Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 4
ð - flUDAa ~ eeer ííúi .r
4 - DAGUR - Laugardagur 1. júlí 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Vandi sauðíjár-
ræktarinnar
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði land-
búnaðarins hefur orðið áframhaldandi samdráttur í
sölu dilkakjöts fyrstu níu mánuði yfirstandandi
verðlagsárs. Samdrátturinn nemur 11,1% í dilka-
kjötssölu en 10,8% af heildarsölu kindakjöts frá 1.
september í fyrra. Þetta eru válegar fréttir, ekki síst
í ljósi þess að kindakjötssalan á innanlandsmarkaði
hefur verið að dragast stöðugt saman, ár eftir ár.
Stjórnvöld hafa ákveðið að lækka verð á úrvals-
flokki og fyrsta flokki dilkakjöts um 10 af hundraði
til neytenda. Ráðstöfun þessi er vissulega kjarabót
fyrir neytendur, enda þótt hún kosti ríkissjóð 45
milljónir króna í auknum niðurgreiðslum. Hér er um
vinsæla ráðstöfun að ræða en vandinn er þó annar
og dýpri.
Meðal þeirra sem fjalla um markaðsmál kinda-
kjöts hefur útsala á kjötinu skömmu fyrir sláturtíð
löngum verið gagnrýnd. Stéttarsamband bænda
hefur varað við slíkri markaðssetningu í ályktunum
og er af mörgum talið heppilegra til lengri tíma litið
að vera með tilboð á ákveðnum tegundum og höfða
til ákveðinna hópa, eins og gert var með tilboði á O-
flokki árið 1987.
Hér skiptir meginmáli að jafnvægi náist milli
framleiðslu og eftirspurnar á innanlandsmarkaði.
Því jafnvægi verður erfitt að ná ef kjötsala heldur
áfram að dragast saman ár frá ári.
Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur unnið að
kynningarstarfsemi með sérstöku átaksverkefni,
fjallalambsverkefninu. Lögð hefur verið áhersla á
að bæta meðferð kindakjöts í verslunum og auka
framboð, með námskeiðahaldi og beinum kynning-
um, og með því að efla samstarf verslunar og
vinnslu. Jafnframt hefur verið bent á sérstaka eig-
inleika íslenska lambakjötsins, og að það væri
„hrein náttúruafurð. “
Þrátt fyrir allt starfið og góðan vilja hefur salan
dregist saman, og það meira en lítið. Starfshópur
landbúnaðaráðuneytisins, er fjallaði um stöðu og
framtíð sauðfjárræktar, ályktaði á sínum tíma um
að fáar atvinnugreinar hæfðu betur því markmiði að
vera grundvöllur dreifðrar byggðar í landinu, vel að
merkja ef markaður er fyrir hendi. Þá má ekki
gleyma því að sauðfjárræktin leggur til fleiri afurðir
en kjötið eitt; ull og gærur eru undirstaða mikil-
vægra úrvinnslugreina. Auk þess hlýtur kindakjöts-
framleiðslan að vera öryggisþáttur í matvælaöflun
þjóðarinnar í veröld þar sem vaxandi óvissu gætir
um framtíð matvælaöflunar.
Það er eðlileg krafa sauðfjárbænda að búgreinin
skili þeim viðunandi tekjum miðað við vinnufram-
lag og að þeir búi við sanngjarnt framleiðsluöryggi.
En neytandinn hefur síðasta orðið því hans er valið.
Sauðfjárræktinni er því mikill vandi á höndum. Þann
vanda tekst ekki að leysa nema með samstilltu
átaki og góðum vilja allra aðila. EHB
fréffir
Fjallvegir á Norðvesturlandi:
Kjalvegur ruddur í næstu viku
- öxulþungi takmarkaður við 5 tonn á Lágheiði enn um hríð
Ekki er búist við að Lágheiði
verði opnuð fyrir umferð
stærri bfla á næstu dögum. Nú
er þar 5 tonna öxulþungi og
samkvæmt upplýsingum vega-
eftirlitsmanns á Sauðárkróki
munu væntanlega nokkrir dag-
ar líða þangað til heiðin verður
opnuð fyrir stærri bíla. „Við
verðum að gefa heiðinni
nokkra daga til að þorna. Veg-
urinn er það slæmur að við get-
um ekki heflað hann. Ef við
gerum það núna brjótum við
upp þá hörðu skán sem kom-
inn er ofan á hann. Undir þess-
ari skán er lint drullulag,“ voru
orð vegaeftirlitsmannsins.
Það eru fleiri fjallvegir á norð-
vestanverðu landinu en Lágheiði
sem eru erfiðir yfirferðar þessa
dagana. Vegurinn milli Sauðár-
króks og Blönduóss um Þverár-
fjall og Laxárdal er ófær og langt
í land að hann opnist. Tíðinda-
maður Dags fór í eftirlitsferð
þangað uppeftir í vikunni og taldi
að á köflum lægi allt að 2 metra
þykkir snjóskaflar á veginum. Ef
rétt reynist má gera ráð fyrir að
vegurinn opnist ekki fyrr en að
nokkrum vikum liðnum.
Að sögn Sigurðar Ingþórsson-
ar, hjá Vegagerðinni á Blöndu-
ósi, verður í næstu viku byrjað að
nioka Kjalveg. Hann sagðist hafa
farið á fimmtudagskvöld inn á
Hveravelli og hefði reynst vera
töluvert mikill snjór á veginum.
„Vegurinn er mjög seinfarinn og
þetta er allt seinna en í venjulegu
ári,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að svo virtist sem
litill klaki væri í jörðu á Kjalvegi
jTíu stéttarfélög við Eyjafjörð
hafa sent frá sér ályktun þar
sem lýst er yfir fullum stuðn-
ingi við sveitastjórnir á svæð-
inu um áframhaldandi viðræð-
ur við stjórnvöld um stóriðju
og staðsetningu hennar við
Eyjafjörð.
„Fundinum er ljóst að ef Ey-
(firðingar eiga að halda hlut sín-
um í mannfjöldaþróun miðað við
landið í heild, verður að styrkja
atvinnulífið við fjörðinn svo um
munar. Það verður tæpast gert
nema með stórfelldri atvinnu-
uppbyggingu á sviði iðnaðar."
Undir ályktunina rita fulltrúar
frá Félagi málmiðnaðarmanna,
Félagi verslunar- og skrifstofu-
fólks, Iðju, Rafvirkjafélagi
Norðurlands, Sjómannafélagi
Eyjafjarðar, Trésmiðafélagi Ak-
ureyrar, Einingu, STAK og starfs-
mannafélögum Dalvíkurbæjar og
Ólafsfjarðarbæjar.
I bréfi til Jóns Sigurðssonar
og því mætti gera ráð fyrir að
hann yrði fljótur að þorna eftir
mokstur. óþh
iðnaðarráðherra með ályktuninni
segir að það sé von stéttarfélag-
anna að samþykktin verði já-
kvætt innlegg í umræðuna um
atvinnuuppbyggingu við fjörðinn
og ennfremur er minnt á sam-
þykkt sem gerð var á 17. þingi
AN þar sem segir að gera beri
sérstaka athugun á möguleikum á
orkunýtingu við fjörðinn t.d.
með orkufrekan iðnað í huga.
______________________VG
Rólegt hjá lög-
reglimmáAkureyri
Vikan hjá lögreglunni á Akur-
eyri hefur verið mjög róleg og
lítið sem ekkert um stórmál.
Þær upplýsingar fengust á lög-
reglustöðinni við Þórunnarstræti
að ástandið væri kannski ívið
rólegra en venjulega en þó ekki
mjög frábrugðið. KR
-I
kvikmyndarýni
"I, Umsjón: Jón Hjaltason
Stéttarfélög við Eyjaíjörð:
Styðja áframhaldancli
viðræður um stór-
íðju við Eyjaljorð
Glæpur án refsingar
Kviðmágarnir Mel Gibson (til vinstri) og Kurt Russel á veitingastað
Michelle Pfeiffer.
Borgarbíó sýnir: Launráð.
( I'equila Sunrise.)
Leikstjóri og höfundur handrits:
Kobcrt Towne.
Helstu leikendur: Mel Gibson, Michelle
Pfeiffer og Kurt Kussell.
Warner Bros 1989.
Að fara í bíó getur verið afar lær-
dómsríkt. Við lærum kannski
ekki svo mikið um mannlegt eðli
því að myndirnar sem við sjáum
koma flestar að vestan en í
Hollywood gæla menn við ábata-
sama óskhyggjuna en hafa oftar
en ekki lítið veður af sannleikan-
um um manninn sem er þó marg-
brotinn. En við erum alltaf öðru
hvoru minnt á aðra ákaflega
mikilvæga staðreynd lífsgöng-
unnar. Hún er sú að þau eru í
raun og veru ákaflega fá illmenn-
in í kringum okkur en fyrir sakir
vanþekkingar hættir okkur til að
fjölga þeim. Ég ætla að láta það
vera, að minnsta kosti í bili, að
rökstyðja þessa staðhæfingu.
Tökum þó eitt dæmi. í Launráð-
um leikur Mel Gibson ákaflega
þægilegan náunga. Og í augum
bíófarans verður þessi persóna
sífellt geðugri eftir því sem líður
á myndina enda kemst hann ekki
hjá því að setja sig í spor þessa
manns sem stundað hefur eitur-
lyfjasölu í fjöldamörg ár. Ef
leikstjórinn hefði kosið að taka
annan pól í hæðina og segja sög-
una til dæmis í gegnum foreldra
eiturlyfjasjúklings þá hefðum við
aldrei kynnst eiturlyfjasalanum.
Hann hefði orðið skítmenni í
okkar augum.
í raun og veru er þessi nýjasta
mynd Roberts Townes um
óþokka sem Mel Gibson leikur.
Bandarískir eru alltaf að fást við
þá bestu og Gibson er snillingur-
inn í eiturlyfjasölu. En nú vill
hann láta af þeim starfa sem
reynist honum erfitt. Gegn vilja
sínum og óafvitandi flækist hann
inn í heilmikinn svikavef alríkis-
lögreglunnar sem vill upp á Ilíf og
dauða hafa hendur í hári ákaf-
lega dularfulls Mexíkana. En
hann hefur, í samvinnu við
Gibson, smyglað ófáum tonnum
af kókaíni inn til Bandaríkjanna.
Það flækir málið enn að yfirmað-
ur fíkniefnadeildar staðarlögregl-
unnar, Kurt Russell, er gamall
vinur Gibsons. Og báðir eiga þeir
vingott við sömu konuna,
Michelle Pfeiffer, sem auðvitað
er grunuð um græsku.
Samsærið í Launráðum er
ákaflega djúphugsað og ekki
alveg frítt við að manni þyki
stundum bláþráður hlaupa á rök-
semdafærsluna. Ég held þó að
þegar betur er að gáð. sé þetta
misskilningur og launráðin fylli-
lega rökleg. Kurt lögreglustjóri
notar Pfeiffer til að komast í
návígi við Gibson og alríkislög-
reglan notar Gibson (og frænda
hans) til að komast í tæri við
Mexíkanann dularfulla sem eng-
inn þekkir í sjón nema Gibson
einn. (Ég skil þó ekki enn hvern-
ig Russell gat fundið út hver
Mexíkaninn var í raun og veru.)
Þrátt fyrir heldur ískyggilegan
söguþráð rennur ekkert blóð í
þessari mynd. Leikstjórinn er
ekki að glíma við venjulega has-
armynd, tilfinningar söguhetj-
anna eiga hug hans allan. Og
honum tekst vel upp. Ástar-
myndin Launráð er jafn spenn-
andi og glæpamyndin Launráð.
Það skemmir heldur ekki fyrir að
glæpnum fylgir engin refsing.