Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 28. desember 1988 Fyrstu íslundsmeistarar KA, 2. flokkur kvenna, ásamt Pétri Ólafssyni þjálfara síni 2. deildinni. Þeir sigruðu ÍBK í fyrsta leiknum í 2. deiidinni en töpuðu síðan mörgum leikjum í röð og voru orðnir neðstir í deild- inni. En þá kom óvæntur sigur gegn efsta liði deildarinnar Haukum og það er e.t.v. vís- bending að betri tíð sé í vændum. Völsungar léku í 3. deild og tókst ekki að skipa sér í hóp éfstu liða. Skipulagið var mjög lélegt á 3. deildinnni og léku Húsvíking- arnir t.d. ekki leik í 2Vi mánuð. Flestir leikmennirnir hættu að leika með liðinu í ár og lendir það því á ungum og óreyndum mönnum að halda upp heiðri Húsvíkinga á handknattleikssvið- inu. Þórsstelpurnar tryggðu sér sæti í l. deild með því að lenda í öðru sæti í 2. deildinni í handknatt- leik. En rót kom á leikmenn liðs- ins og á tímabili leit út fyrir að þær hefðu ekki í lið til að senda í keppnina. Það rættist hins vegar úr en það stefnir í erfiða botnbar- áttu hjá stelpunum. I yngri flokkunum báru Þórsar- ar ægishjálm yfir öll önnur lið. Þeir komust með alla yngri flokka drengja í úrslit og þar að auki 3. flokk kvenna. KA tókst einungis að koma 4. flokki kvenna í úrslit. Þess má geta að Stefán Arn- aldsson og Ólafur Haraldsson voru aftur valdir bestu hand- knattleiksdómarar landsins og tóku þeir þá ákvörðun að halda áfram að dæma í deildinni, hand- knattleiksáhugafólki til mikils léttis. Skíði . . . Skíðalandsmót íslands og Ungl- ingameistarmót íslands var það sem hæst bar á skíðasviðinu á Norðurlandi. Skíðalandsmótið var haldið á Akureyri í apríl og Unglingameistaramótið var hald- ið á Siglufirði í sama mánuði. Veðurguðirnir settu strik í reikninginn á báðum mótunum og þurfti að fresta mörgum grein- um vegna veðurs. En að lokum tókst að Ijúka þeiin stóráfalla- laust en keppendur á Unglinga- meistaramótinu frá Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri fóru með togara frá Siglufirði til að komast til síns heima. Að vanda bar mikið á Guð- rúnu H. Kristjánsdóttur frá Akureyri og Daníeli Hilmarssyni frá Dalvík á árinu. Þau voru bikarmeistarar SKÍ í flokki fullorðinna og kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada, ásamt Einari Ólafssyni göngumanni frá ísafirði. Nokkur blaðaskrif urðu út af frammi- stöðu Islendinga á leikunum og sýndist sitt hverjum. Guðrún varð þrefaldur íslands- meistari á mótinu á Akureyri og var síðan útnefnd Skíðamaður ársins af Skíðasambandi íslands. Daníel lagði hins vegar skíðin á hilluna í lok keppnistímabilsins í vor. Bryndís Yr Viggósdóttir, þrefaldur íslandsmeistari frá árinu áður, ákvað einnig að hætta í keppnisíþróttum. En að vanda kemur maður í manns stað. Valdimar Valdi- marsson og María Malmquist frá Akureyri, auk Guðrúnar, voru valin í landsliðið á skíðum sem fór til Austurríkis að æfa og keppa. Þar að auki voru fjórir aðrir Akureyringar; Jóhannes Bald- ursson, Kristinn Svanbergsson, Vilhelm Þorsteinsson og Jón Ingvi Árnason valdir í endur- nýjunarlið landsliðsins. Þess má geta að Vilhelm var bikarmeistari SKÍ í flokki 15-16 ára. Keppendur í norrænum grein- um frá Ólafsfirói og Siglufirði voru að vanda í sviðsljósinu á árinu. Ólafur Björnsson sigraði tvöfalt á skíðalandsmótinu, í stökki og norrænni tvíkeppni. Þar veitti Þorvaldur Jónsson, bet- ur þekktur sem markvörður Leiftursliðsins í knattspyrnu, honum harða keppni. Bikarmeistarar SKf urðu Ólaf- ur Þ. Hall í flokki 13-14 ára, María Magnúsdóttir í flokki 15-16 ára og Harpa Hauksdóttir í flokki 13-14 ára. Haukur Eiríks- son varð íslands og bikarmeistari í skíðagöngu og Baldur Her- mannsson frá Siglufirði í flokki 17-19 ára. Þeir Baldur, Haukur, Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði og Rögnvaldur Ingþórsson frá ísa- firði voru valdir í gönguskíða- landslið íslands. Júgóslavneskur þjálfari, Cveto Jagodic, var ráðinn til Skíðaráðs Akureyrar og hefur ríkt mikil ánægja með störf hans þar. Andrésar Andar leikarnir fóru að vanda fram í Hlíðarfjalli í lok keppnistímabilsins. Á sjötta hundrað keppendur víðs vegar af landinu tóku þátt í mótinu og hafa aldrei verið fleiri þátttak- endur á leikunum. Andrésar Andar leikarnir liafa nú náð að festa sig í sessi sem vinsælasta barnaskíðamót á landinu. Guðlaugur Halidórsson júdómaður úr KA náði frábærum árangri á árinu. Mynd: KK. Júdó . . . Júdómenn úr KA voru iðnir við kolann á árinu og hefur verið ótrúlegt að fylgjast með uppgangi deildarinnar undanfarin ár. Guðlaugur Halldórsson tvítug- ur Akureyringur var sá júdómað- ur sem mest kom á óvart á árinu. Hann sigraði í öllum mótum U- 21 árs sem hann tók þátt í á árinu hér á landi og kom mjög á óvart á Norðurlandamótinu og náði 5. sæti í -78 kg flokki fullorðinna. Þar að auki varð hann í 3.sæti á íslandsmótinu í þeim flokki og var í sigursveit KA á íslandsmót- inu í sveitakeppni U-21 árs. Það var því engin furða að hann var útnefndur Júdómaður Akureyrar árið 1988. Á íslandsmóti kvenna og ungl- inga sem haldið var í íþrótta- skemmunni í mars kepptu 36 KA-menn. Þessi hópur sópaði til sín verðlaununum og náði í 34 verðlaun, þar af 13 gullverðlaun. KA sigraði í sveitakeppni bæði í drengja og unglingaflokki og á árinu voru fjórir Akureyringar valdir í landsliðið. Þetta voru þeir Baldur Stefánsson, Guð- laugur Halldórsson, Freyr Gauti Sigmundsson og Hans Rúnar Snorrason. Þess má geta að Hans Rúnar er einungis 15 ára gamall og er yngsti meðlimur landsliðs- ins. Þeir Baldur og Guðlaugur kepptu á íslandsmótinu og náði Baldur þar 2. sæti í -60 kg flokki og Guðlaugur lenti í 3. sæti í -78 kg flokki. Unglingalandsliðið í júdó er að mestu skipað keppendum frá KA. Stelpurnar í KA hafa einnig staðið sig mjög vel. Svala Björns- dóttir hlaut tækniverðlaun JSÍ annað árið í röð og Fjóla Guðna- dóttir hlaut Murata-ljónið fyrir sigur í þyngsta flokki kvenna á íslandsmótinu. Jón Óðinn Óðinsson, „guðfað- ir“ júdódeildar KA, hlaut Afreksbikar ÍSÍ fyrir árið 1987 og er þetta þriðja árið í röð sem hann hlýtur þennan bikar. Borðtennis . . . Ekki hefur borðtennis náð að festa almennilega rætur hér á Norðurlandi. Þó er nokkur áhugi á íþróttinni á Grenivík og þaðan er Stefán Gunnarsson sem var valinn í unglingalandslið íslands 14-16 ára í borðtennis. þeim hins vegar ekki nógu vel og töpuðu þeir öllum sínum leikj- um, naumlega að vísu. í haust kom kínverskur þjálf- ari, Hou Xiao Fei, til starfa við deildina. Hann leikur einnig með liðinu og hafa KA-drengirnir unnið alla sína leiki til þessa og eru efstir í deildinni. Kvennaliði KA hefur ekki gengið eins vel. Erfiðlega virðist ganga að halda stúlkunum í lið- inu og eru alltaf margar nýjar sem byrja á hverju hausti. Það þarf því alltaf að byrja upp á'nýtt á hverju hausti og er árangurinn því eins og við má búast frekar slakur. En blak er ekki bara stundað sem keppnisíþrótt. Á Akureyri æfa öðlingar undir nafni Skauta- félagsins, Sundfélagsins Óðins, og Eikar. Völsungsstelpurnar frá Húsavík senda oft lið til keppni í bikarkeppninni og á seinasta keppnistímabili komust þær í 8- liða úrslit. Súlurnar frá Siglufirði og Óðinsmenn sigruðu á trimmmóti á Sauðárkróki og Eik varð Öld- ungameistari á Islandsmótinu á Húsvík. Þar var síðan Magnús Ólafsson frá Skautafélagi Akur- eyrar kosinn besti leikmaður mótsins. Á skólamóti BLÍ stóðu Grunn- skóli Húsavíkur, Lundarskóli í Öxarfirði og Stjórutjarnarskóli sig mjög vel. Haukur Valtýsson úr KA var útnefndur blakmaður ársins af BLÍ og er hann fyrsti KA-maður- inn sem hlýtur þann titil. Haukur og Stefán Magnússon, félagi hans í KA-liðinu, voru valdir í íslenska landsliðið til að keppa á móti smáþjóða í Luxembourg. Lyftingar . . . Haraldur Ólafsson var að vanda sá lyftingamaður norðlenskur sem mest bar á á árinu. Hann setti þrjú íslandsmet á íslands- mótinu í Ólympískum lyftingum sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri í apríl. Það var því eng- in furða að hann var útnefndur Lyftingamaður íslands af LSÍ. Á Akureyrarmótinu í desem- ber setti hann tvö önnur íslands- met og náði þar öðru hæsta stiga- skori sem náðst hefur hér á landi. Tveir ungir lyftingamenn frá Akureyri, þeir Snori Arnaldsson og Snorri Heimisson, kepptu á Norðurlandsmóti unglinga og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem íslendinga keppa á því móti. Kraftlyftingar . . . Það er öflugur kjarni sem heldur uppi rnerki kraftlyftinga á Akur- Þór og Tindastóll leika nú í úrvalsdeildinni í baráttu við Þórsarana Jóhann Sigurðsson oj Fatlaðir íþróttamenn vöktu mikla athygli á hlaut ein gullvcrðlaun og tvenn bronsverðis -liðinu í blaki hefur gengið mjög vel í vetur. Mvnd: TLV. Strákarnir í KA eru á góðri leið með að festa sig í sessi sem eitt besta blaklið landsins. Á síðasta keppnistímabili stóðu þeir sig mjög vel og komust í úrslita- keppnina í blakinu. Þar gekk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.