Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. desember 1988 V. «1 lr> «*•) aopt- Ot' Vinningstölur 23. desember 1988. Heildarvinningsupphæð kr. 2.707.624.- Þar sem enginn var með 5 tölur réttar á föstudaginn var, færist 1. vinningur yfir á 1. vinning á föstudaginn kemur, sem var 2.314.614.- Bónustala + 4 tölur réttar kr. 401.675.- Skiptist á milli 5 vinningshafa kr. 80.335.- á mann. 4 tölur réttar kr. 692.820.- Skiptist á milli 135 vinningshafa kr. 5.132.- á mann. 3 tölur réttar kr. 1.613.129.- Skiptist á milli 4703 vinningshafa kr. 343,- á mann. Dregið verður í lottóinu föstudaginn 30. desember klukkan 20.30. Sölu þann dag lýkur klukkan 20.15. Gleðilegt nýár. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Auglýsendur athugið Síðasta blað fyrir áramót kemur út föstudaginn 30. desember. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 11.00 fimmtudaginn 29. desember, nema um stærri aug- lýsingar sé að ræða, en þær þurfa að berast fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 28. desember. auglýsingadeild, sími 24222. V________________________________________/ Smári Sigurðsson með tvo fjölskyldupakka frá Hjálparsveitinni. „Þýðir ekki annað en vera bjartsýnn á söluna.“ Myndir: GB Hörð barátta í flugeldasölunni á Akureyri: „Höftim engan áhuga á stríöi vegna flugeldasölunnar“ - segir Smári Sigurðsson hjá Hjálparsveit skáta Ungir áhugamenn um flugelda voru mættir í bíti í gærmorgun til að líta á úrvalið hjá Hjálparsveitarmönnum í Lundi. „Þessi flugeldasala hjá okkur verður með Iíku sniði nú og síðastliðin 16-17 ár. Vissulega fáum við samkeppni að þessu sinni en henni svörum við með enn betri þjónustu og lipurð í okkar sölu,“ sagði Smári Sig- urðsson hjá Hjálparsveit skáta á Akureyri um flugeldasölu sveitarinnar fyrir áramótin. Eins og kunnugt er munu íþróttaielögin á Akureyri, KA og Þór, einnig verða með flug- eldasölu í bænum næstu daga og segir Smári að með því hafi þau farið inn á markaö sem Hjálparsveitin hafi verið ein um síðustu þrjú árin. Svikin loford „Vissulega skerðir þessi sala félaganna tekjur okkar af flug- eldasölunni. Við höfum verið einir á þessum markaði síðastlið- in þrjú ár, eða frá því kaupmenn hættu að versla með flugelda, og vitum því nákvæmlega hversu stór þessi markaður er. Fyrir síð- ustu árainót höfðum við tekið loforð af íþróttafélögunum um að þau yrðu ekki með flugelda- sölu fyrir þessi áramót án þess að láta okkur vita þannig að við gæt- um minnkað okkar pantanir sam- kvæmt því. Þessi loforð voru svikin og allt sem þessi félög panta og selja þýðir stækkandi lager fyrir okkur vegna þess að markaðurinn stækkar ekkert þó þessir aðilar bætist við,“ segir Smári. Smári segir að menn verði að gera sér grein fyrir því að þar sem flugeldasalan sé um 95% af tekj- um Hjálparsveitarinnar þá hljóti minnkandi tekjur af henni að leiða til þess að sveitin leiti ann- arra fjáröflunarleiða, leiða sem t.d. íþróttafélögin hafi setiö að undanfarin ár. „Við höfum engan áhuga á að vera í einhverju stríði út af þessum hlutum en ef einhver samdráttur á að verða í þessari tekjuöflun okkar þá verð- um við að leita nýrra leiða til að geta staðið við okkar skuldbind- ingar. Við höfum nýverið sett okkur í skuldbindingar vegna kaupa á nýjum snjóbíl og veru- lega minnkandi tekjur koma því iila við.“ Fimm tonn af áramótavörum Smári segir að um hver áramót noti Akureyringar um 5 tonn af áramótavörum. „Flugeldasalan tók kipp fyrir fimm árum og hef- ur haldist stöðug síðan þá. Annars ræður veðurspáin mestu um flug- eldasöluna og getur ráðið úrslit- um um hvernig útkoman verður. í fyrra var yfirlýst flugeldaveður í sjónvarpinu og það hafði greini- lega áhrif en því er heldur ekki að leyna að komið hefur fyrir að salan dugi ekki fyrir kostnaðin- um,“ segir Smári. Með hverju árinu eykst fjöl- breytnin í fírverki áramótanna. Verðlag á þessum vörum í ár verður mjög svipað því sem var í fyrra. Eins og venja er til verður boðið upp á fjölskyldupakka en Smári segir að margir vilji þó velja sér sína flugelda sjálfir og oft komi í ljós að menn hafi ótrúlega þekkingu á flugeldun- um. „Okkar bestu kúnnar eru fullorðnir menn sem eru enn með „maníu“. Það eru fjöldamargir í þessum flokki, menn sem aðeins vilja það stærsta og kraftmesta og muna frá ári til árs hvernig flug- eldarnir hafa verið og láta okkur óspart heyra það ef þeim hefur ekki líkað varan. Þetta er hrein della hjá mörgum." Mjög er mismunandi hve mik- ið hver viðskiptavinur kaupir af þessum áramótavörum en Smári telur að meðalkaup geti verið um 2500-3000 krónur. Greinilegt sé að upphæðirnar fari mikið eftir fjölda barna á heimilunum en hér er bæði um að ræða vörur sem notaðar eru innan- og utanhúss. Létt yfír mannskapnum í flugeldasölunni Vinnan við flugeldasöluna er mikil og eins og önnur störf hjá Hjálparsveit skáta er pökkun og sala sjálfboðavinna félaganna. Síðustu vikurnar hafa félagarnir pakkað og flokkað sendingarnar og í gær hófst salan á Akreyri á fjórum stöðum. í kvöld fá síðan bæjarbúar forsmekkinn af ára- mótagleðinni þegar sveitarfélag- ar halda flugeldasýningu við Lund, húsnæði Hjálparsveitar- innar á Akureyri. „Maður fær hálfgerðan fiðring þegar kemur fram á þennan tíma. Það er létt yfir mannskapn- um á meðan á flugeldasölunni stendur enda þýðir ekkert annað en hafa gaman af þessu. Fjöldinn allur af félögum okkar hverfur suður yfir heiðar á veturna til náms en kemur heim í jólafrí og hjá mörgum er mesta tilhlökkun- in að komast heim í flugeldavinn- una. Það má eiginlega segja að við fáum „kikkið“ út úr þessu á meðan aðrir fá það á gamlaárs- kvöld,“ segir Smári Sigurðsson. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.