Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 01.07.1989, Blaðsíða 6
 • - RAGUB - Ua(jjarí(agur[,lI.(ú)U3§9 Slóvenía, nyrsta lýðveldi Júgóslavíu, sótt heim: Á ÐUNNARSKÓM OG Sllin- BUXUM Á STRÖND ADRÍÁHAFS Eitt sex lýðvelda Slóvenía er eitt sex lýðvelda í Júgóslavíu og er Ljubljana, hvar búa um 300 þúsund manns, þar höfuðborg. Hin lýðveldin fimm eru Króatía, Makedónía, Mont- enegro, Bosnía og Hersegónía og Serbía. Ibúar lýðveldanna sex eru á margan hátt ólíkir og það eitt gerir erfitt fyrir með einingu þjóðarinnar allrar. Tungumálin eru ólík og menning sömuleiðis. Hvert lýðveldi er sérstök stjórn- unarleg eining og lýtur stjórn lýð- veldisstjórnar. Tító, fyrrum leiðtoga landsins, tókst að vera óumdeilanlegur leiðtogi allra þessara þjóðarbrota og um hans störf var lítill ágrein- ingur í Júgóslavíu. Við fráfall Títós varð ákveðinn glundroði i landinu, bæði á pólitísku sem hinu efnahagslega sviði. Arftaki hans, sameiningartákn ólíkra þjóðarbrota, reyndist vanfundinn og niðurstaðan varð sú að hvert lýðveldi á sinn fulltrúa í embætti forseta ár í senn. Petta fyrir- komulag þykir ekki gallalaust, enda gefst leiðtoga landsins vart tími til að setja sig inn í mál og móta ákveðna stefnu áður en tími hans er allur. Slóvenar vilja stofna sjálfstætt ríki Sem stendur á Slóvenía sinn full- trúa á stóli forseta og binda íbúar þar miklar vonir við að honum takist að knýja á um ákveðnar breytingar á þjóðfélagsgerðinni. í Slóveníu verður til auður Júgóslavíu. Þar er atvinnulíf fjöl- breytt. Áhersla er lögð á smáiðn- að ýmisskonar og ferðamenn, með alla þá fjármuni sem þeir bera með sér, eru þar áberandi. Til margra ára hefur sá háttur verið hafður á að Slóvenar hafa greitt ákveðnar upphæðir til upp- byggingar í fátækari suðurhéruð- um Júgóslavíu, hvar búa mest- Júgóslavía. Trúlega vita íslendingar almennt mjög lítið um það ágæta land. Flestum er þó kunnugt um að höfuðborgin heitir Belgrad og fyrrum þjóð- höfðingi Júgóslava hét Tító. Þar með er kunnátta landans um Júgóslavíu á þrotum. Kannski má segja að vankunnátta okkar um Júgóslavíu, og reyndar flest Austurblokkarlöndin, sé eðlileg. Fréttaflutningur frá þessum ríkjum er mjög af skornum skámmti og við gerum lítið af því að sækja þau heim. Júgóslavía hefur til margra ára ekki verið á korti hérlendra ferðaskrifstofa. Nú bregður hins vegar svo við að Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri og Ferðaskrifstofan Atlantik kynna þennan nýja og athyglisverða ferðamögu- leika. Áhersla er lögð á ferðir til áfangastaða í Slóveníu, nyrsta hluta Júgóslavíu. Þar er enda æði margt sem grípur ferðamanninn. Fyrir utan sól og sumar á strönd Adríahafsins, sem ætla má að flest- ir íslendingar hafi mestar mætur á, eru fjölmargar náttúruperlur sem ekki er hægt að láta hjá líða að skoða. Höfnin í Portoroz er ein allsherjar frum- skógar. Þarna geyina stórmenni hvaðanæva úr heim- inum fleytur sínar yfir vetrarmánuðina og sigla þeim síðan allt sumarið um Adríahaf og Mið- jarðarhaf. Hreint ótrúlcgt letilíf! Ferðamönnum gefst kostur á að fara í siglingu um vatnið í Bled á þessum sérkennilegu en skemmtilegu farkostum. Þessi „bissnessmaður“ gaf sér tíma til að setjast niöur „milli stríða“ og fá sér eina rettu. megnis múslimar, sem stunda fábreytilega akuryrkju. Ef til vill má búast viö breytingu á þessu fyrirkomulagi innan skamms. Þeir sem nú halda um valdasprot- ana í lýðveldinu Slóveníu hafa kastað þeirri sprengju inn í pólit- íska umræðu í landinu að Slóven- ar láti af þessum fjáraustri til suðurhéraðanna en noti þess í stað fjármunina til uppbyggingar „í túninu heima.“ Þetta þykir mönnum vera nokkur tíðindi í landi sósíalisma, jafnréttis og bræðralags. Að baki þessari hótun, ef svo má segja, er mikil alvara. Það kemur glöggt fram hjá almenn- ingi í Slóveníu að hann vill að stofnað verði sjálfstætt ríki Slóv- ena með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Slóv- enar eru ekki í neinum vafa um að sem sjálfstæð þjóð geti þeir auðveldlega spjarað' sig. Fljótt á litið virðist þessi hug- mynd eðlileg því enginn vafi er á því að þeir eiga mun meiri sam- leið með nágrannaþjóðum í norðri en löndum sínum í suður- hluta Júgóslavíu. Slóvenar eru margir hverjir ákaflega vestrænir í útliti og háttum og vilja í ríkara mæli halla sér í norður og vestur. Skíði og siglingar Náttúra í norðurhéruðum Slóv- eníu er tignarleg. Alparnir teygja anga sína þar inn fyrir landamær- in og setja sannarlega mikinn svip. Á vetrum bregða menn sér á göngu- og svigskíði og þetta svæði er vel þekkt í heimi skíða- íþróttanna. Svæðið státar af árlegri keppni í alpagreinum í heimsbikarnum á skíðum. Aðstaða til skíðaiðkana er öll eins og best verður á kosið, fjöl- margar lyftur og skíðahótel. Á vetraríþróttirnar hafa Slóvenar lagt ríka áherslu á undanförnum árum enda geta þeir með því móti nýtt hótelrými á skíðasvæð- unum árið um kring. Annað tveggja helstu skíða- svæða í Slóveníu nefnist Bohinj. Það er skammt norðvestan við Ljubljana og er umgirt háum fjallasal á alla vegu. Þarna er undurfagurt, svo vart verður með orðum lýst. Ekki þar langt frá er bærinn Bled, sem státar af fallegu landslagi og mjög góðum aðbún- aði fyrir ferðamenn á allan hátt. Greinilegt er á staðsetningu hótela þar á bæ að mikið er lagt upp úr ferðamannaþjónustunni og það hefur líka borið ríkulegan ávöxt. Bled hefur löngum haft mikið aðdráttarafl á siglingamenn, enda aðstaða öll til fyrirmyndar. Á þessu hausti er einmitt ætlunin að halda heimsmeistaramótið í siglingum í Bled. Ótrúlegur heimur Náttúruperla Slóveníu er tví- mælalaust. Postojna-dropasteins- hellarnir. Gífurlegur fjöldi ferða- manna skoðar Postojna á ári hverju, enda ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni ótrúleg nátt- úrusmíði, sem með öllu er útilok- að að lýsa í orðum. Fólk verður einfaldlega að gera sér ferð í hell- ana og sjá þá! Sá háttur er hafður á að ferða- menn eru fluttir í lítilli opinni lest drjúgan spöl inn í þessa 27 km löngu undraveröld. Ferðamenn ganga síðan eftir gangstígum í fylgd með leiðsögumönnum í tæpa klukkustund. Lestin er að því búnu tekin aftur út í dagsbirt- una. í gegnum tíðina hafa náttúru- öflin mótað hin furðulegustu „mótív“ í bergið. Gott ef þarna eru ekki ljóslifandi þeir Stein- grímur Hermannsson, Ólafur Ragnar og jafnvel Ragnar fyrr- verandi álskalli. í einni „vistar- veru“ hellisins, konsertsalnum, er svo vítt til veggja að þar hafa sinfóníuhljómsveitir margoft haldið tónleika fyrir fullum helli gesta. Hljómburður er eins og best verður á kosið og tónaflóð þarna í iðrum jarðar öllum ógleymanlegt sem á hlýða. I lítilli tjörn í námunda við konsertsalinn eru furðulegir fiskar, sem kallaðir eru „mann- Séð yfír höfnina í Piran sem er gamall og aðlaðandi bær í nágrenni Portoroz.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.