Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Frumkvæði Húsvíkinga í dag verður haldin á Húsavík ráðstefna um landnýt- ingu og gróðurvernd. Til ráðstefnunnar er boðað af áhugamönnum um þessi mál á Húsavík en þeir ætla í kjölfar hennar að stofna samtök um gróðurvernd, landgræðslu og landnýtingu. Miðað við undirtektirnar sem þeir hafa fengið við þessari hugmynd hjá félögum og félagasamtökum á Húsavík er ekki að efa að sú fyrirætlan mun heppnast með ágætum. Mikil landgræðsluvakning er hafin á Húsavík og bæjarbúar hafa fullan hug á að vinna markvisst að því að byggja Húsavík og næsta nágrenni upp í gróður- farslegu tilliti. Þeir, eins og aðrir landsmenn standa frammi fyrir því að land sem tilheyrir kaupstaðnum er illa farið og fer hnignandi. Bæjaryfirvöld á Húsavík hafa þegar tekið af skarið og ákveðið að girða af land sveitarfélagsins til aukinnar friðunar svo og til að gefa bæjarbúum fleiri tækifæri en nú gefast til að nýta sér landið umhverfis kaupstaðinn til útivistar, land- græðslu og skógræktar. Þegar hafa komið fram hugmyndir um hvernig best sé að nýta þá möguleika, sem opnast er landið hefur verið friðað. Má þar m.a. nefna verðlaunahugmynd, sem fram kom í hugmyndasamkeppni átaksverkefnis á Húsavík, en hún felur í sér að komið verði upp skjól- beltum allt umhverfis Húsavík í þeim tilgangi að hækka hitastigið og minnka vindþáttinn og spara þannig hundruð þúsunda króna í snjómokstur. Allt frá því landið komst í byggð hefur hallað undan fæti í gróðurfarslegu tilliti. Talið er að um 65% lands- ins hafi verið gróið um það leyti er land var numið og hafi skógur þakið 25-40% af yfirborði þess. Búsetan hefur síðan raskað því fallvalta jafnvægi sem ríkti milli óblíðra vaxtarskilyrða, viðkvæms gróðurfars og veikr- ar jarðvegsgerðar. Skógar tóku að eyðast og víðátta gróðurríkisins að dragast saman. í kjölfarið fylgdi jarð- vegseyðing sem hefur verið að eyða gróðri landsins allt fram á þennan dag. Gróðureyðingin hér á landi á sér líklega enga hliðstæðu á norðurhveli jarðar. Gróð- ur þekur nú aðeins 25% landsins og leifar af hinum fornu skógum þekja aðeins um 1%. Við erum því stór- skuldug við landið okkar og þá skuld verðum við að greiða. Hana greiðum við þó ekki í einu vetfangi, held- ur með jöfnum afborgunum á næstu áratugum og öld. En fyrsta greiðslan er löngu gjaldfallin. Á síðasta ári kom út vegleg í bók í tilefni af 80 ára afmæli Landgræðslu ríkisins árið 1987. í formála bók- arinnar, kemst forseti vor, Vigdís Finnbogadóttir, svo að orði: „Mörg okkar hafa ræktað fagra garða hið næsta sér og uppskera gleði og stolt yfir svo farsælum afskiptum af hinum sýnilega heimi. Við þurfum að halda áfram, leita út fyrir blettinn í kringum húsið, skapa það hugarfar að þjóðin líti á allt landið sem sinn garð.“ Það er nákvæmlega þetta sem vakir fyrir Húsvíking- um. Þeir eiga þakkir skildar fyrir það frumkvæði sem þeir hafa tekið í landgræðslumálum. Önnur bæjar- og sveitarfélög mættu taka þá sér til fyrirmyndar. BB. úr hugskotinu Ætli klukkan hafi ekki verið um það bil að verða hálfþrjú síð- degis á þessum síðasta sunnu- degi í bjórleysi, þegar júgó- slavnesku dómararnir loks komu sér að því að flauta af úr- slitaleikinn í B-hluta heims- meistarakeppninnar í hand- knattleik, sem FR 3, ein af þrem frönskum sjónvarpsrásum í ríkiseign, og raunar sú sem allajafnan hefur minnst áhorf, endurvarpaði hingað norður í Dumbshaf með röddina hans Bjarna Fel. stritandi við að yfir- gnæfa frönsku þulina, og fallega græna auglýsingaskiltið um Becksbjórinn í bakgrunni. Jæja, hvað sem nú líður áhorfi FR 3 í Frakklandi, þá er víst að í hátt á aðra klukkustund, hefur enginn fjölmiðill náð viðlíka hylli á íslandi, einn góðan sunnudag meðan hvít snjókorn- in dönsuðu ekki minni stríðs- dans útifyrir, en æstur landinn innan vallar og utan á Signu- bökkum. Pendúll Flestum er sennilega enn í fersku minni sú ferð sem hand- boltalandslið okkar gerði til Seoul fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Liðið mátti þá bíta í það súra epli að falla niður í B- hóp, eða eins konar aðra deild handboltaliða, eftir reyndar jafnteflisleik og vítakeppni við ekki ómerkari menn en Austur- Þjóðverja, sem við reyndar biðjum nú allt að því grátandi um að lána okkur þjálfara fyrir þetta sama handboltalið, af því að Bogdan hinn pólski varð eft- ir þessa hörmung líklega hatað- asti maður landsins, gott ef ekki bara réttdræpur fyrir þessa háðung. Nú aftur á móti vinn- um við þessa aðra deild sem við í féllum, nokkuð sem þegar allt er á botninn hvolft er nákvæm- lega sami árangur og í Seoul, og pendúllinn snýst allt í einu svo um munar. Nú er Bogdan allt í einu þjóðhetja, og það svo að manni kæmi ekki á óvart, þótt þess yrði farið á leit við landa hans páfann, þá hann hingað kemur í júní, að Bogdan verði þegar í stað gerður að dýrlingi, og smáræði á borð við það að kirkjan sé nú yfirleitt ekki að „kanónisera" menn f lifanda lífi vefst nú ekki mikið fyrir okkur. Sem fyrr segir, þá verður að telja árangur íslenska hand- boltaliðsins nú og á Ólympíu- leikunum mjög svo sambærileg- an þegar allt kemur til alls, enda í raun enginn sjáanlegur getu- munur á þjóðum í efri hluta B- keppni og neðri hluta A- keppni. Við hefðum jafnvel get- að verið í dag orðin C-þjóð, rétt eins og sú mikla handboltaþjóð ástandi sem myndast eftir að menn hafa hesthúsað nokkra lítra af þeim ágæta Kronen- bourg „Biére D’Alsace" eða öðrum þeim veigum sem Frakkaríki upp hefur á að bjóða. Jól á góunni (B-dagurinn) En það er fleira sem veldur múgsefjun á íslandi í dag en handboltinn. Víst eru þeir margir sem heldur hefðu nú viljað sjá okkur taka Pólverjana í karphúsið á miðvikudaginn fremur en sunnudaginn. Skýr- ingin, jú þá eru jól á nærri miðri góunni. Jól í tilefni af innrás þess gulbrúna eftir sjötíu ára umsátur. Ekki er á þessari stundu vitað hvort eða hversu margir muni falla á Omaha- strönd íslenskra áfengismála, en eitt er víst að þessi innrás væri að mörgu leyti ansi verðugt rannsóknarefni fyrir félagssál- fræðinga, og væri óskandi að þeir framkvæmdu hér einhverj- ar rannsóknir en einhvern veg- inn hefur maður á tilfinning- unni, að þeim hafi verið hér haldið utanvið og verkið falið sérfræðingum í geðlækningum, sem í sjálfu sér er ekki svo vit- laust, þegar tillit er tekið til þeirrar stemmningar sem hér er ríkjandi, og á sér varla neina aðra skýringu en bara fásinnið og tilbreytingarleysið sem mörgum finnst einkenna vetrar- mánuðina. Og hið hlálegasta af öllu er það að það eru ekki bara hinir bjórþyrstu sem eru í hátíð- arskapi, heldur einnig atvinnu- bindindismennirnir sem margir hverjir hafa hreinlega farið á kostum að undanförnu. Kjarni umræðunnar nú þessa síðustu daga hefur verið sú staðreynd sem maður hélt að allir vissu, að bjór er áfengi, en minna hefur farið fyrir því að áfengi þetta og áhrif þess til ills, en vel að merkja einnig til góðs, hafa um langan aldur verið þrælrannsök- uð við margar virtustu mennta- stofnanir Evrópu, og er það efamál að nokkur drykkur á jarðríki hafi svo mjög verið stúderaður. Um þetta hefur lít- ið verið fjallað hérlendis, held- ur sífellt tönnlast á því að bjór sé áfengi sem annað hvort leiði alla beinustu leið til himnaríkis, eða þá rakleiðis á Vog. Hvoru tveggja staðhæfingin er að sjálf- sögðu röng, froða í glösum þjóðar sem látið hefur sefjast, svo hún um stund megi gleyma rýrnandi kaupmætti, vaxandi atvinnuleysi og vonlausum stjórnmálamönnum. Bjórinn verður hér aldeilis kærkomið ópíum næstu vikurnar, og ætli A-hóps handboltinn verði ekki bara að teljast það líka. Vestur-Þjóðverjar urðu að sætta sig við, af hreinni óheppni, sem fyrir utan það að snúa pendúlnum rækilega til baka á ný hefði orsakað ein- hverja lengstu platferð sem íslendingar nokkurntíma hefðu farið. í „metró“ í ljósi þess sem að framan er sagt, þá hefur það verið alveg hreint stórkostlegt að fylgjast með hinum vaxandi stíganda í þjóðarsálinni eftir því sem liðin urðu fleiri sem slátrað var, stíg- anda sem er í sjálfu sér ekkert annað en einhvers konar múg- sefjun, þar sem RÚV hefur leikið hlutverk eins konar Khomenis, nema hvað of- sóknaræðinu er ekki beint gegn einhverjum guðlastandi rithöf- undi, heldur að sænskunt mafí- ósum, frönskum dómarafíflum, að ógleymdum bölvuðum þýsk- urunum sem máttu svo sem alveg fá á baukinn, fyrst þeir voguðu sér að fúlsa við heimsins besta lagmeti, allt vegna ein- hverra Grænfriðunga, sem helst eru nú orðnir þekktir um heims- byggðina fyrir einkar haganlega fölsun á kvikmyndum. Vitan- lega hafa þeir grænfriðungar komið af stað allnokkurri múg- sefjun sem við verðum með öll- um tiltækum ráðum að sporna gegn, en við verðum að fara eilítið varlega í það að fordæma aðra fyrir að láta þannig sefjast, hvort sem það eru nú íranir vegna orða karlægs gamal- mennis, eða Þjóðverjar vegna falsaðra selveiðimynda og hval- veiðilyga. Við virðumst nefni- lega ekki eiga svo ýkja erfitt með það að láta sefjast sjálfir. Því hvað er það annað en eins konar múgsefjun sem fær menn til að hlaupa burt frá búum sínum, nota jafnvel til þess fæðingarorlofið, eyða nokkrum tugum þúsunda í jjað að vakna upp um miðja nótt og fljúga út til Parísar, villast í fjóra eða fimm tíma í „metró“ kunnandi auðvitað ekki orð í frönsku, með þeim afleiðingum sem þeir þekkja sem í Frakklandi hafa búið, og mæta svo um síðir í íþróttahöllina, verandi í því Reynir Antonsson skrifar Múgseflun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.