Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 1
Sprengivika hjá getraunum Ein oq hálf milljón bætist ofan á vinningspottinn! Sölustaðir: Nætursalan við Strandgötu Verslun KEA við Byggðaveg Verslun KEA við Hrísalund Verslunin Síða við Kjalarsíðu Shell-Nesti við Hörgárbraut Munið félagsnúmerin! KA 600 Þór 603 Þetta er sannarlega óvenjuleg sjón í Slippstöðinni á Akureyri. Aðeins einn bátur við bryggju og ekkert skip í drátt- arbrautinni. A síðustu vikum hefur verið mjög lítið að gera í Slippnum við viðgerðir á bátum og skipum. Starfsmenn þar einbeita sér að smíði nýs skips sem reyndar er enn óselt. MymJ: TLV íþrótta- og tónlistarfólk á Akureyri: Á köldum klaka ef íþrótta- skemman verður tekin undir áhaldageymslu - mikil þörf fyrir stóran ráðstefnu- og tónlistarsal Fyrir Iiggur að íþróttaskemm- an á Akureyri verði í framtíð- inni notuð sem áhaldahús bæjarins en Skemman hefur verið notuð af skólum, íþrótta- félögum, tónlistarfélögum og almenningi. Þessir hópar eru mjög uggandi um sinn hag, sérstaklega tónlistarfélög sem hafa litla sem enga aðstöðu til tónleikahalds í bænum. Jón Hlöðver Askelsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, telur brýnt að bærinn fari að huga að framtíðarlausn í sam- vinnu við tónlistarfólk. Talið er líklegt að gengið verði frá sölu Súlnafells ÞH-361, togara Útgerðarfélags Norður- Þingeyinga á Þórshöfn um helgina eða á allra næstu dögum. Frá því um áramót hafa nokkrir aðilar haft sam- band við ÚNÞ og Iýst þeim áhuga sínum að kaupa skipið. Þar á meðal er Kaupfélag Eyfirðinga. Kristján Ólafsson sjávar- útvegsfulltrúi KEA segir að vissulega hafi málið verið skoðað, en fleiri skip séu einnig inni í myndinni. „Málið er það að En lítum nánar á hlutverk Skemmunnar. Þar er Oddeyrar- skólinn með leikfimikennslu, íþróttafélög, fyrirtæki og almenningur með tíma til íþróttaiðkana og nokkrum sinn- um á vetri hýsir Skemman stærri tónlistarviðburði. Húsið er þétt setið og bærinn því væntanlega undir miklum þrýstingi. Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að ekki væri ákveðið hvenær Skemman yrði tekin undir áhaldageymslu en það yrði a.m.k. ekki fyrr en Oddeyrarskólinn hefði fengið þetta hefur verið skoðað, ég get viðurkennt það en ekkert meir,“ sagði Kristján en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Súlnafellið var keypt til Þórs- hafnar haustið 1987 til að afla hráefnis fyrir vinnsluna í landi, en Stakfellinu var breytt í frysti- skip um vorið það ár. Súlnafell er 250 tonn að stærð og hefur 1200 tonna botnfiskkvóta og 200 tonna rækjukvóta. Síðasta sumar hrundi vél skipsins, en nú hafa farið fram miklar endurbætur á skipinu og segja heimildir blaðs- ins að kaupverð þess verði á milli 160 og 70 milljónir. mþþ aðra aðstöðu fyrir leikfimikennsl- una, og reyndar væru fleiri skólar inni í þessu dæmi. „Það er ekkert lát á eftirspurn eftir tímum í Skemmunni, en það er fyrst og fremst vegna skólanna sem húsið hefur ekki verið tekið undir áhaldageymslu bæjarins. Það er engin hreyfing á þessu máli eins og er,“ sagði Hermann. Jón Hlöðver Áskelsson sagði að annað hvort yrði að finna ann- að hús til tónleikahalds eða berj- ast gegn þessari ákvörðun. Reyndar væri litið til Glerár- kirkju og safnaðarheimilis Akur- eyrarkirkju varðandi tónleika- hald. „Það breytir ekki því að við höfum þörf fyrir sal sem getur rúmað a.m.k. 500 manns og hljómsveit. í upphafi var litið til íþróttahallarinnar í þessu sam- bandi en síðan kom á daginn að það er mjög kostnaðarsamt að útbúa hana fyrir tónleika. Reyndar hefur líka verið mikil vinna við að útbúa Skemmuna fyrir tónleikahald auk þess sem aðstandendur tónleika verða að bæta upp tekjutap sem hlýst af því að íþróttatímar falla niður,“ sagði Jón Hlöðver. Hann viðraði þá hugmynd að tónlistaráhugafólk, bærinn og ýmis félagasamtök leggðust á eitt til að koma upp húsnæði fyrir ráðstefnur, tónleika, fundi o.fl. Hann taldi aðstöðumun íþrótta- áhugafólks og tónlistaráhuga- fólks óviðunandi, ekki síst miðað við fjölda iðkenda, en hátt í 3000 manns tengjast tónlistarlífi á Akureyri að mati Jóns Hlöðvers. SS Þórshöfn: Verður Súlnafellíð selt um helgina? Eindæma gæftaleysi háir loðnuveiðum: „Efast um að hægt verði að veiðakvótann“ - segir Geir Zoéga hjá Krossanesverksmiðjunni „Vinnslan hefur gengið vel og um mánaðamótin janúar- febrúar vorum við búnir að fá meira en í fyrra. Febrúar hefur þó verið með eindæmum léleg- ur,“ sagði Geir Zöega, for- stjóri Krossanesverksmiðjunn- ar, en nær eindæma gæftaleysi hefur orðið þess valdandi að loðnubræðslur víða um land hafa verið hráefnislausar í langan tíma. Loðnan er komin suður fyrir land og er sigling af miðununt því mun lengri til Krossaness en þeg- ar loðnan var fyrir Norðurlandi. Geir Zöega sagði að fjarlægðin af miðunum væri enginn þröskuldur hvað Krossanes varðaði, þeir fengju sína loðnu um leið og hún veiddist. „Ég man ekki eftir öðru eins gæftaleysi og þessu,“ sagði hann. Um 30 þúsund tonnum af loðnu hefur verið landað í Krossanesi frá upphafi vertíðar. Ef ástandið lagast ekki er útséð um að minni loðnu verður landað hjá verk- smiðjunum á þessari vertíð en á þeirri síðustu. Afhending gæða- mjöls til ístess mun þó ekki hafa tafist. „Ég lield að ástandið geti orðið slæmt hjá mörgum því maður efast um að hægt verði að veiða kvótann. Það á eftir að veiða um 400 þúsund tonn af honum og ég sé ekki fram á að það takist úr þessu,“ sagði Geir Zöega. EHB Eldur í Sólbaki EA - vel gekk að slökkva eldinn með handslökkvitækjum Eldur kom upp í vélarrúmi Sólbaks EA 305, togara Ú.A., laust eftir hádegi á miðviku- dag. Ekki urðu skemmdir á skipinu og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Ekki er vitað um orsakir þess að eldur kviknaði aftarlega við aðalvél togarans, en Sólbakur var á heimstími þegar þetta gerðist. Eldurinn logaði upp með vélinni að aftan og var kominn alveg upp í keysinn þegar tókst að ráða niðurlögum hans. Hans Tómasson, yfirvélstjóri, var í koju þegar eldsins varð vart. Hann sagði um atvikið: „Það er ekki mikið að segja, það kvikn- aði einfaldlega í. Vel gekk að slökkva eldinn með handslökkvi- tækjum og engar skemmdir urðu á skipinu,“ sagði hann. Hans setti á sig reykköfunarbúnað, fór nið- ur í vélarrúm og slökkti eldinn. „Þetta getur alltaf skeð,“ sagði Hans Tómasson. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.