Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1989 „Langar mest - segir Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og Hermann Sigtryggsson er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrarbæjar. Hann hef- ur verið á kafi í félagsmálum allt frá því á unglingsárum og þekkir því vel sögu íþrótta- og æskulýðsmála í bænum. Þessa sögu ætlum við að rifja upp í stuttu máli, kynnast starfi Hermanns og manninum á bak við starfið. Hann hefur átt þátt í upp- byggingu fjölmargra íþrótta- mannvirkja og félagsmið- stöðva á Akureyri og þeirri uppbyggingu er vitanlega ekki lokið því hún helst í hendur við þróun þjóðfé- lagsins. En við skulum byrja á byrjuninni: Texti: Stefán Sæmundsson „Ég er fæddur 15. janúar 1931 í Norðurgötunni og er því Eyrar- púki. Þar el ég allan minn aldur fram til tvítugs, eða þar um bil, að frádregnum þeint tíma sem ég var í skóla utanbæjar. Ég gekk í Barnaskóla Akureyrar, var hér í Gagnfræðaskólanum og fór síðan í íþróttakennaraskólann á Laug- arvatni. Þaðan útskrifaðist ég sem íþróttakennari árið 1951.“ - Eyrarpúki segirðu. Var mikill hverfarígur í bænum í þá daga? „Ég býst við því, en mér fannst meira bera á því þá hve maður var bundinn sínu hverfi. Ég var mikið á heimaslóðum og þar í kring fram eftir öllum aldri og raunar var ekki mikið að sækja í önnur hverfi. Þegar ég var strák- ur og fór að taka þátt í félagslíf- inu þá var ég m.a. í skátastarfi og Gunnarshólmi var þarna á Eyr- inni. Þar brasaði maður heilmik- ið og einnig í íþróttum, á nær- liggjandi túnum, t.d. þar sem nú er Eiðsvöllurinn." „Var upptekinn af skátahreyfíngunni“ - Voru Þórsarar ekki með íþróttavöll þarna í „Þórshverf- inu“? „Ekki bara Þór heldur KA líka. íþróttafélögin voru með velli utar á Eyrinni, eiginlega hlið við lilið. KA-völlurinn var þar sem Oddeyrarskólinn er nú og Þórsvöllurinn var þar norðan við læk sem þar var og hét Vélalæk- urinn. Nýrri völlurinn var rétt austan við þann stað er Linda stendur nú, og svæðið náði dálít- ið niður á Eyrina að kartöflu- görðunum sem Akureyringar höfðu. Norðan við Þórsvöllinn var golfvöllur Golfklúbbsins og lá hann gæti ég trúað frá þeim stað er Þórshamar er nú og niður að Slipp, meðfram Gleránni. Þetta var heilmikil íþróttamiðstöð þarna á Oddeyrinni í gamla daga, eitt stærsta samfellda íþrótta- svæði sem verið hefur í bænum. Húsakynnin voru hins vegar ekki upp á marga fiska; litlir skúrar sem notaðir voru sem búnings- klefar. Þarna kynntist maður starfsemi íþróttafélaganna.“ - Og þú fórst í KA. „Já, ég hugsa að það hafi skap- ast af því að eldri bræður mínir fóru í KA. Lýður, elsti bróðir minn, hefur sennilega farið í KA fyrir tilstilli Hermanns Stefáns- sonar því hann var í fimleika- flokki hjá honum og Ragnar (Gógó) var mikið í knattspyrn- unni með KA. Ég var hins vegar mjög upptekinn af skátahreyfing- unni fram eftir mínum sokka- bandsárum og vann niikið með þeirri hreyfingu auk þess að vera á kafi í íþróttum.“ íþróttafélag drengja á Oddeyri - Þú hefur því snemma kynnst félagsmálunum. „Já, maður var byrjaður að vasast í þessu býsna ungur. Þegar ég var 13-14 ára vorum við búnir að stofna okkar eigið íþróttafélag á Oddeyrinni, íþróttafélag drengja. í því voru bæði KA- og Þórsmenn, en ÍFD var stofnað í kringum frjálsar íþróttir. Þetta var nokkuð öflugt félag og í mörg ár voru þessir strákaf kjarninn í frjálsíþróttalífi bæjarins.“ - Fór þessi íþróttastarfsemi eingöngu fram utanhúss? „Að langmestu leyti. Reyndar tókum við, sem vorum félagar í KA, Þór og fleiri félögum, þátt í því að vinna í sjálfboðavinnu við íþróttahúsið í Laugargötu. Við fórum margar ferðir þangað upp eftir til þess að vinna með þeim sem sáu um byggingu hússins, en þar var fremstur í flokki Ármann Dalmannsson. Bærinn byggði hús- ið en það var samt mikið unnið í sjálfboðavinnu við það, eins og gert var við sum íþróttamann- virki síðar, s.s. íþróttavöllinn við Hólabraut og Skíðahótelið.“ - Var engin rígur á milli KA- manna og Þórsara? „Við lékum okkur saman á Oddeyrinni og það fór ágætlega á með okkur. Maður fór að verða var við félagaríginn í 3.-4. flokki í knattspyrnu og þar fyrir ofan. Sjálfur var ég með í ýmsum íþróttagreinum. Um tíma var ég í fimleikaflokki hjá Þór og síðar hjá KA, en síðan fóru línurnar að skýrast og ég hélt mig við mitt félag og vann fyrir það. Menn voru ekki mikið að skipta unt félag eins og nú tíðkast heldur hélt maður með sínu félagi í gegnum þykkt og þunnt.“ - Först þú ekki í sveit eins og svo margir piltar? „Jú, ég var fimm sumur í sveit hjá frændfólki á Skriðnesenni í Strandasýslu og hafði sú dvöl mikil áhrif á mig. Ég náði í skott- Knattspyrnulið ÍBA 1956. Aftari röð frá vinstri: Hermann Sigtryggsson, Jakob Jakobsson, Tryggvi Georgsson, Haukur Jakobsson, Björn Olsen, Ragnar Sigtryggsson. Fremri röð: Guðmundur Guðmundsson, Siguróli Sigurðsson, Hjálmar Stefánsson, Hreinn Óskars- son, Arngrímur Kristjánsson. (Mynd úr KA-bókinni.) ið á gamla tímanum, menn not- uðu þarna orf og ljá við sláttinn og fóru með úthey á hestum. Ég var vitni að því er fyrsti bíllinn kom í sveitina og þarna kynntist ég fisk- og selveiðum og fugla- tekju og hef haft áhuga á skot- veiði síðan. Þetta var í lok stríðs- ins og upplifði rnaður ýmislegt tengt því, eins og þegar tundur- dufl rak á land.“ „Hreifst snemma af skíðunum“ - Aftur til Oddeyrar. Hvað með skemmtanir hjá ykkur unglingun- um? „Jú, við fórum í Nýja-bíó á sunnudögum, einu sinni til tvisv- ar í mánuði. Kannski má segja að lítið skipulag hafi verið á æskulýðsmálum í þá daga. Það voru skátarnir, stúkan, íþrótta- félögin og hjálpræðisherinn, sem voru með býsna mikið starf þegar ég var strákur. Félagslífið ein- kenndist af frumkvæði okkar sjálfra því ekki var eins mikið í boði eins og nú.“ - Þú tengist líka skíðaíþrótt- inni. Var ekki helsta afreksfólk Akureyringa einmitt að finna í þeirri grein? „Það komu alltaf upp af og til mjög frambærilegir íþróttamenn á landsmælikvarða í þessum gamalgrónu íþróttafélögum en ég hugsa að þá sem nú hafi margir þeirra komið úr röðum skíða- manna. Flestir íslandsmeistarar sem Akureyringar hafa átt voru skíðamenn, en auðvitað höfum við átt gott handboltafólk, sundfólk, frjálsíþróttafólk og knattspyrnumenn, svo dæmi séu tekin, og nú á síðustu árum júdó- og lyftingamenn. Ég hreifst mjög snemma af skíðunum þótt ég hafi aldrei ver- ið skíðamaður sjálfur. Ég byrjaði að vinna við skíðamót í kringum 1947 og hef æði oft verið móts- stjóri síðan. Það verður að segj- ast eins og er að enn þann dag í dag kitlar það mig þegar falast er eftir aðstoð minni við skíðamót." - Þú hefur staðið að uppbygg- ingunni í Hlíðarfjalli. „Já, ég var mikið til í henni frá upphafi, eða eftjr að íþrótta- bandalag Akureyrar tók að sér að vinna við hótelið, ásamt bænum, en ég var þá í stjórn ÍBA. Þar á undan hafði Ferða- málafélag Akureyrar komið því af stað, en þar var Hermann Stefánsson í broddi fylkingar.“ „Ég var ekki mjög vinsæll þá“ - Hvernig hefur ferill þinn verið síðan þú varst unglingur á Odd- eyrinni? „Eftir að ég útskrifaðist úr íþróttakennaraskólanum vann ég um tíma við íþróttakennslu á Stokkseyri og Eyrarbakka og síð- an hjá Ungmennasambandi Eyja- fjarðar í tvö ár. Reyndar var ég byrjaður í íþróttakennslu í skól- um og hjá ungmennafélögum í Eyjafirði 17 ára gamall, áður en ég fór í Iþróttakennaraskólann, þannig að maður byrjaði snemma í þessu. Ég var framkvæmdastjóri UMSE í eitt og hálft ár en þá, eða árið 1953, tók ég við Hótel Norðurlandi, sem þá varð Hótel Varðborg og nú aftur Hótel Norðurland, og æskulýðsheimili templara. Þar vann ég í þrjú ár en þar á annarri hæð var fyrsta raunverulega æskulýðsheimilið í bænum. Það var starfrækt á vet- urna, gistiaðstaða var á efstu hæðinni, en þetta var hótel yfir sumartímann. Á Hótel Norðurlandi var dans- salur sem síðar var breytt í Borg- arbíó. Það var oft mikið fjör að fara á ball „á Landið" eins og það var kallað. Ég lenti í þeirri erfiðu aðstöðu að breyta hótelinu í sam- ræmi við strangar reglur templ- ara. Það urðu miklar breyting- ar er gamla Hótel Norðurland, þar sem reglur voru ekki mjög strangar, varð að sal sem rekinn var af bindindishreyfingunni. Ég verð að segja eins og er að ég var ekki mjög vinsæll þá því ég þurfti að fylgja þessum reglum. Ég vona þó að allir sem urðu fyrir barðinu á mér þá hafi fyrirgefið mér núna.“ Geysilegt sjálfboðaliðastarf I hótelbransanum kynntist Hermann ferðamálum og fékk hann mikinn áhuga á þeim. Hann var um tíma í Ferðamálafélagi Akureyrar og ferðamálin hafa tengst starfi hans í gegnum Skíðastaði í Hlíðarfjalli. Á. árun- um 1956-1963 var hann sýslu- skrifari og síðar gjaldkeri hjá bæjarfógetanum á Ákureyri en um áramótin 1962-63 var hann ráðinn íþrótta- og æskulýðsfull- trúi bæjarins. Árið 1956 var hann kjörinn formaður KA, þannig að hann hefur haft í mörgu að snú- ast á sjötta áratugnum og reyndar alla tíð. - Á þessum árum var skíðahótelið í byggingu. Var þetta ekki ótrúleg vinna? „Jú, þetta var gríðarleg vinna. Ég var mikið í Fjallinu á árunum 1956-63 og það var mikið verk að koma efninu upp eftir og ná í sjálfboðaliða niðri í bæ. Þarna var geysilegt starf unnið í sjálf- boðavinnu. Mitt starf var að útvega sjálfboðaliða. Fyrirtæki og félagasamtök unnu mikið við bygginguna og margir sem lögðu hönd á plóginn." - Er reimt á Skíðastöðum? „Aldrei hef ég orðið var við það, þó svo að ég hafi heyrt margar sögur. Ég minnist þess að Guðmundur Karl yfirlæknir sagði að hann hefði ekki látið neitt fara með húsinu, en þetta var spítali áður. Hins vegar spunnust miklar sögur um Ásgarð sem lá þarna suður og upp, en þangað fóru nemendur Gagnfræðaskólans í útilegu. Eftir að ég varð íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur Hlíðar- fjallið verið á minni könnu, í beinu framhaldi af sjálfboðavinn- unni.“ „Hvorki sáttur við stærð né staðsetninu sundlaugarinnar“ Við ræddum frekar um Skíða- staði, lyftu- og troðarakaup og framtíðina. Mjög er nú litið til Hlíðarfjalls með aukna ferða- mannaþjónustu í huga, en það mál veltur á peningum eins og svo margt annað. Önnur íþrótta- mannvirki bar einnig á góma: „Það er gaman að hafa tekið þátt í byggingu margra þeirra, allt frá Iþróttahúsinu í Laugar- götu, en reyndar vann ég við Iþróttavöllinn sem strákur. Þá má nefna íþróttaskemmuna á Oddeyri, Sanavöllinn og stærsta verkefnið sem var íþróttahöllin. Þar var ég formaður byggingar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.