Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 7
18. febrúar 1989 - DAGUR - 7
Lars Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, Hreinn Pálsson og Kristín Steinsdóttir fluttu ávarp við opnun sýn-
ingarinnar.
Dynheimar:
Böm norðursins
- myndskreytingar í norrænum barnabókum
ÖLL ÞJÓNUSTA FYRIR
Háþrýstislöngur,
tengi &barka
í BÍLINN, SKIPIÐ EÐA VINNUVÉLINA
PRESSUM TENGIN Á • VÖNDUÐ VINNA
★ Gerið verðsamanburð ★
ÞÓRSHAMAR hf.
________SÍMI 96-22700
HVAR SEM ER • HVENÆR SEM ER
Síðastliðinn fimmtudag var
sýningin Börn norðursins
(Children of the North) opnuð
í Dynheimum á Akureyri. Hér
er um að ræða sýningu á
myndskreytingum úr norræn-
um barnabókum og liggja
bækurnar einnig frammi til
hliðsjónar. Meðan sýningin
stendur yfir verður lesið upp úr
barnabókum og sagðar sögur
fyrir börn og unglinga í grunn-
skólum Akureyrar.
Við opnunina flutti Lars Áke
Engblom, nýráðinn forstjóri
Norræna hússins, ávarp og einnig
Kristín Steinsdóttir fyrir hönd
IBBY samtakanna á Islandi. Þá
tók Hreinn Pálsson hjá Norræna
félaginu á Akureyri til máls og
opnaði sýninguna formlega.
Sýningin er hingað komin frá
Grænlandi en hún er á vegum
Norræna hússins og Barnabóka-
ráðsins og þetta er sama sýning
og haldin var í Osló dagana 26.-
30. september 1988 í tilefni af 21.
Alþjóðaþingi IBBY þar. Þing
þetta bar yfirskriftina Barnabók-
menntir og nýju miðlarnir.
Skipuleggjendur og umsjónar-
menn þingsins voru fulltrúar
IBBY deildanna á Norður-
löndunum í sameiningu. Frá ís-
landi voru send verk eftir Brian
Pilkington, Önnu Cynthiu Leplar
og Sigrúnu Eldjárn.
Við opnunina kom fram að
IBBY eru alþjóðasamtök sem
stofnuð voru skömmu eftir síðari
heimsstyrjöldina til að efla áhuga
fólks á barnabókmenntum.
Stofnendur voru barnabóka-
höfundar og fleiri sem vildu
greiða fyrir skilningi milli þjóða
gegnum bækur. Meðal stofnenda
voru hinir þekktu barnabóka-
höfundar Astrid Lindgren og
Erik Kástne.
Þema sýningarinnar er líf nú-
tímabarnsins í hinum norðlægu
löndum eins og því er lýst í
myndabókum. Ekki er einvörð-
ungu fylgst með börnunum við
dagleg störf heldur líka í draum-
um þeirra og í tengslum við nátt-
úrulegt umhverfi og menningar-
arf.
Sýningin í Dynheimum er opin
dagana 16.-22. febrúar, virka
daga kl. 15-19 og kl. 15-18 laug-
ardag og sunnudag. Sjálfsagt er
að hvetja fólk til að nota þetta
Myndirnar er bæði hægt að skoða sem sjálfstæð Ijstaverk upphengd og ■
bókunum. Myndir: SS
tækifæri til þess að kynnast
norrænum barnabókmenntum og
skoða hinar skemmtilegu og vel
gerðu myndskreytingar. SS
HILRJX
Toyota Hilux hetur nú verið endurhannaöur, aö innan sem utan, með
þarfir fjölskyldunnar í huga. Hann er nú hljóðlátari, nýtlskulegri og
kraftmeiri en áöur. Þú situr hátt í Hilux sem er í senn léttur, sparneytinn
og mjög öflugur. Útvarp og vökvastýri fylgja öllum þremur geröunum.
Toyota Hilux er ekki lengur bara „pick-up“ bíll - heldur kjörið tækifæri
til aö gera drauminn um jeppa aö veruleika!
ESl Hilux Xtra Cab SR5 - fjórhjóladrifinn, með gott pláss
fyrir tvo fulloröna og tvö böm. Sjálfstæð fjöðrun að framan, mýkt á við
fólksbll. Endurbættar vélar: 2200 cc bensínvél, 95 DIN hestöfl, og 2400 cc
díselvél, 83 DIN hestöfl. Verð kr. 1.270.000* (bensín), kr. 1.370.000* (dísel).
It’fti Hilux Double Cab - fjögurra dyra, fimm manna fjórhjóladrifinn jeppi,
góður þegar flytja þarf bæði fólk og áhöld við erfið skilyrði. 2400 cc díselvél,
83 DIN hestöfl. Verð kr. 1.300.000!
OS3 Hilux Regular Cab - tveggja dyra, tekur þrjá í sæti. Traustur vinnubíll,
afturdrifinn. 1800 cc bensínvél, 81 DIN hestöfl. Verð kr. 812.000!
* Verö miöast viö staögreiöslu án afhendingarkostnaöar.
BfLASÝNINGARNAR VERÐA Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM
AKUREYRI: Bilasalan Stórholt, laugardag kl. 10-17 og
sunnudag 13-17.
SAUÐÁRKRÓKI: Bókabúð Brynjars, helgina 25.-26. (ebrúar.
Bílasalan Stórholt
Hjalteyrargötu 2, símar 23300 og 25484.
I