Dagur - 18.02.1989, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (SauöárKróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Vafasöm vimmbrögð
í byrjun þessarar viku voru kynntar niðurstöður
skoðanakönnunar, sem SKÁÍS gerði fyrir Samband
ungra sjálfstæðismanna á afstöðu Islendinga til
hvalveiða. Niðurstöðurnar benda til þess að and-
staðan við hvalveiðarnar hafi aukist talsvert,
samanborið við fyrri kannanir. En samkvæmt
SKÁÍS-könnuninni er ríflegur meirihluti þjóðarinn-
ar þó enn þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að
halda fast við þá stefnu sem Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra hefur markað í þessu máli
og Alþingi samþykkt.
Þessi niðurstaða er athyglisverð þegar haft er í
huga að tímasetning könnunarinnar var eins hag-
stæð andstæðingum hvalveiða og hugsast gat. í
fyrsta lagi er sá aðili sem lét framkvæma skoðana-
könnunina, þ.e. Samband ungra sjálfstæðismanna,
opinberlega yfirlýstur andstæðingur hvalveiða
íslendinga og þvi ekki hlutlaus í málinu. í öðru lagi
bendir margt til þess að fyrirfram hafi verið vitað
hvaða daga könnunin yrði framkvæmd, því SUS
ætlaði að leggja niðurstöður hennar fram á fundi
um þessi mál, sem halda átti á Akureyri 11. febrú-
ar s.l. en var aflýst vegna veðurs. Þá áttu niður-
stöður að vera ferskar, enda hefur verið staðfest að
könnunin var unnin dagana 9. og 10. febrúar. „Það
er vissulega rétt að taka undir það að einmitt þá
daga sem könnunin var unnin, var mikill áróður
gegn hvalveiðum á síðum Morgunblaðsins og
víðar," sagði Árni Sigfússon, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, í viðtali við Dag á fimmtu-
daginn, en neitaði því að að könnunin hafi vísvit-
andi verið tímasett þess daga beinlínis í því skyni
að fá fram sem mesta andstöðu almennings í land-
inu gegn hvalveiðum.
Menn geta hins vegar velt því fyrir sér hvort það
hafi verið einskær tilviljun að alla vikuna var afar
neikvæð umfjöllun um hvalveiðarnar í þeim fjöl-
miðlum, sem lýst hafa andstöðu sinni við veiðarn-
ar, og þá sérstaklega í Morgunblaðinu. Forystu-
grein Morgunblaðsins 10. febrúar s.l., þ.e. seinni
könnunardaginn, bar einmitt nafnið „Hvalastefna í
miklum ógöngum" og var þar farið hörðum orðum
um stefnu stjórnvalda í málinu. Vel má vera að
tímasetningin sé hrein tilviljun, þótt Morgunblaðið
sé helsta málgagn sjálfstæðismanna og tengsl á
milli flokks og blaðs því mikil.
Að framansögðu er ljóst að sú gagnrýni sem sett
hefur verið fram á tímasetningu könnunarinnar er
fyllilega réttmæt og þeir sem draga niðurstöður
hennar í efa hafa mikið til síns máls. Forráðamenn
SKÁÍS ættu að taka þessa gagnrýni til athugunar,
því vafalaust vilja þeir að fullt mark verði tekið á
skoðanakönnunum fyrirtækisins í framtíðinni. Til
þess mega vinnubrögðin, sem viðhöfð eru, ekki
orka tvímælis. BB.
úr hugskotinu
„. . . sem svo aftur biðja um hækkað fískverð sem fískvinnslan kallar líka innlenda kostnaðarhækkun og vill fa
hana bætta með gengisfellingu . . .“
Ust hins ómögulega
Landsins fínasti kjaftaklúbbur
kom að nýju saman á nýliðnum
bolludegi, hress og endumærður
eftir lengra jóla- og áramótafrí
en meðaljónar og meðalgunnur
þessa lands hafa svona almennt
efni á að taka, enda sagt að taka
nú fram sultarólarnar góðu og
herða þær vel að. Og vitanlega
flutti okkar ástsæli Denni þarna
tölu og tilkynnti eitthvað sem
kallað er þessu einstaklega
ófrumlega nafni „efnahagsað-
gerðir“ og allt frá þvf að maður
man fyrst eftir sér hafa alltaf lit-
ið dagsins ljós á þetta þriggja til
sex mánaða fresti að meðaltali,
og alltaf miða að því að rétta af
hag sjávarútvegsins, þessarar
greinar sem aflar víst um sjötíu
og fimm prósenta gjaldeyris-
tekna okkar, en er samt og hef-
ur samt alkaf verið á hvínandi
kúpunni, sjávarútvegi sem lætur
sig hafa það mitt í allri ófærð-
inni, að ana suður á Sögu, þar
sem maður hélt nú að væri rek-
inn landbúnaður en ekki útveg-
ur, til þess að spyrja að því
hvort það eigi nokkuð að fara
að þjóðnýta þennan sjávarút-
veg. Eins og ekki sé búið að því
fyrir löngu, hvort sem þjóðnýt-
ingin er nú kölluð Atvinnu-
tryggingarsjóður eða gengisfell-
ing. Nema sjávarútvegurinn
hafi viljað drekka erfi einka-
rekstursins á Mímisbar. Já
íslensk sjávarútvegsmál, og þar
með efnahagsmál og stjórnmál
eru sannarlega dálítið skrýtin
stundum. Eins konar list hins
ómögulega, sem þó dankast
alltaf einhvern veginn.
Einn lítri gasolía
Það bar til á dögunum mitt í
þessu sérkennilega ástandi sem
ríkir á íslandi í dag og kallast
því öfugmælakennda nafni
„verðstöðvun“, og enginn tekur
mark á, enda nær hún ekki að
því er virðist yfir neitt nema
auðvitað hið allra verðmætasta
það er vinnuaflið sem auðinn
skapar, að tilkynnt var liðlega
þrettán prósenta hækkun á
hverjum lítra vökva þess sem
gasolía nefnist, og nauðsyn-
legur mun, meðal annars til að
drífa skip. Var verðhækkunin
réttlætt með ýmsum ástæðum,
svo sem hækkandi heimsmark-
aðsverði sem allir héldu að væri
að lækka útaf þessu eilífa kífi
arrabanna, og svo vegna þess-
ara sígildu sprautna sem alltaf
er verið að gefa sjávarútvegin-
um og kallast gengisfellingar.
Nú einn gasolíulítri blandast
saman við annan gasolíulítra
Reynir
Antonsson
skrifar
sem hækkað hafa um sömu pró-
sentutöluna, svo að útkoman
verður vitanlega sama hækkun-
in á öllum lítrunum eða með
öðrum orðum hækkun á útgerð-
arkostnaði, kölluð innlend
kostnaðarhækkun af talsmönn-
um atvinnuvegarins, sem svo
aftur biðja um hækkað fiskverð
sem fiskvinnslan kallar líka inn-
lenda kostnaðarhækkun og vill
fá hana bætta með gengislækk-
un, sem aftur hækkar gas-
olíulítrana og svo heldur hring-
rásin áfram, meðal hins sauð-
svarta almúga þekkt sem verð-
bólga.
Einföldun vítahrings
Þessi saga af gasolíulítranum og
þeirri hringrás sem hann veldur
í íslensku efnahagslífi eftir að
hann er hingað fluttur austan úr
Rússíánni, er að sjálfsögðu
mikil einföldun vítahringsins.
Þar eru þættirnir miklu fleiri, en
allir eiga þeir það þó sameigin-
legt að vera þættir í einhverri
allsherjar sjálfvirkni sem enginn
virðist ráða neitt við. Eiginlega
má líkja íslensku efnahagskerfi
og þjóðlífi við eina allsherjar
hringekju sem snýst misjafnlega
hratt, allt eftir því hvernig hátt-
virtur þorskurinn eða misstóra
ýsan hagar sér í það og það
skiptið, eða hvernig hollustu-
tískan í útlandinu er á hverjum
tíma, það er að segja þegar við
sjálf klúðrum ekki mörk-
uðunum með andvaraleysi eða
hugmyndafátækt, samanber
hvalamálið, þar sem við meira
að segja bætum um betur, þar
sem Grænfriðungar hætta, og
birtum kvöld eftir kvöld myndir
af aðförum vondu selveiði-
mannanna norsku, lfklega svo
við getum hlakkað yfir því að
nú skuli bansettir Norsararnir
sem alltaf eru að undirbjóða,
líka sitja í náttúruverndarsúp-
unni.
Ekki viljaskortur
Einhvern veginn hefur maður
nú á tilfinningunni, að það sé
ekki viljaskortur sem kemur í
veg fyrir það að menn reyni að
ná stjórn á þessari hringekju,
eða að minnsta kosti að fá ein-
hverju ráðið um hraða hennar,
því staðreyndin er nefnilega sú
að alltof margir vilja detta af
henni með misjafnlega alvarleg-
um afleiðingum. Þannig segja
ýmsir að hvergi í Evrópu sé
meira áfengisvandamál en hér á
landi, og kvað þó neysla áfengis
á mann vera einhver sú allra
minnsta í Evrópu, og þá erum
við víst ansi dugleg að ná okkur
í eyðni þrátt fyrir allt opinbera
klámið sem birtist á sjónvarps-
skjánum ekki síst á laugardags-
kvöldum.
Þannig er blessáður atvinnu-
tryggingarsjóðurinn sem menn
með réttu eða röngu kenna við
Stefán Valgeirsson alls góðs
maklegur, og það sama má
raunar líka segja um hluta-
bréfasjöð þann sem á að koma
til skjalanna þegar sá fyrrnefndi
bregst í því hlutverki Guðs að
hjálpa þeim sem hjálpa sér
sjálfir. Og víst er að margt fólk
ekki síst í hinum ýmsu sjávar-
byggðum þessa lands myndi
kaupa bréf hans ef það bara
hefði á því efni. Að halda öðru
fram líkt og hann Einar Oddur
gerði í fréttatíma á Stöð 2 er
herfileg móðgun við þetta fólk
til dæmis á Flateyri. Mikið væri
það nú annars kaldhæðnislegt ef
Flateyringar yrðu til þess að
bjarga „Bjargvætti“ sínum frá
því að verða bjargvættur ann-
arra, en ekki er ólíklegt að slíkt
gæti gerst, ef nú fólkið þar fengi
til þess fyrirgreiðslu eða bara
kjarabætur. Annars sýnir nú
reynslan sem er miklu ólýgnari
en jafnvel Mogginn, að þessir
sjóðir í Reykjavík koma alltaf
að fremur takmörkuðu gagni út
um byggðir landsins, og þjóna
oft því hlutverki helst að sjá
nokkrum blýantanögurum fyrir
aurum í launaumslögin sem eru
þó oftast vel út troðin fyrir.
Þessir sjóðir verða helst að
verða landshluta- eða svæða-
bundnir til að koma að ein-
hverju gagni.
Hitt er svo annað mál, að
auðvitað lifir fólk ekki af einum
saman sjóðum. Meira þarf til og
þá ef til vill fyrst af öllu frum-
leika og djörfung til að takast á
við hinn sjálfvirka vítahring
þessa kerfis. Nema menn vilji
þá hendast áfram með hringekj-
unni, hugsandi í svima hring-
sólsins sem svo, að þetta hafi nú
allt dankast einhvern veginn
fram að þessu, og að þannig
muni það sjálfsagt dankast enn
um ókomna tíð.