Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. júlí 1989 - DAGUR - 9
ar breytingar síðan ég kom hing-
að og nánast ekki fengið neina
mótbáru. Andrúmsloftið var erf-
itt þegar ég kom, óvissuástandið
var búið að vara lengi og langur
tími fór í að vinna upp móralinn
hjá fólkinu. Þetta öryggi er auð-
vitað ekki komið ennþá, ekki síst
vegna þess hvernig staðan er í
þjóðfélaginu. En þetta er allt
annað en var fyrstu dagana.“
Haukur segist alltaf mæta
skilningi og góðu viðmóti þeirra
sem hann þurfi að leita til. Undir
niðri finnist þó samt efinn um að
þetta ævintýri þeirra félaganna
geti gengið. „Þetta er ekkert
óeðlilegt vegna þess að ýmsir
sérfræðingar hafa margoft reikn-
að út að þetta eigi ekki að vera
hægt. En ef þú ferð tvítugur út og
ætlar að kaupa þér íbúð þá á það
heldur ekki að vera hægt þannig
að það er hægt að reikna allt
vonlaust ef viljinn er fyrir hendi.
Og eins er margt hægt ef viljinn
og rétta hugarfarið er fyrir
hendi.“
Lifum ekki á
fiskinum einum saman
Þrátt fyrir að Haukur hafi ekki
um langt skeið fengist við at-
vinnurekstur á Akureyri þá hefur
hann sínar ákveðnu skoðanir á
atvinnuuppbyggingunni á svæð-
inu. Hann segir grunnhugmynd-
ina í sínum skoðunum þá að
skapa verði næga atvinnu fyrir
fólkið og þar verði að leita meiri
fjölbreytni en að byggja á fiskin-
um. Hann er ákveðið fylgj-
andi stóriðju við Eyjafjörð ef
fullvfst sé að hún gefi eitthvað af
sér. Hvað létta iðnaðinn varðar
þá segist hann þess fullviss að
menn eigi að leita allra ráða til að
framleiða þá hluti sem nú eru
fluttir inn. „Við eigum að hætta
að flytja það inn sem við getum
búið til sjálfir."
Ekki þarf það að koma á óvart
að Haukur telur mörg fyrirtæki,
ekki eingöngu á Akureyri heldur
víðar, mjög vitlaust upp byggð.
„Báknin eru alltof mikil og menn
eru farnir að setja gífurlega yfir-
byggingu á pínulítil fyrirtæki. Oft
eru komnir bæði forstjórar, fram-
kvæmdastjórar, fjármálastjórar,
starfsmannastjórar og ritarar sem
alveg eru að sliga hin bestu fyrir-
tæki. Menn eru að drepa mörg
fyrirtæki með pappírsgeiranum
og áætlanagerðinni. Það fer
óskaplega í taugarnar á mér að
horfa á slík dæmi.“
Vil ekki vera neinn rutlari
Framkvæmdastjórinn brosir út í
annað þegar hann er spurður
hvort hann geti hugsað sér að
taka eina kúvendinguna enn og
leita á vit nýrra ævintýra í
atvinnulífinu.
„Þetta kemur allt í ljós. En ég
hylmi ekki yfir það að þetta starf
er miklu fjölbreyttara heldur en
Texti og myndir:
Jóhann Ólafur Halldórsson
ég átti von á, gefur meira og er
mun skemmtilegra. Starfið tekur
á mörgum þáttum en hvað ég
verð lengi mun koma í ljós. Það
er ekkert takmark að vera alltaf
að skipta um starf, ég vil frekar
vera staðfastur í starfi frekar en
einhver rutlari. Ég vil vinna vel
og lengi í því sem ég tek mérfyrir
hendur hverju sinni,“ svarar
Haukur.
Þrátt fyrir annríkið segir hann
alltaf tíma til að sinna fjölskyld-
unni. Reglulega taki hann góð frí
en því verði ekki leynt að síðasta
árið hafi hann verið mjög upp-
tekinn af skóverksmiðjunni.
„Blessaður vertu, maður er
búinn að vera nánast með skósól-
ann á milli eyrnanna alveg síðan í
maí í fyrra,“ segir hann skelli-
hlæjandi. „Þetta hefði ekki geng-
ið öðruvísi. Ef við félagarnir
hefðum skrifað á okkur alla þann
tíma sem við höfum verið hér á
þessum mánuðum þá væri þetta
ekki í jafnvægi í dag. En þegar út
í þetta var farið þá var Ijóst að
þetta væri mikil vinna og fyrir
vikið hefur maður verið nánast
ósamræðuhæfur síðasta árið. En
við erum ánægðir með uppsker-
una,“ bætir hann við.
Menn verða að tryggja sig
fyrir vondu árunum
Hinn 28 ára gamli framkvæmda-
stjóri hefur ekki dregið dul á að
eftir fyrsta árið sé talsverðum
áfanga náð, ekki einungis sé
reksturinn kominn í betra horf
heldur sé að baki stór hluti kaup-
anna á verksmiðjunni. Þegar
hann er spurður hvert sé tak-
markið með þennan rekstur þá
verður umhugsunartíminn ekki
langur.
„Takmörk okkar eru í sjálfu
sér engin önnur en þau að láta
þessa einingu ganga og ganga vel.
Ef við ætlum að fara að safna ein-
hverju þá verða það ekki neinar
eignir eða neitt svoleiðis. En
menn verða að geta tryggt fyrir-
tækið í góðum árum fyrir vondu
árunum þegar þau koma og mér
finnst það einmitt alltof ríkjandi
að menn rjúki til og skelli marm-
ara á skrifstofugólfið og geri allt
eins og hjá kóngafólki í góðærinu
en bölvi svo bara ríkisstjórninni
þegar kemur að verri árunum.
Þetta er auðvitað út í hött. Víst
reynum við að hafa aðstöðuna
mannsæmandi og borga sæmileg
laun en við munum ekki rjúka til
með látum ef að góðærin koma.
Þá þyrftum við fljótlega að loka.
En ég hef oft sagt að ef þetta eru
vondu árin sem við erum núna að
ganga í gegnum þá hlakka ég til
góðu áranna.“ JÓH