Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 13
\\ii\ .t 'íygtib'iiiSgueJ - RUOAG *• 2t Laugardagur 1. júlí 1989 - DAGUR - 13 Icelandic Freezing Plant Ltd.: KraftmMl íslenskur karlakór syngur fyrir fiskvinnslufólk í Grimsby - heimsfrægir kórar fátíðir gestir segir dagblað í Grimsby Á hverjum degi vinnur fjöldi manns í Englandi við að fullvinna fiskinn okkar áður en hann fer á markaði Evrópubandalagsins. Það er samt ekki á hverjum degi sem þetta sama fólk fær tækifæri til að hlýða á 45 kraftmikla íslenska karlmenn syngja í kór áður en haldið er áfram vinnslu sjávaraflans. Þess varð þó starfs- fólk IFPL, Icelandic Freezing Plant Ltd., dótturfyrirtækis Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, aðnjótandi á sólbjört- um júnídegi fyrir skemmstu, þeg- ar Karlakórinn Hreimur frá Aðaldal lagði land undir fót og brá sér í söngferðalag til Englands. Að söngnum loknum var kórnum og fylgdarmönnum vísað um húsakynni verksmiðj- unnar og kynnt starfsemi hennar. I London söng kórinn við messu á 17. júní en hélt síðar tónleika fyrir fullu húsi í tónlist- arhúsinu í Grimsby og vakti söngur þeirra mikla hrifningu viðstaddra. Söngskráin var fjöl- breytt og m.a. voru flutt verk sem flestir kannast við eftir Grieg, Vagner, Verdi, Pál ísólfs- son og fleiri. Fregnir frá Grimsby herma að einsöngur bræðranna Baldurs og Baldvins Baldvins- sona hafi verið stórgóður. í dagblaðsfrétt í Grimsby segir að það sé ekki á hverjum degi sem Grimsbæingar fái tækifæri til að njóta þess að hlusta á heims- frægan karlakór, eins og þar er hermt. Blaðið lofar frammistöðu kórsins í hvívetna, segir söng Yfirlýsing frá 30 íslenskum rithöfundum: Mótmæla hættulegrí atlögu aö málfrelsi - sem þeir telja að dómur yfir Halli Magnússyni sé Þann 20. júní síðastliðinn var felldur í Sakadómi Reykjavíkur dómur yfir Halli Magnússyni blaðamanni, vegna skrifa hans um framkvæmdir í Viðeyjar- kirkjugarði. Dómurinn var kveð- inn upp á grundvelli 108. greinar hegningarlaga, sem virðist til þess eins fallin að forða embættismönnum frá gagnrýni, réttri sem rangri. í tengslum við umrætt má hefur vararíkissak- sóknari boðað að þessari grein skuli nú í framtíðinn beitt í ríkari mæli. í tilefni af þessu viljum við undirritaðir íslenskir rithöfundar lýsa því yfir að við teljum þetta ákvæði hegningarlaganna vera hin verstu ólög, og alls ekki sam- rýmast nútímakröfum um mann- réttindi og tjáningarfrelsi. Jafnframt því sem við mótmæl- um svo hættulegri atlögu að mál- frelsi sem téður dómur er, skor- um við á Alþingismenn að sjá svo um að þessi lagagrein verði felld úr gildi. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Birgir Sigurðsson, Elías Mar, Einar Bragi, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurð- ardóttir, Guðmundur Daníels- son, Guðmundur Andri Thorsson, Gyrðir Elíasson, Hall- dór Laxness, Hannes Sigfússon, Indriði G. Þorsteinsson, Isak Harðarson, Jón úr Vör, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Árnason, Kristján frá Djúpalæk, Ólafur Gunnarsson, Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson, Sigurður A., Magnússon, Sigurjón Birgir Sig- urðsson - Sjón, Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sigurðar- dóttir, Sveinbjörn I. Baldvins- son, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eldjárn. Sumartónleikar: Guðný og Gunnar byija Fyrstu svokölluðu sumartón- leikar verða haldnir dagana 9., 10, og 11. júlí í Akureyrar- kirkju, Húsavíkurkirkju og Reykahlíðarkirkju. Það eru Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari sem ríða á vaðið á þessum þrem fyrstu tón- leikum. Áætlað er að halda sumartón- leika fjórar helgar í sumar og verða þeir kynntir síðar. Þetta er þriðja sumarið sem efnt er til sumartónleika hér norðanlands. óþh hans hafa verið einstæðan og hreinasta unun á að hlýða, enda hafi legið við að þakið á tónlistar- húsinu lyftist af. Stjórnandi Karlakórsins Hreims er Bretinn Robert Faulkner og píanóleik annast eiginkona hans Juliet. Borgarstjórinn í Grimsby tók á móti kórnum og heiðraði hann með minjagrip í tilefni komunn- ar. Pramvegis verðtir afgreiðsla Dags opin í liádegiTiii Lokað kl. 16 á föstudögum. auglýslngadeild, Strandgötu 31, sími 24222 STAÐGREIÐSLA 1989 BREYTTUR PERSONUAFSLA TTUR FRÁ IJÚLÍ PERSÓNUAFSLÁTTUR VERÐUR 19.419 KR. A MANUÐI SJÓMANNAAFSLÁTTUi VERÐUR 535 KR. Á DA Þann 1. júlí nk. hækkar persónu- afsláttur í 19.419 kr. á mánuði og sjó- mannaafsláttur í 535 kr. á dag. Hækk- unin nemur8.84%. Hækkunin nær ekki til launa- greiðslna vegna júní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Ekki skal breyta upphæð per- sónuafsláttar launamanns þegar um eraðræða: • Persónuafslátt samkvæmt náms- mannaskattkorti 1989. • Persónuafslátt samkvæmt skatt- korti með uppsöfnuðum persónu- afslætti 1989. Ónýttur uppsafnaður persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabil- inu 1. janúar til 30. júní 1989 og sem verður millifærður síðar hækkar ekki. Á sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um millifærslu á uppsöfnuðum ónýttum sjómanna- afslætti sem myndast hefur á tímabil- inu 1. janúar til 30. júní 1989. Launagreiðendur munið að hœkka persónuafslátt vegnajúlílauna. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.