Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1989 „Það er gott að ég þekki það ekki“ Þá er komið að þriðja einvíg- inu okkar hér í helgarblaðinu og að þessu sinni eru það kapparnir Tómas Búi Böðvars- son slökkviliðsstjóri á Akur- eyri og Björn Snæbjörnsson varaformaður Einingar sem eigast við. Spurningarnar eru almenns eðlis eins og áður og hafa þær mismikið vægi. Ekki þarf að taka fram leikreglurn- ar, einfaldur sigur nægir og sig- urvegarinn vinnur sér rétt til að taka þátt í átta manna úr- slitakeppni síðar. Tveir aðilar hafa þegar áunnið sér þann rétt, en það eru þau Erlingur Sigurðarson menntaskóla- kennari og Elfa Ágústsdóttir dýralæknir. Eins og slökkviðliðsmanna er vani, brást Tómas Búi skjótt við beiðni um þátttöku og vildi bara byrja strax. Sama var uppi á teningnum hjá Birni enda er þar kominn áhugamaður um sh'kar keppnir. Fyrsta spurningin vafðist fyrir þeim báðum. Stutt og laggott hjá Tómasi Búa, „hef ekki skímu um það,“ og Björn sagðist því miður ekki hafa lesið Dag nógu vel upp á síðkastið vegna anna. Hann giskaði á Þorvald Örlygsson en hann lenti einmitt í fimmta sæti í valinu. Björn var mjög nálægt því að geta svarað því hversu margar öldósir hafi selst á Akureyri á 1. í bjór. „Þær voru 46 þúsund,“ sagði hann öruggur. „Voru þær ekki 18 þúsund,“ spurði Tómas Búi en eflaust hefði einhver ósk- að þess að þær hefðu ekki verið fleiri. Hvorugur keppanda vissi hver nýkjörinn formaður KA er, enda stutt síðan Sigmundur Þórisson tók við og þar er á ferð hæglætis- maður, a.m.k. til þessa. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir, en hann er rúss- neskur er það ekki? Hann er a.m.k. frá austantjaldslandi," sagði slökkviliðsstjórinn. Það svar reyndist því miður ekki nægjanlegt, en Björn gerði held- ur betur hann mundi að þjálfar- inn væri frá Júgóslavíu og giskaði á að hann héti Júrisjov, enda alls ekki ólíklegt nafn. Þar með var fyrsta stig keppninnar orðið staðreynd og staðan í einvíginu 1:0 fyrir Björn. „Mýgir“! Báðir hugsuðu sig vel um, Björn þó heldur lengur en Tómas Búi. Björn giskaði á að orðið merkti leiðindi en Tómas Búi gaf það frá sér. „Það er gott ég þekki það ekki,“ sagði hann þegar við skýrðum honum frá réttu svari, sem er kúgari. Ekki stóð á svari hjá þeim félögum um nýtt nafn á Hótel Varðborg. „Hótel Norðurland," sögðu þeir báðir án umhugsunar enda er það gamalt rótgróið nafn í bænum og mörgum kært. Betur að þeir Björn og Tómas Búi hefðu mátt leggja saman lið sitt við næstu spurningu. Tómas Búi sagði það eitt að vita og ann- að að muna. „Ég á nú að vita þetta. Bíddu nú við . . . Steins- son, já hann heitir Guðmundur Steinsson höfundurinn að Sólar- landaferð. Hitt veit ég ekki, ef ég nota útilokunaraðferðina veit ég að það er ekki Helgi Skúlason," sagði Tómas og það mátti næst- um því heyra hann glotta! Björn vissi að Hlín Agnarsdóttir myndi leikstýra verkinu og giskaði á að höfundur væri Svava Jakobsdótt- ir. „Hvað kostar einn lítri af mjólk í dag?“ Tómas Búi giskaði á 45-48 krónur, en sagðist jafn- framt ekki hafa keypt mjólk síð- an hún hækkaði. Björn hafði þetta á hreinu. „Hún kostar 60 krónur og 10 aura,“ sagði hann og viðurkenndi jafnframt að hann væri nýbúinn að lesa þetta einhvers staðar. Pegar hér var komið sögu, stóðu stigin þannig að Björn hafði forystu með 4 stig á móti 2 stigum Tómasar Búa. „Bíddu nú við. Mæting er klukkan tíu mínútur fyrir þrjú, hún hlýtur þá að fara kl. 15.20!“ Rétt svar hjá Tómasi Búa, þarna skeikar 5 mínútum eins og skekkjumörkin leyfðu, en hann gaf sér að mæting væri hálftíma fyrir brottför eins og venja er. „Æ, það er um þrjúleytið," sagði Björn, „ég segi að það sé kl. 14.55!“ Þarna varð honum aðeins á, því hér er um mætingartíma að ræða og ekki hægt að gefa rétt fyrir það. Engu að síður er það Björn sem sigraði í þetta skipti. Félögunum þökkum við drengi- lega keppni og bjóðum Björn velkominn á ný þegar kemur að átta manna úrslitakeppni. VG Tómas Búi Böðvarsson Björn Snæbjörnsson Rétt svör 1. Dagur útnefndi nýlega íþróttamann Norðurlands og varð skíðakonan Guðrún H. Kristjánsdóttir í fyrsta sæti. Hver íenti í öðru sæti? (1) Hef ekki skímu Þorvaldur Örlygsson Lilja Marfa Snorradóttir sundkona á Sauðárkróki 2. Hvað scldust margar öldósir á Akureyri fyrsta bjórdaginn? (1) Voru það ekki 18 þúsund dósir 46 þúsund 44 þúsund (skekkjumörk +/— 1 þúsund) 3. Hvað heitir nýkjörinn formaður KA? (1) Veit það ekki Man það ekki Sigmundur Þórisson 4. Þórsarar hafa ráðið til sín nýjan knattspyrnuþjálfara? Hvað heitir hann og hvaðan er hann? (2) Hann er rússneskur, en ég man Hann er frá Júgóslavíu og heitir Milan Duricic frá ekki hvað hann heitir eitthvað Júrisjov Júgóslavíu 5. Hvað merkir nafnorðið „mýgir“? (1) Það veit ég ekki Það hlýtur að þýða leiðindi kúgari 6. Hvert verður hið nýja nafn Hótel Varðborgar? (1) Hótel Norðurland Hótel Norðurland Hótel Norðurland 7. Síðasta verkefni Leikfélags Akureyrar í vetur verður verkið Sólarlandaferð. Eftir hvern er það og hver mun lcikstýra verkinu? (2) Þetta á ég að vita. Höfundur er Hlín Agnarsdóttir leikstýrir og er Höfundur er Guðmundur Guðmundur Steinsson en hinu er það ekki Svava Jakobsdóttir sem Steinsson og leikstjóri er alveg stolið úr mér skrifaði? Hlín Agnarsdóttir 8. Hvað kostar einn lítri af mjólk í dag? (1) 45 krónur, eða eru það 48 krónur? 60 krónur og 10 aura 60 krónur og tíu aura 9. Klukkan hvað er áætluð brottför svokallaðrar „kaffivélar“ Flugleiða frá Akureyri? (1) Klukkan 15.20 Klukkan 14.55. Kl. 15.25 (skekkjumörk 5 mínútur) Stig samtals: 3 4 11 matarkrókur Gimilegir helgarréttir Þá er bjórinn kominn en hann hefur engin áhrif á uppskriftirnar, nema hvað sumum finnst gott að drekka hann með mat og geta haft þann möguleika í huga. Við ætlum að bjóða ykkur upp á kjúklingapott í aðalrétt og ostaköku sem ábæti og síðan látum við fylgja með upp- skrift af skonsum sem þið getið haft með sunnudags- kaffinu. Kjúklingapottréttur frá Mílanó 4-5 dl soðið kjöt af kjúklingi eða unghænu 3 sneiðar bacon 1 stór laukur 3 msk. hveiti 1 dl mjólk 1 dós (400 g) tómatar 1 dós sveppasúpa 2 dl rifinn ostur 120 g spaghetti 200 g frosnar grœnar baunir Fyrst brúnar maður baconið og laukinn á pönnu, setur þetta síð- an í pott ásamt tómötum, sveppasúpu og mjólk. Hveitinu er stráð yfir og rétturinn látinn sjóða þar til hann þykknar. Þá er kjöti, osti, soðnu spaghetti og baunum bætt í. Rétturinn er sett- ur í eldfast mót, rifnum osti stráð yfir og er þetta bakað í u.þ.b. 30 mínútur. Gott brauð og salat hentar vel með þessum kjúkl- ingapottrétti. Sœnsk ostakaka 3 egg 'ó dl sykur 300 g kotasœla V/2 dl hveiti 1 dl mjólk V2 dl rúsínur V2 dl saxaðar möndlur Þeytið saman egg og sykur. Hinu hráefninu er blandað saman við og þetta sett í smurt eldfast mót. Bakað við 180 gráður í 40 mínút- ur. Ostakakan er borðuð volg með hrærðum berjum og e.t.v. þeyttum rjóma. Skonsur með rúsínum 250 g hveiti 100 g smjörlíki 1 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 1 tsk. kardimommur 1 egg 50 g rúsínur IV2 dl mjólk Myljið smjörlíkið saman við hveitið ásamt lyftidufti og kardi- mommum. Bætið við rúsínum og sykri. Eggið er léttþeytt saman við mjólkina og deigið hnoðað saman. Breitt út ca VS cm á þykkt og stungnar út kringlóttar kökur með glasi. Þær eru síðan penslað- ar með eggi eða mjólk og bakað- ar í miðjum ofninum í u.þ.b. 15 mínútur. Skonsurnar eru bestar nýbakaðar. Verði ykkur að góðu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.