Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 5
18. febrúar 1989 - DAGUR - 5
carmmo
í
Nei, drengir mínir, þið haldið
mér ekki uppi á snakki
- Björn Jósef Arnviðarson ri^ar upp menntaskólaárin
Björn hét maður. Hann var
Arnviðarsonr Björnssonar frá
Húsavík austur. Móðir hans
var Þuríður Hermannsdóttir,
kona Arnviðar. Björn hafði
auknefni, sem var Jósef. Björn
Jósef var Þingeyingur. Björn
Jósef er í Carmínuviðtali og
textinn hér að ofan er tekin úr
Carmínu anno 1968, skrifaður
af Gunnari nokkrum Frímanns-
syni þáverandi skólabróður
Björns Jósefs. Víkjum þá að
menntaskóladvöl piltsins og
ýmsu því sem á daga hans dreif
á þeim tíma.
Sextán ára gamall steig Björn
Jósef sín fyrstu skref inn fyrir dyr
Menntaskólans á Akureyri. Það
var haustið 1963. Hugur húsvíska
piltsins stefndi bæði ljóst og leynt
á menntabrautina, svo það hefur
eflaust ekki komið neinum á
óvart að Björn Jósef hreiðraði
um sig á Heimavistinni þarna um
haustið 1963 og hóf nám við
Menntaskólann á Akureyri.
Valdi hann stærðfræðibrautina
sem viðfangsefni næstu vetur og
átti það til þegar tími og aðstæð-
ur leyfðu að líta í skólabækur
sínar. Hvíta kollinn setti hann
upp á þjóðhátíðardaginn á því
ágæta ári 1968.
Á þessum árum var sá háttur
hafður á í Menntaskólanum á
Akureyri að kennsla fór fram á
laugardagsmorgnum. Ekki leyfð-
ist nemum, búandi á vist, því að
vafra um stræti og torg að kvöldi
föstudagsins heldur skyldu þeir
setja upp hanska mikla og taka
sér viðeigandi útbúnað til skúr-
inga í hönd. Föstudagskvöldin
voru sumsé notuð til almennra
ræstinga á vistinni. Segir Björn
Jósef nemendur skólans hafa
nokkuð skilyrðislaust hlýtt boð-
um skólameistara, Þórarins
Björnssonar og hreingerningar
sem og annað hafi því gengið vel
og undanbragðalaust af hálfu
nemenda.
*
Utvarpsstjórinn
Þá er Björn Jósef var í þriðja
bekk fékk hann titilinn útvarps-
stjóri, en þann vetur starfaði
útvarpsstöðin Orion af miklum
krafti á Heimavistinni. Svo
skemmtilega vildi til að útvarps-
stöðin starfaði einmitt af hvað
mestum krafti er skúringar fóru
fram á Heimavist. Björn Jósef
spilaði valda tónlist fyrir félaga
sína sem þeyttust um ganga með
tuskur á lofti. Til gamans má þess
geta að formaður útvarpsráðs var
Helgi Bergs framkvæmdastjóri
Kaffibrennslu Akureyrar og. fyrr-
verandi bæjarstjóri og með hon-
um í ráðinu sat m.a. Björn Þór-
leifsson skólastjóri Húsabakka-
skóla í Svarfaðardal. „Þetta var
mjög skemmtilegt," segir Björn
Jósef um starfið við útvarpsstöð-
ina, en neitar þvi hins vegar að
hafa fengið í sig svokallaða fjöl-
miðlabakteríu upp úr því.
Útvarpsstöðvarinnar biðu þau
örlög að lognast útaf fáum árum
síðar og hefur ekki til hennar
spurst síðan.
Þann tíma er Björn Jósef sat í
Menntaskólanum var hann í
hreinum strákabekk og viður-
kennir að margt hafi verið
brallað. Sumt þess eðlis að eigi
verði af þvi hulu varpað fyrr en
að liðnum fimmtíu árum. Við
rifjum upp tvær stuttar sögur þar
sem stærðfræðikennarinn, Jón
Hafsteinn Jónsson er í aðalhlut-
verki.
Byltingarafmælið
„Við gerðum í því að halda hon-
um uppi á snakki, sem kallað var.
Svo vildi til að á byltingarafmæl-
inu áttum við að sitja hjá honum
í fjóra tíma og nema stærðfræði.
Við hófum strax og inn í tímann
var komið að ræða byltingar-
afmælið og heimspólitíkina og
náðum því að spjalla í þrjá tíma.
í upphafi fjórða tíma áttar hann
sig og segir: Nei, drengir mínir,
þið haldið mér ekki uppi á
snakki. Og síðan byrjaði hann að
kenna og fór í gegnum fjögurra
tíma pensúm á einum tíma!“
Önnur saga er frá tímum raf-
magnsleysis sem gjarnan var á
þessum áruin. Þannig var að
skólinn hafði þá nýlega fest kaup
á myndvarpa sem þótti mikil
nýjung. Enn var komið að fjög-
urra tíma stærðfræðinámi hjá
Jóni Hafsteini og vildi svo til að
rafmagn hafði farið af skólanum.
Hugsuðu skólapiltar sér gott til
glóðarinnar, að geta skriðið und-
ir heita sæng í stað þess að nema
eðlisfræði.
„Það verður ekki frí, drengir,“
segir kennari. Urðu piltar nokk-
uð hissa á þessum ummælum og
kváðu. „Sjáiði til, við notum
myndvarpann í dag,“ útskýrði
kennari.
„Gengur hann fyrir kolurn?"
spurði nemandinn Björn Jósef.
Óg kváði þá kennari. Nemandinn
endurtók spurningu sína: „Gengur
hann fyrir kolum?“
„Það verður frí í dag drengir."
„Þetta þótti okkur einkar
gaman,“ segir Björn Jósef og
brosir að minningunni. „Að eðl-
isfræðikennarinn skyldi klikka
svona í faginu.“
Inspectorinn
Ekki sagðist Björn Jósef hafa
haft mikinn tíma til að sinna
náminu. Félagsmálin áttu hug
hans allan og íþróttir stundaði
Góði hirðirinn fékk Sherlock Holmes derhúfu og stækkunargler frá þriðju-
bekkingum fyrir vasklega framgöngu við áfengisleit á skólaballi. Björn Jósef
Arnviöarson lögfræðingur og bæjarfulltrúi. Mynd: TLV
hann einnig af kappi. Lék hann
handkanttleik bæði með íþrótta-
félagi Menntaskólans og ÍBA og
hélt þeim leik áfram er hann
stundaði laganám við Háskólann.
Segist hann að mestu hættur að
spila handbolta, en hafi þó á
fyrstu árum sínum eftir að hann
flutti aftur til Akureyrar spilað
með „Old Boys“ liði.
í Carmínutexta segir svo um
Björn Jósef: Gerðisk hann for-
vígismaðr og fyrirliði sinna
bekkjunauta ok hafði þau með
sér á brott erlendis við góðan
orðstír. Fékk Björn um it sama
leyti hin æðstu metorð ok embætti
heima fyrir, og laut þá sérhver
vilja hans. Nefndi hann sik
inspector scholae, sem er latínu-
sletta.
Inspector Scholae var hin
mesta virðingarstaða og skyldi sá
er embættinu gegndi annast bein
tengsl við skólameistara og gæta
Úr Carmmu:
Björn hét maðr. Hann var Arnviðarsonr Björnssonar frá Húsa-
vík austur. Móðir hans var Þuríður Hermannsdóttir, kona Arn-
viðar. Björn hafði auknefni, sem var Jósef. Björn Jósef var
Þingeyingur.
Björn var maðr lágr vexti, en ákafliga digr. Dökkur var hann
yfirlitum, rjóðr í andliti ok skipti vel litum. Mubblur miklar bar
hann á nefi sér, þær er ekki váru með hánum, heldur fyrir hann
skapiðar. Ennit var lágt. Hvergi var maðrinn illmannligr.
Á karlmannsárum sínum þótti Björn mikill fyrir sér. Var
hann búinn íþróttum nokkrum til líkama síns. Var hann vanr,
síðan er hann tjúgaði pils griðkvenna at föður síns, at leika
knöttum höndum ok fótum. Fylgdi sá löstr hánum lengi ævi.
Þótti hann hvergi dæll at leikum at dómi fjanda sinna.
Fjölkunnigr var Björn. Nam hann rúnir at Brynjólfi ok at Þóri
ok at Jóni. Auk heldur nam hann ekkert at Ágli heilan vetr.
Björn las löngum meginliga texta um skepnu þá, er matematík
heitir. Varð sú tík hánum oftliga þung í skauti sem fleirum.
Talanda nakkvarn bar Björn. Var sá sæmilegr. Brá hann hán-
um oftliga upp á mannþingum ok mælti viturliga um efni fram.
Var þó maðrinn óvitlaus. Gerðisk Björn gjarnan málsvari
þeirra, er annaðhvárt nenntu eigi eður máttu eigi standa fyrir
sínum málum sjálfir. Gerðisk hann forvígismaðr og fyrirliði
sinna bekkjunauta ok hafði þau með sér á brott erlendis við
góðan orðstír. Fékk Björn um it sama hleyti hin æðstu metorð
ok embætti heima fyrir, ok laut þá sérhver vilja hans. Nefndi
hann sik inspector scholae, sem er latínusletta.
Enginn þurrdrumbr né skíthæll var Björn. Var hann gleði-
maðr hófsamr í hófi ok lét aldrigi tík fyrrnefnda né aðrar illvætt-
ir né Svein, fóstbróður sinn, gleðifletta sik. Var hann þó alvöru-
maðr í hina aðra rönd.
Lýkr hér af Birni Jósef at segja. „ , . .
Friður formgi
stýri fræknu liði,
þá fylgir sverði sigur.
En illu heilli
fer að til orrustu
sá, er ræður heimskum her.
fStesö
hagsmuna nemenda gagnvart
skólanum. Þá fylgdi og starfinu
að hringja bjöllu áður en tími
hófst og aftur er honum lauk.
„Þetta var hið veraldlega tákn
inspectors," segir Björn Jósef.
Kom það fyrir að ærslafengnir
þriðjubekkingar stálu bjöllunni
góðu svo ekki yrði hringt inn í
tíma og hófst þá leit mikil um all-
an skóla. Brygði svo við að
hvergi fyndist bjallan var gripið
til þar til gerðrar varabjöllu sem
höfð var á góðum stað á kennara-
stofu. Þriðjubekkingar sluppu
því ekki við tíma þrátt fyrir uppá-
tækið.
Scheriockinn
Sem áður segir varð Björn Jósef
stúdent árið 1968 og segir hann
að hlutirnir hafi verið farnir að
losna úr böndunum á þeim tíma.
Hinn mikli agi sem var yfir öllu
var á undanhaldi. „Það var óneit-
anlega töluverður órói í fólkinu
og meiri losarabragur yfir öllu.“
Til marks um það nefnir hann að
meira hafi borið á því að nemar
hefðu áfengi um hönd á skóla-
böllum, en slíkt hafi verið afar
fátítt áður. „Við gerðum rassíu á
einu ballinu og tókum af mönn-
um áfengi og eigendurnir voru
teknir á beinið fyrir vikið. Þriðju-
bekkingarnir voru afar ósáttir við
þessar aðfarir, en það var skylda
mín sem æðsti fulltrúi nemenda
gagnvart skólameistara að ganga
fram í þessu máli og sjá til þess
að menn brytu ekki reglur
skólans. Það var svo þegar við
vorum að hefja upplestrarfrí að
vori, sem þriðjubekkingar færðu
mer Sherlock Holmes derhúfu og
stækkunargler og þótt þeim vel
hæfa meintum lögreglu- og
njósnastörfum á ballinu
forðum.“
Af Birni Jósef er það annars að
segja að eftir stúdentspróf hóf
hann nám í lagadeild Háskóla
íslands og lauk því vorið 1975.
Sigldi þá til Noregs og las skaða-
bótarétt í eitt ár og sumarið 1976
settist hann að á Akureyri hvar
hann vann hjá bæjarfógeta-
embættinu um fjögurra ára skeið,
eða þar til hann opnaði eigin
skrifstofu. Á árunum 1982-6 var
hann varabæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, en tók sæti í
bæjarstjórn eftir kosningar árið
1986. „Ég hef alltaf haft áhuga á
pólitík," segir hann og „lýkr hér
af Birni Jósef at segja.“ mþþ