Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 16
Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. • Jéíýý.M Leitið uppiýsinga snmim 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Verslun KEA við Höf'ða- hlíð breytt í „bónusbúð“ - Stefnt að því að opna verslunina í byrjun ágúst Áður en langt um líður verður hafíst handa við breytingar á kjörbúð KEA við Höfðahlíð, en ætlunin er að í því húsnæði verði opnuð matvöruverslun með nýju sniði. Hér verður m.ö.o. um að ræða verslun sem selur matvörur á lægra verði en tíðkast almennt í matvöruverslunum á Akureyri enda verður þjónusta öll í lág- marki og innréttingar einfald- ar. Stefnt er að því að verslun- in verði opnuð í breyttri mynd í byrjun ágúst. „Þessi tegund verslunar er vel þekkt í nágrannalöndum okkar og gengur undir ýmsum nöfnum svo sem Aldi, Bonus og Netto. Nokkrar verslanir af þessu tagi hafa verið opnaðar hér á landi og eru nefndar „bónusbúðir“. Vöruflokkar í væntanlegri versl- un KEA við Höfðahlíð verða færri en í almennum kjörbúðum og lítið lagt upp úr útstillingum og skreytingum. Starfsmönnum verður fækkað en reynt verður að útvega þeim starfsmönnum, sem ekki er hægt að endurráða í versl- uninni eftir breytinguna, atvinnu í öðrum verslunum félagsins," sagði Björn Baldursson, fulltrúi á verslunarsviði í samtali við Dag. Björn sagði að hér væri um að ræða tilraun af hálfu KEA og má búast við, ef verslunin gengur vel, að kannaður verði grund- völlurinn fyrir fleiri slíkum versl- unum á félagssvæðinu. „Félags- menn og viðskiptavinir KEA hafa margir hverjir lagt á það áherslu að félagið kannaði og reyndi allar hugsanlegar nýjung- ar í rekstri verslana á félagssvæð- inu og er þetta fyrsta svar félags- ins við þeim óskum. Nýja búðin á að geta lækkað útgjöld heimil- anna enda verður hún byggð upp á allt annan hátt en venja er til um matvöruverslanir," sagði Björn að lokum. Skóverksmiðjan Strikið búin að starfa í eitt ár: „Reiknuðum alltaf með hafla en erum yfir núllinu" - segir Haukur Ármannsson, framkvæmdastjóri „Við reiknuðum alltaf með því að vera í halla á fyrsta árinu en þegar upp er staöið eruin við aðeins yfír núllinu. Það er mjög jákvætt og miklu betra en við þorðum að vona,“ segir Vilhjálmur Jónasson, minka- bani á Sílalæk í Aðaldal, segist hafa náð 2 minkalæðum með hvolpum í vor sem telja verði mjög líklegt að hafí verið í búr- um á loðdýrabúum. Hann seg- ir að þekkja megi aliminkinn frá hinum villta mink vegna lit- ar og þá hegði hann sér öðru- vísi en villti minkurinn. Vilhjálmur segir að í sjálfu sér komi ekki á óvart þótt vart verði við alimink því erfitt sé að kom- ast hjá því að eitt og eitt dýr sleppi út. Hann telur að ekki stafi hætta af þessu en segir hins vegar að það sé alvarlegri hlutur ef refurinn sleppi út. „Auðvitað er sú hætta fyrir hendi að aliminkur- inn, sem ekki hefur aðlagast nátt- úrunni, leiti heim að bæjum og geri mönnum óskunda í alifugl- um, með öðrum orðum leita eftir einhverju að éta eins og þeir eru vanir,“ sagði Vilhjálmur. Frá áramótum hefur Vilhjálm- ur náð fast að 150 minkum, þ.m.t hvolpar, og segir hann það ekki ósvipaða tölu og á undanförnum árum. Hann segir ekki miklar sveiflur í þessu frá einu ári til annars. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur aflaði sér í gær hafa aðrir minkabanar svipaða sögu að segja og Vilhjálmur með fjölda fallinna dýra á „vertíðinni“. Haukur Ármannsson, fram- kæmdastjóri Skóverksmiðj- unnar Striksins á Akureyri en í gær var gefíð sumarfrí í verk- smiðjunni og er þar með lokið fyrsta starfsári hennar. Af refaskyttum er það að frétta að þær eru almennt lítið byrjaðar að aðhafast, enda aðstæður hinar verstu á hefðbundnum refaslóð- um. Vegir inn á hálendið er víð- ast meira og minna ófærir og nienn bíða því átekta urn hríð. óþh Frá því að nýtt fyrirkomulag var tekið upp á brauðsölu í Kjörmarkaði KEA við Hrísa- lund hefur orðið veruleg sölu- aukning á brauðum og kökum „Þó við höfum gert okkar áætl- anir í mínus þá reyndum við að vera eins svartsýnir eins og við gátum og erum auðvitað allir mjög ánægðir með að hafa ekki farið í mínus," segir Haukur. Á þessu fyrsta framleiðsluári hafa verið framleidd um 30.000 pör af skóm hjá Strikinu. Þetta þýðir unt 2500 para framleiðslu á mánuði en Haukur segir gott fyr- ir verksmiðjuna að miðað verði við um 3000 pör á mánuði. „Þetta er fyrsta árið, við þurft- um að vinna okkur í álit bæði hjá kaupmönnum og þeim sem við höfum verið að kaupa af hráefni. Þetta eru því eintómar vinsælda- kosningar og við erum ánægðir með úrslitin." Haukur Ármannsson er í helg- arviðtali blaðsins í dag og ræðir þar m.a. frekar um afkomu Skó- verksmiðjunnar Striksins. Sjá opnu. JÓH í versluninni. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Ármannssyni, kjörmark- aðsstjóra, hefur brauðsalan í Hrísalundi tvöfaldast eftir að smekklegur afgreiðsludiskur fyrir ópakkað brauð og kökur var sett- ur upp. Á hverjum degi er bakað sætabrauð í til þess gerðum ofni á staðnum, þannig að viðskiptavin- ir geta fengið vöruna afgreidda volga beint tír ofninum. „Breytingin átti fullkomlega rétt á sér og þessi þjónusta við viðskiptavinina hefur mælst vel fyrir, því margir vilja heldur kaupa brauðið ópakkað en í hefð- bundnum pakkningum. Skurður- inn á brauðunum er ókeypis, gróf skorin brauð kosta 109 krónur yfir búðarborðið," sagði Guðjón. EHB Tvær aJi-minkalæður gripnar í „landhelgi“ - refavertíðin fer rólega af stað Hrísalundur: Tvöföldun á brauðsölu Ekki meira nætursund! Framkvæmdir við uppsetningu nýrrar girðingar við sundlaugina á Akureyri hafa eflaust vakið athygli allra þeirra sem þar fara um. Staurarnir eru nú komnir niður og Ijóst er að hér verður um að ræða hið myndarlegasta mann- virki. Auk þess sem gamla girðingin var orðin í Ijótari kantinum þá var hún ekki lengur mannhcld, enda er tilgangur þeirrar nýju kannski ekki hvað síst að binda cndi á hið svokallaða nætursund sem notið hefur mikilla vinsælda hjá unga fólkinu í nokkur ár en yfirvöld hafa hins vegar litið hornauga, svo ekki sé mcira sagt. Mynd: kl Tréverk hf. á Dalvík: Fjórar kaupleiguíbúðir verða aflientar í sumar Nú er veriö aö leggja síðustu hönd á frágang fjögurra kaup- leiguíbúða á Dalvík. Það er Tréverk h.f. sem hefur séð um byggingu íbúðanna. Að sögn Oskars Pálmasonar, hjá Tré- verki h.f., hefur ekki verið tek- in ákvörðun um hvenær íbúð- irnar verða afhentar. Sam- kvæmt samningi eiga þær að afhendast í september en Ósk- ar segir hugsanlegt að það verði gert fyrr. í maí s.l. afhenti Tréverk h.f. fjórar íbúðir í verkamannabú- staðakerfi. Allar þessar íbúðir eru í nýju hverfi við Lynghóla og Reynihóla. Áuk kaupleiguíbúðanna er bygging einnar hæðar ofan á hús kaupfélagsins stærsta verkefni Tréverks á Dalvík í sumar. Því verki verður væntanlega lokið unt inánaðamótin júlí-ágúst. Óskar segir að ekki sé ljóst með frekari verkefni í haust. Hann segir að Tréverk h.f. eigi að vísu tvo grunna þar sem meiningin sé að byggja kaupleiguíbúðir. Húsnæðisstofnun hefur enn ekki svarað umsókn Tréverks um byggingu kaupleiguíbúða en það setur ákveðnar skorður með áætlanir um frekari bygginga- framkvæmdir í haust. óþh R Æ Kv jgÆJ/ /tfcí/nvfa I love you - Ég elska þig. Allir geta sagt I love you, en þegar þú kemur að kjarna málsins er íslenskan best.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.