Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 3
fréffir Laugardagur 1. júlí 1989 - DAGUR - 3 f----------- Drekinn ’89 á Egilsstöðum: Hreindýraj akkar, kjötsnakk og eikar- bátur meftal þess sem slegið heftir í gegn Sýningin Drekinn ’89 á Egils- stöðum þar sem 75 austfirsk fyrirtæki kynna framleiðslu sína og þjónustu hefur gengið ótrúlega vel að sögn Önnu Ing- ólfsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar. Um síðustu helgi komu um 3000 manns að sjá sýninguna og hefur fjöl- breytnin komið gestunum mest á óvart. „Fólk virðist ekki hafa áttað sig á að á Austurlandi skuli vera svona mikil framleiðsla og mikil þjónusta,“ sagði Anna. „Það hef- ur margt komið í Ijós sem fólk vissi ekki að væri hér." Meðal þess sem sjá má á sýn- ingunni eru jakkar úr hreindýra- skinni sem vakið hafa mikla athygli. Bændur á Austurlandi hafa í samvinnu við Búnaðarsam- band Austurlands unnið skinnin í jakkana sem eru þeir fyrstu sem saumaðir eru úr hreindýraskinn- um. „Menn hafa veitt hér hrein- dýr í áratugi og alltaf hent skinnunum, en jakkarnir hafa sannarlega slegið í gegn," sagði Anna. Pá hefur svokallað kjötsnakk vakið mikla athygli, en það er þurrsteikt lambakjöt sem borðað er eins og annað nasl, því er dýft í sérstaka ídýfu og þykir afar Ijúffengt. Þróun þess hefur verið í höndum Ransóknarstofnunar Landbúnaðarins en stefnt er að því að koma lambakjötssnakkinu á markað síðar. Brúnás stærsta innréttingafyr- irtæki á landsbyggðinni hefur nýlega lokið vöruþróunarverk- efni með Iðntæknistofnun og sýn- ir á Drekanum '89 nýja línu í framhaldi af því. Eikarbátur sntíðaður á Fáskrúðsfirði hefur vakið mikla athygli en skipasmið- urinn er talinn sá eini sem enn smíðar báta úr tré. Pá geta gestir séð lifandi lax í búri, selur kom í heimsókn um síðustu helgi og um næstu helgi verður komið með lifandi hreindýr svo enginn ætti að verða svikinn af því að líta inn á sýninguna á Egilsstöðum. VG Jón Þorgeirsson frá Skógum í Vopnafirði sýnir verk úr leðurvinnslu sinni. Brúnás hf. á Egilsstöðum sýnir nýja línu í Ib-innréttingum. Myndir: GG Undirbúningur KR-leiksins á Króknum: Farið í stúdíó og tekið upp lag Undirbúningur fyrir leik Tindastóls og KR nk. miðviku- dagskvöld á Sauðárkróki í 16- liða úrslitum Mjólkurbikarsins stendur nú sem hæst. Nokkrir velunnarar og leikmenn fóru sl. miðvikudagskvöld í „stúd- íó“ og gerðu sér lítið fyrir og tóku upp lag, sem syngja á á leiknum. Samsetningarmenn lags og texta eru þeir Hörður ,?Bassi“ Ólafsson og Erling Órn Pétursson. Gera má ráð Grenivík: Töluverðar fram- kvæmdir í gangi fyrir að lagið muni hljóma á pöllunum áfram í sumar og síð- ar. Lagið var tekið upp í hljóðveri Eiríks Hilmissonar á Sauðár- króki, sem hefur yfir mjög góð- um tækjum að ráða. Stefnt er á fjölföldun lagsins, í einhverju formi. Hvort það verður á plasti, diski eða böndum, skal ósagt látið. Mikil stemmning ríkir á Sauð- árkróki fyrir leikinn gegn KR- ingum. Fljótlega eftir að ljóst varð að KR-ingar kæmu aftur á Krókinn, var sett á stofn nefnd til að sjá um undirbúning leiksins. Að sögn nefndarmanna er stefnt að því að fá 1200 manns á völlinn nk. ntiðvikudagskvöld. -bjb Verslunin verður lokuð á laugardögum frá 1. júlí til 12. ágúst Byggingavörur Lónsbakka, símar 21400 og 23960. Töluverðar framkvæmdir verða í gangi á Grenivík í sumar. Haldið verður áfram við byggingu kaupleiguíbúða, gatnagerðarframkvæmdir verða við Hafnargötu og unnið verður við sundlaugina. Að sögn Guðnýjar Sverrisdótt- ur sveitarstjóra Grýtubakka- hrepps eru áframhaldandi fram- kvæmdir hafnar við kaupleigu- íbúðir við Miðgarða. Um er að ræða tvær íbúðir sem byrjað var á í fyrrahaust. Búið er að fastsetja báðar íbúðirnar og er áætlað að afhenda þær l. febrúar. í sumar á að skipta um jarðveg og setja nýjar lagnir í Hafnargötu og er vinna við það þegar hafin. Reyna á að ljúka sundlaugar- byggingunni sent mest í ár sögn Guðnýjar. Búið er að steypa laugina upp og er stefnt að því að allt nema varmadæla verði tilbúið á árinu. Vonast er til að hægt verði að ljúka alveg við framkvæmdina næsta vor. KR Hin vönduÖu fellihýsi eru á útilífssýningunni við Leiruveg um helgina á DHEH-stöðinni Hagstætt verð — Sérstök greiðslukjör Nöldursf. — Vorleikur '89

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.