Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 18. febrúar 1989
Er þaö ekki gæi
úr Borgarafiokknum
- árgerð 1958?
Nýr þáttur í helgarblaði Dags
hóf göngu sína fyrir háifum
mánuði. Nefnist hann Einvígi
og er með þeim hætti að tveir
góðborgarar leiða saman hesta
sína í spurningum, leikjum eða
þrautum. Þeir félagar Erlingur
Sigurðarson, menntaskóla-
kennari, og Þórarinn E. Sveins-
son, mjólkursamlagsstjóri, bit-
ust í fyrstu atrennu Einvígisins
og hafði íslenskukennarinn
betur. Hann kemur aftur við
sögu í 8 manna úrslitum. Að
þessu sinni heyja tveir ágætir
Norðlendingar grimmilega
spurningaorrustu, Kristján E.
Hjartarson, bóndi á Tjörn í
Svarfaðardal og Elfa Agústs-
dóttir, dýralæknir á Akureyri.
Kristján var gripinn glóðvolgur
skömmu eftir morgunmjaltir einn
daginn í liðinni viku og var bók-
staflega stillt upp við vegg. Hann
fann enga undankomuleið og
varð því að gefa jáyrði við bón
blaðamanns um þátttöku í Ein-
vígi. Elfa maldaði fyrst í móinn
og sagðist „andskotann ekki vita
neitt.“ Blaðamaður greip til þess
ráðs að tala blíðlega um fyrir
henni og fullvissaði hana um að
spurningarnar væru svo undur
léttar að meira að segja meðal-
jóninum myndi reynast auðvelt
að svara þeim. Afstaða dýra-
læknisins mildaðist öll við þessi
orð blaðamanns og þar með var
það ákveðið; Kristján á Tjörn í
einvígi við Elfu dýralækni.
• ..- tiíÁt ‘-/
Tengist hann ekki NATO?
Fyrsta spurningin vafðist nokkuð
fyrir báðum keppendum. Krist-
ján var ekki viss um hvaða þing-
maður kynni að vera þess heiðurs
aðnjótandi að vera yngstur.
Hann skaut þó á þingmann Borg-
ara á Vesturlandi, Inga Björn
Albertsson, „og eigum við ekki
að segja að hann sé 34 ára
gamall.“ Elfa var einnig viss um
að Borgaraflokksmaður væri
„þingjúníor". „Er það ekki þarna
Borgaraflokksgæinn, Guðni
Ágústsson? Eigum við ekki að
segja að hann sé jafngamall mér,
29. ára? Nei, annars. Ég segi að
hann sé árgerð 58.“ Fyrsta spurn-
ingin gaf Elfu annað stigið af
tveimur en Kristján sat eftir með
sárt ennið.
Aðstoðarforstjóri Álafoss hf.
varð næst á vegi keppenda.
Kristján stundi þungan yfir nafni
hans og skaut á einhvern Hanni-
balsson. „Nei annars, ég man
þetta ekki.“ Elfa fór ótroðnar
slóðir í leit sinni að aðstoðarfor-
stjóranum. „Hann er örugglega
bróðir hans Bjarna Hafþórs.
Bíddu nú við. Jú, hann heitir
Aðalsteinn.“ Mikið rétt hjá dýra-
lækninum. Staðan 2-0.
Blýantsnag starfsmanna Seðla-
bankans vafðist ekki fyrir þeim
Kristjáni og Elfu. Staðan 3-1 fyrir
Elfu.
„Ég man ekki betur en Jón
Baldvin hafi verið að ræða við
kollega sinn, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. En það er öllu
verra með nafnið. Hefur hann
ekki verið kosningastjóri? Nei,
fjandinn. Það er mín sérgrein að
muna ekki mannanöfn." Þar við
sat. Elfa sagðist bara ekkert
muna hver hefði rætt við Jón
Baldvin. „Tengist hann ekki
NATO, eða Evrópubandalag-
inu? Nei, annars, ég gata á
þessu.“ Kristján lagaði stöðuna
og bætti við einu stigi. Staðan því
3-2, Elfu í vil.
Erlendu bjórtegundirnar vöfð-
ust nokkuð fyrir Kristjáni og
Elfu. Kristján sagðist hafa einsett
sér það að fylgjast ekki með bjór-
málinu, enda verið honum and-
vígur. Hann mundi þó eftir
heimalöndum bjórtegundanna
þriggja en nöfn þeirra létu á sér
standa. Elfa var einnig með
heimkynni bjórtegundanna á
hreinu. „Það er einn amerískur,
annar danskur og svo er einn
austurrískur. Það var víst einhver
að rífa sig yfir honum í Velvak-
anda í Mogganum. En ég man
ekki nöfnin, að Túborg undan-*
skildum. Hann nægir mér.“ Eitt
stig í stigaskjóðu Elfu og staðan
4-2.
Þetta á ég nú að vita!
Orðið „dreissugur“ vafðist fyrir
bæði Kristjáni og Elfu. Kristján
skaut á að dreissugur maður væri
montinn en Elfa taldi dreissugan
mann vera grobbinn. Hvorugt
rétt og staðan óbreytt.
Þá voru það togarar þeirra
Dalvíkinga. Þar var Svarfdæl-
ingurinn á heimavelli og hafði
rétt nöfn þeirra allra. Dýra-
læknirinn mundi eftir Björgvin
og Björgúlfi og bætti við; „Já, og
svo eru áreiðanlega tveir minni?“
Kristján náði fjórum stigum en
Elfa tveimur. Staðan jöfn, 6-6.
Kristján braut lengi heilann
um nafn fráfarandi forstjóra
Norræna hússins. Loks kviknaði
ljós: Knut Ödegard. En nafn eig-
inkonunnar mundi hann ekki.
Það hafði Elfa hins vegar og
sömuleiðis nafn forktjórans. Hún
endurheimti forustuna, $taðan
8-7.
Kristján var alveg klár á því að
ERRÓ ætti bróður að nafni Ari
Trausti Guðmundsson. Mikið
rétt. Þar með var föðurnafn lista-
mannsins komið, en nafn lista-
mannsins tókst Kristjáni ekki að
töfra fram. Elfa velti réttu nafni
ERRÓS lengi fyrir sér. „Þetta á
ég nú að vita. Hann heitir ein-
hverju löngu rammíslensku
nafni. Ekki heitir hann Gunnar
og ekki Þorlákur og ekki heldur
Guðjón. Heyrðu, jú hann heitir
Guðmundur Guðmundsson.“
Níu spurningum lokið og loka-
niðurstaðan sú að Kristján,
bóndi á Tjörn, náði 7 stigum en
Elfa dýralæknir 9 stigum. Báðum
keppendum eru færðar þakkir
fyrir þátttökuna. Elfu hittum við
aftur í 8 manna úrslitum. óþh
Kristján E. Hjartarson
Elfa Ágústsdóttir
1. Hver er yngstur núverandi þingmanna og hvað er hann gamall? (2)
Ingi Björn Albertsson, 34 ára Guðni Ágústsson, fæddur árið 1958
Rétt svör
Guðmundur Ágústsson,
þingmaður Borgaraflokks
í Reykjavík. Hann er
fæddur 30. ágúst 1958.
2. Álafoss hf. hefur verið í fréttum undanfarið vegna sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna. Jón Sigurð-
arson er forstjóri fyrirtækisins en spurt er; hvað heitir aðstoðarforstjóri Álafoss hf.? (1)
Man það ekki Aðalsteinn Helgason Aðalsteinn Helgason
3. Fleyg voru orð Jóns Baldvins Hannibalssonar á rauðu Ijósi á Akureyri um ákveðna iðju manna í
Seðlabankanum. Hvað sagði hann að starfsmenn Seðlabankans stunduðu? (1)
Blýantsnag Nöguðu blýanta Nöguðu blýanta
4. Og meira um Jón Baldvin. Um síðustu helgi átti hann stuttan fund með háttsettum erlendum
embættismanni í Leifsstöð. Hvað nefnist embættismaðurinn og hvaða embætti gegnir hann? (2)
Man ekki nafnið en hann er Éggataáþessu James Baker, utanríkis-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna ráðherra Bandaríkjanna
5. Eins og kunnugt er verður haégt að kaupa áfengan bjór hér á Iandi frá og með 1. mars nk. Hvað nefn-
ast þær þrjár erlendu bjórtegundir sem verða á boðstólum í áfengisútsölum ÁTVR? (3)
Einn danskur, annar austur- Túborg. Hann nægir mér. Ég man Budweiser, Túborg og
rískur og þriðji amerískur. ekki nöfn hinna tveggja tegundanna Kaiser
En ég man ekki nöfn þeirra
6. Hver er merking orðsins dreissugur? (1)
Ætli það sé ekki „montinn“ Getur það verið „grobbinn?"
7. Á Dalvík eru fjórir togarar. Hvað heita þeir? (4)
Björgúlfur, Björgvin, Baldur Björgúlfur og Björgvin, auk tveggja
og Dalborg minni togara
Hrokafullur
Björgúlfur, Björgvin,
Baldur og Dalborg
8. Hver er fráfarandi forstjóri Norræna hússins í Reykjavík og hver er hans eiginkona? (2)
Knut Ödegard. Veit ekki Knut Ödegard og Þorgerður Knut Ödegard og
hver er kona hans Ingólfsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir
9. ERRÓ þykir einn fremsti núlifandi listamaður vor. Hvað heitir hann fullu nafni? (1)
Ég hef það ekki Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundss.
Stig samtals:
17
matarkrókur
í Matarkróknum að þessu
sinni bjóðum við upp á
nýstárlegar kjötbollur í
kvöldmatinn og tvœr kökur
með sunnudagskaffinu.
Óhœtt er að mœla með þess-
um uppskriftum, enda látum
við þær ekki frá okkur fara
án þess að vera fullviss um
gæðin. En vindum okkur í
þetta.
Nýstárlegar kjötbollur
500ghakk
Vz bolli rasp
1á bolli hveiti
1 egg
1 bolli rjómabland
salt, pipar
Kjötbollur og kökur
2 epli
2 laukar
2 tómatar
smjör, sinnep, krydd
Kjöthakk, rasp, hveiti, egg,
rjómabland, salt og pipar er sett í
skál og allt hrært vel saman. Boll-
ur mótaðar úr deiginu og brúnað-
ar á pönnu. Þeim er síðan raðað í
eldfast mót og sinnepi smurt yfir.
Skerið lauk, epli og tómata í
sneiðar og látið við hliðina á boll-
unum. Smjörbitar settir ofan á.
Þetta má krydda, t.d. með
paprikudufti. Þá er lok sett yfir
mótið eða álpappír og rétturinn
bakaður í meðalheitum ofni í ca.
30 mínútur. Borið fram með
soðnum hrísgrjónum.
Kókoskaka með eplum
5 dl hveiti
4 dl sykur
3 dl kókosmjöl
2 tsk. lyftiduft
2 tsk. vanillusykur
3 egg
2>/2 dl brœtt smjörlíki
4 dl rifin epli
1 sítróna, safi og börkur
Hrærið saman eggjum, sykri og
smjörlíki og blandið síðan þurr-
efnunum í. Deigið er sett í frem-
ur djúpan lagkökuform og kakan
bökuð í ca. 1 klst við 175 gráður.
Furstakaka
3V2 dl hveiti
3V2 dl haframjöl
1 tsk lyftiduft
V2 tsk salt
IV2 dl púðursykur
150 g smjörlíki
1 egg
Þurrefnunum er blandað saman.
Smjörlíki mulið út í og þetta síð-
an vætt með egginu. Hnoðað.
Fletjið deigið út og setjið % af
því í lagkökumót. Smyrjið t.d.
með rabarbarasultu eða epla-
mauki. Afgangurinn af deiginu er
skorinn í strimla sem síðan er
raðað yfir sultuna eða maukið.
Kakan er bökuð við ca. 200
gráðu hita í 30-40 mínútur. Verði
ykkur að góðu. SS