Dagur - 29.04.1989, Síða 13

Dagur - 29.04.1989, Síða 13
 Bílaklúbbur Akureyrar Fundur verður í Dynheimum þriðjudaginn 2. maí kl. 20.00. Fundarefni: Torfærumál og fleira Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Þórhallur Filippusson við tvær mynda sinna, „Vornótt í Skagafírði“ og „Geimstein“. Mynd: EHB Málverkasýning: Þórhallur Filippusson sýnir á Akureyri Þórhallur Filippusson, listmálari og svifflugkappi, opnar mál- verkasýningu í Bjargi, húsi Sjálfsbjargar aö Bugðusíðu 1, í dag klukkan 14.00. A sýningunni eru 27 myndir; 21 olíumálverk og 6 vatnslita- og pastelmyndir. Sýn- ingin, sem er sölusýning, verður opin næstu tvær vikurnar, en 10 prósent af söluandvirði mynd- anna rennur til Ferðasjóðs fatl- aðra á Akureyri. Þórhallur hefur haldið fjölda einkasýninga um dagana og tekið Linda Pétursdóttir alheimsfegurðar- drottning, sérstakur heiðursgestur. Fegurðar- dísirnar sýna í Sjallanum Stúlkurnar tíu sem keppa til úr- slita í Fegurðarsamkeppni íslands 1989 koma fram í Sjallan- um miðvikudagskvöldið 3. maí n.k. Linda Pétursdóttir alheims- fegurðardrottning, er sérstakur heiðursgestur kvöldsins. Jón Axel Ólafsson útvarpsmaður kynnir stúlkurnar. Þær sýna fatn- að frá versluninni Sautján, en stjórnandi tískusýningarinnar er Gróa Ásgeirsdóttir sem jafn- framt er framkvæmdastjóri feg- urðarsamkeppni íslands. Sjallinn er opinn fyrir matargesti frá kl. 20.00. Á eftir er almennur dans- leikur til kl. 03.00. Rokkbandið leikur fyrir dansi. Miða og borðapantanir í síma 22970. þátt í samsýningum með dóttur sinni Kristínu. Hann lagði stund á nám við Handíða- og mynd- listaskóla íslands 1949 og 50 en lagði myndlistina á hilluna í all- mörg ár og stundaði þá m.a. svifflug, en í því er Þórhallur margfaldur íslandsmeistari, auk þess sem hann rak Tómstunda- búðina í Reykjavík. Myndir Pórhalls einkennast oft af áhrifum frá sviffluginu, skýja- myndunum, veðurfari og loft- straumum. Myndirnar sem hann sýnir að þessu sinni eru bæði landslagsmyndir og óhlutbundn- ar myndir. Landslagsmyndirnar eru bæði úr Skagafirði og frá Suðurlandi, en Þórhallur býr á Sauðárkróki með seinni konu sinni, Önnu Þórðardóttur. Hann á fjórar dætur af fyrra hjóna- bandi og búa þær allar í Skaga- firði. Sýningin er öllum opin og er áhugafólk um myndlist sérstak- lega hvatt til að sjá hana. Eftir að henni lýkur á Akureyri verða verkin sýnd í Hátúni 12 í Rcykja- vík. EHB Nú er FEROZA kominn aftur og nú til afgreiöslu strax. 4x4 býður uppá m.a.: ★ Vökvastýri ★ 16ventlavél ★ 5 gíra ★ Sóllúgu ★ Sjálfvirka kveikingu ökuljósa ★ Sportfelgur Daihatsu-umboðiö á Norðurlandi Bílvirki hf. Fjölnisgötu 6. Símar 96-23213 og 96-27255 HARIGRÆÐSLA Hárígræðslumeðferð sem ábyrgist heilbrigt og náttúrulegt hár sem vex áfram það sem þú átt eftir ólifað (skrifleg ábyrgð fylgir). igræðslan er bæði snögg og sársauka- laus og er aðeins framkvæmd af mjög hæfum læknum á okkar vegum. Meðferðin hefur verið reynd og rannsökuð í yfir 30 ár og þær sem hafa verið gerðar hafa tek- ist frábærlega vel og er það ástæðan fyrir því að við lofum endurgreiðslu ef hún tekst ekki fullkomlega. Ráðgjafi R.H.C. verður á Akureyri 6. og 7. maí í síma 96-21566 og mun veita allar upplýsingar um þessa spennandi meðferð. SÍMAR 91-41296 OG 91-641923 REGROW HAIR CLINIC - 200 KÓPAVOGI. HUSNÆÐIEFTIR HJÓNASKILNAÐ EÐA SAMBÚÐARSLIT Því miöur er það staöreynd, að hjónaskilnuðum hefur fjölg- að hin síðari ár. Við skilnað breytast aðstæður m.a. þannig, að þar sem áður dugði ein íbúð, þarf oft tvær eftir skilnað- inn. Það hefur í mörgum til- vikum orðiö upphafið að nýju vandamáli. EIGNARHLUTI MAKA KEYPTUR Algengt er að sá aðili, sem hefur fengið forræði barna eftir skilnaðinn, kaupi eignarhlut fyrrverandi maka í íbúð þeirra. Það er ekki sama hvernig að 1 þessari tilhögun er staðið. ss NAUÐSYNLEGUR FRESTUR TIL KAUPANNA Við hjónaskilnað eða sam- búðarslit gengur það dæmi ekki upp, ef gert er ráð fyrir að annar aðilinn kaup eignarhlut hins með láni frá Húsnæðis- stofnun, nema tekið sé tillit til þess tíma sem það tekur að afgreiða lán frá henni. BIÐ EFTIR LÁNI Umsóknir um lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins eru af- greiddar í þeirri röð sem þær berast stofnuninni. Eini greinar- munurinn, sem gerður er á um- sóknum, er að umsækjendum er skipt I forgangshóp og vikj- andi hóp. í forgangshópi eru þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þeir sem búa í ófullnægjandi íbúð teljast einnig í forgangshópi hvað af- greiðslutíma varðar. Umsækjendur um lán, sem eru að skilja, teljast flestir til víkjandi hóps, eigi þeir íbúð fyrir. Ef skilnaður er óhjákvæmilegur, leitaðu þá upplýsinga um lánsrétt þinn áður en þú samþykkir að kaupa eignarhlut fyrrverandi maka i íbúð ykkar. husnæðis^tchfmjnar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.