Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 11
bílar i Laugardagur 4. mars 1989 - no'” i . ■ .-v-,-.... t DAGUR-11 > • • 'i <•, n . a> Fáeinar athyglisverðar nýjungar Mitsubishi Pajero Síðastliðið haust nefndum við lítillega nokkra nýja eða endur- bætta jeppa sem væntanlegir voru á markaðinn. Sumir þessara bíla hafa þegar sést hér á landi, s.s. Suzuki Vitara og Daihatsu Feroza. Nýlega kom svo til landsins Mitsubishi Pajero allnokkuð breyttur og endurbættur. Reynd- ar er útlitið hið sama og verið hefur ef frá er talin lítilsháttar breyting á „grillinu“ að framan. Geta eigendur eldri Pajero bíla glaðst yfir því, þar eð útlitsbreyt- ingar hafa oft í för með sér verð- lækkun bíla með eldra útlit. Þeg- ar litið er undir yfirborðið hafa þó orðið meiri breytingar á Pajero en nokkru sinni áður. I fyrsta lagi er nú fáanleg 3,0 lítra V-6 bensínvél í Pajeroinn. Vélin er framleidd hjá Mitsubishi og er hin sama og notuð hefur verið hjá Chrysler í bíl sem þeir nefna Voyager. Hún er vel fallin til notkunar í jeppa, er kraftmikil og dregur vel á litlum snúnings- hraða. Hún hefur yfirliggjandi knastása og beina innspýtingu og skilar u.þ.b. 145 hö. í öðru lagi hefur sú breyting orðið á undirvagninum í Pajero að afturásinn fjaðrar nú á Umsjón: Úlfar Hauksson gormum. Þetta er án vafa mikil- væg breyting í átt til bættra aksturseiginleika, sem voru reyndar ekki svo slæmir fyrir. Við getum vonandi fljótlega gert nánari grein fyrir þessum nýja bíl hér á síðum Dags. Range Með 1989 árgerðinni af Range Rover urðu umtalsverðar breyt- ingar á þeim merkilega bíl. Range Rover getur líklega far- ið að teljast með klassiskum bílum, þar eð hann hefur verið nær óbreyttur frá upphafi fram- leiðslunnar kringum 1970. Að vísu hefur orðið nokkur þróun á þessum tíma, 4ra dyra útgáfa bættist við, bíllinn varð fáanlegur með sjálfskiptingu og 4ra gíra gír- kassinn varð 5 gíra svo eitthvað sé nefnt. Breytingarnar sem nú eru gerðar á Range-Rovernum eru því allrar athygli verðar og varða vél, drifbúnað og innréttingu. Vélin sem knýr Range-Rover var upphaflega hönnuð hjá Buick upp úr 1960, eins og flestir vita sjálfsagt. Eftir að Rover keypti framleiðslurétt og tæki frá Gen- eral Motors (Buick) um miðjan 7. áratuginn hefur þessi 3,5 lítra V-8 léttmálmsvél víða verið notuð. Má þar nefna bíla Rover fyrirtækisins, s.s. Range-Rover, Land-Rover, Rover 3500 og að auki í ýmsum breskum sportbíl- um eins og Triumph TVR, Morg- an Plus 8 og MG.k Nú hafa Rovermenn tekið sig til og aukið slagrými vélarinnar úr 3,5 lítrum í 3,9 lítra. Vélin telst nú 175-180 hö. með beinni innspýtingu. Ennfremur er nú nýr millikassi í Range-anum. í stað gamla kassans, þar sem tannhjól sáu um tengsl fram- og afturása er nú komin nýr millikassi frá Borg- Warner (þekktur framleiðandi gírkassa og sjálfskiptinga) þar sem keðja tengir ásana eins og algengast er í millikössum nú til dags. Að auki er svo komin sjálf- virk læsing í millikassann í stað þeirrar handvirku. Þar með er líklega úr sögunni slátturinn og höggin í drifbúnaðinum, sem Range-Rover er kraftmeiri en áður og liöggin og slátturinn eru horfin úr drifbúnaðinuni og innréttingin hefur fengið andlitslyftingu. fylgt hafa Range-Rover frá upp- hafi og var ótvírætt til leiðinda í annars ágætum bíl. Innréttingin hefur einnig feng- ið andlistslyftingu, meiri harðvið á mælaborðið, Connolly-leður á sætin, nýjar‘klæðningar innan á hurðir og rafstýrð framsæti. Þessu öllu fylgir svo allnokkur verðhækkun. Range-Rover árg. 1989 kostar víst hérlendis u.þ.b. 3,5 millj. kr. verður einmitt fáanleg sjálfskipt. Tvær vélar verða fáanlegar í Vectra 4x4, 1,8 1 og 2,0 1. Gert er ráð fyrir að fyrstu Opel Vectra bílarnir komi fljótlega til landsins en óvfst með fjórhjólabílinn. Opel Vectra - nýjung frá GM og arftaki Ascona. Einfalt en smekklegt mæla- borð og stjórntæki. Nokkuð er síðan Opel kynnti arf- taka Ascona sem hlotið hefur nafnið Vectra. Vectran hefur hlotið afbragðs góða umsögn erlendra bílasérfræðinga, einkum fyrir aksturseiginleika og fjöðrun, ásamt því að verðinu þykir stillt í hóf. Nýlega kom svo á markaðinn fjórhóladrifin útgáfa af Vectr- unni, sem sömuleiðis hefur vakið mikla athygli fyrir góða aksturs- eiginleika og hagstætt verð. Einkum þykir drifbúnaðurinn í Vectrunni háþróaður. Þar er um að ræða sídrif með sjálfvirkum læsingum og sérstakri plötulæs- ingu sem slítur tengsl fram- og afturhjóla þegar hemlað er. Þannig getur þessi búnaður nýst með ABS bremsukerfi. Auk þess er svo sérstakur „plánetugír" í millikassanum sem tryggir réttan snúningshraða á drifskaftinu til afturhjólanna og auðveldar notk- un sjálfskiptingar en Vectra 4x4 Opel Vectra 4x4 Meiri breytingar hafa oröiö á Pajero en nokkurn tímann áður, Til sölu jörð í Hrafnagilshreppi, 52 hektara ræktað land. 152 hektara girt land. Bústofn: 45 kýr, 50 geldneyti, 22 ær, 2 hrútar. Góður kvóti. Vélar að verðmæti 2,8 milljónir. Fasteignasala - Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaður: Páll Halldórsson, heimasími: 22697. Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson. ANorrænir starfs- ______menntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregsog Svíþjóð- ar veita á námsárinu 1989-’90 nokkra styrki handa Islendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhalds- náms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntun sem ekki er unnt aö afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d.kr., í Finnlandi 19.800 mörk, í Noregi 20.400 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað viö styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk., og fylgi staðfest afrit prófskír- teina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1989. Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingu árið 1989 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1989 veröa á árinu veittir styrkir úr Menningarsjóði Islands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka veröa veittir einn eöa fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 160.000,-. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 110.000,- hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast er- lendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýsingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menningarmálaráði síðastliðin 5 ár, ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík, fyrir 5. apríl 1989. Nauösynlegt er að kennitala umsækj- anda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningar- sjóðs á Skálholtsstíg 7, Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.