Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 9
18. febrúar 1989 - DAGUR - 9
Texti:
Jóhann Ólafur Halldórsson
Tómas Arnason tekur við embætti fjármálaráðherra af Matthíasi
Á. Matthiesen árið 1978.
á stefnu ríkjandi stjórnar. Viö Geir sögðum af okkur öllunt
pólitískum trúnaðarstörfum þegar við komum i Seðlabank-
ann."
Svona eiga ráðherrar ekki að tala
Fræg er orðin yfirlýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar þess
efnis að 150 starfsmenn af 166 starfsmönnum í Seðlabanka-
húsinu geri mest lítið annað en naga blýanta. Hvernig
bregðast yfirmenn í Seðlabankanum viö slíkurn yfirlýsing-
um?
„Taka verður fram að starfsgildi í Seðlabankanunt eru
142. En menn eru ekkert hressir yíir slíkunt yfirlýsingum.
Ég álít að það sé ekkert athugavert við að stjórnmálamenn
gagnrýni Seðlabankann en það er ekki æskilegt að ráöist sé
á einstaka menn í því sambandi. Bankastjórar hafa ekki þá
stöðu að þeir geti staðið í útistöðum við ráðherra og stjórn-
málaleiðtoga. Þar er ekkert jafnræði á. Því er óheppilegt
að ráðherrar ráðist á einstaka embættismenn, hvort sent
þeir eru Seðlabankastjórar eða aðrir. Mér finnst þessi yfir-
lýsing Jóns Baldvins vera heldur stráksleg og sögð óhugsað
sennilega til að ná sér niöri á Seðlabankanum. Ég tek satt
að segja ekkert mark á henni en þetta er ómaklegt gagn-
vart því fólki sem vinnur í bankanum af trúmennsku. Ráð-
herrar eiga ekki að tala svona.“
- En hvað unt orðahnippingar í fjölmiðlunt að undan-
förnu milli Sverris Hermannssonar og Ólafs Ragnars
Grímssonar um vaxtamálin. Eiga bankastjórar að senda
stjórnvöldum tóninn þegar þeim sýnist?
„Ég álít að það sé ntjög óæskilegt að bankastjórar þjóð-
bankanna og ráðherrar í ríkisstjórn séu að skattyrðast
frammi fyrir þjóðinni. Hafi það einhver áhrif þá minnkar
það traust á ríkisstjórn og bönkum.“
Stefnubreyting í vaxtamálum á vitlausum tíma
„Nei, við erum ekki ailtaf sammála bankastjórarnir í Seðlabankanum,“ segir Tómas Árnason Seðlabankastjóri. Mynd: jóh
Á ekkert að kasta stjórnmálamönnum
út úr þjóðfélaginu
Tómas segist telja það rétta stefnu að skipa menn pólitískt
í stöður bankastjóra ríkisbankanna. Það skapi meiri frið
um stofnanirnar og styrki þær í starfi. Margir hafa viljað
halda því fram að það sé allt að því óeðlilega sjálfgefið að
þingmenn komist í þessar stöður eftir að hafa setið lengi á
þingi. „Ég hef allt aðra skoðun á þessu máli. Ég álít að
menn sem hafa verið þingmenn hafi öðlast margvíslega
reynslu til að gegna m.a. þessum embættum og ég er þeirr-
ar skoðunar að það eigi ekkert að kasta stjórnmálamönn-
um út úr þjóðfélaginu ef þeir hætta í stjórnmálum. Þeir
eiga alltaf yfir höfði sér að hætta vegna þess að ekki er víst
að þeir verði kosnir. Og ef þeir hætta í stjórnmálum þá tel
ég eðlilegt að þeir taki að sér hin og önnur störf í þjóð-
félaginu. Auðvitað fer það eftir atvikum hvers konar störf.
En ég tel það ekkert sjálfgefið að stjórnmálamenn verði
bankastjórar og ég efast um að ég hefði tekið að mér stöðu
Seðlabankastjóra ef ég hefði ekki verið búinn að vera í
Framkvæmdastofnun, fjármálaráðuneytinu og bankamála-
ráðuneytinu. Þar hafði ég aflað mér dýrmætrar reynslu.
Ég held að það sé mjög óheppilegt að eingöngu banka-
menn verði bankastjórar. Þá einangrast bankarnir frá
þjóðlífinu. Ég held að þessu þurfi að blanda saman og fá
hæfilega blöndu af mönnum sem eru aldir upp í bönkunum
og mönnum úr þýðingarmiklum störfum í þjóðfélaginu,
hvort sem það er í atvinnulífinu eða á öðrum sviðum.“
- Bankamenn hafa margir hverjir sagt að það sé næsta
vonlaust að ætla sér að vinna sig upp á toppinn vegna þess
að toppsætin séu frátekin fyrir aðra. Er það rétt?
„Eftir því sem ofar er komið í stigann þrengist um. Það
er ekki pláss fyrir alla. Hins vegar eru mörg ágæt störf í
bönkunum sem eru virkilegt keppikefli fyrir menn að kom-
ast í.“
Geir verður að reka stefnu stjórnarinnar
- Seðlabankinn hefur þær skyldur að reka peninga-
stefnu hverrar ríkisstjórnar. Nú situr við völd vinstri stjórn
og á sama tíma situr við hlið þér í bankastjórastöðu fyrr-
verandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson.
Er ekki svolítið sérkennilegt að hann reki stefnu vinstri
stjórnar?
„Geir Hallgrímsson hefur vissulega sínar ákveðnu
skoðanir í stjórnmálum eins og ég. Hins vegar er það svo
að Seðlabankinn á samkvæmt lögum að stuðla að fram-
gangi þeirrar stefnu sem ríkisstjórn markar. Það er eitt af
hans höfuðverkefnum. Hafi Seðlabankinn aðrar skoðanir
en ríkisstjórn þá hefur hann rétt til þess, lögum samkvæmt,
að gera grein fyrir þeim skoðunum opinberlega. En þrátt
fyrir það verður hann að stuðla að framgangi stefnu ríkis-
stjórnarinnar og geri bankastjórar Seðlabankans það ekki
þá verða þeir að hætta og nýir að koma í staðinn. Þrátt fyrir
að menn hafi aðrar stjórnmálaskoðanir en ríkjandi stjórn á
meðan þeir eru Seðlabankastjórar þá verða þeir að gera
svo vel og stuðla að þeirri stefnu sem sú stjórn hefur
markað. Þess vegna vinnur Geir Hallgrímsson, eins og við
hinir, að því að stefna stjórnarinnar nái þeim árangri sem
til er ætlast.“
- Eruð þið bankastjórarnir alltaf sammála?
„Nei, nei,“ svarar Tómas um hæl og hlær dátt. „Samstarf
okkar er gott og við Geir höfum áður starfað saman, t.d.
þegar ég var í stuðningsliði stjórnar hans. Og síðar þegar
ég var fjármála- og bankamálaráðherra hafði ég mikil sam-
skipti við Jóhannes Nordal þannig að ég þekkti þessa menn
ágætlega. En við erum ekki alltaf sammála.“
- En er heppilegt að Seðlabankastjórar lýsi yfir að þeirra
persónulegu skoðanir gangi þvert á stefnu stjórnvalda?
„Nei, ég held að það sé ekki heppilegt. Það getur ekki
farið vel saman að Seðlabankastjórar úttali sig mjög þvert
Tómas telur að það hafi verið óheppilegt að gefa vextina
frjálsa í einum vetfangi. Hann segir að þetta hafi leitt til
sprengingar sem náði hámarki þegar vextir voru komnir í
40-50% á síðasta ári. „Fyrirtæki voru ekki við þessu búin.
menn voru ekki vanir þessu og þurftu tíma til að aðlagast
svona breytingum. Margir höfðu gert ráðstafanir áður en
þessi gífurlega breyting kom til, t.d. ráðast í fjárfestingu.
Þessu var svo ekki hægt að breyta og þegar vextirnir voru
orðnir svona háir þá stóð reksturinn engan veginn undir
þessum fjárfestingum. Mér fannst þessi breyting úr nei-
kvæðum vöxtum í hávexti gerast alltof snöggt. Hún hefði
þurft að gerast á miklu lengri tíma. Þess vegna var nauð-
synlegt að stýra vöxtunum til að koma í veg fyrir spreng-
ingu í vaxtamálunum. Tímasetningin á þessari stefnubreyt-
ingu í vaxtamálum var slæm, breytingin gerðist of hratt og
engan veginn í nægilegu samræmi við aðra þætti í efnahags-
málum. Hefði ríkissjóður á þessum tíma verið rekinn í
jafnvægi þá hefði gegnt öðru máli. Ég var ekki sáttur við
þessa framkvæmd og hef gagnrýnt hana. Að vísu hef ég
haft hægt um mig síðan ég hætti í pólitíkinni en ég hef sagt
ráðherrum og ríkisstjórn þessa skoðun þegar ég hef verið
spurður.“
Tómas segist ekki hlynntur hávaxtastefnu heldur sé
heppilegra að hafa hóflega vexti eins og ástatt er í íslensk-
um efnahagsmálum. Nauðsynlegt sé að Seðlabankinn hafi
hönd í bagga með vaxtastefnunni til að korna í veg fyrir að
vextir verði óhóflega háir en þó nægilega háir til að hvetja
til sparnaðar. En er þá bankastjórinn sanrmála þeirri stefnu
sem núverandi ríkisstjórn rekur í efnahagsmálum?
„Ég er mjög að verða sammála henni ef hún tryggir
rekstrargrundvöll útflutningsiðnaðar. Hún nær hins vegar
ekki árangri nema aðrir þættir efnahagsmálanna séu í takt.
Það er ekki hægt að taka neinn þátt út úr í efnahagsmálum.
Það að hafa gengi fast og frysta launin en láta vextina rása
álít ég ekki góða pólitík og um slíka pólitík nást aldrei sætt-
ir í þjóðfélaginu. En gegnumgangandi á að vera sú stefna
að ríkissjóður sé rekinn þannig að hann beri sig" segir
Tómas Árnason. JÓH