Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. júlí 1989
Fyrrum bílasali og núverandi framkvæmdastjóri Skóverksmiðjunnar Striksins:
„Búinn að vera með
skósólann milli eymanna
síðan í maí ífyrra"
- Haukur Ármannsson heldur senn upp á eins árs starfsafmæli verksmiðjunnar með meðeigendum sínum og starfsfólki
Nú er liðið rúmt ár síðan lítill hópur
manna tók sig til, stofnaði hlutafé-
lag og keypti skóverksmiðj u Sam-
bandsins á Akureyri, sem í dag
heitir Skóverksmiðjan Strikið.
Þetta vakti mikla athygli bæjarbúa
ekki síst fyrir þær sakir að enginn
þeirra sex aðila sem að þessum
kaupum stóðu hafði komið nálægt
skógerð. í byrjun ágústmánaðar
næstkomandi geta þessir sexmenn-
ingar, ásamt starfsfólki sínu í verk-
smiðjunni, blásið á kertin á rjóma-
tertunni í eins árs starfsafmæli
Striksins. Haukur Armannsson,
framkvæmdastjóri Striksins og
maðurinn sem hugmyndina átti að
þessum kaupum, er ánægður við
þessi tímamót og leynir því ekki að
hlutirnir hafa gengið betur en þeir
sjálfir þorðu að vona. Helgarblað
Dags skyggnist í dag inn í líf bílasal-
ans sem sneri sér að skógerð.
Ekki er algengt aö heilu fjölskyldurnar vinni saman í
sama fyrirtækinu en hjá Strikinu eru foreldrar Hauks
bæði við störf. Hér er Haukur ásamt föður sínum,
Ármanni Þorgrímssyni, framleiðslustjóra.
„Það er engin spurning að það
ár sem við kviðum mest fyrir er
liðið. Þetta gengur miklu betur
en við þorðum að vona, við
reiknuðum alltaf með tapi fyrsta
árið en erum ekki búnir að tapa
fimmkalli ennþá. En það er engin
launung að við höfum þurft að
hafa fyrir þessum árangri, ég hef
haldið öllum kostnaðarliðum
niðri og nánast einungis borgað
laun og hráefni. Ég væri ósann-
gjarn að segja að ég fyndi ekki
fyrir þeim aðstæðum sem íslensk-
um fyrirtækjum er búin en það
eru yfirdrifið nógu margir sem
eru að kvarta og kenna ríkis-
stjórninni um. Ég tók þann pól í
hæðina við kynningu á fyrirtæk-
inu og mínu starfi að vinna þetta
svolítið jákvætt og skemmtilega
þrátt fyrir að mörg vandamál hafi
komið upp og eigi eftir að koma
upp. Ekkert af þeim hef ég ekki
gaman af að leysa,“ segir Haukur
þegar hann hefur komið sér fyrir
innan við framkvæmdastjóra-
borðið á skrifstofunni yfir fram-
leiðslusal verksmiðjunnar.
Finnst gott að geta þekkt
þriðja hvern mann í bænum
Haukur er borinn og barnfæddur
Akureyringur, svo rótgróinn að
einu fjarverutímarnir frá bænum
voru þegar hann brá sér í kúa-
smölun í sveitina á unglingsárun-
um. „Mér finnst rosalega gott að
vera hér á Akureyri, hér þekkir
maður flesta þannig að allt vinnst
miklu léttar. Ég kann vel við það
að keyra um bæinn og heilsa
þriðja hverjum manni. Ég gæti
ekki kunnað vel við mig í marg-
menninu í Reykjavík og hef oft
hugsað um það að ef ég flytti frá
Akureyri þá yrði það á enn minni
stað þar sem ég þekkti enn stærra
hlutfall af íbúunum," segir Hauk-
ur og hlær dátt. „Nei, mér liði
örugglega ekki vel á stað þar sem
ég hyrfi alveg inn í fjöldann.
Persónuleg samskipti og viðskipti
eru það sem ég set númer eitt,
tvö og þrjú og þau eru auðveldari
á minni stöðunum.“
Haukur glottir út í annað þeg-
ar hann er beðinn að rekja skóla-
ferilinn. „Nú, maður var í Barna-
skóla Akureyrar og fór þaðan í
Gagnfræðaskólann. Síðan tók ég
eitt ár í Menntaskólanum en það
gekk nú ekki, enda stoltið mikið.
Ég sagði við kunningja mína eftir
eitt þýskuprófið að ef ég fengi
einn í prófinu þá hætti ég í
skólanum. Mér gekk ágætlega í
prófinu, að mér fannst, en þegar
einkunnin kom upp þá fékk ég
einn og fór með það heim og
byrjaði að vinna í trésmiðjunni
hjá pabba,“ segir Haukur og
glottir. Skólagöngu hans var ekki
lokið þrátt fyrir þröskuld þýskrar
tungu því næsta vetur á eftir sneri
Haukur aftur í Gagnfræðaskól-
ann og settist þar í verslunardeild
og lauk þar prófi. Nú tók skóli
lífsins við, fyrsta barnið var á
leiðinni og því ekki um annað að
ræða en hella sér út í lífið. Strax
eftir próf komst Haukur í starf
hjá Iðnaðarbankanum þar sem
hann undi vel sínum hag og gat
hugsað sér að starfa til lengri
tíma. Hins vegar fór hann fljótt
að sinna öðrum störfum jafn-
framt bankastarfinu og fyrr en
varði var boltinn farinn að rúlla
upp á sig.
„Ég var að kaupa mér íbúð á
þessum tíma og eina lausnin sem
ég get fundið til að eignast eitt-
hvað er sú að vinna meira. Ég
vann ótrúlegustu störf á þessum
tíma, vann m.a. verk í trésmiðj-
unni og tók að mér rekstur á
vídeóleigu. Það var ekki um ann-
að að ræða á þessum tíma en fara
út í lífið. Ég sé ekkert eftir því þó
auðvitað væri skemmtilegra að
geta sagt við þig núna að ég væri
efnafræðingur eða viðskiptafræð-
ingur eða eitthvað þess háttar.
En ég efast um að ég ætti nokkuð
meira þrátt fyrir það.“
Mannskemmandi að vera
bílasali til lengdar
Haukur dregur ekki dul á það að
erfiðasta ákvörðun hans í lífinu
var síðla hausts árið 1985 þegar
yfirmenn í Iðnaðarbankanum
óskuðu eftir því að annað hvort
helgaði hann sig eingöngu starf-
inu í bankanum og hætti allri
einkastarfsemi eða að hann sneri
sér að einkaframtakinu og þá sér-
staklega bílasölunni Stórholti
sem hann hafði keypt þá um
haustið. Eftir tveggja sólarhringa
umhugsun varð bílasalan fyrir
valinu. „Ég var örugglega talinn
jafnklikkaðasti maðurinn í bæn-
um að fara úr góðu starfi í banka
í bílasölu. En starf bílasala er
gott fyrir hvern einasta mann að
prófa. Þetta er góður skóli í hin-
um daglegu viðskiptum. Vissir
„karakterar" ílendast í þessu en
ég tel að heildin eigi ekki að vera
í þessu til langs tíma. Maður
vann alla daga, var gangandi frá
viðskiptum á Egilsstöðum jafnt
sem Varmahlíð í einu. Ég hringdi
menn saman og lýsti bílunum og
svo var nánast farið upp á öræfi
og gengið frá málum.“ .
Eg var alltaf ákveðinn í að
bílasali yrði ég ekki allt mitt líf.
Þetta er mannskemmandi til
lengdar, maður var alltaf eins og
milli steins og sleggju. Stundum
kom kaupandi og var óánægður
með bílinn sem hann keypti hjá
mér og síðan koma seljandinn
stuttu síðar og kvartaði yfir því
að kaupandinn stæði ekki við
greiðslur. En maður reyndi að
vera eins heiðarlegur í þessu eins
og hægt var en það reyndist oft
erfitt.“
Ætlaði í upphafí að.
kaupa verksmiðjuna einn
Mörgum kom það spánskt fyrir
sjónir þegar sex menn úr ólíkum
starfsstéttum tóku sig saman og
keyptu skóverksmiðjuna. Hauk-
ur upplýsir að engin launung sé á
því að þarna séu á ferðinni per-
sónulegir vinir hans auk föður
hans. „í upphafi ætlaði ég að
selja bílasöluna og kaupa skó-
verksmiðjuna enda hef ég alltaf
verið þannig að ég hef viljað eiga
hlutina einn, standa og falla með
eigin verkum. Þegar ég fór fyrst
af stað þá reyndist þetta erfitt,
bæði trúðu Sambandsmennirnir
og þeir sem ég var að Tala við
ekki því að þetta væri hægt eða
að ég ætlaði í raun í þetta. í
hverju þetta lá veit ég ekki en
ástæðan er sennilega sú hversu
ungur ég var og í hverju ég hafði
verið. Maður heyrði mikið um
vantrú á þessu dæmi og maður
fékk fiðring í magann enda voru
gjaldþrot allt í kringum mann. Þá
var líka kominn annar aðili inn í
myndina sem hugsanlegur kaup-
andi að verksmiðjunni svo ég dró
mig í hlé. Þegar svo sá aðili hætti
við þá fóru þessir félagar mínir
að berja í bakið á mér og hvetja
mig til að fara í þetta en ég gaf
alltaf það svar að bílasalan væri
búin að reynast mér svo vel að ég
tímdi ekki að selja hana. Þá kom
upp sú hugmynd að stofna hluta-
félag um kaupin þannig að söluna
ætti ég áfram. Þetta er sú staða
sem nú er. Þetta eru allt mjög
raunhæfir menn, við höldum
fundi einu sinni í mánuði þar sem
við förum yfir liðinn mánuð
þannig að þetta er allt saman
ótrúlega jarðbundið, miklu jarð-
bundnara en ég held að fólk gerir
sér almennt grein fyrir.
Við gerðum okkar áætlanir,
tókum við rekstri sem var í bull-
andi mínus, engin vöruþróun
búin að eiga séf stað í langan
tíma þannig að það er eðlilegt
að það taki okkur 1-2 ár að koma
hlutunum á réttan kjöl. Þannig
verður þetta sjálfsagt en kannski
með minni tilkostnaði en við
reiknuðum með.“
Ekkert laxeldi eða
refarækt
Haukur færst allur í aukana þeg-
ar talinu er vikið að þeim tíma
þegar kaupin á skóverksmiðjunni
voru að verða að veruleika.
Hann segir að einmitt sú hugsun
að þurfa hugsanlega að sjá á.eftir
um 40 störfum úr bænum hafi
nagað sig mjög.
„Enginn af okkur sem förum
út í þennan rekstur gerum þetta
til að búa til eitthvert stórgróða-
fyrirtæki. Við erum heldur ekki
að bjarga einhverju öðru sem er
að verða gjaldþrota heldur gátum
við ekki hugsað okkur að láta
loka öllu hér í bænum.oÞöð ,voru
búin að fara mörg fyrirtæki en
þetta hér var ekkert laxeldi eða
refarækt. Þetta fyrirtæki var búið
að reka í 52 ár og auðvitað höfðu
komið góð ár og slæm. Því væri
eitthvað óeðlilegt ef ekki væri
hægt að reka þetta áfram. Mitt í
þessari hugsun óð ég af stað.“
Þeirri spurningu hvort Akur-
eyringa vanti bjarsýnina svarar
Haukur á þann veg að langt megi
fara á því að vera ánægður með
sitt og vinna vel. „Þetta kemur
kannski úr harðri átt en ég held
að menn eigi ekki að vera með
neina sýndarmennsku. Ég hef
aldrei unnið þannig og vil ekki
vinna þannig. Númer eitt, tvö og
þrjú er að reyna að halda sér á
jörðinni. Ég legg mikið upp úr
persónulegum samskiptum bæði í
mínum einkaviðskiptum og í fyr-
irtækinu. Ég eyði nánast engu í
auglýsingar fyrir verksmiðjuna
en nota þá peninga til að láta
sölumenn okkar vera stöðugt á
ferðinni út um land til að heim-
sækja kaupmenn og þá sem við
okkur skipta. Þetta finnst mér
vera eðlilegt og ég reyni að láta
tilfinninguna ráða miklu um
hvernig ég stjórna. Síðan stendur
maður og fellur með eigin
ákvörðunum. Það verða allir að
gera.“
Vil ekki vinna með
neinum Hitlerslátum
Ekki segist Haukur vera í vafa
um að mörgum af starfsfólkinu
hafi þótt einkennilegt að fá
skyndilega bílasala inn á gólf til
að stjórna. Hins vegar hafi starfs-
fólkið staðið með sexmenningun-
um frá upphafi. „Mér hefur hins
vegar aldrei fundist ég vera einn
að berja hlutina áfram. Hér eru
42 starfsmenn sem láta hjólin
snúast og hópurinn stendur vel
saman. Ég Vil ekki vinna þetta
með neinum Hitlerslátum. Ég er
búinn að gera ýmsar smávægileg-