Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. júlí 1989 „Það er gildra í þessari spumingu“ Nú fer að líða að lokum ein- víga helgarblaðsins. Fyrir viku síðan leiddu saman hesta sína í undanúrslitum þeir Júlíus Kristjánsson og Erlingur Sig- urðarson og hafði Júlíus betur. í dag mætast þau Elfa Ágústs- dóttir og Bjarni Kr. Grímsson í hinu undanúrslitaeinvíginu. Sigurvegarinn mætir Júlíusi í lokaslagnum að viku liðinni. Fyrsta spurningin að þessu sinni var landfræðileg. Landa- fræðin brást ekki Elfu, sem kom með Kerlingu án umhugsunar. Bjarni kom með margar góðar uppástungur og var satt að segja alveg við að skjóta á rétt svar. Sagði þó að lokum Kaldbakur og fékk vitlaust fyrir það. Hæðin vafðist fyrir báðum keppendum og niðurstaða úr fyrstu spurningu 1:0 fyrir Elfu. Pað kom á daginn að keppend- ur eru ekki búnir að festa nafn biskupsfrúarinnar í langtíma- minnið. „Ég á nú að vita þetta,“ sagði Elfa, en nafnið lét á sér standa. Bjarni gerði heiðarlega tilraun og skaut á Eiínu. Það vakti mikla furðu undirrit- aðs að báðum keppendum skyldi takast að skjóta rétt á hvenær Nordal hefði gerst bankastjóri Landsbankans. Elfa taldi að það hlyti að hafa verið mjög snemnta. „Hvað á maður að segja, 1955- 1960. Nei, það er sennilega að- eins seinna. Segjum 1961.“ Bjarni fór krókaleiðir í sínu svari. Hann var þess fullviss að Nordal hefði verið bankastjóri Seðlabankans frá byrjun og í Ijósi þess skaut hann á rétta árið. Staðan 2:1 fyrir Elfu. Þá brugðu keppendur sér út í heim á meira en lítið eldfimt svæði, botn Miðjarðarhafsins. Landafræðin reyndist á hreinu hjá báðunt keppendum, þó svo að þeir væru lengi að töfra fram nöfn á öllum ríkjunum 6 sem eiga landamæri að írak. Sex stig í púkkið hjá báðum og staðan því 8:7. Frá írak til heimalands reggae- goðsins Bob Marleys. Bæði Elfa og Bjarni voru ekki í neinum vafa um að sá ágæti maður væri frá Jamaíka. Banamein hans var krabbamein og það hafði Elfa rétt. Bjarni Var þó ekki fjarri réttu svari og ialdi að banamein Marleys hefðu verið eiturlyfin. Margir hallast að því að eiturlyfin hafi verið helsta orsök æxlis sem dró Marley til dauða. Hins vegar er ekkert sannað í því sambandi og Bjarni varð því af einu stigi. Elfa fékk fullt hús, 2 stig, og jók forystuna í 10:8. „Bíddu nú við. Þetta hlýtur að vera þjóðhöfðingi einhvers ríkis sem Vigdís hefur nýverið heim- sótt,“ sagði Bjarni. Eftir smá umhugsun fékk hann vitrun og skaut hárfínt á rétt svar, Juan Carlos, Spánarkonungur. Elfa komst einnig að þeirri niðurstöðu að Vigdís hlyti að hafa heimsótt þetta land nýlega. Hún lét sér fyrst detta í hug Svíakonung en fannst við nánari athugun það vart geta staðist. Niðurstaða hennar var rétt, Spánarkonung- ur. „Það er gildra í þessari spurn- ingu, það er alveg greinilegt," sagði Bjarni, „þetta getur ekki verið landbúnaðarráðuneytið.“ Bæjarstjórinn lenti í gildrunni og skaut á dómsmálaráðuneytið. „Fyrst þú spyrð svona getur varla verið að þetta heyri undir land- búnaðarráðuneytið. Ætli þetta sé ekki menntamálaráðuneytið,“ sagði Elfa. Og áfram með landafræðina. Báðir keppendur voru þess full- vissir að Trondheim væri norðar en Öskjuvatn og Ncskaupsstað- ur. Það er hins vegar ekki rétt og niðurstaðan núll fyrir þessa spurningu og staðan 12:9 fyrir Elfu. Trommarinn Ásgeir Óskars- son, Stuðmaður. stóð í bæjar- stjóranum og dýralækninum. Staðan óbreytt fvrir síðustu spurninguna. „Ég er alveg blankur í þessu. En ég get náttúrulega skotið á eitthvað líklegt. Við getum sagt að þetta sé upplitsdjarfur maður,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður um merkingu orðsins „huppasloppinn“. „Ætli það sé innfallinn eða magur,“ sagði Elfa og gat sér rétt til um merkingu orðsins. Niðurstöður einvígisins liggja fyrir. Elfa sigraði með 13 stigum gegn 9 stigum Bjarna og hún mætir Júlíusi Kristjánssyni á Dal- vík í úrslitaeinvígi að viku lið- inni. óþh -I heilsupósturinn í Elfa Ágústsdóttir Bjarni Kr. Gríntsson Rétt svör 1. Hvert er nafn hæsta fjalls við byggð á Norðurlandi og hvað er það hátt (skekkjumörk 20 inetrar)? (2) Kerling Giska á Kaldbak Kerling, sem er upp af Grund í Eyjafirði - 1538 m.y.s. 2. Ólafur Skúlason var fyrir tæpri viku settur inn í embætti biskups yfír Islandi. Hvað heitir kona hans og núverandi biskupsfrú? (1) Veit það ekki Skýt á að hún heiti Elísabet Ebba Guðrún Brynhildur Sigurðardóttir 3. Jóhannes Nordal var á dögunuin sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ. Hvaða ár var Jóhann- es skipaður bankastjóri Seðlabanka íslands? (1) Arið 1961 Árið 1961 4. írak á landamæri að 6 ríkjum. Hvað heita þau? (6) fran, Tyrkland, Kuwait, íran, Sýrland, Tyrkland, Saudi-Árabía, Jórdanía, Sýrland Saudi-Arabía, Kuwait, Jórdanía Arið 1961 íran, Sýrland, Jórdanfa, Tyrkland Saudi-Arabía, Kuwait 5. Bob Marley er sagður upphafsmaður reggae-tónlistarinnar. Hvers lenskur var Marley og hvert var banamein hans? (2) Jamíka, krabbamein Jamaíka, eiturlyfjaneysla Jamaíka, krabbamein 6. Þjóðhöfðingi ríkis í Evrópu er væntanlegur í opinbera heimsókn til íslands í næstu viku. Hvað heitir hann? (1) Juan Carlos Juan Carlos Juan Carlos Spánarkonungur 7. Undir hvaða ráðuneyti heyra málefni hreindýra á íslandi? (1) Menntamálaráðuneyti Dómsmálaráðuneyti Menntamálaráðuneyti 8. Hver cftirtalinna staða stendur nyrst; Öskjuvatn, Trondheim í Noregi og Neskaupsstaður? (1) Trondheint Trondheint Neskaupsstaður 9. Stuðmcnn sentu nýverið frá sér sína níundu plötu. Hver er trommuleikari Stuðmanna? (1) Man það ekki Man það ekki Ásgeir Óskarsson 10. Hver er merking orðsins „huppasloppinn“? (1) Magur Upplitsdjarfur 13 9 Horaður, mjög magur 17 Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guðmann íþróttir og amínósýrur Það þarf varla að fjölyrða mikið unt hlutverk próteins í fæðu íþróttamanna vegna þess hve mikið hefur verið talað um upp- byggingalegt gildi þess. Flestir vita að uppbyggingareiningar próteins eru amínósýrur, en það eru hins vegar færri sem hafa gert sér grein fyrir áhrifum einstakra amínósýra á líkamann. Það er svo sent ekki skrýtið þar sem það er ekki langt síðan það kom í Ijós eftir miklar rannsóknir að ákveðnar amínósýrur í töflu- formi geta haft jafn mikil áhrif og sterar 'sem alþekkt er að siintir íþróttamenn nota til þess að ná fram meiri styrk og árangri í sinni íþrótt. Munurinn á amínósýrum og sterum er hins vegar sá að amínósýrurnar hafa ekki í för með sér eins ntikla heilsufarslega áhættu, eru löglegar og siðferðis- lega mun réttlætanlegri. Það þarf ekki neinn sérfræðing til þess að sjá að þetta er uppgötvun sem sjálísagt á eftir að breyta miklu í íþróttaheiminum. Amínósýrurn- ar sem eru í próteini eru flokkað- ar í tvo hópa: lífsnauðsynlegar og ekki lífsnauðsynlegar. Þetta er samt sein áður nokkuð blekkj- andi flokkun, vegna þess að þær eru í raun allar nauðsynlegar. Þær sem líkaminn getur ekki framleilt kallast lífsnauðsynlegar og veröa þess vegna að fást úr fæðunni. Aminósýrurnar geta komið í staðinn fyrir stera vegna þess að þær háfa örvandi áhrif á hormónakerfi líkamans. Þannig er ekki verið að bæta utanað- komandi efnum inn í líkamann eins og gerist þegar sterar eru notaðir. heldur er einungis verið að örva það kerfi sem fyrir er. Þaö er þó ekki þar nteð sagt að neysla á amínósýrum sé með öllu hættulaus. Surnar amínósýrur hafa aukaverkanir sé þeirra neytt í miklu magni, en á því er ekki hætta í gegn unt venjulegar fæðu- tegundir, heldur einungis sé þeirra neytt í töfluformi. Þess vegna þarf að neyta þeirra í rétt- um hlutföllum og réttu magni. Ef það er eitthvað sem lýsir líkam- anum vel og efnaskiptum hans, þá er það að hann er jafnvægis- sækinn. Ef of mikið er af ein- hverju efni í líkamanum þá getur það sett allt úr skorðum. Auk þessa þurfa sumar þessara amínósýrna á ýmsum bætiefnum að halda til þess að geta virkað eðlilega. Ef það vantar eina amínósýru, vítamín eða steinefni þá getur það orðið til þess að amínósýran sem þarf á þeim að halda virki alls ekki. Það er held- ur ekki nóg með að þær þurfi að vera í réttum hlutföllum, heldur þurfa þær líka að vera í réttu magni. Rannsóknir hafa sýnt að sé of mikils neytt af próteini eða amínósýrum, er eins og líkaminn ráði hreinlega ekki við magnið og segi stopp. Það veröur til þess að hann hættir að nýta próteinið og þar með er ekki unt að ræða neina vöðvauppbyggingu eða U i---- ■ ................................................................................................................ Þaö veröur aö viöurkennast að þarna er um að ræða það sem er siðferðislega réttlætanlegast þegar uin cr að ræða horinónakerfí líkamans og keppni í íþróttum. styrktaraukningu. Það nýtast nefnilega einungis 30 grömm af próteini á tveggja til þriggja tíma fresti í líkama meðal manns. Sjálfsagt eru einhverjir sem eru á móti hvers konar töfluáti. Hins vegar verður að viðurkennast að þarna er um að ræða það sem næst kemst því að vera siðferðis- lega réttlætanlegt þegar um er að ræða hormónastarfsemi líkamans og keppni í íþróttum. Þær fáu amínósýrur sem hafa áhrif á LLLH.LU„H,I.. VHf.'.VI. . C ■, hormónastarfsemina fást í gegn um fæðuna og núna er byrjað að framleiða þær í töfluformi, þó að þær fáist ekki hér á íslandi í hreinu formi. íþróttamenn sem ekki vilja taka stera eða annað sem er hættulegt heilsu sem og mannorði, standa betur að vígi við að standa jafnfætis íþrótta- mönnum sem nota ýntsar vafa- samar aðferðir við að ná árangri og er varla annað en gott um það að segja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.