Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 5
28. desember 1988 - DAGUR - 5 kvikmyndarýni UJmsjón: Jón Hjaltason Robin Williams reynir að ná ástum hinnar víetnömsku Trinh sem Chintara Sukapatan leikur. En umhverfið er þeiin ekki hliðhollt, tungumálið ekki heldur, hvað þá þjóðernið. Það er þetta með baunasúpuna Borgarbíó sýnir: Góðan daginn Víetnam (Good Morning Vietnam). Leikstjóri: Barry Levinson. Helstu leikendur: Robin Williams, Forr- est Whitaker og Tung Thanh Tran. Touchstone Pictires 1988. Ég hallast alltaf æ meira að því að skopskyn Bandaríkjamanna sé ekkert ólíkt því sem okkur íslendingum er gefið. Því meiri Iæti, ærsl og hávaði, hamagangur og fíflaskapur, því fyndnara þykir það sem fram fer. Góðan daginn Víetnam er um fyndni í útvarpi. Og furðulegt nokk, hún er furðulega keimlík þeirri sem okkur er ætlað að sjá með augun- um. Byggir á því sama, hávaða og látum. Myndin greinir frá útvarps- manninum Adrian Cronauer, sem leikinn er af Robin Williams. Hann er í þjónustu bandaríska hersins og sem slíkur kemur hann til Víetnam að hressa við landa sína þar. Þetta er árið 1965, einmitt um þær mundir þegar Lyndon Baines Johnson forseti er hvað hræddastur um að landið sé að falla í hendur kommúnist- um. Hann fyrirskipar loftárásir á Norður-Víetnam og sendir í gríð og erg nýjar hersveitir til Víetnam að bjarga Bandaríkjun- um. Á innan við þremur árum hefur forsetinn fjölgað í bandarísku hersveitunum í Suður-Víetnam úr 20.000 í yfir 500.000. Kannski tengist koma hins nýja þáttagerðarmanns til landsins björgunaraðgerðum forsetans. í það minnsta þykir hann afbragð annarra manna um hnyttiyrði og fyndni. Williams tekur þegar til starfa við útvarp hersins í Saigon og um það þarf ekki að hafa mörg orð nema hvað hann slær í gegn. Og það er víst óhætt að segja að Williams blómstrar ekki aðeins sem brandarakarl í augum her- mannanna, hann hlýtur einnig að slá í gegn hjá öllum þeim er sjá myndina. Leikur hans er vægast sagt stórkostlegur. En böggull fylgir skammrifi fyrir stjórnendur útvarpsstöðvar- innar. Þáttagerðarmaðurinn er ósvífinn, spilar rokk í staðinn fyrir polka, segir ljótar sögur af veðrinu, en á hertímum er það óyfirstíganleg regla að allt tal um veður, satt eða logið, er bannað. Að auki lætur hann berast út á öldum ljósvakans fréttir af hinu og þessu sem ritskoðunin hefur dæmt óbirtingarhæft og í þokka- bót skopast hann að virtum stjórnmálamanni, Richard Nixon. Sem sagt, Williams er vandræðagemsi en snillingur í sínu fagi. Þessi mynd Levinsons minnir um meginþætti á gerð baunasúp- unnar í ævintýrinu. Flakkarinn sauð gómsæta súpu af einum nagla, Levinson reynir að gera stórmynd í kringum eitt hljóðver. Flakkarinn setti eitt og annað saman með naglanum sínum, Levinson reynir einnig að blanda saman einhvers konar hljóðvers- kokteil. Hann vill í senn segja ástarsögu, að vísu mjög óvenju- lega, svolitla stríðssögu og brandara. Með þessu hefur hann tvær skeiðar af harmrænu, lífs- reynslusögu og oboðlítið af blóði. Útkoman verður skemmti- leg bíómynd en veigalítil. Sannleikurinn er sá að Góðan daginn Víetnam minnir mest á MASH, nema hvað MASH var eintómt gaman og grín og átti ekki að vera neitt annað. Levin- son virðist hins vegar vilja gefa okkur mynd af stríðinu þar eystra, kátínan á að blandast með tárum. En tárin verða söm og hrökkva af hvörmum krókódíla og stríðsmyndin Góðan daginn Víetnam verður afkáraleg. Það sama verður ekki sagt um skopmyndina Góðan daginn Víetnam. Það er raunar með ólíkindum að það skuli vera hægt að gera sprelifjöruga og á köflum nokkuð fyndna mynd umhverfis hljóðver og masandi útvarpsmann. En munið; forðum varð dýrindiskrás af einum nagla. Leikfélag Skagafjarðar: Uppreisnin á ísafirði frumsýnt eftir áramót Að undanförnu hafa staðið yfir I æfingar hjá Leikfélagi Skaga- fjarðar á leikritinu Uppreisnin I á ísafirði, eftir Ragnar Arnalds í leikstjórn Eddu Guðmunds- dóttur. Að sögn Friðriks R. Friðrikssonar formanns Leik- félags Skagafjarðar hafa æfing- ar gengið vel og á að frumsýna stykkið eftir áramótin, nánar tiltekið miðvikudaginn 4. janúar nk. Uppreisnin á Isa- firði er stórt og viðamikið lcikrit í uppfærslu, en alls taka um 30 leikarar þátt í því. í upphafi var stefnt að því að frumsýna á milli jóla og nýárs, en ljóst er að það verður ekki mögulegt. Uppfærslan er það stór í sniðum og margt þarf að fínpússa áður en leikstjóri verður ánægður. Alls eru 28 hlutverk í Upp- reisninni, þar af 22 karlhlutverk. Auk þess að koma úr sveitum Skagafjarðar koma leikarar einnig frá Sauðárkróki og úr Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Úppreisnin á ísafirði er tekin fyrir, eftir að Þjóðleikhúsið sýndi leikritið við miklar vinsældir fyrir tveim árum. Er það vel við hæfi að Leikfélag Skagafjarðar hafi valið stykkið, m.a. vegna þess að höfundurinn, Ragnar Arnalds, er búsettur í Varmahlíð. Þar hafa æfingar farið fram, í Félagsheim- ilinu Miðgarði, og þar verður leikritið sýnt. Sem fyrr segir verður frumsýning miðvikudag- inn 4. janúar 1989 og önnur sýn- ing verður föstudaginn 6. janúar. -bjb Laus staða Staða sérfræðings á Rannsóknastofnun landbún- aðarins, bútæknideild á Hvanneyri, er laus tii umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Tómasson, forstjóri, s. 91-82230 og Grétar Ein- arsson, deildarstjóri, s. 93-7000. Umsóknir um starfið ásamt gögnum skulu berast landbúnaðarráðuneytinu eigi síðar en 10. janúar 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 20. desember 1988. Rafvirkjar - Rafverktakar Próf í þeim áföngum, sem kenndir hafa verið á nám- skeiðum Rafiðnaðarskólans til löggildingar í rafvirkj- un, verða haldin í Tækniskóla Islands og Verk- menntaskólanum á Akureyri fimmtudaginn 5. janúar 1989 kl. 13.00-14,30. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir hafi lokið námskeiðunum, eða sambærilegu námi. Rafmagnseftirlit ríksins. Harmoniku- dansleikur verður í Lóni föstudaginn 30. desember n.k. frá kl. 22-03. Þetta verður áramótadansleikurinn okkar! Hvað skeður kl. 24.00? Allir velkomnir! FÉLAG HARMONIKUUNNENDA. _Til viðskiptamanna_ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagi voda Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 2.janúar1989. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 14. desember 1988 Samvinnunefnd banka og sparisjóða Allar auglýsingar sem þarf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.