Dagur - 10.02.1989, Side 2

Dagur - 10.02.1989, Side 2
2 - DAGUR - 10. febrúar 1989 Iðnþróunarfélagið/Iðntæknistofnun: 17konurviljafræðast um fyrirtækjarekstur - námskeiðið hefst kl. 18 í dag í Galtalæk „Stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir konur“ er yfirskrift nám- skeiðs á vegum Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar og Iðntækni- stofnunar sem hefst í Galtalæk á Akureyri kl. 18 í dag. í gær höfðu 17 konur skráð sig á námskeiðið, sem verður í dag, Aðaldalur: Gjöftabyggða- safnsíns Lionsklúbburinn Náttfari hefur fært Byggðasafni Suð- ur-Þingeyinga að Grenjað- arstað gjöf í tilefni af 30 ára afmæli safnsins á síðasta ári. Margrét Bóasdóttir, umsjón- armaður safnsins, sagðist í sam- tali við Dag vera ákaflega þakk- lát fyrir gjöfina og kæmi hún í góðar þarfir. Gjöfin er 50 þús- und krónur og fylgir sú uppá- stunga að henni verði varið til að auka og bæta merkingar á munum í safninu. Félagar Lionsklúbbsins Nátt- fara eru úr Aðaldal og Reykja- dal og er formaður klúbbsins Sverrir Haraldsson. IM Athugasemd við verð- könnun NAN í verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, sem birt var í blaðinu í gær, kom m.a. fram að í Matvörumarkað- inum í Kaupangi hefði verð á kornflögum (cornflakes) hækk- að úr kr. 132,80 í kr. 194.50 frá sambærilegri könnun í sept- ember. Starfsmaður NAN hafði sam- band við blaðið og vildi koma því á framfæri að mistök hefðu átt sér stað í vinnslu könnunar- innar hjá félaginu og tölur rugl- ast á þann veg að í stað 149,50 hefði útkoman orðið 194,50. Rétt verð á kornflögum í Mat- vörumarkaðinum er því 149,50 krónur. Þarna munar 45 krónum. Kornflögurnar hafa því í þessu tilfelli hækkað um 16,70 krónur, sem er rúmlega 12% hækkun. á morgun og helgina 17.-18. febrúar nk. Að sögn Jóhanns G. Jóhanns- sonar, hjá Iðnþróunarfélaginu, eru þær 17 konur, sem hafa til- kynnt þátttöku á námskeiðið, frá Akureyri og úr nágrannabyggð- arlögum. Hann segir að konurnar hafi ýmist kynnst rekstri fyrir- tækja eða séu honum ókunnar. í vetur hafa tvö slík námskeið verið haldin á landsbyggðinni, á ísafirði og Selfossi. Þátttaka hef- ur verið með ágætum og almenn ánægja með námskeiðin. í stuttu máli sagt er þetta námskeið ætlað konum sem reka fyrirtæki, taka þátt í rekstri fyrir- tækja, hyggjast stofna fyrirtæki eða hafa áhuga á og vilja fræðast um rekstur fyrirækja. óþh Bókamarkaður POB Að undanförnu hefur verið opinn bókamarkaður hjá Prentverki Odds Björnssonar við Tryggvabraut. Þegar Dagur leit þar við í vikunni var ekki margt um manninn, enda margir eflaust gleymt markaðnum í ófærðinni. En þeir ætla að hafa opið eitthvað áfram og er hægt að gera þar mjög góð kaup því bækurnar kosta niður í 100 krónur stykkið. Það er Gunnar Þórsson sem lítur í væna bók á myndinni. Mynd: tlv Fulltrúar í Dýraverndarnefnd vilja endurskoða lög um dýravernd strax: „Þxirfiim að vera á undan öfga- öflunum og setja eðlilegar reglur „Því miður hafa viðbrögð við dýraverndunarmálum hérlend- is oft einkennst af tómlæti. Þetta eru ósjaldan viðkvæm mál, sem ficstum þykir betra að þurfa ekki að skipta sér af. Tómlætið hefur einkennt afskipti almennings, stjórn- valda, bænda og jafnvel þeirra sem löguin samkvæmt eiga að hafa afskipti af dýraverndunar- málum,“ segja þeir Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Sigurður H. Richter sníkju- dýrafræðingur, fulltrúar í Dýraverndarnefnd, í erindi á Ráðunautafundinum 1989. Dýraverndunarmál eru meðal þeirra mála sem rædd eru á fundinum í Bændahöllinni í þessari viku. Þeir félagar telja skynsamlegt að huga að því hvað gerst hafi í öðrum löndum þar sem umræðan Hafnarstjórn Sauðárkróks: Sendir alþingismömmm harðorða ályktun vegna Qárveitingar til Sauðárkrókshafnar Hafnarstjórn Sauðárkróks kvæmda 12,5 milljónum króna. samþykkti á fundi sínum fyrir Telur hafnarstjórnin að þessi skömmu, harðorðaða ályktun fjárveiting dugi aðeins til að til alþingismanna Norðurlands vestra og formanns fjárveit- inganefndar Alþingis. Tilefni ályktunarinnar er fjárveiting til Sauðárkrókshafnar á fjárlög- um 1989, sem hafnarstjórn tel- ur naumt skammtaða. Sauðár- krókshöfn fær af fjárlögum 4,5 milljónir en hafnarstjórn hafði gert ráð fyrir til lágmarksfram- gera upp framkvæmdir ársins 1988. Á fundi Bæjarstjórnar Sauðár- króks sl. þriðjudag urðu nokkrar umræður um ályktun hafnar- stjórnar og í máli forseta bæjar- stjórnar, Þorbjarnar Árnasonar, kom fram að hann lagði til að bæjarstjórn myndi ekki leggja blessun sína yfir ályktunina, hún yrði algjörlega á ábyrgð hafnar- Álafoss hf. og Hilda hf.: Sameina markaðsfyrirtæki sín í Bandaríkjunum Nú hafa forsvarsmenn Alafoss hf. og Hildu hf. ákveðið að vinna að því að sameina í eitt fyrirtæki þau tvö markaðsfyrir- tæki sem fyrirtækin eiga nú í Bandaríkjunum. Hingað til hefur Álafoss hf. rekið sölu- og dreifingarfyrirtæki í New York og m.a. selt vörur um net um- boðsmannakerfis. Hilda hf. rekur fyrirtæki í Pittsburgh sem selur og dreifir ullarvörum til verslana, sumra í eigu Hildu hf. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru sannfærðir um að íslensk ullarvara eigi framtíð fyrir sér a Bandaríkjamarkaði, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika undanfarið við útflutning framleiðslunnar til Bandaríkjanna. í fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu segir, að „við harðn- andi markaðsaðstæður er þeim aðilum, sem eiga samleið, nauð- syn að snúa bökum saman og treysta starfsemi hvers annars með sameiginlegum aðgerðum. Með því að sameina umrædd markaðsfyriitæki í eigu Álafoss hf. og Hildu hf. gefst betra tæki- færi til þess að framkvæma sam- eiginlegt markaðsátak fyrir íslenskar ullarvörur á Banda- ríkjamarkaði. Betri möguleikar verða til dreifingar á útflutnings- vörum fyrirtækjanna, sem seldar verða gegnum núverandi dreifi- leiðir beggja fyrirtækjanna. Sam- einingin mun leiða til sparnaðar í yfirstjórnun beggja fyrirtækj- anna. Álafoss hf. og Hilda hf. munu starfa eftir sem áður sem sjálfstæð og aðskilin fyrirtæki á íslandi.“ Það er iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, sem haft hefur for- göngu um viðræðurnar sem hald- ið verður áfram á vegum ráðu- neytisins. stjórnar. Magnús Sigurjónsson (B) kom í pontu og sagði m.a. að ályktun hafnarstjórnar væri best skilin eftir heima, þar sem hún var samin, og harmaði Magnús vinnubrögð hafnarstjórnar í þessu máli. Þessi umdeilda ályktun hafnar- stjórnar hljóðar svo: „Hafnar- stjórn harmar að fjárveitingar ríkisins til hafnarinnar voru ekki veittar fyrir árið 1989 til þeirra lágmarksframkvæmda, sem gert var ráð fyrir. Fjárveiting ársins, 4,5 millj.kr., er aðeins til að gera upp framkvæmdir ársins 1988. Hafnastjórn bendir á, að Bæjarstjórn Sauðárkróks gerði ráð fyrir að önnur helsta fram- kvæmd bæjarins á árinu 1989 yrði við hafnarframkvæmdir. Fyrir liggur, að alþingismönnum Norðurlands vestra var gerð ítar- leg grein fyrir áformum við hafn- arframkvæmdirnar, sömuleiðis forráðamönnum Hafnamála- stofnunar. Hafnarstjórn lítur svo á, að alþingismenn kjördæmisins hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja annarri stærstu höfn kjör- dæmisins það fjármagn, sem nauðsynlegt er til að halda áfram eðlilegum framkvæmdum við Sauðárkrókshöfn. Tafir á bráðnauðsynlegum framkvæmdum og afleiðingar þess fyrir notendur hafnarinnar eru því fyrst og fremst á ábyrgð alþingismanna kjördæmisins og fjárveitinganefndar Álþingis." -bjb hafi farið út í öfgar og spillt sam- bandinu á milli framleiðenda og almennings. „Skemmdarverk öfgahópa hafa stundum valdið stórtjóni. Ekkert mælir á móti því að svip- uð umræða og aðgerðir geti hafist hér á landi fyrr en varir. Endur- skoðun dýraverndunarlaganna er tímabær. Búskaparhættir hafa breyst mjög síðan lögin voru sett 1957. Verksmiðjubúskapur er að ryðja sér til rúms, bilin milli hús- dýrs og hirðis, milli sveitar og þéttbýlis breikka. Betra er að vera á undan öfgaöflunum og bæta það áður en illa fer og setja eðlilegar reglur í tæka tíð. Við þurfum að breyta viðhorfi al- mennings og ýta hressilega við samvisku þeirra sem ekki standa sig nógu vel,“ segir í ábendingum þeirra til ráðunautanna. JÓH Rarmsóknarlög- reglan á Akureyri: Lýsir eftir yitnum að ákeyrslum Rannsóknarlögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að tveimur ákeyrslum á kyrr- stæðar bifreiðar í fyrradag. Einhvern tíma fyrir hádegi á miðvikudaginn var ekið á A-9246 sem er blá Ford Sierra fólksbifreið. Hún stóð uppi í Vallargerði og skemmdist á vinstra framhorni. Á tímabilinu frá kl. 9.30 og fram til kl. 13.30 á mikvikudag- inn, var ekið á A-465 sem er hvít Lada sport. Atburðurinn átti sér stað annað hvort á bíla- stæðinu við Hagkaup, eða við afleggjarann að Veigastöðum í Svalbarðsstrandarhreppi. Bif- reiðin er talsvert skemmd, bæði á hægra frambretti og hægri hurð. Rannsóknarlögreglan vill hvetja þá sem geta gefið ein- hverjar upplýsingar um þessar ákeyrslur að hafa samband, svo eigendur viðkomandi bíla geti fengið tjón sitt bætt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.