Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júlí 1989 - DAGUR - 5 Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson: „Páfaheimsóknin áhrifaríkur og minnisstæður atburður“ - segir Pétur sem lætur af embætti í dag eftir tæplega átta ára starf í gær var síðasti starfsdagur herra Péturs Sigurgeirssonar í embætti biskups íslands og í fyrrakvöld kvaddi hann presta- stefnu. Um síðustu heigi var séra Olafur Skúlason settur inn í embættið og tekur hann við starfinu í dag. Tæp átta ár eru liðin síðan Pétur tók við emb- ættinu en hann hóf störf þann 1. október árið 1981. Dagur innti Pétur eftir því hvað væri honum efst í huga nú þegar hann lætur af starfi biskups. „Mér er ofarlega í huga þakk- læti fyrir að hafa fengið að takast á við þau verkefni sem því fylgir að vera biskup íslands og hve samstarf við presta landsins í þeim málum sem kirkjuna varðar hefur verið ánægjulegt. Mér er það ekki síst ljóst eftir að hafa verið í þessu starfi hversu mikið verk prestarnir vinna í landinu. ' Oftast nær er hljótt um þeirra störf en þeirra störf eru ákaflega mikil og góð og það hef ég fundið vel í mínu embætti. Ég hef vígt yfir 40 presta í mínu starfi, farið í vísitasíur, vígt kirkjur og sinnt daglegum störfum á skrifstofunni og þetta eru allt athyglisverð og heillandi verk. Maður veit aldrei að kvöldi hvað við tekur næsta vinnudag," segir Pétur. an þá held ég að kirkjufólk sé ákaflega lifandi í sínu starfi." Trúandi þjóð er farsæl - Hvaða óskir áttu til handa kirkjunni á þessum tímamótum? „Pað er að mínum eftirmanni megi farnast sem best í sínu emb- ætti og þessi tími sem framundan er megi verða efling trúarlífs í landinu. Trúandi og biðjandi þjóð er áreiðanlega farsæl og henni fylgir heill þó alltaf verði við erfiðleika að glíma. Hjá því verður ekki komist og trúin er engin trygging gegn slíku en kirkjan vill standa með þjóðinni í blíðu og stríðu og vera leiðandi, vekjandi og blessandi afl með þjóðinni. Þess óska ég af alhug.“ - Finnst þér þjóðin standa vel að baki kirkjunni? „Þegar á reynir þá er trúin lif- andi í fólkinu. Auðvitað er mis- jafnt hvernig kirkjan er sött en ég hef oft orðið þess var á ferðum mfnum að við kirkjur eru tæki til þess að hljómar og tal náist út fyrir kirkjuna enda rúma margar kirk jur ekki alla sem þangað vilja koma. En presturinn á ekki að- eins að vera fyrir fjöldann heldur á hann að hugsa um þann ein- staka í lífinu. Á þann hátt er starfið persónubundið." - Hvaða verkefni taka nú við hjá þér? „Það taka nú bara við flutning- ar hjá okkur hjónum. Við erum búin að fá húsnæði í Reykjavík þannig að við byrjum á að koma okkur fyrir á ný. Maður er nú kominn á áttræðisaldur þannig að ekkert er nú ákveðið með frekari verkefni en einhver verkefni liggja þó fyrir,“ sagði herra Pétur Sigurgeirsson. JÓH Næstu verkefni biskupshjónanna Péturs Sigurgeirssonar og Sólveigar Ásgeirsdóttur verða flutningar í Reykjavík. Kom fátt á óvart í starfinu - Þegar þú lítur til baka, finnst þér eitthvað í starfinu hafa komið þér á óvart? Var eitthvað öðru- vísi en þú bjóst við þegar þú tókst við starfinu fyrir tæpum átta árum? „Nei, ekki held ég það. Ég var búinn að kynnast þessu svolítið gegnum starf föður míns á sínum tíma í þessu embætti og til við- bótar hafði ég unnið töluvert mikið að stjórnunarmálum í kirkjunni sem vígslubiskup. Einnig hafði ég haft víðar og verk- miklar dyr í starfi mínu í Akur- eyrarprestakalli og það var allt góð undirstaða fyrir þau verkefni sem tóku við hér syðra." - Eru einhver sérstök verk sem þér eru minnistæð frá þessum tíma í embætti? „Það er erfitt að taka nokkuð út úr en nýafstaðin páfaheimsókn verður mér ákaflega minnisstæður og áhrifaríkur atburður, ánægju- legt að eiga aðild að heintsókn páfans hingaö til lands. Ég gæti einnig nefnt vígslu Hallgríms- kirkju sem var ákaflega stór at- burður. Að vinna með fólki í kirkju- legu starfi og finna þá fórnar- þjónustu sem þar er verið að vinna er ánægjulegt. Nú hefur talsvert verið rætt um deyfð í kirkjunni en sannleikurinn er samt sá að þegar allt er lagt sam- Bændur Norðurlandi! Hef tekið að mér umboð fyrir landbúnaðarvélar frá Þór hf. og Búvélum. Deutz-Fhar dráttarvélar og heyvinnuvélar. Ford, New-Holland dráttarvélar og rúllubindivélar. Fent dráttarvélar. Heuma-Niemeyer heyvinnuvélar. Wermer rúllubindivélar. Ýmiss konar rúllupökkunarvélar. Welger bindivélar frá Globus. Notaðir varahlutir í Ferguson 35X. Hásingar undir kerrur og vagna. Kaupi vélar til niðurrifs. Guðmundur Karl Jónasson, Hellum, Aðaldal, sími 96-43623. AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboöum í lagningu hita- veitu í 19 áfanga dreifikerfis Hitaveitu Akureyrar „Geröahverfi II á Akureyri“. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88 b, og hjá Verkfræðiskrifstofu Norðurlands, Hofsbót 4, Akureyri, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Utboösgögnin veröa til afhendingar eftir kl. 15.00 föstudaginn 30. júní næstkomandi. Tilboö veröa opnuð á skrifstofu hita- veitustjóra, Hafnarstræti 88 b, Akur- eyri, kl. 11 mánudaginn 10. júlí 1989. Hitaveitustjóri. Ástarsögurnar frá Snorrahúsi njóta sívaxancli vinsælda. Nú koma út tvær bækur mánaðarlega Tilboð tilnrn áskrifenda! Útgáfan hefur ákveðið að bjóða nýjum áskrifendum eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifendur. Þeir geta valið úr eftirtöldum bókum. Spennusuguflokkurinn: Morðið í Taucrngöngunum, Þeir dauðu drekka ekki Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum. Astarsöguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan. SNORRAHÚS Pósthólf 58 • 602 Akureyri • -sr 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.