Dagur - 01.08.1989, Qupperneq 1
72. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 1. ágúst 1989
144. tölublað
_. ^
J ] xV
LACOSTE
Peysur • Bolir
gN
jm
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri ■ Sími 23599
Protabú Þorsteins Aðalsteinssonar á Dalvík:
Ekkert tflboð komið en
menn leita upplýsinga
- fyrsti skiptaílindur í þrotabúinu
13. september n.k.
Enn sem komið er hefur ekk-
ert tilboð borist í eignir þrota-
bús Þorsteins Aðalstcinssonar
á Dalvík. Hins vegar hcfur ver-
ið spurst fyrir um sölu ein-
stakra eigna þrotabúsins, að
sögn Arna Pálssonar, sem
gegnir stöðu bústjóra til bráða-
birgða.
Loðdýrabú Porsteins, Pólar-
pcls á Böggvisstöðum við Dalvík,
var lýst gjaldþrota sl. vor og hef-
ur þrotabúið nú auglýst eignir úr
því til sölu. Um er að ræða hús-
eignir á Dalvík, Mímisveg 17 og
Akureyri:
Ölvun og
ekið á dreng
Helgin var fremur róleg hjá
lögreglunni á Akureyri. Það
bar hæst að fjórir ökumenn
voru teknir grunaðir um ölvun
við akstur aðfaranótt laugar-
dags og drengur á reiðhjóli
varð fyrir bíl á mótum Hamar-
stígs og Asvegar á sunnudag.
Betur fór þó en á horfðist og
fékk drengurinn að fara heim
strax að lokinni skoðun á slysa-
deild FSA.
Umferðin gekk að öðru leyti
áfallalaust í umdæmi Akureyrar-
lögreglu. Hringtorgið nýja virðist
almennt ekki vefjast fyrir Akur-
eyringum. Pó er alltaf einn og
einn sem ekki hefur lesið reglur
um akstur á hringtorgum nógu
vel. Þannig hefur borið á því að
menn velji sér ytri hring þrátt fyr-
ir að farið sé fram hjá fleiri en
einum gatnamótum. Slíkt er ekki
lögum samkvæmt og er rétt að
menn hafi það í huga. Þá er rétt
að minna ökumenn á að nota
stefnuljósin á hringtorgum. Ef
einhvern tímann er þörf á stefnu-
ljósum er það einmitt á hring-
torgum! óþh
Bjarkarbraut 3, jörðina Ytra-
Holt við Dalvík og loðdýrabú að
Böggvisstöðum. Pá eru einnig til
sölu um 27 þúsund minkar, þar af
5000 fullorðin dýr og 22 þúsund
hvolpar.
Árni Pálsson segir að allir
möguleikar verði skoðaðir í sölu
á eignunum. Æskilegast sé auð-
vitað að selja dýrin í einu lagi en
ekki sé lokað á þann möguleika
að selja þau til margra aðila.
„Veðhafarnir ráða rniklu um
hvernig við högum sölu eign-
anna,“ segir Árni.
Engin fornileg tilboð hafa enn
komið í eignir þrotabúsins en
hins vegar hafa menn spurst fyrir
um einstakar eignir þess. Til
dæmis segir Árni að margir hafi
spurst fyrir um Ytra-Holt.
Fyrsti skiptafundur í þrotabú-
inu hefur verið ákveðinn 13.
september nk. „Ef ekki verður
búið að selja eignirnar fyrir þann
tíma verða þær trúlega boðnar
upþ,“ segir Arni Pálsson. óþh
Haldið upp á 50 ára afinæli Höföahrepps
Skagstrendingar fögnuðu 50 ára afmæli Höfðahrcpps með veglegum hátíðarhöldum sem stóðu frá síðastliðnum
föstudegi og fram á sunnudag. Margt var gert til skemmtunar og m.a. sýndu félagar úr Lcikklúbbi Skagastrandar,
sem sjást á myndinni hér aö ofan, atriði úr söngleiknum „Síldin kemur síldin fer“. En leiksýning þeirra var ekki
ncma brot af viðaniikilli dagskrá sem nánar veröur sagt frá í máli og myndum í blaðinu á niorgun. JÓH - Mynd:bjb
Álagningarskrá fyrir Norðurland eystra 1989:
Tólf „hákarlar44 á Akureyrl
greiða samtals 27,6 milljónir
Oddur Carl Thorarensen, lyf-
sali á Akureyri, greiðir hæstu
gjöld einstaklinga á öllu
Norðurlandi samkvæmt álagn-
ingarskrá 1989, en gjaldahæsta
fyrirtækið er Kísiliðjan hf við
Mývatn. Oddur greiðir sam-
kvæmt álagningarskránni kr.
3.342.108 í opinber gjöld
vegna tekna fyrra árs, en Kísil-
iðjunni er gert að greiða kr.
109.317.299.
Röð skatthæstu einstaklinga á
- Oddur C. Thorarensen skattakóngur að venju
Akureyri er sem hér segir: (1)
Oddur Carl Thorarensen kr.
3.342.108, (2) Halldór Baldurs-
son kr. 2.709.061, (3) Jónas
Franklín kr. 2.567.666, (4) Stef-
án Sigtryggsson kr. 2.362.789, (5)
Gauti Arnþórsson kr. 2.134.824,
(6) Margrét Snorradóttir kr.
2.004.974, (7) Gunnar Ragnars
kr. 1.966.490 og (8) Gísli Kon-
ráðsson með kr. 1.952.109. Jafnir
í 9. til 11. sæti eru Guðmundur
Gunnarsson, Heiðar f>. Jóhanns-
son og Jóhann Oddgeirsson með
kr. 1.925.371.
Ef Norðurland eystra er skoð-
að í heild verður röð einstaklinga
þannig: Efstir Oddur C. Thorar-
ensen og Halldór Baldursson,
Jónas Franklín í þriðja sæti, Stef-
án Sigtryggson í fjórða, (5)
Haukur Halldórsson Sveinbjarn-
argerði, kr. 2.279.486, (6) Jónas
Halldórsson Sveinbjarnargerði
kr. 2.209.346, (7) Vigfús Guð-
mundsson, Húsavík, kr.
FSA og Sjúkrahúsið á Húsavík:
Viðvarandiskortur á hjúknmarfræðingum
Undanfarið hafa birst auglýs-
ingar frá Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri og Sjúkrahús-
inu á Húsavík þar sem óskað
er eftir hjúkrunarfræðingum til
starfa. Viðvarandi skortur
mun hafa verið á hjúkrunar-
fræðingum undanfarin ár og
auglýsingarnar því árlegur við-
burður.
Svava Aradóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri FSA sagði
hjúkrunarfræðinga oft hugsa sér
til hreyfings á haustin og því væri
farið að stað með átak á þessunt
tíma. „Pað er ekki meiri skortur
hér en annars staðar því um við-
¥' &
varandi skort mun vera að ræða á
hjúkrunarfræðingum. Okkur hef-
ur gengið þokkalega að manna
stöður í sumar en þar kemur auð-
vitað á móti lokun á deildum.
Við höfum reynt nýjar leiðir til
að auglýsa okkur og gáfum út
kynningarbækling uin starfsemi
FSA sem er eitt af stærstu sjúkra-
húsum landsins. Við bindum
miklar vonir við að ástandið
batni þegar farið verður að út-
skrifa hjúkrunarfræðinga frá
Háskólanum á Akureyri. Pað er
vonandi einhver breyting í aðsigi
því aðsókn í hjúkrunarfræði hef-
ur aukist bæði hér og fyrir
sunnan.“
Hér er ástandið ekki verra en
það hefur oft verið,“ sagði Aldís
Friðriksdóttir hjúkrunarforstjóri
á Sjúkrahúsinu á Húsvík. „Petta
er árlegt vandamál sem best
gengur að leysa yfir sumarið.
Yfirleitt hefur gengið mjög vel að
ráða í afleysingar á sumrin og
fleiri óskað eftir að koma en hægt
hefur verið að taka. Þunglega
gengur aftur á móti á veturna og
við höfum haft heldur færri en
þarf og erum alltaf aðeins undir.
Það er líka erfiðara að vinna á
Iitlum spítala en stórum og eintiig
gæti skortur á dagheimilisplássi
fyrir börn hjúkrunarfræðinganna
verið stórt atriði.“ KR
2.147.150, (8) Gauti Arnþórsson,
(9) Margrét Snorradóttir Akur-
eyri, kr. 2.004.974 og (10) Gunn-
ar Ragnars Akureyri.
Fimrn hæstu fyrirtækin röðuð-
ust þannig að Kísiliðjan er í
fyrsta sæti, eins og áður sagði,
með rúmar 109 milljónir króna,
Kaupfélag Eyfirðinga er í öðru
sæti með 100,6 milljónir, Álafoss
hf í þriðja með 81,2 milljónir,
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
með 25,6 milljónir og Höldur
hf.greiðir 22 milljónir króna í
skatta.
í heildaryfirliti um skuldajöfn-
un og staðgreiðslu opinberra
gjalda á Norðurlandi eystra kem-
ur fram að álagður tekjuskattur
nemur 1.356,5 milljónum króna,
frádregin staðgreiðsla til greiðslu
tekjuskatts er 1.072,6 milljónir,
ógreiddur tekjuskattur nemur
283,7 milljónum, reiknaðar verð-
bætur 50,8 milljónum, frádregin
skuldajöfnun frá nraka 35,4 millj-
ónir, sem gerir liðlega 299 millj-
ónir króna til innheimtu.
Álagt útsvar var 1.047,5 millj-
ónir króna, skattaafsláttur til
greiðslu útsvars var 231,5 millj-
ónir, frádregin staðgreiðsla til
greiðslu útsvars alls 725,9 millj-
ónir. Ógreitt útsvar nemur 90,2
milljónúm, reiknaðar verðbætur
16,2 - milljónum, frádregin
skuldajöfnun frá mökum er 6,4
milljónir, alls til innheimtu kr.
99.964.349,- EHB