnslu létt-
mjólkurinnar hafi fyrirkomulagi
hennar verið breytt í þá veru að í
stað þess að mannshöndin setji í
gang hræru í léttmjólkurtank fari
hún sjálfkrafa af stað. Þar með á
að vera tryggt að í framtíðinni
geti eyfirskir unnendur léttmjólk-
urinnar verið vissir um að fitu-
innihald hennar sé nákvæmlega
það sem þeir vænta. óþh
Mynd: TLV
Jólasnjór yfir öllu Norðurlandi:
Veðurguðir með „blandaða“
dagskrá fram að áramótum
- öllum aðalleiðum verður haldið opnum
Snjó kyngdi niður á Norður-
landi jóladagana, en á annan
dag jóla fóru ruðningstæki í
gang og eru nú svo til allir veg-
ir færir. Veturinn hefur verið
óvenju snjóléttur og sá snjór
sem nú er á jörðu er líklega sá
Sauðárkrókur:
Engin áramótabrenna í ár?
Engin áramótabrenna á Sauð-
árkróki í ár! Þessi setning
hljómar ekki vel í eyrum Sauð-
árkróksbúa þessa dagana en
svo gæti farið að hún yrði
að veruleika. Þrír dagar eru til
stefnu og ekki er farið að örla
fyrir neinni brennu neins stað-
ar í bænum. Bæjarráð Sauðár-
króks og Slökkviliðið er búið
að veita Ieyfi fyrir brennu á
Áshildarholtshæð, við suður-
enda bæjarins, en þar er ekki
komið svo mikið sem ein
spýta. Það yrði nú saga til
næsta bæjar ef engin brenna
verður í 2500 manna byggðar-
lagi um áramótin.
Þessi staður, Áshildarholts-
hæð, er ný staðsetning á brennu,
en nokkur síðustu ár hefur hún
- líkur á að svo verði
verið við Hlíöahverfi. Þann stað
er búið að banna fyrir brennu,
því eins og bæjarbúum er í fersku
minni, þá munaði minnstu að
stórbrunar yrðu af brennunni,
reyk og glóð lagði yfir húsin í
hverfinu í sterkum norðanvindi'
og var slökkviliðið kvatt út til að
vakta húsin og slökkva í brenn-
unni.
„Það sem er að gerast er það
að ég held að krakkar hafi ekki
mikinn áhuga á að vinna í þessu
og svo hitt að ég hugsa að ýmsir
séu ekki sáttir við að flytja brenn-
una á nýjan stað,“ sagði Snorri
Björn Sigurðsson bæjarstjóri í
samtali við Dag, og bætti við:
„Ég er ekki þar með að segja
það, að ef kæmu fram eindregnar
óskir um annan stað, þá verði
ekki hægt að endurskoða það
mál. Ef að krakkarnir hafa ekki
áhuga á þessu þá sé ég ekki að
það sé grundvöllur fyrir því að
hafa brennu. Ég er ekki tilbúinn
til þess að fara að setja bæjar-
starfsmenn í það að vera dögum
saman að safna í bálkesti, það er
ósköp einfalt mál.“
Hvað sem því líður, hvort
menn vilja færa brennuna á nýjan
stað, hafa hana á gamla staðnum
eða eitthvað annaö, þá er stuttur
tími til áramóta og það má aldeil-
is láta hendur standa fram úr
ermum ef það á að safna í góða
brennu. Eitt geta þó bæjarbúar
huggað sig við, flugeldasýning
Björgunarsveitarinnar verður á
gamlárskvöld, á sínum gamla
stað, á Nöfunum upp af malar-
vellinum. -bjb
mesti í vetur, þó „gusaöi“
hann dálítið úr sér í endaðan
september, eins og starfsmað-
ur vegaeftirlits á Akureyri orð-
aði það.
Frá Akureyri er fært vestur um
alla leið til Reykjavíkur. Ólafs-
firðingar eiga að komast leiðar
sinnar án tafa, því Múlinn er fær.
Fært er til Grenivíkur og yfir
Víkurskarð austur um Tjörnes og
Sléttu og þaðan til Vopnafjarðar.
Kísilvegurinn er opinn upp í
Mývatnssveit, en í gær var Fljóts-
heiðin rudd svo og Mývatnsheiði
og Aðaldalurinn.
Lágheiðin lokaðist fyrir jólin
og sagði vegaeftirlitsmaður að
hún hefði verið opin óvenjulengi
á þessum vetri. Að venju er ekki
fyrirhugað að moka heiðina í
bráð.
I gær unnu menn við að ryðja
þær leiðir sem eftir urðu á annan
í jólum og má þar nefna að bílar
voru á ferð á hliðarvegum, í
Fnjóskadal og í Svarfaðardal.
Veðrið fram að áramótum
verður lengst af meinlaust, að
sögn Guðmundar Hafsteinssonar
veðurfræðings. Norðlæga áttin
verður ríkjandi og með henni
dálítil él. Það sem eftir lifir af
árinu munu veðurguðir þó sýna
ýmis tilbrigði „þetta verður svona
sitt lítið af hverju,“ sagði Guð-
mundur. Bætti þó við að enginn
yrði hasarinn í veðrinu og á gaml-
ársdag spáði hann hláku um
norðanvert landið, sunnan átt og
hlýnandi veðri. mþþ
Emil í Kattholti:
Vidurkenimigar
fyrir plaköt
Leikfélag Akureyrar frum-
sýndi barnaleikritið Emil í
Kattholti á annan dag jóla við
góðar viðtökur áhorfenda á
öllum aldri. í tengslum við
þessa uppfærslu var efnt til
samkeppni í gerð plakats í
grunnskólum á Norðurlandi og
á frumsýningunni voru veittar
viðurkenningar.
Thelma Númadóttir, nemandi
í Lundarskóla á Akureyri, fékk
fyrstu verðlaun í samkeppninni,
10 þúsund krónur. Teikning
hennar prýðir leikskrá Leikfélags
Akureyrar. Að sjálfsögðu fékk
Thelma einnig miða á frumsýn-
inguna svo og stúlkurnar sem
fengu aðra og þriðju viðurkenn-
ingu í samkeppninni, Arna
Guðný Jóhannsdóttir og Lovísa
Jenný Sigurðardóttir.
Teikningarnar sem bárust eru
til sýnis í Samkomuhúsinu og
verða þar meðan sýningar á Emil
standa yfir, áhorfendum til
ánægjuauka. SS