Dagur - 11.03.1989, Side 3
Laugardagur 11. mars 1989 - DAGUR - 3
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi skólanefndar Verk-
menntaskólans fyrir skömmu,
kom fram að opnuð hafa verið
tilboð í smíði stálglugga í 5.
áfanga VMA útboð II B. Alls
bárust tilboð frá 6 fyrirtækjum
á Akureyri en lægsta tilboðiö
var sameiginlegt frá Vélsmiðju
Steindórs og Vélsmiðju Akur-
eyrar. bað hljóðaði upp á
1.998.259 en kostnaðaráætlun
Verkfræðistofu Norðurlands
hljóðaði upp á 2.474.000.
Skólanefndin samþykkti að
taka lægsta tilboðinu og háfa
bæjarráð og bæjarstjórn stað-
fest þá samþykkt.
■ Á fundi öldrunarráðs fyrir
skömmu var deildarstjóra fal-
ið að auglýsa eftir umsóknum
um stöðu hjúkrunarforstjóra
við dvalarheimilið Hlíð.
■ Á fundi skólanefndar þann
1. mars, fór m.a. fram skipting
á viðbótarfjárveitingu, 800
þús. kr. til viðhalds grunnskól-
anna sbr. samþykkt bæjar-
stjórnar. Lagðar voru l'ram
tvær tillögur en tillaga for-
manns um að Barnaskóli
Akureyrar fengi 500 þús. kr.,
Oddeyrarskóli 200 þús. kr. og
100 þús. kr. bættust við óskipt
viðhaldsfé, var samþykkt með
3 atkvæðunr.
■ Strætisvagnastjórn hefur
samþykkt að kaupa biðskýli af
Möl og sandi hf. í samræmi við
fjárhagsáætlun ársins.
■ Atvinnumálanefnd og bæj-
arráð hafa hafnað erindi frá
Kristjáni Gunnarssyni þar sem
hann sækir um lán hjá Fram-
kvæmdasjóði vegna verslunar-
húss við Móasíðu I.
■ Atvinnumálanefnd og bæj-
arráð hafa einnig hafnað láns-
umsókn frá Stefáni Stefáns-
syni f.h. Hótels Stefaníu hf.
■ Atvinnumálanefnd hefur
borist erindi frá Kristjáni
Gunnarssyni, þar sem farið er
fram á að framkvæmdasjóður
láni honum fyrir gjaldföllnum
fasteignagjöldum. Erindinu er
hafnað enda telur nefndin að
þær framkvæmdir sem hér um
ræðir falli ekki undir reglur
Framkvæmdasjóðs.
■ Byggingarnefnd hefur sam-
þykkt að veita Haraldi og
Guðlaugi hf. leyfi til að byggja
raðhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 10-12-14 við Bogasíðu.
■ Byggingarnefnd hefur sam-
þykkt að segja olíufélögunum
Skeljungi hf., Olíufélaginu hf.
og Olíuverslun íslands hf. upp
leyfi fyrir bílaþvottaplani v/
Strandgötu nreð 6 mánaða
fyrirvara samkvæmt bókun
hafnarnefndar 23. júní 1961.
■ Byggingarnefnd hefur sam-
þykkt að veita Aðalgeir Finns-
syni hf. leyfi til að byggja tvö
einbýlishús úr timbri á ióðun-
um nr. 14 og 16 við Bakka-
síðu.
■ Byggingarnefnd hefur sam-
þykkt að veita Slippstöðinni
hf. leyfi til að byggja lagerhús
úr stáli þar sem nú er lagerport
fyrirtækisins.
Skýrsla Flugmálastjórnar um staðsetningu varaflugvallar:
Ég skil ekki þessi vimiubrögð“
- segir Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri um skýrsjuna
- Sauðárkróksbær ætlar að láta hlutlausan aðila reikna út kostnað
við gerð varaflugvallar á Alexandersflugvelli
Á Sauðárkróki eru menn allt
annað en ánægðir með nýjustu
skýrslu Flugmálastjórnar um
staðarval varaflugvallar fyrir
millilandaflug. Telja menn þar
ýmislegt gruggugt, eins og
kostnaðaráætlanir, veðurfars-
athuganir, snjómælingar og
fleira. Á fundi bæjarstjórnar
Arnór Benónýsson leikhús-
stjóri Leikfélags Akureyrar
sagði starfi sínu lausu 1. febrú-
ar sl. með umsömdum þriggja
mánaða fyrirvara og lætur
hann því af störfum 1. maí.
Aðspurður sagði hann að
ástæðurnar fyrir uppsögninni
væru persónulegar og ekki
vildi hann gefa upp hvað hann
Verkamannabústaðir Dalvík:
Átta íbúðir
teknar í notkun
- í apríl og maí
Á vordögum verður úthlutað 8
íbúðum í verkamannabústaða-
kerfinu á Dalvík. Fjórar þess-
ara íbúða eru í blokk við Loka-
stíg, sem Viðar hf. hefur
byggt, en hinar fjórar eru í rað-
húsum við Reynihóla og
Leynihóla sem Tréverk hf.
hefur byggt.
Áætlað er að afhenda íbúðirn-
ar fjórar við Lokastíg þann 15.
apríl en raðhúsaíbúðirnar þann
20. maí nk. Snorri Finlaugsson,
sem sæti á í stjórn verkamanna-
bústaða, segir að frágangur íbúð-
anna hafi gengið mjög vel. Hann
segir að tilkoma þeirra bæti ástand
á húsnæðismarkaðnum á Dalvík.
„Pað hefur verið hörgull á hús-
næði á Dalvík og þessar íbúðir
bæta eitthvað stöðuna," segir
Snorri.
Þegar Dagur ræddi við Snorra í
gær var búið að ráðstafa 7 af
þessum 8 íbúðum og til stóð að
ráðstafa síðustu íbúðinni á fundi
stjórnar verkamannabústaða í
gær. óþh
Skákkeppni fram-
haldsskóla 1989
Skákkeppni framhaldsskóla
1989 verður haldin 10.-12.
mars að Grensásvegi 46 í
Reykjavík. Fyrirkomulag er
með svipuðu sniði og áður,
hver sveit skal skipuð fjórum
nemendum á framhaldsskóla-
stigi auk eins til fjögurra vara-
manna.
Tefldar verða sjö umferðir eft-
ir Monrad kerfi, ef næg þátttaka
fæst. Að öðrum kosti verður
sveitum skipt í riðla, en síðan
teflt til úrslita. Umhugsunartími
er ein klukkustund á skák fyrir
hvern keppanda. Fjöldi sveita frá
hverjum skóla er ekki takmark-
aður. SS
Sauðárkróks fyrir skömmu var
þessi skýrsla til umræðu og
tjáðu margir hug sinn. Fram
kom m.a. hjá Snorra Birni
bæjarstjóra að hann taldi þessa
skýrslu handahófskennda og
illa unna. Að sögn Snorra
Björns er nú verið að athuga
að fá hlutlausan aðila til að
ætlaði að taka sér fyrir hendur.
„Þetta var mjög góð reynsla og
mér líkaði vel á Norðurlandinu.
Reyndar hefur þetta verið átaka-
ár á margan hátt og við höfum
verið að þreifa á nýjum hlutum í
sambandi við rekstrarformið. Ég
tel að margt af því sem við höfum
verið að gera í vetur eigi eftir að
koma leikfélaginu til góða á
næstu árum,“ sagði Arnór.
í fyrravor var Arnór ráðinn
leikhússtjóri Leikfélags Akureyr-
ar til þriggja ára, en í ráðningar-
samningnum var ákvæði um
gagnkvæman þriggja mánaða
uppsagnarfrest. Þetta ákvæði
hefur Arnór nú nýtt sér undir lok
fyrsta leikársins sem leikhús-
reikna út hvað kosti að gera
Alexandersflugvöll að vara-
flugvelli, en það eru einmitt
kostnaðaráætlanir sem menn
sætta sig einna síst við.
„Ég skil ekki þessi vinnubrögð,
ég verð að segja það hreint út.
Sem dæmi get ég tekið kostnaðar-
stjóri.
Hann var spurður unr það
hvort hann teldi grundvöll fyrir
rekstri atvinnuleikhúss á Akur-
eyri og svaraði hann því játandi í
ljósi reynslu sinnar hjá Leikfélagi
Ákureyrar.
„Það er bæði nauðsynlegt fyrir
staðinn, landshlutann og leiklist-
ina í landinu. Ég tel að menn eigi
að halda áfram í þá átt að þróa
sig til sífellt meiri atvinnu-
mennsku. Það er tvímælalaust
grundvöliur fyrir atvinnuleikhúsi
á Akureyri," sagði Arnór að
lokum, en Leikfélag Akureyrar
mun væntanlega auglýsa stöðu
leikhússtjóra lausa til umsóknar
innan skamms. SS
áætlunina við að lengja Alexand-
ersflugvöll úr rúmum 2000 metr-
um í 2700 metra, miðað við
kostnað við 2700 metra langa
flugbraut á Egilsstöðum. Miðað
við þá braut segir Flugmálastjórn
að það kosti um 700 milljónir
króna að lengja Alexandersflug-
völl. Hvers vegna Flugmálastjórn
telur það að það sé hægt að bera
saman Egilsstaðaflugvöll við áð
reikna út kostnað hér, er mér
alveg hulin ráðgáta. Ég held
einfaldlega að aðstæður séu allt
öðruvísi hér en á Egilsstöð-
um,“ sagði Snorri Björn Sigurðs-
son í samtali við Dag.
í veðurfarsþætti skýrslunnar
kemur fram að snjóföl sé oftar á
Sauðárkróki en Egilsstöðum.
Almennt fara engar snjómæling-
ar fram á Sauðárkróki og því fóru
menn að geta sér til um hvar þær
hafi verið gerðar. I Skagafirði er
einn staður, þar sem snjómæling-
ar fara fram, og er það á Hólum í
Hjaltadal, sem er ansi snjóþungt
svæði Haft var samband við
Trausta Jónsson veðurfræðing,
seni vann í veðurfarsþætti skýrsl-
unnar, og hann spurður hvar
snjómælingar hafi farið fram.
Trausti sagði að þær hafi ekki
verið gerðar á Hólum, heldur á
Sauðárkróki og Bergstöðum. og
mið tekið af hve oft þurfi að
ryðja flugvöllinn sökum snjóa.
-bjb
Skil á staðgreiðslufé:
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
\\m
h\á9Ía'0'
«**£>**
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán-
aðar.
Ekki skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru greidd né
hvort þau eru greidd fyrirfram eða
eftirá.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Atlar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerið skil tímanlega
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
Leikhússtjóri LA sagði upp störfum:
Átakaár á margan hátt
- segir Arnór Benónýsson, fráfarandi leikhússtjóri