Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 16
f "----------------------------N
Konudaguríiin er á sunnudagínn
Opið í Hafnarstræti:
Laugardag frá kl. 09.00-18.00 og sunnudag frá kl. 09.00-18.00.
Sunnuhlíð: Laugardag frá kl. 10.00-18.00.
V.
Blómabúðin Laufás
Hafnarstræti 96 • Sími 24250
Sunnuhiíð • Sími ‘26250.
J
Dagvistir á Akureyri:
266 böm bíða eftir vistun
- tveggja ára börn í meirihluta
Um síðustu áramót voru 266
börn á biðlista eftir leikskóla-
eða dagheimilisplássi á Akur-
eyri. Langflest barnanna eru
fædd á árinu 1987.
Flest barnanna bíða eftir plássi
á leikskólum bæjarins, eða alls
184. Þar af eru 6 sem fædd eru
1983, 3 fædd árið 1984, 22 áriö
1985 og 86 börn fædd árið 1986.
Alls bíða 67 börn fædd árið 1987
eftir leikskólaplássi á Akureyri.
Eftir dagheimilisplássi bíða 44
börn, flest fædd á árinu 1987 eða
25. Börn fædd árið 1986 eru 8 og
9 fædd árið 1985. t>á bíða 38 börn
Bárðdælingar
finnasjö
kindur
eftir annað hvort leikskóla- eða
dagheimilisplássi. Þar af eru 24
fædd árið 1987 og 11 eru fædd
árið á undan.
Alls bíða 116 börn, sem eru
orðin eða verða tveggja ára á
árinu, eftir vistun, en börn fá ekki
inni á dagvistarstofnunum bæjar-
ins fyrr en þau hafa náð þeim
aldri. Eðli málsins samkvæmt eru
fæst barnanna sem bíða fædd á
árinu 1983, enda sex ára á árinu,
en þó bíða 8 börn fædd á þessu
ári eftir að komast á dagheimili
eða leikskóla. Börn fædd á árinu
1986 og bíða eftir vistun eru 105
talsins. Alls bíða 32 börn fædd
árið 1985 eftir að komast að á
dagvistarstofnunum bæjarins og
5 fædd árið 1984.
A Akureyri eru 11 dagvistar-
stofnanir, þar af 3 einkareknar;
Stekkur, Krógaból og Hlíðarból.
mþþ
Á slaginu 13 í dag hefjast sendingar Útvarps Verkmenntaskólans á Akureyri á FM 104,9. Sent verður út í dag og
næstu fimm daga í tilefni opinna daga í skólanum í næstu viku. í gær voru Ijósvíkingar VMA að æfa sig á tðkkum
senditækja og plötuspilara. Frá hægri: Jón Harðarson, útvarpsstjóri, Kári Ellertsson, Geir Gíslason, Magnús Magn-
ússon. Stefán Stefánsson situr við stýriborðið. Mynd: tlv
Vinnsla hefur legið niðri hjá ístess hf. frá því á hádegi sl. mánudag:
Öxull í fóðurframleiðsluvél
ístess hf. snérist í sundur
- nýr öxull væntanlegur til landsins í fyrramálið með Flying Tigers
- féð vel á sig komið
Bárðdælingar fundu nýlega
sjö kindur, sem ekki komu
í leitirnar í haust. Kindurnar
voru sérlega vel á sig komnar
að sögn Tryggva Höskuldsson-
ar, bónda á Mýri, en hann fór
til að skyggnast eftir fé við
þriðja mann, og voru þeir félag-
arnir á vélsleðum.
í Ingvararnesi fannst tvílembd
ær, en mikið sunnar, austan við
Skjálfandafljót, í Hraunárdal
fundust fjórar kindur. Það voru
einlembd ær, stakt lamb og stök
ær. Kindurnar voru allar úr
Bárðardal nema ein sem var úr
Ljósavatnsskarði. Tryggvi sagði
að menn hefðu vitað um tvær
kindanna, þær hefðu sést í göng-
um í haust en ekki náðst. Frekar
vondar heimtur hefðu verið í
haust og t.d. vantaði hann enn
tvær tvílembur sem hann vildi
gjarnan finna. Tryggvi sagði að
vegna óstöðugs tíðarfars að
undanförnu hefðu menn ekki far-
ið til leita og ekkert fé hefði kom-
ið fram lengi, en á föstudaginn
hefði svo komið ágætur dagur og
þeim félögum hefði gengið mjög
vel. 1M
Helgarveðrið
á Norðurlandi:
Vafasamt til
ferðalaga
Enn á ný mega Norðlendingar
eiga von á vafasömu veðri um
helgina. Umhleypingarnir hafa
sem sé ekki í hyggju að yfir-
gefa svæðið eins og glögglega
kom í Ijós í gærmorgun þegar
hitastig steig um 10 gráður, úr
mínus 10 í 0, á aðeins þremur
klukkustundum.
Veðurspáin segir að í dag fari
veður kólnandi, það verður norð-
austan stinningskaldi, 5-6 vind-
stig og snjókoma. Á morgun
sunnudag, verður norðvestan átt
og all hvasst, 6-7 vindstig og él
eða snjókoma. Frost verður á bil-
inu 8-10 stig. Sem sagt, ekkert
ferðaveður og upplagt að taka til
í geymslunni. VG
Vinnsla hefur legið niðri í fóð-
urverksmiðjunni ístess hf. frá
því á hádegi sl. mánudag. Það
helgast af því að þá snérist í
sundur öxull í fóðurframleiðslu-
vél fyrirtækisins. Nýr öxull er
væntanlegur til landsins í fyrra-
málið frá Frankfurt með þotu
Flying Tigers flugfélagsins. Ef
veður leyfir kemur hann strax
norður með flugi. Stefnt er að
því að Ijúka ísetningu nýs öxuls
nk. miðvikudag og þá geti hjól
verksmiðjunnar byrjað að
snúast á nýjan leik.
Einar Sveinn Ólafsson, verk-
smiðjustjóri ístess hf., segir að
þetta tjón nemi nokkrum millj-
ónum króna. Nýr öxull kostar
frá verksmiðjunum í Frakklandi
nálægt tveimur milljónum króna
og ofan á þann kostnað leggst
flutningskostnaður, auk verulegs
fjárhagstjóns vegna framleiðslu-
taps í rúma viku.
í gær átti að flytja öxulinn í bíl
frá verksmiðjunum í nágrenni
Lyon í Frakklandi, þar sem fóð-
urframleiðsluvél ístess hf. var
framleidd, til Frankfurt í Þýska-
landi. Þar fer hann um borð í
þotu Flying Tigers sem flytur
hann til Keflavíkur. Áætlaður
komutími þotunnar er um kl. 5 í
fyrramálið. Ef veður leyfir verð-
ur öxullinn fluttur norður með
flugvél Flugleiða á morgun.
Einar Sveinn segir að menn
geti ekki fundið neina skýringu á
því af hverju öxullinn snérist í
sundur. Hann segir ljóst að ekki
sé um eðlilegt slit að ræða en
hugsanlega hafi hann verið gall-
aður eða í honum málmþreyta.
Brotni öxullinn verður væntan-
lega sendur í næstu viku til verk-
smiðjanna í Frakklandi. Áður
munu fulltrúar tryggingarfélags
ístess hf., Samvinnutrygginga,
leggja mat á tjónið.
„Það má kannski segja að hafi
verið lán í óláni að þetta skyldi
koma fyrir nú, en meiningin er að
hefja framleiðslu hjá fyrirtækinu
allan sólarhringinn,“ segir Einar
Sveinn Ólafsson. óþh
Árni Gunnarsson alþingismaður
vill hagkvæmniathugun á byggingu varaflugvallar:
Stór biti að haJha 11
milljörðum í kjördæmið
„Ég er staðfastlega þeirrar
skoðunar að varaflugvöllur í
Norðurlandskjördæmi eystra
yrði geysileg lyftistöng fyrir
atvinnulífið. Ég lít á hann sem
nýja möguleika og nýja tíma í
sambandi við útflutning á t.d.
laxi, en laxeldi er mjög vax-
andi atvinnugrein á þessu
svæði,“ segir Árni Gunnars-
son, þingmaður Alþýðuflokks-
ins, aðspurður um afstöðu
hans til byggingu varaflugvall-
ar í Aðaldal.
Árni sagðist vera því hlynntur
að láta fara fram hagkvæmni-
athugun á byggingu varaflugvall-
arins hér á landi á vegum mann-
virkjasjóðs NATO. „Fyrir mig
sem þingmann kjördæmisins er
það nokkur stór biti að kyngja að
hafna alfarið 10-11 milljarða
framkvæmd í kjördæmið. Það
verð ég að játa,“ sagði Árni.
Hann sagðist þó leggja mikla
áherslu á að í sambandi við slíka
framkvæmd verði haft fullt sam-
ráð við landeigendur. „Kurteis-
innar vegna hefði mér fundist
eðlilegt að menn hefðu rætt þessi
mál við landeigendur í Aðaldal.“
Árni sagðist fúslega viður-
kenna það að í þessu máli toguð-
ust á hjá honum sjónarmið
atvinnu og náttúruverndar. „Ég
hef auðvitað af því miklar
áhyggjur að gera svo mikið
mannvirki í nágrenni einhverrar
mestu náttúruperlu sem til er,
Laxár í Aðaldal og Aðaldals-
hrauns,“ segir Árni Gunnarsson.
óþh
Akureyri:
Eldur í herbergi
Um klukkan hálf tólf á fimmtu-
dagskvöld var slökkviliðinu á
Akureyri tilkynnt að eldur
væri laus í herbergi í húsinu
númer 35 við Brekkugötu.
Húsið er einbýlishús og var
eigandinn einn heima þegar hann
varð eldsins var. Reyndi hann
fyrst árangurslaust að slökkva
eldinn, en réð ekki við hann og
kallaði því á slökkvilið. Maður-
inn slapp sótugur með sviðið hár
en slökkviliðinu tókst að kæfa
eldinn. All miklar skemmdir
urðu á herberginu og innan-
stokksmunum af völdum eldsins.
VG