Dagur - 10.02.1989, Side 6
6 - DAGUR - 10. febrúar 1989
Skákmeim —
Bæjarbúar
í tilefni af 70 ára afmæli Skákfélags Akureyrar
10. febrúar bjóðum við bæjarbúum í kaffi í
Skákheimilinu, Þingvallastræti 18 e.h. á föstu-
dagskvöldið.
Húsið verður opnað kl. 20.00.
Dagskrá hefst kl. 20.30.
Skákfélag Akureyrar.
Verksljórnar-
fræðslan auglýsir
Námskeið í töflureikninum MULTIPLAN verður
haldið dagana 16. og 17. febrúar í samvinnu við
Tölvufræðsluna Akureyri hf.
Efni námskeiðsins:
★ Uppbygging töflureikna.
★ Helstu skipanir og valmyndir í MP.
★ Stærðfræðiföll í MP.
★ Notkun tilbúinna líkana.
Leiðbeinandi: Jóhann G. Sigurðsson.
Lengd námskeiðs: 16 klst.
Verkstjórnarfræðslan og
Tölvufræðslan Akureyri hf.
Glerárgötu 34, sími 27899.
Stórdansleikur
laugardagskvöld
Hin frábaera hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar
leikur fyrir dansi
N
Vegna forfalla eigum við örfá borð laus
fyrir matarges i.
☆
ÞORRAMATUR
Nú eru síðustu forvöð að bragða
á okkar frábæra þorramat
Pantanir teknar í síma 22200
J
Borðapantanir í síma 22200
Hvað er að gerast
Big band Tónlistarskólans á Akureyri:
Tónleikar í Sjallanum
á sunnudag
Big band Tónlistarskólans á Akur-
eyri heldur tónleika í Sjallanum
næstkomandi sunnudag 12. febrú-
ar kl. 20.30. Þar kemur einnig
fram D-sveit skólans ásamt sext-
ett sem saman leika Jass-svítu.
Stjórnandi Big bandsins frá því
í haust er Róbert C. Thomas, en
á þessum tónleikum er stjórnandi
og jafnframt einleikari trompet-
leikarinn Erik Tschentscher.
Leiðir Eriks og Big bandsins
lágu saman síðastliðið sumar
þegar hljómsveitin fór til Rand-
ers og tók þar þátt í tónlistarviku.
Leiðbeinendur voru ekki af
verri endanum þeir Erik Tschent-
scher, Niels Jprgen Steen, Jesper
Thilo og Ole Kock Sprensen.
Erik var aðalleiðbeinandi ís-
lendinganna og í lokin féllst hann
Erik Tschentscher, stjórnandi og
einleikari á tónleikunum.
á að koma á þessu ári til Akur-
eyrar og taka sveitina í gegn.
Erik er þekktur trompetleik-
ari og leiðbeinandi bæði í sínu
heimalandi svo og víðar í Evrópu.
Hann hefur starfað lengi við
danska útvarpið sem 1. trompet-
leikari bæði í jass-sveit og í Big
bandi útvarpsins svo og í Tívolí-
hljómsveitinni. Hann spilaði
einnig 1. trompet í hinni frægu
stórsveit Thad Jones „Eclipse".
„Ef trompetröddin er skrifuð
mjög hátt, er alltaf kallað á Erik
hvaðanæva að og skilar hann frá
sér háu tónunum ekkert síður en
sjálfur Maynard Ferguson og
munu tónleikagestir komast að
raun um það á sunnudaginn kem-
ur,“ segir í fréttatilkynningu frá
Tónlistarskólanum.
Samband ungra sjálfstæðismanna:
Opinn fundur um hval-
veiðar íslendinga
- haldinn á Akureyri á laugardaginn
Samband ungra sjálfstæðismanna
efnir til opins fundar á Akureyri
um hl'alveiðar íslendinga. Fund-
urim. rður haldinn laugardag-
inn 1 febrúar í Kaupangi við
Mýra.veg og stendur frá kl. 14-
17.
Fundurinn ber yfirskriftina;
hvalveiðar, markaðir, vistfræði,
sjálfstæði. Árni Sigfússon for-
maður SUS flytur ávarp en erindi
flytja Jóhann Sigurjónsson sjáv-
arlíffræðingur um hvalarann-
sóknir Hafrannsóknarstofnunar,
Tómas Ingi Olrich varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins um hval-
veiðar og hafréttarsáttmálann,
Ánægjulegar
ferðir
Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju
hefir undanfarna vetur efnt til
ferðalaga til kirkna í nágrenni
Akureyrar og átt ánægjulegar
samverustundir með börnum og
fullorðnum úr þeim sóknum. Er
þess minnst með þakklæti.
Næsta sunnudag 12. febrúar
fer sunnudagskólinn fram í
Munkaþverárkirkju og verður
áreiðanlega gaman að eiga stund
í þeim aldna og virðulega helgi-
dómi.
Aðrir sunnudagaskólar hafa
sótt Akureyrarkirkju heim og
vonandi á slíkt samstarf eftir að
aukast.
Meira kaffi
í KA-húsiim
KA-kaffið á sunnudögum í KA-
heimilinu hefur notið mikilla
vinsælda fólks. Þangað hafa kom-
ið um og yfir 100 manns í hvert
skipti, bæði KA-menn og annað
gott fólk. Hafa konurnar sem um
kaffið sjá eignast marga vini úr
mörgum flokkum og félögum
þessa daga enda engin furða, því
hlaðborðið er hið glæsilegasta.
Þar verður engin undantekning á
næsta sunnudag 12. febrúar þeg-
ar fjórða kaffihlaðborðið verður
haldið í KA-húsinu.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra ræðir um hvalveiðar og
sjálfstæði íslands.
Theodór Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar lag-
metis um áhrif hvalveiða á
erlenda markaði og Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
um hvalveiðar og sjálfstæði
íslands.
Söngskemmtunin Gæjar og glans-
píur, sem sýnd hefur verið í
Broadway og Hollywood að
undanförnu við afbragðs undir-
tektir, verður sýnd á Akureyri á
tveim sýningum í Sjallanum
föstudagskvöldið 10. febrúar og
laugardagskvöldið 11. febrúar
næstkomandi.
í Gæjum og glanspíum er
brugðið upp smellnum leiftur-
myndum af diskóæðinu frá síð-
asta áratug með eldhressum
hljóðfæraleik, söngvum, leik og
dansi. Hátt á þriðja tug úrvals-
manna stendur að sýningunni.
Þar á meðal eru átta dansarar og
átta valdir söngvarar, en á meðal
þeirra eru látúnsbarkarnir báðir,
Bjarni Arason og Arnar Freyr
Gunnarsson.
Sóley Jóhannsdóttir, sá víð-
kunni dansari og skólastjóri, sá
um sviðsetningu, Ástrós Gunn-
arsdóttir er dansahöfundur, en
handritið samdi útvarps- og
blaðamaðurinn Ásgeir Tómas-
son.
Gæjar og glanspíur er gaman-
söm og glæsileg söngskemmtun
Umræður verða að erindum
ioknum. Fundarstjóri verður
Davíð Stefánsson og eru allir sem
áhuga hafa á þessu málefni vel-
komnir á fundinn.
Skákfélag Akureyrar:
70 ára í dag
Skákfélag Akureyrar er 70 ára í
dag, föstudaginn 10. febrúar. Af
því tilefni verður opið hús í fé-
lagsheimili Skákfélagsins Þing-
vallastræti 18. Þangað getur fólk
komið, litið á aðstöðuna, gluggað
í skákbækur, jafnvel gripið í tafl
og fengið sér hressingu. Loks
skal bent á að nánar verður sagt
frá afmælinu í helgarblaði Dags á
morgun.
fyrir fólk á öllum aldri.
Að sjálfsögðu verður líka
dansað í Sjallanum þessi kvöld.
Miða- og borðapantanir í síma
22970.
Vörður FUS á Akur-
eyri 60 ára:
Afinælishátíð
að Jaðri
Vörður félag ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri, heldur 60 ára
afmælishátíð sína að Jaðri laug-
ardaginn 11. febrúar kl. 20.
Á meðal gesta verða Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Halldór Blöndal
alþingismaður, Tómas Ingi
Olrich varaþingmaður, stjórn
SUS og félagar úr Heimdalli.
Boðið verður upp á glæsilega
þríréttaða máltíð. Stjórn FUS
vill hvetja gamla félaga til að
mæta á hátíðina en miðaverð er
kr. 2600,-
Gæjar og glanspíur
bijótast norður