Dagur - 01.08.1989, Síða 3

Dagur - 01.08.1989, Síða 3
e8fcitiðjudagur 1. ágú«K*8B9 fUffiA©tDR 9 3 fréftir Breyting á miðbæ Akureyrar á næstu árum: Húsgögnin hverfa en gata kemur í staðinn - líklegt að hús nr. 7 við Strandgötu verði rifið fyrir 1991 Á komandi árum mun miðbær Akureyarar taka miklum breytingum. Hús hverfa, nýjar götur og opin svæði koma í þeirra stað. Eitt þeirra húsa sem kemur til með að hverfa er nr. 7 við Strandgötu, þar sem nú er húsgagnaverslunin Aug- sýn. Kaupfélag Eyfirðinga á það hús og segir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, að í gangi séu samningaviðræður um niðurrif þess. Byggðastofnun hefur fengið úthlutað hornlóðinni austan Háskólinn á Akureyri: Svipaður umsóknaríjöldi á allar brautir Ásókn í nám við Háskólann á Akureyri hefur verið nokkuð mikil og fjöldi umsókna borist í sumar. Boðið er upp á þrjár brautir og er umsóknafjöldi svipaður á þær allar en sú nýjasta, Sjávarútvegsfræði virðist þó vera vinsælust. Um nám í hjúkrunarfræði hafa 25 manns sótt og þar af eru 3 sem flytja sig milli skóla og fara inn á 2. og 3. ár. Umsóknir í rekstrardeild eru 22 fyrir 1. ár en þar er boðið upp á tvær leiðir. Verið er að ganga frá umsókn- um um Sjávarútvegsfræði en nám í henni mun hefjast í haust. Bor- ist hafa á milli 20-30 umsóknir og enn eru einhverjar á leið í pósti. KR Vædderen kemur til Akureyrar Danska eftirlitsskipið Vædder- en mun leggjast að bryggju á Akureyri nk. föstudag, en það hefur að undanförnu verið í eftirlitsferð fyrir norðan og vestan landið. Ákveðið er að gefa almenningi kost á að skoða þetta glæsilega skip um næstu helgi, á laugardag og sunnudag. Á þessu stigi er ekki frekar ákveðið með tíma- setningar á kynningunni. Frá þeim verður greint síðar. Vædderen er sannarlega eitt af flaggskipum danska flotans og ætti að vera íslendingum að góðu kunnugt. í því sambandi er vert að minnast þess að Vædderen flutti handritin heim til íslands árið 1971. óþh Landsbanka, þar sem nú er skýli Strætisvagna Ákureyrar. Um leið og bygging húss á þeirri lóð fer í gang, sem ætla má að verði á árinu 1991, þarf „Augsýnar-húsið“ að víkja. Norðvesturhorn lóðar Byggðastofnunar skagar út í núverandi Geislagötu. Loka þyrfti því þeirri götu jafnskjótt og framkvæmdir hefjast á lóð- inni. í stað Geislagötu er sam- kvæmt deiliskipulagi miðbæjar- ins, frá 1981, gert ráð fyrir að komi ný gata með stefnu norð- vestur - suðaustur og kemur tenging þeirrar götu við Strand- götu í vesturenda „Augsýnarhúss- ins“. Pað vill segja að ný gata í miðbænum mun koma þar sem umrætt hús stendur nú. Að sögn Sigfúsar Jónssonar er stefnt að miklum breytingum á miðbænum á næstu árum. Hugs- anlegt er að strax á næsta ári verði byrjað á framkvæmdum við Ráðhústorg og Skátagil, en eins og kunnugt er var samkeppni á meðal húsa- og landslagsarki- tekta um þetta svæði. Sigfús segir að menn séu almennt sammála um að gera þurfi átak í að breyta ásýnd mið- bæjarins. Þá sé ekki endilega verið að tala nákvæmlega um hjarta bæjarins, heldur anga út frá því. Sem dæmi nefnir hann Strandgötu, hluta Geislagötu og Hafnarstræti fyrir innan Hótel KEA. „Það má orða það svo að við þurfum nauðsynlega að stækka það svæði sem er okkur til sóma í miðbænum. Um þetta eru aliir sammála en til þess þarf verulegar fjárhæðir." óþh Besta lambakjötið beint á grillið Þannig er bcst að grilla og marinera lambakjöt M*m t&am* Grillbœkling með uppskriftum og góðum ráðum fœrðu ókeypis bjá kjötborðinu „Lambakjöt á lágmarksverði" er tilbúið á grillið. Það er búið að skera það í sérstakar grillsneiðar; framhryggjasneiðar, rif, kótilettur og lærissneiðar. Einnig getur þú fengið lærið heilt ef þú vilt og grillað það þannig. Hvað er þá eftir? Jú, marineringin. Marineruð, grilluð lambasteik er lostæti og í nýja grillbæklingnum, sem þú færð í næstu verslun, sérðu hversu auðvelt er að blanda sinn eiginn kryddlög og marinera. Þannig sparar þú enn frekar. Hagkvæmustu kaupin á lambakjöti „Lambakjötið á lágmarksverði" er selt í Vi skrokkum og það eru og verða ávallt hag- kvæmustu kaupin á lambakjöti. Þegar þú kaupir lambakjöt á lágmarksverði er hægt að borða eitthvað strax, þíða hluta þess í kæli og frysta afganginn. Grillveisla er ósvikin Svo geturðu tekið jjöiskyiduhátíð. reglulega úr frystinum og flutt í kælinn. Ekkert af kjötinu skemmist og einstaklingar og fjölskyldur geta nýtt það allt. Sem dæmi má nefna að fyrir fjögurra manna fjölskyldu dugar 6 kg meðalpoki í 6-7 (grill)máltíðir og 6 kg kosta aðeins 2.190 kr. Sparaðu - kauptu lambakjöt á lágmarksverði og grillaðu. SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.