Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.1989, Blaðsíða 7
0SGf etam lugabisgueJ - R13.0AQ -- 3 Lauqardagur 4. mars 1989 - DAGUR - 7 11 poppsíðan i Umsjón: Valur Sæmundsson. Gott að vita um hljómtæki - 3. þáttur: Hvað ræður gæðum plötuspilara? Þá er komið að þriðja þættin- um í umfjölluninni um plötu- spilara. Einnig er fjallað um óaðskiljanlega hluti sem tengjast honum, hljóðdós og arm. Að lokum er drepið á hvernig stilla á þessi tæki. Taka ber fram að margir, ef ekki allir spilarar sem fylgja hljómtækjasamstæðum í ódýrari kantinum, eru mjög einfaldir í sniðum og því mörg af eftirfarandi atriðum sem ekki eiga við þá. Upplýsingarnar í greininni eru fengnar úr bæklingnum Gott er að vita, 1. hefti, sem fræðsludeild Sambands íslenskra samvinnufélaga gaf út árið 1985. Plötuspilara er eðlilegt að flokka eft- ir útfærslu á þeim atriðum sem hafa hvað mest áhrif á gæði þeirra. Annars vegar er það gangverk þeirra, mótor og plötudiskur. Hins vegar er það einangrunarhæfni þeirra, en þar ræður fjaðrabúnaður mestu um. Drifbúnaður spilaranna getur verið tvenns konar, í reimdrifnum spilur- um (belt drive) er mótor og diskur aðskilið, í beindrifnum (direct drive) er diskurinn tengdur ankeri mótors- ins. Vandamál sem hrjá plötuspilara- hönnuði eru mars konar, má þar nefna hraðabreytingar í mótorum sem skiptast í hægar breytingar (wow) og hraðari breytingar (flutter). Þær hægari gera tóninn falskan en þær hraðari gera hann flöktandi. Mótorniður (rumbel) er vandamál sem auðveldara hefur reynst að sniðganga í reimdrifnum spilurum. Gæði spilaranna ráðast ekki af því HVORT þeir eru reim- eða bein- drifnir heldur hvernig útfærsla drif- búnaðarins er. Þegar miðað er við verð eru reimdrifnir spilarar mun heppilegri valkostur en þeir bein- drifnu. Samt eru til virkilega góðir beindrifnirspilarar en þeir eru flestir í efstu verðflokkunum. Beindrifnir spilarar eru einnig í lægstu verð- flokkunum og fylgja oft ódýrum samstæðum. Slíkir spilarar hafa því miður enga möguleika til þess að skila hljómgæðum. Allir beindrifnir spilarar og margir reimdrifnir eru með fjöðrunina í fótunum. Margir hinna reimdrifnu eru aftur á móti þannig að diskur og armur fjaðra saman en eru einangraðir frá kassanum, oft þannig að armurinn og diskurinn eru hengdir í gormana frekar en að liggja á þeim. Fyrir nokkrum árum var yfirleitt ráð- lagt að nota meirihluta þeirra fjár- muna sem eyða átti í hljómtæki, til kaupa á hátölurum. Og enda þótt þróunin hafi gert það að verkum að framleiðslukostnaður hátalara hafi hlutfallslega aukist mikið við önnur hljómtæki, hefur þeim farið fjölgandi sem ráðleggja að mestu sé eytt í plötuspilarann. Hvort plötuspilari sé góður má ein- faldlega finna út með því að hlusta á hann! Staðsetning spilarans getur haft afgerandi áhrif á hljómgæðin. Hljóð- dósin breytir hreyfingum (titring) nálar í rafmerki, utanaðkomandi titr- ingur er því óæskilegur. Líkleg uppspretta þessa vandamáls er jákvæð afturverkun (positivt feedback) sem getur orðið með tvennum hætti. Ef plötuspilarinn og hátalari hvíla á sömu undirstööunni er um beina titringsleiðni að ræða eða þá að undirstaða spilarans er stór, mikið opin og þung (sbr. hillu- samstæður og stereoskápa) og/eða spilarinn er of nálægt hátölurunum, þar er loftleiðni orsökin. Þegar ramt kveður að þessu er talað um að „sóni“ á milli. Þótt ekki sóni hefur afturverkunin oft slæm áhrif á tóninn, sérstaklega á bassann. Hjá þessu má auðveldlega komast með því að hafa undirstöður spilarans léttar en traustar, annað hvort létt en stöðugt borð eða trausta vegg- hillu. Vegghillan er aö því leytinu til betri að hægt er að hafa hana í þægilegri hæð. Hljóðdós Hljóðdósum (pick up) er skipt í tvo flokka: Með hreyfanlegum segli, (moving magnet) skammstafað MM og með hreyfanlegum spólum (moving coil) skamstafað MC. MM hljóðdósir hafa þá kosti að þær eru ódýrari í framleiðslu m.a. vegna þess að spólur þeirra eru undnar í vélum (2-3000 vindingar), þær gefa háa útgangsspennu og auðvelt er að skipta um nál í þeim. En þær hafa lakari hljómgæði en MC hljóð- dósir. MC hljóðdósir eru dýrar í fram- leiðslu enda eru spólur þeirra hand- unnar (10-20 vafningar), gefa lága útgangsspennu sem gerir það að verkum að nota verður formagnara eða spenni með þeim. Sjaldnast er hægt að skipta um nál í þeim, en þær hafa mikil hljómgæði. Einnig eru til MC hljóðdósir með fleiri vafn- ingum sem gefa hærri spennu (high output) sem tengjast magnaranum beint í spilarainngang (phono). Með hliðsjón af verði og gæðum má skipa þeim í sæti milli hinna fyrr- nefndu. Algengustu nálar í dag eru spor- öskjulagaðar (elliptical) en hring- laga lögun er einnig til í ódýrustu hljóðdósunum. Af vönduðum slíp- ingum á nálum má nefna Van den Hul og Shipata. Armur Armurinn hefur það hlutverk að stýra nálinni þvert yfir plötuna. Hvort hann er beinn, S-laga eða J-laga virðist ekki skipta máli í sambandi við hljómgæði. Það sem máli skiptir er bygging hans að öðru leyti og aðallega þó legur hans. Armurinn liggur í tvöföldu pari af legum, enda þarf hann að hreyfast bæði lóðrétt og lárétt. Állt los í legunum skemmir hljómgæðin. Laus armskel er eng- inn kostur og býður upp á hættu á losi þar sem hún tengist arminum. Los í festingum er varhugavert og á það jafnt við um festingu hljóðdósar við arminn og festingu arms við spil- arann. Til eru spilarar með armi sem færist allur þvert yfir plötuna (linear tracking). Fræðilega séð er þetta rétta útfærslan því með þess- ari aðferð er platan skorin en í þess- um flokki eins og hinum finnast bæði lélegir og góðir spilarar. Stilling Ef stilla þarf arm t.d. þegar ný hljóð- dós er keypt er byrjað á því að koma henni rétt fyrir undir arminum. Á örmum og/eða spilurum er gefin upp fjarlægð nálar frá spindli disks- ins þegar hún er yfir honum, (overhung) nálægt 1,5 sm. Næst er að setja svokallað stillispjald á diskinn, út frá spindlinum og er nálin stillt á tvo punkta á leið hennar yfir diskinn. Hljóðdósinni er þá snúið í festingunni svo hliðar hennar liggja eins og þverrákirnar þ.e. 90 gráður á beinu línuna. Þá er spegli brugðið undir nálina og hún stillt lóðrétt með því að horft er beint framan á hljóð- dósina. Með öllum hljóðdósum er gefin upp sú þyngd sem nálin á að leggjast á plötuna með. Lóðið á enda armsins er stillt á þessa þyngd þannig að fyrst er armurinn settur í jafnvægi og kvarði lóðsins stilltur á 0 en síðan er lóöinu snúið uns rétt þyngd er fundin. Mikilvægt er að vera ekki undir þeirri þyngd sem framleiðandinn gefur upp. Þá er komið að mótvægisstillingunni (ant- iskating eða bias) þar rlkir sú regla að stillt er á samsvarandi tölu og á lóðinu. Mótvægisstilling er nauð- synleg vegna þess að á ferð sinni inn eftir plötunni leitast nálin við að leggjast þyngra á innri hlið rákanna sem hún gengur í. Nálarþyngd er vanalega á bilinu 1 til 3 grömm. Upp og ofan hjá öldruðum Föstudagskvöldið 24. sl. mánaðar, eða fyrir rúmri viku, voru haldnir tón- leikar í bækistöðvum löggiltra gamalmenna á Akureyri. Þessi tón- leikar voru þó ekki haldnir af Félagi aldraðra, heldur stóð útvarpsstöðin Ólund fyrir þeim. Tónleikunum var ætlað að afla fjár til að rétta af bág- borinn fjárhag stöðvarinnar, en það virðist ekki hafa tekist nógu vel, vegna þess að stöðin hætti starf- semi daginn eftir. En nóg um það, á tónleikunum áttu að koma fram hljómsveitin Ham úr Reykjavik og Lost frá Akureyri. Þeir Ham(m)-arar boðuðu hins vegar forföll kvöldið fyrir tónleikana en þeir Ólundar- menn brugðust skjótt við og höfðu samband við meðlimi Sjálfsfróunar, sem búið er að endurreisa, og lögðu þeir kappar af stað frá Reykjavík um miðjan dag á föstudeginum. Geysileg ofankoma var um kvöldið, og kann það að hafa haft áhrif á aðsóknina, því aðeins tæplega hundrað manns sóttu tónleikana, sem er þó engan veginn lélegt. Dálítil bið varð á því að tónleikarnir hæfust, en á meðan var haft ofan af fyrir viðstöddum með ýmsum óund- irbúnum uppákomum, m.a. lék Kristján útvarpsstjóri Hani, krummi, hundur, svín, á munnhörpu af stakri prýði, og Röggi bassaleikari Losts, lék einleik á bassa. En um síðir steig Lost á sviðið og lék þar í um klukkutíma. Þeir léku barasta ágætavel, voru t.d. mun öruggari heldur en þegar ég sá þá f Borgar- bíói fyrr í vetur. Lögin sem ég ekki hafði heyrt áður lofa góðu og ekki er að efa að Lost er að styrkja sig í sessi sem ein af bestu rokksveitum landsins. Það er áreiðanlega komin ástæða fyrir því að fara í hljóðver, þar sem þeir hnökrar sem voru á leik sveitarinnar fyrr í vetur eru nú að mestu horfnir. Allt gott um þetta atriði að segja. Um það leyti sem Lost hætti leik sínum, komu með- limir Sjálfsfróunar á staðinn eftir strangt ferðalag. Sveitin, sem samanstendur af trommuleikara, hljómborðsleikara og tveim syngj- andi gítarleikurum, dreif sig í að tengja og hefja spiliríið. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei á ævinni séð jafnlélega hljóm- sveit og þessa. Þeim hefur farið aft- ur síðan Rokk í Reykjavík var og hét. Eftir korters hörmungar, gat ég ekki meira og fór heim. Hundaþjálfunin auglýsir Innritanir hafnar á hlýðninámskeiðin sem byrja í mars. Sími 96-33168. Susanna. ___________________________________/ Til sölu á Akureyri Á Akureyri er til sölu þjónustufyrirtæki í fullum rekstri og með víðtækaviðskiptavild.Samhliða er til sölu framleiðslufyrirtæki tengt rekstri hins fyrra. Hentugur rekstur fyrir tvo menn. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni næstu daga frá kl. 9-18. Fasteignatorgið Gierárgötu 28, II. hæð, sími 21967 Sötustjóri Bjöni Kristjánsson, heimasími: 21776 FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Matarspjallsfundur verður laugardaginn 4. mars kl. 13.00 að Hafnarstræti 90. Konur úr stjórn Landssambands framsóknarkvenna, mæta og ræða sveitarstjórnarmál. FÉLAGSMÁLASKÓLI Gissur Pétursson Egill H. Gíslason Finnur Ingólfsson Helgi Pétursson Arnar Bjarnason Hrólfur Ölvisson Samband ungra framsóknarmanna og kjördæmissambönd Fram- sóknarflokksins hafa ákveðið að fara á stað með Félagsmálaskóla þar sern boðið verður uppá eftirfarandi námskeið: A. Grunnnámskeið í félagsmálum: Efni: Fundarsköp og ræðumennska, tillögugerð, stefnumál Framsóknarflokksins o.fl. Tímalengd: 8 klst. Leiðbeinendur verða: Gissur Pétursson, Egill Heiöar Gísla- son, Finnur Ingólfsson, Arnar Bjarnason og Hrólfur Ölvisson. Stefnt er að því að halda námskeiðið í febrúar og mars á eftirtöldum stöðum ef næg þáttaka fæst: Reykjavík, Keflavík, Selfossi, Vestmannaeyjum, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, ísafirði, Ólafsvík og Akranesi. B. Fjölmiðlanámskeið: Efni: Framkoma í sjónvarpi og útvarpi. Undirstöðuatriði í frétta og greinaskrifum. Áhrif fjölmiðla. Tímalengd: 16 klst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson, fréttamaður. Stefnt er að því að halda námskeið á Akureyri. Þeir sem hafa áhuga á þessum námskeiðum eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda aðila: Norðurland eystra: Skrifstofa Framsóknarflokksins, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16-18, sími 96-21180 og Snorri Finnlaugsson, sími 96-61645. Norðurland vestra: Bogi Sigurbjörnsson, sími 96-71527. Austurland: Ólafur Sigurðsson, sími 97-81760. Samband ungra framsóknarmanna Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.