Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. mars 1989 gM^VATI »*v | i&fðús&jðlfe Fjölskylda Steinunnar var vitaskuld viöstödd hátíðina og hér er hún ásamt systkinum sínum og foreldrum. Þau eru frá vinstri, Auöur og Þormóöur Geirsbörn, Geir Friðgeirsson, Steinunn, Anna Geirsdóttir og Kolbrún Þormóðs- dóttir. Mynd: TLV Stúlkurnar komu fram í glæsilegum kvöldkjólum. Frá vinstri, Brynja, Ásta, Ásta, Þórunn, Guðrún og Steinunn. Mynd: TLV Úrslitin kynnt! Steinunn Geirsdóttir Fegurðardrottning Norðurlands 1989 greinilega snortin. Mynd: tlv Guðrún Karitas Bjarnadóttir var kosin vinsælasta stúlkan og hér er Kamilla Rún Fegurðardrottning Norðurlands 1988 að setja á hana borðann. Mynd: TLV Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Þórsarar sendu Stúdenta niður í 1. deild AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTBNA RÍKISSJÓE)S FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-2.fl. A 10.03.89-10.09.89 kr. 239,94 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS - sæti Þórsara í Úrvalsdeildinni nær tryggt Þórsarar eiga nú mikla mögu- leika á að tryggja sæti sitt í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik eftir að þeir lögðu ÍS að velli í fyrrakvöld og sendu þá þar með í 1. deild. Þar með er íjóst að Þór verður að spila um sæti í Úrvalsdeildinni við það lið sem lendir í öðru sæti í 1. deild. Leikmenn beggja liða voru taugatrekktir í byrjun leiksins í fyrrakvöld. Mikið var um slæmar sendingar og ótímabær skot en eftir því sem á leikinn leið sigu Þórsararnir fram úr. Ekki var annað hægt að sjá en leikmenn ÍS hefðu strax misst alla von, sókn þeirra var gjörsamlega í molum og vörnin var slök. Því þurfti engan stórleik hjá Þór til að tryggja þennan sigur. Eftir að hafa haldið 10 stiga mun nær all- an fyrri hálfleikinn var staðan 32:22 fyrir Þór í hálfleik. Flestir áttu von á að ÍS liðið tæki sig saman í andlitinu í leik- hléi og kæmi ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn. Svo var þó ekki. Stúdentum tókst aldrei að vinna forskot Þórara upp og um tíma var orðinn 15 stiga munur á liðunum. Á lokamínútunum gátu Stúdentar klórað í bakkann en sá leikkafli þeirra kom of seint. Þór ágraði með 8 stiga mun og gerði /onir ÍS um áframhaldandi sæti í Úrvalsdeild að engu. í stuttu máli sagt lék ÍS liðið engan veginn sem heild. Tveir menn héldu liðinu á floti, þeir Valdimar Guðlaugsson og víta- skyttan örugga, Guðmundur Jóhannsson. Þórsliðið barðist vel, leikmönnunt gekk vel að ein- beita sér að leiknum og því fór sem fór. Sigurður og Gunnar Valgeirs- synir voru öruggir í dómgæsl- unni. Slig Þórs: Jóliann Sigurðsson 17. Ei- ríkur Sigurðsson 14. Guðmundur Björns- son 13, Kristján Rafnsson 12, Björn Sveinsson 10, Þórir Jón Guðlaugsson 2. Stig ÍS: Valdifnar Guðlaugsson 18. Guðmundur Jóhanrisson 17. Helgi Gústafsson 14, Gísli Pálsson 3, Auðunn Elísson 3, Þorsteinn Guðmundsson 3, Heimir Jónasson 2. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.