Dagur - 29.04.1989, Side 6
Y - ilu'ÐAG - 836í !hqe .62 tufjsmöfJUAJ
6 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1989
Frá Hrafnagilsskóla
Sýning á handavinnumunum, teikningum og vinnu
nemenda veröur í skólanum sunnudaginn 30. apríl
n.k. kl. 14.00-18.00.
Tískusýning kl. 15.00-16.00 og 17.00.
Selt veröur kaffi.
Skólastjóri.
^^Aðalfundur
^Pjí^Hestaíþróttafélagsins Þráins
verður haldinn miðvikudaginn 3. maí kl. 20.30 í
Jakobshúsi, Svalbarðseyri.
Á dagskránni veröur auk venjulegra aöalfundar-
starfa, lagabreytingar.
Stjórnin.
KRAKKAR - KRAKKAR!
1. maí nefnd vantar
merkjasölubörn
Þau sem hafa áhuga á að selja merki 1. maí nefndar
geta sótt þau á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14, sunnu-
daginn 31. apríl kl. 13.30-15.00.
GÓÐ SÖLULAUN.
Háskóíinn á Aknrcyri
Viðskiptafræðingar
- Hagfræðingar
Styrkur til framhaldsnáms
Háskólinn á Akureyri auglýsir styrk til fram-
haldsnáms fyrir viðskiptafræðing eða hag-
fræðing.
Sú kvöö fylgir styrkveitingu þessari að styrkþegi
skuldbindur sig í ákveðinn tíma eftir aö námi lýkur til
starfa við áðurnenda stofnun.
Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður rekstrar-
deildar Háskólans á Akureyri, sími 96-27855.
Umsóknir sendist til Háskólans á Akureyri fyrir
25. maí 1989.
Háskóíimt á Afiureyrí.
Ávarp 1. maí nefndar verka-
lýðsfélaganna ó Akureyri
Sauðárkrókur:
Stúdentsefni í F. á S. dimmitera
- ætla til Acapulco
Þrátt fyrir verkföll og önnur
óáran tóku stúdentsefni við
Fjölbrautaskólann á Sauðár-
króki sig tii sl. fimmtudag og
„dimmiteruðu“ með pomp og
prakt. Þau byrjuðu eldsnemma
morguns og fyrsta verk á
dagskrá var að sjálfsögðu að
vekja kennarana. Að þeirra
sögn tóku þeir allir heimsókn-
unum vel og bauð einn þeim
heim í pizzu! Þótt engin próf
séu enn á dagskrá, sökum
verkfalls, sögðust krakkarnir
ætla að útskrifast, og ekkert
múður.
Fríður hópur stúdentsefna
barði dyra á ritstjórnarskrifstofu
Dags á Sauðárkróki sl. fimmtu-
dagsmorgun og var erindið að
komast í viðtal og fá mynd. Hvað
fyrri óskina varðar, verður þess
að bíða að hún rætist, en mynd-
ina fengu þau svo sannarlega og
fylgir hún hér með.
Að lokinni væntanlegri útskrift
ætlar svo þessi föngulegi hópur
að bregða sér út fyrir landstein-
ana, hvorki meira né lengra en til
Mexíkó, nánar tiltekið til Aca-
pulco, borgarinnar sem Phil Coll-
ins söng um. Dagur óskar þeim
góðrar ferðar. -bjb
✓
1
Mexíkó að lokinni væntanlegri útskrift
Enn er runninn upp hátíðisdagur verkalýðs-
ins 1. maí. Pessi dagur hefur á síðustu árum
tapað nokkru af ljóma sínum og þátttaka í
honum hefur dregist saman. Hann er þó sem
fyrr minnisvarði fyrri tíma og áminning þeim
sem eftir koma. Hann minnir okkur á að
stéttabaráttan er samfelld barátta. Barátta
launamanna við að halda sínum hlut. Áður
barátta um brauðið, frumþarfirnar, nú bar-
átta um að viðhalda þeim lífskjörum, sem
við höfum réttilega til okkar tekið og barátt-
an um að viðhalda og bæta það þjóðfélag,
sem við og gengnar kynslóðir höfum byggt
upp. Pjóðfélag jöfnuðar og samvinnu.
Við höfnum hugmyndum sérhyggjunnar
um það að hver sé sjálfum sér næstur. Við
vitum að samvinna, samstarf og samfylking
færir okkur fram á við, en sérhyggja sundrar
okkur og gerir auðvaldinu kleift að koma
fram áformum sínum.
Pví miður eru þeir sigrar sem við höfum
unnið á síðustu tólf til átján mánuðum ein-
ungis varnarsigrar. Á þeim tíma höfum við
orðið að þola það að frá okkur var tekinn
helgur réttur okkar, samningsrétturinn, og
samningar okkar hafa verið skertir með vald-
boði. Slíkt megum við aldrei aftur láta yfir
okkur ganga án þess að berjast á móti. Ríkis-
valdið þiggur vald sitt frá fólkinu, að mestu
frá hinum vinnandi stéttum, eins og verka-
lýðssamtökunum. Ríkisvaldið og stéttar-
félögin eru því greinar af sama meiði og eiga
að vinna sameiginlega að bættu þjóðfélagi.
Ríkisvald sem vinnur gegn hagsmunum
launafólks hefur fyrirgert umboði sínu.
Langtímamarkmið okkar eru að byggja
upp þjóðfélag réttlætis, þjóðfélag jöfnuðar,
þjóðfélag, þar sem allir hafa sömu mögu-
leika, allir geta nýtt sér hæfileika sína sem
best.
Petta gerum við m.a. með því að koma á
auknu og virku atvinnulýðræði. Ef við ráð-
um ekki yfir stjórnun framleiðslutækjanna
þá náum við ekki valdi yfir fjármagninu. Pá
verðum við einungis leiksoppar örlaganna.
Pað er okkar að ráða þróuninni, það er okk-
ar að ráðstafa arðinum og það er okkar að
deila tapinu á réttlátan hátt sé um tap að
ræða. Með vinnu fjöldans verður auðurinn
til. Hann verður ekki til í okurfyrirtækjum
auðvaldsins.
Við stefnum einnig að þjóðfélagi framtfð-
arinnar með því að auka og bæta starfs-
menntun, sem og félagslega menntun. Með
aukinni menntun sjá menn að það starf sem
þeir framkvæma er nauðsynlegt. Að starfið
felur ekki einungis í sér að menn fá greitt
kaup heldur gefur einnig lífinu gildi. Við lít-
um svo á að rétturinn til að hafa vinnu sé
grundvallar mannréttindi og nú þegar
atvinnuleysisvofan hefur gert vart við sig
verðum við að gera þeim ljóst, sem við höf-
um kjörið til stjórnunar í þjóðfélaginu, að
við ætlumst til þess af þeim að henni verði
bægt frá. Við getum ekki þolað að menn séu
atvinnulausir ílangan tíma, jafnvelþótt bæt-
ur komi til. Brotin mannréttindi verða ekki
að fullu bætt með peningum. Rétturinn til
vinnu verður að vera skilyrðislaus.
Við viljum bæta aðbúnað og hollustu á
vinnustöðum. Við verðum að vera trú þeirri
meginstefnu að vinnustaðurinn, vinnuað-
ferðir og vinnuskipulag sé lagað að þörfum
starfsmanna. Pað getur vart verið hagur
þjóðfélagsins, heildarinnar, að einstakling-
arnir bíði tjón á andlegu eða líkamlegu
atgervi sínu vegna vinnu. Verði slitnir og
útbrunnir áður en þeir ná gamals aldri.
Skammtímamarkmið okkar eru að ná í
þrepum þeim kaupmætti sem við höfum
tapað. Knýja á um lækkaða vexti. Prýsta á
aðhald í verðlagsmálum og stöðugt gengi.
Jafnframt verðum við að krefjast réttlátara
skattakerfis, betra húsnæðiskerfis og aukins
og endurbætts 'tryggingakerfis.
Framundan er tími óstöðugleika og jafn-
vel átaka. Við verðum ætíð að vera undir
það búin að knýja fram réttindi okkar með
öllum þeim vopnum sem okkur eru tiltæk.
Par megum við ekki hika, því að hika er það
sama og að tapa. Sameiginlega erum við
sterkt afl og sameiginlega getum fært þjóð-
félagið fram á veginn í átt til þess þjóðfélags
jöfnuðar sem við stefnum að.
Gleðilega hátíð.