Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 3
‘18. febrúar 1989 aiDAGUR - 3 Slökkviliðsstjórinn á Akureyri: „Fjarlægðir frá Akureyrar- flugvelli á ystu mörkiun" - samgönguráðherra tekur jákvætt í hugmynd um byggingu sameiginlegrar slökkvistöðvar í tengslum við varaflugvöll á Akureyri „Þessi hugmynd hefur bæði kosti og gaila,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðs- stjóri á Akureyri, en Stein- grímur J. Sigfússon, samgöngu- ráðherra, hefur sagt að sá möguleiki væri fyrir hendi að byggja sameiginlega slökkvi- stöð á Akureyrarflugvelli fyrir flugvallarslökkvilið og Slökkvi- lið Akureyrar, og myndi Flug- málastjórn þá greiða hluta af kostnaði við byggingu hússins í tengslum við gerð varaflugvall- ar á Akureyri. Tómas Búi sagði að fjarlægðir frá Akureyrarflugvelli til nyrstu byggðar í Glerárhverfi væru aiveg á ystu mörkum. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því að þeg- ar Akureyri byggðist lengra í norður kæmi að því að byggja þyrfti hverfisstöð. Slík stöð kosf- aði verulegt fé í rekstri og stofn- kostnaði. Ekki væri hægt að hafa færri en þrjá menn í hverfisstöð- inni. Þá mætti nefna að fjarlægðir frá slökkvistöð til heimila og vinnustaða skiptu jafnvel ennþá meira máli þegar rætt væri urn staðsetningu sjúkrabifreiða. Akureyringar ættu því láni að fagna að eiga langbestu útkom- una sem vitað er um á Norður- löndunum og þótt víðar væri leit- að varðandi endurlífgun eftir hjartaáfall. Margar orsakir væru fyrir þessu; gott sjúkrahús, vel þjálfaðir sjúkraflutningamenn og stuttar vegalengdir frá slökkvi- stöðinni til vinnustaða og heim- ila. Þetta síðastnefnda skipti e.t.v. mestu máli sem skýring á því hversu vel björgun hjarta- sjúklinga gengur í bænum. „Ég veit ekki til þess að fjar- lægðir frá flugvellinum séu brot á neinum reglum. Hins vegar er sú staðsetning alveg á ystu mörkum sem þýðir að nauðsyn ber til að byggja hverfisstöð þegar þar að kenrur, en til þess gefur heildar- íbúafjöldinn ekki tilefni ef aðal- stöðin er rétt staðsett," sagði Tómas Búi. Að lokum sagði slökkiliðsstjóri Tveir Dalvíkurtogarar, Björg- vin og Baldur, fiska nú fyrir sölutúra. Björgvin á skráða sölu í Bremerhaven í V.- Þýskalandi 28. febrúar nk. en Baldur selur í Hull í Bretlandi daginn áður, 27. febrúar. Að sögn Valdimars Bragason- ar, útgerðarstjóra hjá Útgerðar- félagi Dalvíkinga hf., hefur verið mjög treg veiði síðustu daga. Ógæftir hafa verið með eindæm- um, eins og landkrabbar geta væntanlega gert sér í hugarlund „Við höfum ekki haft fregnir af ís í Húnaflóa eða þar fyrir austan,“ sagði Þór Jakobsson, deildarstjóri hafísdeildar Veðurstofu Islands, er hann var inntur eftir hafísnum í gær. Þór sagði að samfelldur land- fastur ís væri milli Horns og Kögurs, 4 til 5 sjómílur út frá ströndinni, en auður sjór fyrir utan. fsrastir liggja í norð- vestur að tækjabúnaður flugvallar- og bæjarslökkviliðs samnýttist ekki og væri því ekki sparnaður að því að sameina stöðvarnar frá sjónar- miði samnýtingar slökkvibif- reiða, ef einhverjum hefði dottið slíkt í hug. EHB nriðað við djöfulganginn í veðr- inu undanfarna daga. Valdimar segir að Baldur hafi fengið mjög lítinn afla enn sem komið er. Hann hcfur verið fyrir austan land í þorski og ýsu, en vegna veðurs hefur hann farið í tvígang inn á firðina og beðið þar átekta. Björgvin er austur í Rósagarð- inum og glímir þar við karfa fyrir Þýskalandsmarkað. Hann hafði náð 80-100 tonnum í fyrradag. frá Straumnesi en skip komast framhjá Rit í björtu ef aðgát er höfð. „Þetta á eftir að skána með austanáttinni, það er enn ein lægðin á leiðinni. Ekki er búist við langvarandi vestlægum áttum á næstunni og þá bætist ekki við ísinn. Við losnum þó ekki alveg við staka jaka og rastir. Stakir jakar gætu verið suður með Ströndum," sagði hann. EHB Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.: Baldur og Björgvin fiska fyrir sölutúr óþh Hafísmn á undanhaldi Bikarkeppni KKÍ: Tindastóll úr leik með sæmd Það verður ekki annað sagt en að TindastóII hafí dottið úr leik í Bikarkeppni KKI með sæmd, eftir að hafa unnið KR-inga 91:81 í íþróttahúsi Sauðár- króks sl. fímmtudagskvöld. Það vantaði aðeins 4 stig í viðbót, því KR vann fyrri leik- inn með 13 stiga mun, 81:68. Að vanda var „síkið“ troðfullt af áhorfendum, sem fengu að sjá einn skemmtilegasta leik- inn í vetur. KR-ingar byrjuðu leikinn bet- ur og komust í 6:0. Það löguðu heimamenn og jöfnuðu fljótlega, 8:8. Fram yfir miðjan fyrri hálf- leikinn var jafnt á tölum, en þá seig Tindastóll fram úr og náði mest 10 stiga forskoti, 39:29. í hálfleik var staðan 43:36 fyrir Tindastól. KR-ingar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti og náðu fljótlega að jafna. Þá tóku heimamenn sprett og um miðjan hálfleikinn var staðan 67:58 fyrir þá. Þá kom aftur dapur kafli hjá Tindastóli og KR jafnaði leikinn. En síðustu tvær mínúturnar voru ævintýra- legar hjá Tindastóli, þeir röðuðu niður körfum og þegar ein mínúta var eftir var staðan 91:81. En ekki tókst að bæta við, tíminn var of naumur. Allir leikmenn Tindastóls stóðu sig vel í leiknum en stigin Þórsarar töpuðu 97:89 fyrir Grindvíkingum í Flugleiða- deildinni í körfu á Akureyri á fímmtudagskvöldið. Slök byrj- un Þórsara gerði útslagið í þessum leik því þeir voru næst- um allan leikinn að vinna upp 16 stiga forskot Grindvíkinga frá því fyrst í leiknum. Grindvíkingar náðu góðu for- skoti í byrjun leiksins og komust m.a. í 32:16. Þá hresstust Þórsar- ar og komu í veg fyrír að gestirnir löbbuðu hreinlega yfir þá. Staðan í leikhléi var 58:45 Grindvíking- unum í hag. Síðari hálfleikurinn var mun fóru þannig: Valur 37, Eyjólfur 20, Sverrir 10, Haraldur 8, Kári og Björn 7 og Ágúst 2. Stigahæst- ur og bestur hjá KR var Jóhannes Kristbjörnsson með 25 stig. -bjb betri hjá Þórsurunum og munaði þar mestu um stórleik Konráðs Óskarssonar. Þeir náðu tvívegis að minnka muninn í 3 stig, 82:79 og 86:83, en það vantað herslu- muninn til þess að komast yfir. Gestirnir náðu síðan að tryggja sér sigur með tveimur körfum í leikslokin. Stig I’órs: Konráð Óskarsson 33, Eiríkur Sigurðsson 17, Kristján Rafnsson 16, Guðmundur Björnsson 14, Björn Sveinsson 5, Jóhann Sigurðsson 2 og Ein- ar Karlsson 2. Stig Grindavíkur: Guðmundur Bragason 31, Steinþór Helgason 22, Jón P. Har- aldsson 14, Rúnar Árnason 10, Óli Þór Jóhannsson 3, Eyjólfur Guðlaugsson 2 og Sveinbjörn Sigurbjörnsson 2. Flugleiðadeildin í körfu: Slæm byijun felldi Þór - í leiknum gegn UMFG Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðanámskeiðin hefjast n.k. mánudag Upplýsingar og innritun að Skíðastöðum, sími 22280. Aðalfundur Leikklúbbsins Sögu veröur haldinn í Dynheimum laugardaginn 18. febrúar kl. 15.00. Kosin veröur ný stjórn og fleira. Nýir félagar velkomnir. L.S. Aðalfundur F.B.S.A. verður haldinn í Galtalæk laugard. 25. febrúar 1989 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sumarbæklingar Úrvals og Útsýnar eru komnir. Opið sunnudaginn 19. febrúar frá kl. 13.00-17.00. Kynnið ykkur ferðamöguleikana fyrir sumarið. Ferðaskrifstofa Akureyrar h/f RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000 Fatamarkaður (Glerárgötu 34,) heldur áfram Opið föstudagf, laugardag, sunnudag, mánudag, þriðjudag firá kl. Iiá.00-Sá0.3(). Fullt af nýjum vörum Dýrasta peysan á kr. 1.800,- Dýrustu buxumar á kr. 1.200,- Dýrasta skyrtan á kr. 1.100,- og svo frv. og svo írv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.