Dagur - 10.02.1989, Side 9
10. febrúar 1989 - DAGUR - 9
Tafla 4
Afkoma bæjarsjóðs 1988 (þús. kr.)
Tekjur Áætlun Rauntölur
Reinaðartekjur 912.963 932.453
þarafóinnheimt31/12 ( 8.675)
Vaxtatekjur 16.800 52.795
þarafóinnheimt31/12 ( 27.742)
Vélasjóður 4.000 5.340
Innheimtar tekjuralls: Gjöld 933.763 954.171
Áætlun Rauntölur
Rekstur 739.551 ca.758.000
Gjaldfærður stofnkostnaður 45.500 39.614
Fastafjármunir 49.905 55.909
Vaxtagjöld 40.900 24.080
Gjöld alls: Niðurstaða 875.856 877.603
Tekjurumfram áætlun 20.408
Gjöld umfram áætlun 1.747
Nettó afkoma: 18.661
1) Þessi tafla er ekki sambærileg við töflu 7 því hér er rekstrartap dvalarheimila
og rekstur SVA ekki tekinn með, aðeins framlög til þeirra úr bæjarsjóði.
Tafla 7
Rekstur aö meötöldum fjármagnskostnaöi
Samanburöur milli 1988 og 1989
\ Áætlun Bráðabirgða- Áætlun Hækkun Hækkun
1988 rauntölur 1989 frá áætl. frá raun-
1988 1988 tölum '88
(D (2) (3) (3) / (1) (3)/(2)
Yfirstjórn bæjarins 43.150 41.589 52.883 22,6% 27,2%
Félagsmál og almannatr. 242.100 265.447" 307.716 27,1% 15,9%
Heilbrigðismál 40.043 44.559 49.009 22,4% 10,0%
Fræðslumál 124.574 127.783 139.805 12,2% 9,4%
Menningarmál 35.939 35.632 44.029 22,5% 24,5%
Umhverfismál 51.745 51.200 58.088 12,3% 13,5%
fþrótta- og æskulýðsmál 34.735 31.601 38.723 11,5% 22,5%
Eldvarnir og öryggismál 27.715 26.551 31.391 13,3% 18,2%
Hreinlætismál 35.000 37.609 45.354 29,6% 20,6%
Skipulags- og byggingamál 28.090 26.817 34.223 21,8% 27,6%
Götur og holræsi 42.070 46.222 55.996 33,1% 21,1%
Fasteignir 7.884 7.517 12.889 63,5% 71,5%
Atvinnumál 1.000 1.000 2.000 100,0% 100,0%
Fjármagnskostnaður 40.900 24.080 32.966 19,4%) 36,9%
Ýmis útgjöld 15.295 15.431 21.342 39,5% 38,3%
Strætisvagnar 10.211 10.327” 11.673 14,5% 13,2%
Samtals: 780.451 793.365 938.087 20,2% 18,2%
Óbókfærðir reikningar ca 7.000
Gjaldf. stofnkostn. 45.500 39.614 64.990
Alls: 825.951 ca.840.000 1.003.077 21,4% 19,4%
1) Meðtalin framlög til dvalarheimila 1988, halli á rekstri þeirra 1988 (15.772) og
vinnumiðlun, alls 38.316 þús. kr.
2) Áætlað skv. breytingu á viöskiptareikn. við bæjarsjóð.
2) Vaxtatekjur urðu hærri og
vaxtagjöld lægri en áætlað hafði
verið sem nemur 25 millj. kr. 3)
Greiðsluafgangur á rekstri bæjar-
sjóðs að upphæð 19 millj. kr. og
4) Ný langtímalán reyndust 24
millj. kr. hærri en afborganir
langtímalána.
Þegar borin er saman bráða-
birgðaniðurstaða ársuppgjörs og
fjárhagsáætlunar 1988 varðandi
lántökur getur sá samanburður
aldrei orðið skilmerkilegur vegna
þess að í áætlun um lántökur í
fjárhagsáætlun er blandað saman
langtímalánum og skammtíma-
lánum. Langtímaskuldir bæjar-
sjóðs voru samkvæmt ársreikn-
ingi í árslok 1987 308 millj. kr. en
þar af var áætlað að 56 millj. kr.
kæmu til greiðslu á árinu 1988 og
ber því að líta svo á að langtíma-
skuldir bæjarsjóðs hafi verið 252
millj. kr. í ársbyrjun 1988. Lar
sem hreint veltufé var þá nei-
kvætt um 12 millj. kr. voru heild-
arskuldir bæjarsjóðs 264 millj.
kr.
í ársbyrjun 1989 voru lang-
tímaskuldir bæjarsjóðs 403 millj.
kr. en að frádregnum 75 millj. kr.
í næsta árs afborganir 328 millj.
kr. Þar sem hreint veltufé var
jákvætt um 87 millj. kr. voru
heildarskuldir bæjarsjóðs 241
millj. kr.
Sé 264 millj. kr. skuld í árslok
1987 framreiknuð til ársloka 1988
með lánskjaravísitölu verða það
318 milij. kr. Skuldir bæjarsjóðs
lækkuðu því að raungildi um 77
millj. kr. á árinu.
Þegar rætt er um skuldir bæjar-
sjóðs er rétt að geta þess að dval-
arheimilin skulduðu í lánum til
lengri tíma um 57 millj. kr. nú
um áramót og lendir sjálfsagt á
bæjarsjóði að yfirtaka þau lán á
árinu 1989.
Forsendur tekjuhliðar
fjárhagsáætlunar 1989
- Útsvar
Bæjarstjórn samþykkti á fundi
sínum 6. desember sl. að útsvar
ársins 1989 skyldi vera 7,2%. Var
það vandasöm ákvörðun, einkum
vegna samanburðar við önnur
sveitarfélög. Akureyri hefur for-
ystuhlutverki að gegna á
Norðurlandi og þar sem nær öll
þéttbýlissveitarfélög hér í fjórð-
ungnum ákváðu 7,5% útsvar var
erfitt fyrir Akureyri að skera sig á
áberandi hátt úr þeim hópi. Á
hinn bóginn voru sveitarfélögin á
Höfuðborgarsvæðinu yfirleitt
með 6,7% og því erfitt fyrir
bæjarstjórn að ákveða útsvar á
Akureyri langt ofan þeirra marka
vegna sífellds samanburðar fólks
við Höfuðborgarsvæðið hvað lífs-
kjör áhrærir.
Útsvarsstofn ársins 1988 var
um 8,2 milljarðar króna. Gert er
ráð fyrir í áætluninni að laun
hækki á milli áranna 1988 og 1989
að meðaltali um 12% og að um
2% samdrátt í vinnumagni verði
að ræða milli ára. Útsvarsstofn
ársins 1989 er því áætlaður 9
milljarðar króna og gera 7,2% af
þeirri upphæð 648 milljónir kr.
Almennt er því spáð að verð-
lagsbreytingar á milli áranna
1988 og 1989 verði 20%, að rýrn-
un kaupmáttar verði 8%, auk 2%
samdráttar í vinnumagni.
Samanburður tekna
milli ára
í fjárhagsáætlun síðasta árs voru
tekjur bæjarsjóðs áætlaðar
937.763 þús. kr. og að lokinni 13
millj. kr. lækkun á framlagi til
Jöfnunarsjóðs og 9 millj. kr.
hækkun útsvars 933.763 þús. kr.
Hér er um að ræða reiknaðar eða
álagðar tekjur nema vaxtatekjur
sem eru áætlaðar sem greiddar
tekjur. Miðað við þessar forsend-
ur eins og sýnt er í töflu 6 hækka
tekjur bæjarsjóðs um 24% á milli
áætlana en sé miðað við rauntöl-
ur síðasta árs um 15,4%.
Rekstur og gjaldfærður
stofnkostnaður 1989
Gert er ráð fyrir að rekstrar-
kostnaður bæjarsjóðs verði 938
millj. kr. og gjaldfærður stofn-
kostnaður 65 millj. kr. á árinu
1989. Sú breyting hefur orðið á
rekstraráætluninni frá fyrra ári að
öldrunarþjónusta og SVA eru nú
inni í áætluninni eins og hver
annar málaflokkur en áður var
litið á þessar tvær deildir með
sjálfstæðan fjárhag og aðeins
áætluð framlög til þeirra. Rekstr-
artap hjá dvalarheimilunum
hrúgaðist síðan upp sem skuld
við bæjarsjóð og var það upp-
safnað orðið 46 millj. kr. um síð-
ustu áramót og auðvitað enginn
annar en bæjarsjóður til að
greiða þetta tap. Breyting þessi
er gerð samkvæmt tillögum lög-
giltra endurskoðenda bæjarins.
Til þess að meta þær breyting-
ar sem hafa orðið á rekstraráætl-
uninni frá síðasta ári var þess
freistað að breyta niðurstöðutöl-
um ársins í fyrra þannig að raun-
verulegar rekstrartölur dvalar-
heimilanna og SVA voru settar
inn í stað framlaga frá fjárhags-
áætlun. Með þeirri aðferð verða
bráðabirgða rauntölur ársins
1988 rúmlega 793 millj. kr. og
eru þá eftir óbókfærðir reikning-
ar fyrir 6-7 millj. kr. og er því
raunhæft að miða við 800 millj.
kr. rekstrarkostnað bæjarsjóðs
á sl. ári og gjaldfærðan stofn-
kostnað að upphæð 40 millj. kr.,
eða alls 840 millj. kr.
Meðalhækkun milli ára á
rekstrarkostnaði og gjaldfærðum
stofnkostnaði er því nálægt
19,4%. Sú tala er í nokkuð góðu
samræmi við þær forsendur sem
unnið var eftir, þ.e. að meðal-
laun ársins 1989 yrðu 12% hærri
en meðallaun ársins 1988 og að
almennar verðlagsbreytingar
yrðu 20% á milli ára. í grófum
dráttum má segja að laun og
tengd gjöld séu um helmingur af
útgjöldum bæjarsjóðs og því eðli-
legt að meta meðalhækkun upp á
u.þ.b. 16-17% milli ára sem eðli-
lega verðlagshækkun.
Áætlunin felur því í sér magn-
aukningu upp á 2-3% frá rauntöl-
um í fyrra og vega þar þyngst
aukin framlög til Sjúkrasamlags
og félagslegra íbúða. Á nokkrum
stöðum í áætluninni er um að
ræða nýmæli eða auknar fjárveit-
ingar en á öðrum stöðum er þá
sparað á móti.
Tilkyiuiing frá
Hótel Varóborg
I.O.G.T. á Akureyri hefur selt hótelid aöilum
á Akureyri.
Á þessum tímamótum vill I.O.G.T. þakka hinum
Jjölmörgu gestum hótelsins ánagulegar stundir
á lidnum árum.
Hlutafélagid Hótel Nordurland hf. hefur yfirtekið
rekstur Hótels Vardborgar og verbur þab lokab fyrst
um sinn vegna gagngerra breytinga. Stefnt er ab
opnun Hótels Norburlands i lok aprílmánabar og
bjóbum vib alla gesti hjartanlega velkomna.
Vinsamlegast athugib, ab Ferbaskrifstofa
Akureyrar, Rábhústorgi 3, mun annast bókanir
fyrir hótelib meban á lokun stendur og er síminn
96-25000 og 96-22600.
Hótel Varbborg.
Hótel Norburland.
'. ■" v -■ rr
Dans- og söngskemmtunin
„Gæjar og glanspíur“
föstudags- og laugardagskvöld
Plötusnúðurinn NONNI STUÐ
ásamt frábærum söngvurum og dönsurum
skemmta gestum Sjallans í stórskemmtilegri
sýningu sem sýnd er fyrir fullu húsi
í Hollywood.
Fegurðarsamkeppni íslands kynnir kjör
fegurðardrottningar Norðurlands 1989
í Sjallanum fimmtudaginn 2. mars.
Nánari upplýsingar í Sjallanum daglega
í síma 22970.
Miða- og borðapantanir daglega
í símum 22970 og 22770
Kjallarínn opinn
öll kvöld