Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 28.12.1988, Blaðsíða 11
Menntamálaráðuneytið: Skipar nefiid til að fjalla um skóla í dreifbýli Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd sem fjalla á um nráefni skóla í dreifbýli í þeim tilgangi að bæta stöðu þeirra. Verkefni nefndarinnar verða m.a., að spá um heildarþróun skóla í dreifbýli til aldamóta, gera yfirlit um stöðu og spá um þróun hvers skóla og skila tillögum um hvað er hægt að gera til úrbóta strax. í nefndinni eiga sæti Guð- mundur Ingi Leifsson, fræðslu- stjóri Norðurlandsumdæmis vestra, formaður, Alda Gísla- dóttir, kennari, Varmalandi, Ei- ríkur Jónsson, skólastjóri Blönduósi, Pétur Bjarnason, fræðslustjóri Vestfjarðaumdæm- is, Valgarð Hilmarsson, oddviti og Ölvir Karlsson, oddviti. Með nefndinni starfa Runólfur Birgir Leifsson, deildarstjóri og Sigþór Magnússon, námsstjóri, mennta- málaráðuneyti. Nefnd þessi er skipuð í sam- ræmi við tillögur starfskjara- nefndar fjármálaráðuneytisins. menntamálaráðuneytisins og Kennarasambands íslands, þar sem ljóst er að margir skólar í Barbara Vigfússon sópransöng- kona og Jóhannes Vigfússon píanóleikari halda tónleika á sal Menntaskólans á Akureyri nrið- vikudaginn 28. desember kl. 20.30. Á fimmtudag halda þau síðan tónleika að Breiðunrýri í Reykjadal og hefjast þeir einnig kl. 20.30. Á tónleikunum munu þau Bar- bara og Jóhannes flytja lög eftir dreifbýli standa höllum fæti t.d. vegna skorts á kennurum með full réttindi. Georg Gershwin, Francis Poul- enc og Othmar Schoeck. Hjónin Barbara og Jóhannes eru búsett í Sviss og hafa þau haldið saman fjölda tónleika, i Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjun- um og á íslandi. Pau hafa hlotið mikið lof fyrir efnisskrána sem þau flytja nú hér á landi og hefur upptaka með flutningi þeirra á lögum eftir Gershwin og Schoeck verið gefin út. Söngtónleikar: Barbara Vigfússon og Jóhannes Vigfússon Sfaomin Qolli plötusnúður (snúðanna) með saman- ' tekt á vinsælustu íslensku lögunum 1988 ásamt öllu því nýjasta 5tarfsfólk5Jallan5 óskar viðskipta- vinum sínum árs ogfriðarog þakk- ar fyrir árið sem er að líða Stemmning eins og hún gerist best í Sjallanum \í 5ja illinn 31. des. '88 J 7 1 l ^ J rr—: -TT 1 • 28. desember 1988 - DAGUR - 11 Éb Laust embætti er forseti íslands veitir Við Kennaraskóla íslands er laust til umsóknar embætti prófessors í uppeldis- og kennslufræði. Auk fullgilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa viður- kennd kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undirbúning. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1989. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk sem umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um skulu einnig fylgja. Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1988. Lausar stöður Við Kennaraháskóla íslands eru lausar til umsóknar tvær eftirgreindar lektorsstöður: 1. Staða lektors í íslensku. Meginverkefni íslensk og almenn málfræði með áherslu á nútímaíslensku. Auk viðurkennds háskólaprófs í grein sinni skal hann hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum ásamt þekkingu á og reynslu af íslenskukennslu. 2. Lektorsstaða á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar í námi og kennslu, einkum á grunnskólastigi. Auk full- gilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Starfsreynsla á áður- greindu sviði og góð þekking á grunnskólastarfi er einnig nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittarfrá 1. júlí 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk, er umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1988. Atvinna • Atvinna • Atvinna Siglufjörður Dagur óskar eftir umboðsmanni á Siglufirði frá og með 1. janúar 1989. Upplýsingar gefur Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir í síma 24222 á skrifstofutíma. Heimasími 25165. Ljósmæður! Staöa Ijósmóður er laus til umsóknar. Allar upplýsingar veitir Ásmundur Gíslason ráös- maður. - Símar 97-81118 og 97-81221. Skjólgarður - fæðingardeild Höfn, Hornafirði. 1 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI * Starf aðstoðarmanns á Röntgendeild er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf aö geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir yfirröntgentæknir. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A. fyrir 6. janúar 1989. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Sími 22100.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.