Dagur - 29.04.1989, Side 7

Dagur - 29.04.1989, Side 7
poppsíðan 7) Umsjón: Valur Sæmundsson. t Gott að vita um hljómtæki - 6. hluti: Mikilvægi loftneta fyrir útvarpstæki Hljómtækjapistillinn er í styttra lagi aö þessu sinni en í honum er fjallað um út- varpstæki. Um þau er í raun- inni lítið að segja, það helsta sem fjallað er um er hvernig má bæta móttökuskilyrðin. Sjöundi og síðasti hluti umfjöllunarinnar um hljóm- tæki birtist væntanlega að hálfum mánuði liðnum og þá verður fjallað um diskspilara. Heimildin er eins og áður bæklingurinn Gott er að vita nr. 1, sem Fræðsludeild S(S gaf út árið 1985. Hljómgæði og útvarp eru orð sem sjaldan eru nefnd í sömu andrá. Þó er það svo að hægt er að ná hljóm- gæðum úr útvarpinu. Það má eigin- lega segja að hljómgæðin liggi í loft- inu, en annað mál er hvort þau nást. Langbylgjan (LW), miðbylgja (MW) og stuttbylgjur (SW) eru ekki hljóm- gæðabylgjur og því illa fallnar til tónlistarflutnings. Þessar bylgjur eru styrkmótaðar (Amplitude modulat- ion) eða AM og innihalda mikið suð auk þess sem brak og brestir eru fastir fylgifiskar slíkra stöðva. Með tíðnimótun (Frequency modulation) eða FM hverfa að mestu ýmsar truflanir og suð úr útsendingu. Við- tækin sjálf eru heldur ekki veiki hlekkurinn i þessari keðju því vegna nýjunga í framleiðslutækni og hönnun viðtækja má fullyrða að flest þeirra hafi viðunandi hljóm- gæði. Flestir notendur FM tækja nota inni- loftnet eða alls engin loftnet og þar stendur hnifurinn í kúnni. Það eru aðallega tvö atriði sem draga veru- lega úr gæðum FM bylgju: veikt merki og speglanir. Það er einföld regla sem segir að stereo móttaka þurfi tífalt meiri loft- netsstyrk en mono. Er þá átt við spennuna sem loftnetið skilar í loft- netstengil viðtækisins. Lágmarks- spenna sem þarf „svo hlustandi sé á stöðina" er 10 míkróvolt fyrir mono og hundrað fyrir stereo, þá er suðið -60 dB. Suðið minnkar eftlr því sem spennan hækkar uns hámarki er náð við 100 míkróvolt fyrir mono og 1000 míkróvolt fyrir stereo og er suðið þá nálægt -80 til 90 dB. Draugur á sjónvarpsskjá er vanda- mál sem margir hafa glímt við og allir þekkja. Færri gera sér grein fyr- ir því að draugurinn er oft til staðar við FM móttöku þótt hann sjáist ekki. Ástæðan fyrir draugagangi hér eins og í sjónvarpi eru speglanir (multipath) sem koma frá fjöllum og byggingum að loftnetinu talsvert seinna en beini geislinn frá sendin- um. Speglarnir valda bjögun og lélegri rásaaðgreiningu. Inniloftnet eru hreinlega til þess fallin að vekja upp drauga. Vísbending um draugagang er þegar stöðin dofnar verulega eða dettur út ef gengið er um stofuna. Loftnetsgreiða utan- húss kveður hins vegar niður drauga og eyðir suði í ofanálag. Þar sem svo háttar til að FM stöð og sjónvarpsendurvarpsstöð eru á sama stað, má með deiliboxi nýta sömu greiðuna fyrir FM og sjón- varp. Annars er loftnetsbúnaður til- tölulega ódýr fjárfesting sem alltaf borgar sig. Langi Seii og skuggarnir: Sæmileg afþreying ef ekkert betra býðst Ég verð að játa það, að stundum hefur mér þótt miður að búa ekki í Davíðsborg, þar virðist nefnilega alltaf eitthvað vera að gerast. Til að mynda eru alloft haldnir tónleikar í þeirri borg en fátt þykir mér skemmtilegra en að fara á tónleika, standa fast upp við þessa heljar- stóru hátalara og anda að mér hávaðanum. Það er ofsalega nota- legt. En þar sem höfuðborgin okkar er ekki ýkja hlýleg í garð þeirra sem minna mega sín, er það borin von að ég hafi möguleika til að láta draumana rætast í borginni, þar eða fjármagnsforði heimsins virðist hafa tekið höndum saman um að forðast mig. Mér datt þetta sisona i hug um daginn þegar ég var að hlusta á nýútkomna plötu með Langa Sela og skuggunum. Ég held nefnilega að ég liti plötuna öðrum augum ef ég heföi séð Langa Sela á sviði. Það vantar ekki, tónlistin er hröð, taktföst og fjörug og ég hafði dálítið gaman af að hlusta á hana. En ekki nema dálítið. Þetta er rokkabillí og ekkert meira en það. Vel flutt, fjörugt og allt það. En engan veginn áhugavert. Það eina sem ég sé við þetta er að stundum má hafa dálítið gaman af músíkinni. En það er ekki nóg til þess að ég eigi eftir að setja þessa plötu oft á fóninn. Aðdráttar- aflið skortir. Annars hefði verið betra að átta sig á hljómsveitinni ef fleiri en fjögur lög hefðu verið á plötunni. Það má val vera að eitt- hvað búi í hljómsveitinni, en það kemur bara ekki fram á þessari skífu. Það getur verið að þeir sem hafa séð hljómsveitina á sviði 20 sinnum, sjái hana í öðru Ijósi en óg. Það er afar sennilegt. Á þessari plötu eru fjögur lög, þar af eru tvö þeirra frambærileg, Breið- holtsbúgí og Kane. En platan í heild sinni er ekki nama tólf mínútur að lengd. Það væri svo sem allt í lagi ef maður þyrfti ekki að reiða fram níu hundrud krónur fyrir herlegheitin. Hræðilegt okur. Var ekki nær að gefa út stóra plötu í samfloti við 2-3 aðrar hljómsveitir sem myndi kosta 11-12 hundruð kall. Það finnst mér áhugaverðari kostur. Litlausir Sogblettir: Hnignunin þrykkt á plast Það er kunnara en frá þurfi aö segja, að fyrir síðustu jól komu út svo margar íslenskar plötur að mér lá við uppsölu. Þetta á reynar við um flest jól undanfarinna ára. Þ.e.a.s. þetta með plöturnar. Það er líka kunnara en frá þurfi að segja, að afskaþlega margar af þessum plötum drukkna í flóðinu. Það eru aðeins þær sem mesta auglýsing- una fá, sem ná aö seljast eitthvað. Þannig urðu afar margar prýðilegar plötur útundan fyrir síðustu jól. En hitt er líka til, að margar lakar plötur verða útundan. I þeim flokki er einmitt platan sem ég ætla að fjalla um í næstu linum. Hún heitir Fyrsti kossinn og hljómsveitin er Sogblettir. ( Sogblettum heyrði ég fyrst í febrúarmánuði 1987. Þá hituðu þeir upp fyrir Shark Taboo á eftir minni- legum tónleikum í gamla H-100. Mér fannst helvíti gaman að þeim þá, en engu að síður voru þeir hróþ- aðir niður. Einhvern tímann í fyrra skiptu þeir svo um söngvara og eftir það fór frægð þeirra dvínandi. Rétt fyrir andlátið gáfu þeir síðan út sex laga skífu þá er hér er til umfjöllunar. Það er skemmst frá því að segja, að þessi svanasöngur er ekki verð- ugur fyrir Sogblettina. Platan er sem sé ekki góð. Söngurinn er veikasti hlekkurinn, hreinlega arfalélegur. Krafturinn er yfrið nægur í lögunum en annars eru þau ekki neitt. Bara keyrsla. Textarnir eru máttlitlir og einfaldir. Hljómurinn finnst mér ekki bæta, þó að Hilmar Örn hafi setið við takkana. Það er aðeins í laginu Rauða brosið þitt, sem örlar á einhverju viti. Nei, þessi plata verður ekki brúkleg til kynningar á Sogblettun- um, ef ske kynni að einhver myndi, eftir einhver ár, ætla að kynna sér hræringar í tónlistarlífi landsmanna. Þessi plata er einungis fyrir gall- hörðustu aðdáendur Sogblettanna. Laugardagur 29. apríl 1989 - DAGUR - 7 íbúð óskast! Lítil íbúð (2ja til 3ja herbergja) óskast til leigu sem allra fyrst. Nánari upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson í sím- uni 96-24222 og 96-26367. AKUREYRARB/íR Unglingavinna Skráning 13, 14 og 15 ára unglinga (ár- gangur 74, 75 og 76) sem óska eftir sumarvinnu hefst þriðjudaginn 2. maí. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13- 16 alla virka daga. Skráningu lýkur föstudaginn 12. maí. Forstöðumaður. V. ODYRUSTU HAMBORGARARNIR! ODYRUSTU KJÚKLING ABITARNIR! 1BÆNUM! S3U3 NESTIH Innritun er hafin Flokkaskrá sumarið 1989 1. fl. Drengir 8 ára og eldri 6. júní-16. júní 10 dagar 2. fl. Drengir8ára og eldri 19. júní-29. júní 10 dagar 3. fl. Stúlkur 8 ára og eldri 3. júlí -13. júlí 10 dagar 4. fl. Stúlkur 8 ára og eldri 14. júlí -21. júlí 7 dagar 5. fl. Drengir8 ára og eldri 25. júlí - 1. ágúst 7 dagar Dvalargjald er kr. 9.400 fyrir 7 daga en kr. 13.400 fyrir 10 daga. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð, Akureyri, mánudaga og miðvikudaga kl. 17-18 sími 26330 og utan skrifstofutíma hjá Önnu í síma 23929, Björgvin I síma 23698 og Hönnu í síma 23939. Sumarbúðirnar Hólavatni. J)(Murwnuft[öc]in ima vimanÁi jóífii tíf ójnvar ocj jmtfí affrn fuíffa áfamttu-ocj fiátiíiscfccji affjjoífccjrar wfccifijkfimjjincjar. @ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.