Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 9
28. desember 1988 - DAGUR - 9 '■ ■■■■■ ■ ■■ körfubolta. Hér sjást Tindastólspiltarnir Haraldur Leifsson og Eyjólfur Sverrisson í harðri ; Kristján Rafnsson. My"d: EHB árinu. Lilja IVlaría Snorradóttir frá Sauðárkróki lun á Heimsleikum fatlaðra í Kóreu. Mynd: t>jb. Lim. Mynd: AP. eyri. Þeim bættist góður liðsauki í Torfa Ólafssyni sem flutti norð- ur yfir heiðar og það hefur borið mikið á honum síðan. Hann setti heimsmet í rétt- stöðulyftu á Heims- og Evrópu- móti unglinga í Luxemburg í des- ember og lyfti þar 337,5 kg. Reyndar setti Torfi íslandsmet í réttstöðulyftu á Dagsmótinu í apríl. Par lyfti hann 370,5 kg og er það mesta þyngd sem lyft hef- ur verið hér á landi. í sumar sigraði síðan Torfi í keppninni um sterkasta mann landsbyggðarinnar. Peir Flosi Jónsson og Kári Elí- son létu ekki heldur sitt eftir liggja og stóðu sig vel á þeim mótum sem þeir tóku þátt í á árinu. Einnig bættust ungir og efnilegar kraftlyftingamenn í hópinn og verður gaman að fylgj- ast með þeim á komandi árum. Fimleikar . . . Fimleikafólk var ekki fyrir- ferðarmikið á Norðurlandi á árinu. Það bar helst til tíðinda að þær Elva Jónsdóttir og Harpa María Örlygsdóttir komust á pall á Afmælismóti Fimleikasam- bands íslands í Reykjavík í febrúar. Á Akureyrarmótinu í apríl varð Guðrún Gísladóttir fjórfald- ur meistari í 3. gráðu í flokki 13 ára og eldri. Matthea Sigurðar- dóttir stóð sig einnig vel á mótinu og sigraði í þremur greinum í 3. gráðu. Hulda Guðmundsdóttir hafði mikla yfirburði í flokki 9 ára og yngri og sigraði í öllum fjórum greinunum. íþróttir fatlaðra . . . Fáir íþróttamenn vöktu eins mikla athygli á árinu eins og þeir fötluðu. Þar bar hæst glæsilegan árangur íslenskra keppenda á Heimsleikum fatlaðra í Kóreu. Samtals vann íslenska íþrótta- fólkið til 11 verðlauna á leikun- um, tveggja gullverðlauna, tveggja silfurverðlauna og sjö bronsverðlauna. Þau Lilja María Snorradóttir frá Sauðárkróki og Haukur Gunnarsson hlutu gullverðlaun og tvö brons, Jónas Óskarsson frá Húsavík og Geir Sverrisson hlutu silfurverðlaun og Ólafur Eiríksson og Sóley Axelsdóttir hlutu brons. Þar að auki kepptu þau Rut Sverrisdóttir og Elvar Thoraren- sen frá Akureyri á leikunum. Rut í sundi og Elvar í borðtennis og stóðu þau sig bæði mjög vel. Rut Sverrisdóttir hlaut fimm gullverðlaun á Islandsmóti fatl- aðra og þeir Stefán og Elvar Thorarensen hlutu einnig gull- verðlaun á mótinu. Hængsmótið var haldið að vanda í íþróttahöllinni í mars og voru keppendur rúmlega 100 víðs vegar al' landinu. Elvar Thoraren- sen hlaut Hængsbikarinn en þann bikar hlýtur sá keppandi ÍFA er bestum árangri nær á mótinu. Stefán Thorarensen, Elvar Thorarensen, Rut Sverrisdóttir og Sigurrós Karlsdóttir unnu öll til verðlauna á íslandsmótinu í sundi á árinu. Sund . . . Þingeyingar stóðu sig vel á sund- sviðinu á árinu. HSÞ sigraði á Sundmeistarmóti Norðurlands sem haldið var á Siglufirði í júlí og í haust gerði félagið betur og vann sig upp í 1. deild í Bikar- keppni Sundsambands íslands. Sundfélagið Óðinn á Akureyri varð í 2. sæti á Norðurlandsmót- inu og situr enn í 3. deildinni. En Óðinn hefur nú ráðið til sín þýskan þjálfara, Wolfgang Shar, og vænta má mikils af starfi hans með akureyrskru sundfólki. Að vanda var Svavar Þ. Guð- mundsson úr Óðni atkvæðamest- ur norðlenskra sundmanna. Hann setti nýtt íslandsmet í 400 m fjórsundi á móti í mars. Ungur og efnilegur sundmaður úr Óðni, Ömar Arnason, hefur dundað við það sem af er árinu að fella íslandsmetin í sveina- flokki og má búast við miklu af honum í framtíðinni. Svavar varð Akureyrarmeistari í karlaflokki og Birna H. Sigur- jónsdóttir í kvennaflokki. Ómar Árnason sigraði síðan í flokki 12 ára og yngri. Badminton . . . Karl F. Karlsson er tvímæla- laust sá badmintonleikari sem mest bar á á árinu. Hann raul' áralanga sigurgöngu Kristins Jónssonar á Akureyrarmótinu í einliðaleik karla og sigraði þar að auki í tvíliðaleik ásamt Sigurði Rúnari Sveinmarssyni og í tvenndarleik ásamt Guðrúnu Erl- endsdóttur. Karl er reyndar mjög fjölhæfur leikmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 16 ára garnall er hann í hópnum í meistaraflokki KA í handbolta og þar að auki er hann mjög liðtækur knattspyrnumað- ur. Elín Jónsdóttir stóð sig kepp- enda best á Akureyrarmóti ungl- inga í badminton. Hún sigraði í þremur greinum en þau Kristjana Jónsdóttir, Egill Hólmsteinsson, Sonja Magnúsdóttir, Konráð Þorsteinsson og Einar Karlsson unnu tvo titla hvert. TBA réð til sín hollenskan þjálfara, Gustave Velberg, á árinu og starfaði hann á Akureyri í nokkra mánuði. Með komu hans hljóp fjörkippur í starfsemi TBA og á það sjálfsagt eftir að skila sér í meiri áhuga á íþrótt- inni norðanlands. Yaxtarrækt. . . Þó nokkur hópur æfir vaxtarrækt á Akureyri undir öruggri hand- leiðslu íslandsmeistarans Sigurð- ar Gestssonar. Reyndar tókst Sigurði ekki að verja titil sinn í opnum flokki á árinu því hann þurfti að sjá á eftir titlinum til Jóns Páls Sigmarssonar. Það þurfti að kalla þá þrisvar sinnum fram til að dómendurnir gætu gert upp hug sinn hvor væri betur skorinn, eins og vaxtar- ræktarmenn segja. En Sigurður sigraði auöveldlega í 90 kg flokki og er því íslandsmeistari í þeim flokki. Hrönn Einarsdóttir sigraði í B- vaxtarræktarmótinu, sem er eins konar undanúrslit, en gerði sér síðan lítið fyrir og varð efst á Islandsmótinu í 57 kg flokki. Jón Norðfjörð varð íslands- meistari í 70 kg flokki og Hjörtur Guðntundsson varð efstur í sín- um flokki á B-vaxtarræktarmót- inu. Golf. . . Golfarar á Norðurlandi sátu ekki auðum höndum á árinu. Þar bat' hæst alþjóðlega mótið „Artic- open“ á Jaðarsvellinum á Akur- eyri. Björn Axelsson úr GA kom þar, sá og sigraði með glæsibrag. Þórhallur Pálsson, einnig úr GA, varð í þriðja sæti og Eiríkur Har- aldsson sigraði með forgjöf. Björn Axelsson varð Ákureyr- armeistari í karlaflokki og Inga Magnúsdóttir í kvennaflokki. Norðurlandsmótið var haldið á Sauðárkróki og þar sigraði Ólaf- ur Gylfason GA í karlaflokki og Árný Lilja Árnadóttir í kvenna- flokki. Karlalið Golfklúbbs Húsavík- ur og kvennalið GA tryggðu sér síðan sæti í 1. deild GSI með sigri í 2. deild en sú keppni fór fram á Húsavík. Öldungameistaramót íslands var haldið að Jaðri í ágúst og tóku hátt á annað hundrað kepp- endur þátt í mótinu. Af yngri kylfingum var það helst að frétta að Árný Lilja Árnadóttir og Magnús Karlsson urðu í þriðja sæti í sínum flokki á Unglingameistaramóti íslands í golfi. Golfklúbbar á Norðurlandi eru starfandi á Skagaströnd, Blöndu- ósi, Sauðárkróki, Ólafsfirði, Akureyri og Húsavík. GA ber ægishjálm yfir þessa klúbba, en starfsemin hefur þrátt fyrir það verið lífleg hjá þessum minni klúbbum. Berglind Bjarnadóttir úr Tinda- stóli var Iþróttanyaður Skaga- fjarðar og Arnar Snorrason var kosinn íþróttamaður Svarfdæla fyrir árið 1987. Þess má geta að Árnar keppti í 400 m hlaupi og 4x400 m boðhlaupi með íslenska landsliðinu í Luxembourg á árinu. Frjálsíþróttafólk úr UMSE var áberandi á árinu. Þóra Einars- dóttir sigraði í þremur greinum á íslandsmótinu í atrennulausum stökkum í febrúar. Þar kom Flosi Jónsson gullsmiður og kraftlyft- ingamaður á óvart og varð íslandsmeistari í langstökki. Á Meistarmóti íslands innan- húss fyrir 15-18 ára hlutu UMSE- krakkarnir fimm gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Þetta voru þau Hreinn Karlsson, Pétur Friðriksson og Snjólaug Vil- helmsdóttir. Einnig hlaut Berg- !ind Bjarnadóttir verðíaun á mót- inu. Stefán Gunnlaugsson úr UMSE varð þrefaldur íslands- meistari á íslandmótinu fyrir yngri en 14 ára. Á-Húnvetningar áttu sterkustu frjálsíþróttasveitina á Norður- landi og urðu þeir meistarar á Norðurlandsmótinu á Akureyri í ágúst. Þar að auki komst USAH upp í 1. deild ásamt UMSK í Bikarkeppni FRÍ. Skagfirðingar unnu kvennaflokkinn á Norður- landsmótinu. Meistaramót íslands var hald- ið á Húsavfk 23. og 24. júlí og mættu þar urn 300 keppendur til leiks. Þeir Friörik Steinsson og Gunnar Sigurðsson úr UMSS urðu íslandsmeistarar í tugþraut karla á íslandsmeistarmótinu í september. Þó nokkrar hræringar voru í frjálsíþróttamálum Norðurlands á árinu. Þar ber hæst að stofnað var nýtt Ungmennafélag á Akur- eyri, UFA, og er líklegt að mikið af frjálsíþróttafólki sem keppt hefur undir nafni UMSE gangi til Haraldur Ólafsson náði að bæta árangur sinn verulega á árinu og æfir nú af kappi fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður á Akureyri í apríl. Ungur og efnilegur kylfingur, Örn Sölvi Halldórsson, varð meistari hjá Golfklúbbi Sauðár- króks og var hann valinn til æf- inga með unglingalandsliðinu. Kristján Ö. Hjálmarsson varð meistari hjá Golfldúbbi Húsavík- ur og var í sveit GH sem tryggði sér sæti í 1. deild. Þó nokkuð líf hefur verið í Blönduósingum og þess má til gamans geta að Golfklúbbur Húsavíkur er með stærri söluaðil- um í knattspyrnugetraunum á Norðurlandi. Frjálsar . . . Frjálsar íþróttir stóðu í miklum blóma í landsfjórðungnum á þessu ári. Það sést best á því að hvorki meira né minna en fjögur héraðs- eða sérsambönd kusu frjálsíþróttamann sent íþrótta- mann ársins hjá sér. Cees van den Ven var kosinn íþróttamaður ársins hjá UMSE, Daníel Guðmundsson var kosinn íþróttamaður ársins hjá USAH, liðs við þetta nýja félag. UFA stóð fyrir nokkrum mótum á árinu og lofar starfsemin góðu fyrir frjálsíþróttalíf á Akureyri, sem hefur verið í nokkurri lægð undanfarin ár. Glíma . . . Glímumenn úr Þingeyjarsýslu héldu uppi merki glímuíþróttar- innar á Norðurlandi, eins og undanfarna áratugi. Pétur Yngvason sigraði í Islandsglím- unni og Eyþór Pétursson og Kristján Yngvason lentu í 2. og 3. sæti. HSÞ sigraði einnig í sveita- keppninni og, auk fyrrnefndra, áttu -þeir Arngrímur Jónsson og Hjörtur Þráinsson sæti í sveit- inni. Ungir glímumenn úr HSÞ stóðu sig vel á grunnskólamótinu f glímu. Þar má t.d. nefna að Tryggvi Héðinsson sigraði í sín- um flokki og sigraði þar að auki á miklu axlartakamóti í Englandi seinasta sumar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.