Dagur - 21.07.1989, Page 4

Dagur - 21.07.1989, Page 4
2 ■= ilýj rs lueebtiíöq-] 4 - DAGUR - Föstudagur 21. júlí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA'595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Jöfiiun raforkuverðs Þegar rætt er um kosti þess og galla að búa í dreifbýli verður ekki horft framhjá þeirri stað- reynd að orkuverð er landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins víða óhagstætt. Álagning opinberra gjalda á orku er eitt þeirra stjórntækja sem ríkisvaldið getur notað til að jafna búsetuaðstöðu um landið. Athyglisvert er að skoða þróun raforkuverðs og orkuskatta undanfarna áratugi í þessu ljósi, en Jón Ingi- marsson, verkfræðingur hjá Orkustofnun, hefur tekið saman fróðlegt yfirlit yfir þetta efni. í skýrslu Jóns kemur fram að árið 1960 var inn- leiddur 3% söluskattur á raforkuverð. Þessi sölu- skattur hækkaði smám saman og var orðinn 11 % árið 1970. Söluskattur þessi var felldur niður árið 1972 af orku til upphitunar húsa, en sex árum áður, árið 1966, hafði hins vegar verið tekið upp verðjöfnunargjald á söluskattsskylda raforku. Gjaldið var fyrst 7,4%, en hækkaði síðan smám saman og varð hæst 19% árið 1984. Verðjöfnun- argjaldið var fellt niður 1. mars 1986. Skattar og önnur opinber gjöld á raforkusölu hafa því farið lækkandi undanfarin ár, og á afnám verðjöfnunargjaldsins auðvitað mestan þátt í því. Ríkissjóður aflar þó enn mikilla tekna með 25% söluskatti á raforku, og voru tekjur ríkisins af skattinum um 800 milljónir króna árið 1987. Sú tala hækkaði umtalsvert í fyrra. Á síðasta ári var raforkuverð í heildsölu frá Landsvirkjun til almenningsveitna aðeins 65% af verðinu árið 1984. Hvað raforkuverð hjá RARIK snertir þá er heildsöluverð orku frá þeirri stofnun hærra en frá Landsvirkjun. Nýting almenningsveitna á aflinu sem þær kaupa hefur áhrif á verðið til þeirra. Þannig er verðið frá Landsvirkjun 20% lægra við 6.000 stunda nýtingu en við 4.500 stunda nýtingu, svo dæmi sé tekið. Meðalverð raforku frá Landsvirkjun til al- menningsveitna hækkaði stöðugt frá 1980 til 1984, en hefur síðan lækkað árlega. Heildsölu- verð frá RARIK hefur einnig lækkað, en er alltaf hlutfallslega hærra en orkuverð Landsvirkjunar. Stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga fundaði um raforkuverð sl. vor og lagði til að all- ar almenningsveitur í landinu sitji við sama borð um innkaupsverð á raforku. Einnig er lagt til að rafmagnsverð til neytenda verði jafnað í fram- haldi af jöfnun heildsöluverðs, og að skattlagn- ing á raforku miðist við sama verð á orkuein- ingu. Þetta er eðlileg krafa þegar þess er gætt að almenningsveitunum er gróflega mismuhað, eft- ir því hvort þær kaupa orkuna frá RARIK eða Landsvirkjun, en allt að 26% munur er þarna á, viðskiptavinum RARIK í óhag. Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambandsins, segir um þetta mál í frétta- bréfi sambandsins: „Það er forsenda eðlilegrar byggðar í landinu að framfylgt sé almennum jafnréttisaðgerðum. - Jöfnun raforkuverðs er þeirra mikilvægast. “ EHB Hvoðer að gerast { Unglingaleikhópar frá Norðurlöndunum: Sýna leikverkið Fenris á Húsavík og Akureyri Lcikklúbburinn Saga frá Akur- eyri hefur undanfarnar fjórar vik- ur verið á leikferðalagi um Norðurlöndin, ásamt unglinga- leikhópum frá Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Fær- eyjum. Þessi hundrað manna hópur hefur sýnt sameiginlegt leikverk, Fenris, í áðurtöldum löndum. Nú er hópurinn kominn til landsins og eru áætlaðar sýningar í íþróttahúsinu á Flúsvík á laugar- dagskvöld 22. júlí og í íþrótta- skemmunni á Akureyri mánu- dags- og þriðjudagskvöld, 24. og 25. júlí. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30 og er miðaverð aðeins kr. 400. Verkinu hefur allsstaðar verið vel tekið og er það mál manna að samvinna þessara leikhópa hafi tekist einkar vel, því oft er allur hundrað manna hópurinn á svið- inu í einu. Því vilja forsvarsmenn sýningarinnar, skora á alla þá sem tök hafa á, að láta þessa sýn- ingu ekki fram hjá sér fara. Einar Kristján Einarsson spilar ásamt Robyn Koh á sumartónleikum um helgina. Einar og Robyn á sumartónleikum Þriðju sumartónleikarnir á þcssu sumri verða um helgina. Að þessu sinni spila Einar Kristján Einarsson, gítar, og Robyn Koh, sembal. Þau koma fram á þremur tónleik- utn, þeim fyrstu í Akureyrar- kirkju 23.júlí kl. 17. Aðrir tón- leikarnir verða í Húsavíkur- kirkju 24. júlí kl. 20.30 og þriðju tónleikarnir í Reykja- hlíðarkirkju 25. júlí kl. 20.30. Fenningí Sauðárkróks- kirkju Guðsþjónusta verður í Sauðár- krókskirkju að morgni nk. sunnudags, kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Um er að ræða ósköp venjulega messu, nema hvað fernid verður ein stúlka. Hún er búsett í Bandaríkjunum, dóttir Höllu Ólafsdóttur frá Skarði, en hefur verið í fermingarfræðslu hjá Hjálmari að undanförnu. Þetta er í annað skiptið sem Halla kemur í heimahagana og lætur fernia barn sitt í Sauðár- krókskirkju, því fyrir sjö árum fermdi sr. Hjálmar einmitt eldri dóttur Höllu. dagblaðið ykkar Einar Kristján er Akureyring- ur og lauk námi í gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar árið 1982. Síðar nam hann erlendis og lauk einleikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music árið 1987. Nú starfar hann sem kennari við Tónskóla Sigursveins. Robyn Koh er fædd í Malasíu árið 1964. Hún nam semballeik í Bretlandi og hefur m.a. komið fram sem einleikari í Malásíu, Englandi, íslandi og Frakklandi. Robyn hefur verið búsett undan- farið í Reykjavík og kennt við Söngskólann og Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Á efnisskrá tónleikanna eru sex verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Að undánförnu hafa verið haldn- ar guðsþjónustur í Hóladóm- kirkju, á hverjum sunnudegi og nk. sunnudag, 23. júlí, verður messað kl. 14. Prestur verður sr. Hjálmar Jónsson, og mun hann þjóna fyrir altari. Messununi á Hólum verður fram haldið fram að Hólahátíð, sem halda á 13. ágúst nk. í messunni nk. sunnudag mun Jóhann Már Jóhannsson syngja einsöng og í messulok Skákfélag Akureyrar: 15 mínútna skákmót Á sunnudagskvöldið, 23. júlí, heldur Skákfélag Akureyrar 15 mínútna mót í félagsheimili félagsins við Þingvallastræti 18. Mótið hefst kl. 19.30. Gagnfræðingar frá GA: Sameigin- legt fertugs- afmæli Skólafélagar úr Gagnfræðaskóla Akureyrar sem fæddir eru árið 1949 ætla á laugardagskvöld að halda.sameiginlegt fertugsafmæli í Golfskálanum að Jaðri. Hátt í hundrað manns hafa tilkynnt þátttöku sína, bæöi afmælisbörn og makar. Áætlað er að hittast kl. 19.00 og borða sarnan. Seinna um kvöldið verður sungið, leikið og dansað. Rykið verður burstað af gönilu skólamyndunum og gaml- ar minningar rifjaðar upp. Árgangurinn hefur haldið nokkuð mikið saman og fyrir þremur áruni var haldið upp á tuttugu ára gagnfræðaaímæli og var þátttakan þá góð. Á laugar- daginn mætir hins vegar líka fólk sem ekki hefur séð gömlu skóla- félagana í rúnilega tuttugu ár og tilhlökkunin því mikil. Hótel Þelamörk: Kaffihlaðborð Hótel Þelamörk verður með glæsilegt kaffihlaðborð á boðstól- uni næstkomandi sunnudag, 23. júlí, milli klukkan 14 og 17. Fólk er hvatt til að mæta og gæða sér á kræsingunum og minnt er á að mjög góð sundlaug er á staðnum sem sjálfsagt er fyrir fólk að not- færa sér og kæla sig í sumarblíð- unni. syngur Jóhann einnig nokkur lög. Organisti verður Rögnvaldur Valbergsson. Öllum er velkomið að koma til messu á Hóluni, en undanfarna sunnudaga hefur messusókn verið mjög góð, sér- staklega hjá ferðamönnum sem hafa átt leið heim að Hólum í Hjaltadal. Stefnt er á að klára múrhúðun kirkjunnar að utan, fyrir Hóla- hátíðina, svo og snyrtingu kirkju- garðsins og endurgerð kirkju- garðsveggja. Guðsþjónusta í Hóladómkirkju - nk. sunnudag

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.