Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, laugardagur 4. mars 1989
45. tölublað
TEKJUBREF
KJARABRÉF
FJARMAL ÞfN
SÉRGREIN OKKAR
FJARFESTINGARFELAGIÐ;
Ráðhústorgi 3, Akureyri
lfl| m álll j
Ungfrú Norðurland 1989, Steinunn Geirsdóttir skömmu eftir krýningu á fimmtudagskvöldið.
Mynd: TLV
18 ára Akureyrarmær Ungfrú Norðurland:
„Skólinn er númer eitt, tvö og þqú“
- sagði Steinunn Geirsdóttir sem tekur þátt í keppninni Ungfrú ísland í maí
„Þetta kom mér mjög á óvart,
því ég bjóst alls ekki við
þessu,“ sagði ung Akureyrar-
inær, Steinunn Geirsdóttir sem
kjörin var Ungfrú Norðurland
í Sjallanum í fyrrakvöld. Mikið
var um dýrðir eins og vera ber
á slíku kvöldi og var margt um
manninn. Steinunn er 18 ára
gömul og stundar nám við
Menntaskólann á Akureyri.
Þegar Dagur ræddi við Stein-
unni í gær var hún nýkomin úr
skólanum. „Ég þurfti að mæta í
viðtal kl. 08.00 svo ég dreif mig
bara í skólann,“ sagði hún.
Aðspurð um tildrög þess að hún
tók þátt í keppninni sagði Stein-
unn, að haft hefði verið samband
við sig aðeins tveimur vikum
áður en keppnin fór fram. „Kam-
illa Rún hafði samband við mig
og bað mig að fara í viðtal. Svo
þróaðist þetta bara af sjálfu sér.
Ég var reyndar tvisvar að því
komin að hætta við því mér
fannst ég ekkert hafa í þetta að
gera. En þetta var mjög gaman
og ég myndi hvetja þær sem geta
að taka þátt í svona keppni því
þetta er stórkostlegt tækifæri."
Undirbúningurinn fólst aðal-
lega í því að læra að ganga á
hælaháum skóm og að koma
fram, að sögn Steinunnar. En
hvað tekur nú við hjá henni?
„Það er skólinn númer eitt, tvö
og þrjú núna. Svo verð ég að
reyna að halda mér í forrni og
sennilega að grenna mig eitthvað
fyrir keppnina um Ungfrú ísland
í maí." Steinunn sagði að prófin í
MA hæfust fljótlega eftir keppn-
ina þannig að það smellur allt
saman. Hún sagðist ekki geta
sagt um það á þessari stundu
hvort hún hefði hugsanlega
áhuga á fyrirsætustörfum í náinni
framtíð, það yrði bara að koma í
ljós seinna. VG