Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, Iaugardagur 4. mars 1989 Öll þjónusta fyrir háþrýstislöngur tengi og barka í bílinn, skipið eða vinnuvélina Pressum tengin á • Vönduð vinna þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 íbúðabyggingar aldraðra við Víðilund: Höraiunarkostnaðurirai 13,5 milljómr króna - heildarkostnaður 330 milljónir óframreiknaðar Guðjón A. Kristjónsson stjórnarmaður í Fiskveiðasjóði: Samræmist ekki mínum hugmyndum um lýðræði 55 66 - stjórnarmönnum bannað að tjá sig varðandi umsókn Samherja hf. til Fiskveiðasjóðs Hönnunarkostnaður við bygg- ingar aldraðra við Víðilund á Akureyri er um 13,5 milljónir króna, samkvæmt bókhalds- tölum Magnúsar Garðarsson- ar, en Magnús hefur með höndum byggingaeftirlit og ýmsa aðra umsýslu fyrir hönd Akureyrarbæjar og Fram- kvæmdanefndar um íbúðabygg- ingar aldraðra við Víðilund. Kostnaður við hönnun fjölbýl- ishúsanna tveggja og raðhúsanna þriggja greiðist að sjálfsögðu af kaupendum íbúðanna við Víði- lund. Sú upphæð sem komin er í Bjórrall á veðurguðum: Spuming með morgundagiim Veðurhorfur fyrir helgina eru nokkuð á reiki, að sögn Guð- mundar Hafsteinssonar, veður- fræðings. I»ó segir hann aö nokkuð víst sé að í dag hvessi all duglega af austri og búast megi við snjókomu þegar líður á daginn. Við morgundaginn setur Guð- mundur stórt spurningarmerki. Austanáttin gæti gengið niður og vindáttin orðið suðaustlæg. Vind- ur gæti líka orðið norðaustan- stæður. Semsagt margt óklárt en eitt er þó öruggt, að sögn Guð- mundar: Pað verður ekki hláka um helgina. óþh I kjölfar samninga Álafoss hf. við Sovétmenn fyrir skömmu verður bætt við starfsfólki hjá fyrirtækinu. Birgir Marinós- son, starfsmannastjóri, segir að um sé að ræða 10-15 störf og hefur nú þegar verið auglýst eftir starfsfólki. Þessi störf eru m.a. við sauma- og prjónaskap og segir Birgir að konur verði ráðnar í flest störfin. Hann segir að fyrirliggjandi um- sóknir verði nú metnar og vegnar og ráðið verði í störfin á næst- unni. Aðalsteinn Helgason, aðstoð- arforstjóri Álafoss hf., er nú við annan mann austur í Moskvu til viðræðna við fulltrúa ríkisfyrir- tækisins Razno um kaup á trefl- um. Rætt hefur verið unt sölu á allt að 600 þúsund treflum en sú tala er engan veginn endanleg. Um magntölu og verð er rætt við samningaborðið í Moskvu og þegar Dagur hafði síðast spurnir af í gær stóð yfir samningafundur hönnunina skiptist í þóknun, tímavinnu, kópíukostnað og útboðsgögn. Bjarni Reykjalín, arkitekt, teiknaöi húsin, Haukur Haraldsson, tæknifræðingur, reiknaði burðarþol og teiknaði burðarþolsteikningar, Raftákn hf. sá um rafmagnsteikningar og landslagsarkitekt teiknaði lóðir umhverfis húsin. Skipting hönnunarkostnaðar- ins er sem hér segir: Útboðsgögn 515 þús. kr., tímavinna, - að stærstum hluta vegna vinnu við landslagshönnun, 1.671 þús. kr., bein þóknun kr. 11.296.000,- Magnús sagði að til að gera grein fyrir hönnunarkostnaði sem hlutfalli af heildarkostnaði væri hægt að segja að meðalverð í rað- húsaíbúð við Víðilund væri um 7 milljónir kr. en íbúðirnar eru 13 talsins, heildarkostnaður 91 milljón kr. Meðalverð á hvoru fjölbýlishúsi er 120 til 125 millj- ónir. Samtals losar bygginga- kostnaður við Víðilund þá 330 milljónir króna. Hlutfall hönn- unarkostnaðar við verkið er því um 4,1 prósent. „Mérfinnst þetta vera eðlileg tala og ekki slæm út- koma miðað við sumt annað sem maður hefur heyrt,“ sagði Magnús. Þcirri spurningu var varpaö fram hvort verkfræðingar eða arkitektar á vegum Akureyrar- bæjar hefðu getað hannað bygg- ingar aldraðra til að lækka kostn- aðinn. Magnús taldi slíkt óhent- ugt af mörgum ástæðum og sagð- ist telja eðlilegast að teiknistofur sem störfuðu í bænum hefðu þetta verkefni. EHB fulltrúa Álafoss hf. og Razno þar eystra. Starfsmannastjóri Álafoss hf. segist auðvitað vonast eftir jákvæðum niðurstöðum af trefla- í kjölfar samninga Álafoss hf. viö Sovétmenn auglýsir fyrirtækið nú eftir starfsfólki. Ekki hefur tckist að fá upplýs- ingar um afgreiðslu Fiskveiða- sjóðs á umsókn Samherja hf. vegna togarasmíði sem fyrir- tækið hyggst láta fara fram á Spáni. Guðjón A. Kristjóns- son, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, situr í sjóðsstjórn og segir hann viðræðunum. Hann segir að ef góðir samningar takist þurfi væntanlega að fjölga störfum enn frekar hjá fyrirtækinu. óþh „Aflinn jókst um leið og bjór inn var leyfður. En ekki veit ég hvort eitthvert samband er þarna á milli,“ sagði Einar Þorgeirsson í Miðgörðum í Grímsey, þegar Dagur spurðist fyrir um aflabrögð Grímseyjar- báta í gær. „Við höfum nú fengið tvo skap- lega daga í röð til róðra og slíkt hefur ekki gerst í háa herrans bankaleynd livíla yfir ölluin fundum stjórnarinnar. Svo er að skilja að stjórn Fisk- veiðasjóðs hafi fjallað ítarlega um umsókn Samherja hf. Fyrir áramót var talið öruggt að af- staða yrði tekin til umsóknarinn- ar í lok janúar. Það brást. Óstað- festar fréttir herma að mikill ágreiningur sé innan sjóðsstjórn- arinnar um umsókn Samherja. Ekki hefur tekist að ná sam- bandi við Má Elísson, forstjóra Fiskveiðasjóðs, eða Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóra, þrátt fyrir margítrekaðar tilraun- ir í meira en viku. Guðjón A. Kristjónsson var spurður álits á því hvort Fiskveiðasjóður hefði ekki ákveðinni upplýsingaskyldu að gegna gagnvart fjölmiðlum og almenningi. Sagði hann álit sitt að starfsmenn sjóðsins ættu að svara spurningum unt afgreiðslur tíð,“ bætti Einar við. í fyrradag bárust á milli 7 og 8 tonn til söltunar hjá Fiskverkun KEA í eynni og sagði Einar að aflinn í gær væri kannski ívið minni. Aðspurður um hvort hafísinn hafi nokkuð gert vart við sig á slóðum Grímseyjarbáta sagði Einar að mönnum væri hulin ráð- gáta hvaðan allar stórfréttir af ,,-a.m.k. með því að segja já eða nei,“ eins og hann orðaði það. Formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins var spurður að því hvaða aðilar sköpuðu grundvöll Fiskveiðasjóðs. Sagði hann þá að það væri að sjálf- sögðu fólkið sem starfar að sjáv- arútvegi; útgerð, fiskvinnslu og sjómennsku. - Samræmist það þínum hugmyndum um lýðræði að þetta fólk fái ekki fréttir af því sem stjórn Fiskveiðasjóðs er að gera? „Nei, mér finnst það slæmt að mega ekki ræða um málefni sem eru í gangi hjá Fiskveiða- sjóði. Þar er oft fjallað um álitamál en maður virðist ekki mega ræða um þau við neinn nema þann sem á í hlut,“ sagði Guðjón. Hann sagðist einnig hafa tjáð Þorsteini Má Baldvins- syni persónulegt álit sitt á umsókn Samherja fyrir nokkru. EHB hafísnum nokkrum sjómílum fyr- ir norðan Grímsey væru komnar. „Líklega má rekja þær til Rúss- anna. Annars veit ég það ekki. Þessar fréttir sem stöðugt var klifað á í útvarpi voru að gera menn vitlausa hér. Samkvæmt nýjustu fréttum skilst mér að ísinn sé langt fyrir norðan Kol- beinsey;“ sagði Einar Þorgeirs- son. Jákvæð tíðindi úr ullariðnaðinum: Þarf að ráða, fólk í 10- 15 störf hjá Álafossi hf. - Aðalsteinn ræðir við Razno í Moskvu um trefla Loksins skaplegt veður í Grímsey: Þorskurinn kom um leið og bjórinn var leyfðiu* - segir Einar Porgeirsson í Miðgörðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.