Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. mars 1989 - DAGUR - 5 Umræður um atvinnumál í Bæjarstjórn Húsavíkur: Húsavík vantar 2000 tonn af fiski Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Höfða og Ishafs lagði fram tillögu, á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sl. þriðjudag, þess efnis að bæjar- stjórn samþykkti að leggja fram hlutafé, allt að 25 millj- ónum, til kaupa á skuttogara. Hlutaféð skyldi fjármagnað með lántöku að hluta eða öllu leyti. Tillögu Kristjáns var vís- að til bæjarráðs en miklar umræður um atvinnumál urðu á fundinum. Sérstaklega um stöðu og hráefnisöflun fisk- vinnslunnar og rekstur togara- útgerðanna, hugsanlega sölu á togaranum Júlíusi Havsteen og kaup á öðru skipi, „fullorðn- um skuttogara“, eins og Krist- ján orðaði það. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur sagði vanda fyrir dyrum, segja mætti að um 90 milljónir króna hefðu runnið frá fyrirtækjunum þremur, FH, Höfða og íshafi á síðasta ári. Lýsti hann orsökum rekstrar- vanda FH, skýrði fjármagns- kostnað og erfiðleika við hráefn- isöflun. Sagði hann að dregið hefði úr kvóta hjá almennum útgerðarmönnum sem fyrirtækið skipti við og einnig hefði aukist að þeir ynnu úr eigin afla með því að salta sjálfir. Nú væri svo kom- ið að verulega vantaði á, eða um Jakvæð byggðastefna: Om Ingi fer suður - og skreytir skóla Myndlistarnámskeið Arnar Inga víðs vegar á Norðurlandi hafa vakið það mikla athygli að nú hefur hann verið kallað- ur suður til Reykjavíkur. Þar mun Örn Ingi hafa yfirumsjón með umhverfisfegrun í Árbæj- arskóla og vinna að vegg- skreytingum í skólastofum ásamt um 300 nemendum í 7,- 9. bekk og foreldrafélagi skólans. Verkið mun taka eina viku og Ijúka með afhjúpun og fjölskylduhátíö. Þetta verður 20. námskeið Arnar Inga í þessari lotu, en nú á einu ári hefur hann haldið 13 myndlistarnámskeið á Akureyri og víða á Norðurlandi, síðast á Raufarhöfn. Námskeið hans hafa mælst vel fyrir á viðkomandi stöðum og hefur þeim lokið með allsherjar sýningu þar sem oft hafa fleiri mætt en íbúafjöldi staðarins segir til um. í Árbæjarskóla er málum þannig háttað að þar er sérstök kennslustofa fyrir hverja náms- grein og meiningin er að mynd- skreyta þær út frá námsefninu. Örn Ingi sagði að hér gæti verið um að ræða 6 fermetra málverk í hverri stofu. Fólkinu verður rað- að á veggina og unnið frá morgni og langt fram á kvöld. Síðan verður klykkt út með hátíð laug- ardaginn 11. mars. „Það er virkilega gaman að vera kallaður suður, ekki síst með tilliti til þess fjölda sem þar starfar við myndlist. Þetta gerðist svo til fyrirvaralaust og ég fer til Reykjavíkur núna á sunnudag- inn,“ sagði Örn Ingi og má telja þessa ferð dæmi unt jákvæða byggðastefnu. SS 2000 tonn af hráefni, til að hægt væri að tala um skynsamlega nýt- ingu á aðstöðu fyrirtækisins, þó væri sjálfsagt að að stefna frekar á fullvinnslu aflans en magn. Stjórn FH hefur skipað þriggja manna nefnd til að leita leiða til lausnar vandans. Frarn hefur komið sú hugmynd að skipta á Júlíusi fyrir stærra skip eða selja Júlíus og kaupa annað skip. Tryggvi sagði að ef til tíðinda drægi mundu ýmsir þurfa að taka á til að leysa þetta verkefni og gera Höfða að rekstrarhæfu fyrir- tæki. Tryggvi sagði einnig að taka yrði tillit til margra ólíkra þátta, Kolbeinsey mundi sigla með afl- ann úr yfirstandandi veiðiferð en Júlíus verða á þorskveiðum fram að páskum. Júlíus Havsteen hef- ur stundað rækjuveiðar og fryst aflann unt borð. Kristján sagði nauðsynlegt að bæjarstjórn hefði fruntkvæði svo hægt væri að gera eitthvað og ræddi hann þá hugmynd að auka hlutafé í Höfða og kaupa skut- togara án þess að selja Júlíus í staðinn. Þorskveiðikvóta Júlíusar hefur verið miðlað til Kolbeins- eyjar og sala Júlíusar með fullurn kvóta mundi því skerða mögu- leika Kolbeinseyjar til hráefnis-. öflunar. Vegna þess hve alvarlega horfir í atvinnumálum voru for- svarsmenn stærstu fyrirtækja í bænunt boðaðir á fund Atvinnu- málanefndar í síðustu viku, og í framhaldi af því var samin álykt- un til stjórnvalda sem send var bæjarstjórn til afgreiðslu. Á fundinum kom fram að vegna hagræðingaraðgerða hjá FH og KÞ á síðasta ári fækkaði stöðu- gildum hjá fyritækjunum um 50. IM Athugasemd frá Kristbjörgu Antonsdóttur: Vegna fréttar um þotuflug frá Keflavík Vegna samtals er Kristján Krist- jánsson fréttastjóri Dags átti við undirritaða í Degi í fyrradag, 2. mars 1989 þætti ntér vænt um að eftirfarandi kæmi fram. í undirfyrirsögn fréttarinnar (samtalsins) kemur fram stórum stöfum að viðtalið sé við Krist- björgu Antonsdóttur „bæjar- stjórafrú" og mátti þar með skilja að ég hafi verið að koma fram kvörtunum mínum við Flugleiðir sem slík („bæjarstjórafrúin") og jafnframt að ég hafi vitað um þá ætlan fréttastjórans að nafn- og titilgreina mig í viðtalinu. En svo er aldeilis ekki. Stöðuheiti manns míns nota ég aldrei, hvorki í þessu máli né nokkru öðru þar sem ég vil koma skoðunum mín- um á framfæri. Mér nægir að vera Kristbjörg Antonsdóttir og tel mig reyndar fullsæmda af nafni mínu einu saman. Reyndar hélt ég þegar KK ræddi við mig upp- haflega að hann vildi fá álit mitt sem óánægðs farþega eingöngu og svo sem allt í lagi að nafn mitt kæmi fram en bæjarstjórafrúar- titilinn hefði ég aldrei samþykkt. Það að KK scr ástæðu til að koma stöðu eiginmanns míns á framfæri er því frá honum komið, sem mér að vísu þykir óþægilegt í þessu máli. Annað atriði vil ég og nefna og það er að í viðtali okkar bar laus- lega á górna atriði það er KK set- ur í fyrirsögn samtalsins og gerir að lokasetningu minni, þ.e. „Minnir einna helst á gripaflutn- inga“ (fyrirsögnin) og „Þetta ferðalag til og frá Keflavík minnti einna helst á gripaflutninga . . .“ (lokasetningin). Þetta atriði var ekki aðalatriði samtals okkar heldur rétt nefndi ég að þegar unt svona flutninga á farþegum Flug- leiða væri að ræða í innanlands- flugi þá hefði ég heyrt ýmsa aðila líkja því við gripafíutninga, sem og KK var samþykkur. En að ég hafi upplifað þetta ferðalag allt sem slíkt voru ekki mín orð og síst af öllu að ferðalagið frá Keflavík hafi verið slíkt. Þotu- flugið sjálft var ágætt í alla staði svo sem eins og KK sjálfur veit þar sem hann var þar farþegi. I þessu atriði samtals okkar hefur gætt óþarfa ntisskilnings. Akureyri 03.03. '89 Kristbjörg Ántonsdóttir. Vegna at- hugasemdar Vegna athugascmdar Krist- bjargar Antonsdóttur vill undirritaður ad fram komi eftirfarandi: Það er rétt hjá Kristbjörgu að það var alfarið mín ákvörðun að nota bæjarstjórafrúartitilinn í viðtalinu. Þetta var alls ekki illa meint, heldur kannski frekar til þess að vekja meiri athygli á fréttinni. Það aö Kristbjörg hafi orðið fyrir óþægindum ber að harma og vil ég nota tækifærið og biðja hana afsökunar vegna þessa. Kristján Kristjánsson, fréttastjóri Páskaferðir: Skíðaferð: Borovets. Hotel Sokoléts. Flogið um Frankfurt til Sofia 19/3, gist í eina nótt á útleið. Komið til baka 29/3. Verð: 35.000, flug + gisting m/morg- unmat, miðað við 2ja manna her- bergi. Orlofsferð: Albena Hotel, Dobrudsja. Flogið um Frankfurt 19/3, gist eina nótt á út- leið. Komið til baka 29/3. Verð: 39.000, flug + gisting, hálft fæði miðað við 2ja manna herbergi. Aðstaða i heilsurækt og polyklinik (Tannlækningar). Greiðist aukalega á staðnum. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. mars. Verð þessi eru miðuð við gengi og flugverð 10. jan. 1989 og kunna að breytast fram að þeim tíma að farmiðar eru afgreiddir mánuði fyrir brott- för. Tekið er á móti pöntunum i skrifstofu okkar og þarf að staðfesta pantanir með innágreiðslu kr. 5.000 á fullorðinn mann. Við sendum bæklinga og veitum frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. Opið alla virka daga 8-17 og laugardaga 9-12 fh. Pantið tímanlega. Ekki missir sá er fyrstur fær. BULGARIA Flogið um Luxembourg til Varna samdægurs (skipt um vél í Lux). Tekið á móti farþegum I Varna af íslenskum fararstjórum. Hægt að dveljast allt að 3 mánuðum. Tvær baðstrendur Albena og Drushba. Meðan á dvölinni stendur er hægt að stunda heilsurækt á glæsilegum heilsuræktarstöðum auk þess er hægt að fá tannviðgerðir Polyklinik sem margir notfærðu sér I fyrra, verð mjög hagstætt. islensk hjúkrunarkona er á staðnum. Skoðanaferðir verða til Istanbul með skipum auk margra skemmri skoðanaferða um landið. Þá verða farnar vikuferðir um landið dagana 27. júní, 18. júlí og 8. ágúst og verður þá hægt að dveljast á bað- strandarhótelum eftir því sem farþegar óska. 1989 Baðstrandaferdir í gæðaflokki Hægt er að dveljasat á baðstrandarhótelum eftir sigling- una. Gera má ráð fyrir að hægt verði að tvinna saman ferðir til Aþenu og Kairó. Hagstæð verð, barnaafsláttur að 12 ára aldri 100% uppbót á gjaldeyri. Þá munu farþegar eiga þess kost að fara í vikusigl- ingu á Doná. Er þá flogið til Salzburg og ekið til Vínar með lest en viku sigling um Doná frá Vin til Roosse hefstdaginn eftirflug. Panta þarf tímanlega. Hótel/ strönd: 23 maí 26 sept. 13júní 4. og 25 júlí 15. ágúst 5. september Hálft fæði: Drushba/ Grandhótel Vama: 1 vika 2 vikur 36.520- 47.450- 39.375- 52.955- 42.075- 55.655- 38.520- 49.450- Engir matarmiðar. 3 vikur 58.375- 66.635- 69.355- 60.375- Máltíðir fastbundnar. Albena/ Hótel Drobrudsja 1 vika 32.755- 34.725- 37.445- 34.755- 6 levar á dag. 2 vikur 39.750- 45.685- 46.405- 41.750- Matarmiðar, morgun- 3 vikur 46.750- 52.645- 55.365- 48.740- matur fastbundinn Albena/ Hótel Slavianka: 1 vika 2 vikur 31.775- 37.390- 32.755- 39.750- 35.475- 42.470- 33.775- 39.390- Matarmiðar 10 3 vikur 43.200- 46.740- 49.460- 45.200- levar á dag á mann Albena/ Hótel Bratislava: 1 vika 2 vikur 30.000- 34.250- 31.970- 38.175- 34.690- 40.895- 32.000- 36.250- Matarmiðar 10 3 vikur 38.49(1- 44.780- 47.500- 40.490- levar á dag á mann Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar | Gnoðavoci 44-104 Revkjuvík-Sími ^1-68 62 55

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.