Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 28. desember 1988 Vinnuhópur um lánamál námsmanna: Skerðing á metnum fram- færslukostnaði verði bætt í þremur áfóngum - metinn framfærslukostnaður verði hækkaður um 7,5% í fyrsta áfanga Vinnuhópur sem menntamála- ráðherra skipaði 18. nóvember sl. hefur skilað áliti sínu. Hóp- urinn var sammáia um að upp- hæð námslána skuli nema framfærslukostnaði náms- manns eins og hann er talinn vera á hverjum námsstað. Samstaða varð einnig um að bæta skuli skerðingu á metn- um framfærslukostnaði sem orðið hefur frá árinu 1984. Þetta skuli gert í þremur áföngum og verði fyrsta hækk- un 1. mars nk. neyti hefji undirbúning að nýrri könnun á framfærslukostnaði námsmanna á íslandi og erlendis. Miðað er við að slík könnun verði gerð á næsta ári. Þá leggur nefndin til að skrifstofa og stjórn LÍN kanni möguleika á að veita námsmönnum á 1. námsári lán úr sjóðnum á fyrsta námsmisseri en á námsárinu 1984-85 var því hætt hafa þessir nemendur brúað bilið með bankalánum. JÓH Nýlega var ritað undir samning um kaup á 12 fyrstu íbúðum Búseta á Akureyri. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki Húsnæðismálastjórnar sem væntanlega mun liggja fyrir í febrúar. Á myndinni eru, standandi f.v. Heimir Ingimarsson og Björn Snæbjörnsson og sitjandi f.v. Magnús Guðjónsson fyrir hönd Fjölnis sf., Gyifí Guðmarsson formaður Búseta og Jónína Pálsdóttir varaformaður. Um 100 félagsmenn eru þegar skráðir í Búseta á Akureyri. Mynd: GB Frumvarp um Tryggingasjóð fiskeldis: Vinnuhópurinn leggur til að hækkunin 1. mars verði 7,5% og að aftur verði hækkað um 5% frá 1. september á næsta ári. Skerð- ingin verði að fullu bætt frá og með 1. janúar 1990. „Nauðsynlegt að tryggja aukna rekstrar- lánafyrirgreiðslu til fiskeldis“ - segir landbúnaðarráðherra Ragnar Árnason, dósent, sem veitti vinnuhópnum forstöðu seg- ir að samkvæmt fjárlagafrum- varpi næsta árs sé fjárveiting til LÍN rífleg og því sé svigrúm til að gera þessar breytingar án þess að til þurfi að koma aukafjárveiting. í tillögum hópsins er lagt til að frá og með skólaárinu 1989-90 miðist umreikningur tekna við 50% í stað 35% eins og nú er. í reglum LÍN er gert ráð fyrir að námsmenn afli sér tekna í náms- leyfi og er við útreikning láns tek- ið tillit til tekna á þann hátt að ákveðið hlutfall tekna umfram framfærslukostnað í námsleyfi komi til frádráttar námsláni. Þetta hlutfall var lækkað í 50% á síðasta skólaári og í 35% á yfir- standandi skólaári. Lagt er til að menntamálaráðu- Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi um stofnun Tryggingasjóðs tiskeldislána. Sjóður þessi á að vera í umsjón Stofnlánadeildar landbúnaðarins og er hlutverk hans að tryggja greiðslu afurða- lána sem bankar og aðrar lána- stofnanir veita eða útvega fisk- eldisfyrirtækjum þannig að rekstrar- og afurðalán þeirra til fiskeldis geti numið allt að 75% af verðmæti birgða. „Þetta er einfaldlega gert vegna þess að við þær aðstæður sem nú eru uppi hjá okkur er nauðsynlegt að tryggja aukna rekstrarlánafyrirgreiðslu til fiskeldis en atvinnugreinin er áhættusöm og þess eðlis að þetta hefur ekki tekist nema að helstu viðskiptaaðilar leggi saman með ábyrgðir. Það erum við að gera með þessu frumvarpi,“ segir Steingrímur .1. Sigfússon í samtali við Dag. Tryggingasjóðurinn verður rekinn með iðgjöldum en að baki honum stendur ríkissjóður. Með gjöldum í sjóðinn er miðað við hallalausan rekstur hans en verði tekjuafgangur skal leggja hann í sérstakan varasjóð. Ríkissjóður mun afla Tryggingasjóði lánsfjár nægi varasjóðurinn ekki til að greiða áfallnar tryggingar eða að öðrum kosti mun ríkissjóður ganga í ábyrgðir fyrir lánum sjóðsins. Steingrímur segir nauðsynlegt að frumvarpið hljóti skjóta afgreiðslu á Álþingi svo unnt sé að setja reglugerð um sjóðinn og setja hann á fót. Hann segir skilning í öllum flokkum á mikil- vægi þessa máls og nauðsyn þess að það gangi fljótt fyrir sig. JÓH Hitaveita Seyluhrepps: Heitt vatn komið á tuttugu bæi - kostnaður við heitavatnslögnina áætlaður rúmar 11 milljónir króna Aldraðir Vopnfirðingar á grænni grein - þriðji og síðasti áfangi dvalarheimilis vel á veg kominn Búið er að steypa upp neðri hæð þriðja og síðasta áfanga dvalarheimilis aldraðra á Vopnafirði. Hafist var handa um byggingu fyrsta áfanga árið 1978 og áfangi númer tvö var tekinn í notkun árið 1983. Þeg- ar sá þriðji og síðasti verður til- búinn má segja að Vopnfirð- ingar séu á nokkuð grænni grein í öldrunarmálum, því þá verð- ur til staðar vistrými fyrir tiinmtíu manns á heimilinu. Byggingarnar eru þrjár, svip- aðar að útliti, á tveimur hæðum og bera nöfnin Sundabúð frá númer eitt til þrjú. Á neðri hæð- inni eru sjúkradeildir, en íbúðir á þeirri efri. Alls verða tuttugu og ein íbúð í húsunum, nokkur ein- staklingsherbergi og loks sjúkra- deild fyrir rúmlega tuttugu vistmenn. Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri segir að til standi að Skeggjastaðahreppur gerist aðili að dvalarheimilinu og kæmi hann þá inn í fjárhagsdæmið. Kostnað- ur við þriðja áfangann er á bilinu 7-8 milljónir króna, það sem búið er að gera. Fasteignamat Sunda- búðar 1 er 6,4 milljónir króna, en byggingakostnaður við Sunda- búð 2 er nú 14,3 milljónir króna. Fyrsta húsið var algjörlega kost- að af sveitarfélaginu og fjármagn til byggingarinnar fengið að láni hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Við annan áfangann kom til um sex milljón króna framlag ríkis- ins. Enn er ekki ljóst hvenær sfð- asti áfanginn verður tekinn í notkun, það ræðst af framlögum frá ríki, en ríkissjóði ber að leggja fram 85% af kostnaði við byggingu sjúkradeildarinnar. „Það ræðst allt af því hvernig þetta fé skilar sér hingað,“ segir Sveinn. „Lítið sveitarfélag hefur takmarkaða getu til að standa í stórræðum, en þegar þessi áfangi verður tilbúinn verður ástandið í öldrunarmálum alveg þokkalegt hér um slóðir." mþþ Fyrir skömmu voru 20 bæir norðan Varmahlíðar tengdir við Hitaveitu Seyluhrepps. Sem kunnugt er var borholan í Varmahlíð, sem boruð var fyr- ir 2 árum, hreinsuð og fóðruð sl. sumar og núna gefur hún um 17 sekúndulítra af 90 gráðu heitu vatni. Vatn var tengt að bænum Marbæli og þar er vatnið 70 gráðu heitt, sem verður að teljast ágætt miðað við 13 kflómetra langa leiðslu. í fyrstu var stefnt á að leggja heita vatnið að Reynistað en frá var horfið sökum þess hve fram- kvæmdir hófust seint á árinu. Heildverslun Valdemars Bald- vinssonar hefur keypt húseign- ina Glerárgötu 32 af Höldi hf. á Akureyri, en síðarnefnda fyrirtækið hefur starfrækt bíla- sölu fyrir notaða bíla í húsinu undanfarin ár. Sæplast hf. á Dalvík hefur tekið nýbygging- una Árstíg 2 á leigu undir iðn- aðarframleiðslu frá 1. janúar. Hólmgeir Valdemarsson sagði að heildverslunin tæki til starfa í Glerárgötu 32 hinn 29. þ.m. Það Þótti gott að íeggja þetta langa leiðslu á haustmánuðum, en sem kunnugt er var lögnin lögð í veg- kantinn á Sauðárkróksbraut og kemur sjálfsagt til með að halda kantinum snjóléttum. Kostnaður við heitavatnslögnina var áætlað- ur rúmar 11 milljónir króna. Seylhreppingar fagna án efa þessum tímamótum, enda voru þeir orðnir langeygðir eftir heitu og notalegu vatni inn á heimilin. Veturinn mun síðan leiða það í ljós hversu borholan er megnug, hvort hægt verði að fara lengra með lögnina án nokkurra breyt- inga. -bjb skýtur nokkuð skökku við að umrætt húsnæði skuli vera skráð við Glerárgötu þar sem það stendur við Hvannavelli og sagð- ist Hólmgeir ætla að sækja um að þessu yrði breytt til viðkomandi nefnda á vegum Akureyrarbæjar. Húsnæðið sem heildverslunin flytur í er hentugt til sinna nota og hefur verið mjög vel við haldið, að sögn Hólmgeirs. „Það verður engin breyting á rekstrin- um að öðru leyti en því að við erum fluttir," sagði hann. EHB Þriðji og síðasti áfangi dvalarheimilis aldraðra á Vopnafirði er vel á veg kominn. Búið er að steypa upp neðri hæð hússins, en þar verða sjúkradeild- ir. A þeirri efri verða íbúðir og einstaklingsherbergi. Mynd: tlv Akureyri: Heildverslun Valdemars Baldvinssonar flytur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.