Dagur - 01.08.1989, Síða 4
2 - fiitíOAÖ — ®ÖBÍ íeiffjs .f ujfjsbuiörrf
4 - DAGUR - Þriðjudagur 1. ágúst 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREÍFINGARSTJÖRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Reynslan
af bjómum
Áfengisneysla hefur aukist um 36% í alkóhól-
lítrum talið fyrstu sex mánuði þessa árs mið-
að við fyrstu sex mánuðina í fyrra. Aukningin
er enn meiri ef einungis er litið á tímabilið
apríl-júlí, þá er hún 45,5% miðað við sama
tímabil í fyrra. Sala á sterkum drykkjum og
vínum hefur verið nokkru minni í ár en í fyrra
en bjórsalan „bætir“ það upp og rúmlega
það. Aukna áfengisneyslu má sem sagt fyrst
og fremst rekja til bjórsins, sem bókstaflega
hefur flætt yfir landann frá því bjórsala hófst
þann 1. mars s.l.
Sala ÁTVR hefur undanfarin ár samsvarað
um 4,5 lítrum af hreinu alkóhóli á hvern
landsmann 15 ára og eldri. Verði framan-
greind aukning viðvarandi gæti sú tala því
hækkað í um 6,5 alkóhóllítra á hvern íslend-
ing frá 15 ára aldri. Það er hrikaleg tilhugsun
og þá má fara að tala um stökkbreytingu til
hins verra í áfengismálum íslendinga.
Spár þeirra sem voru andstæðingar bjórs-
ins eru á hraðri leið með að rætast. Helsta
röksemd þeirra gegn því að leyfa bruggun og
sölu áfengs öls hér á landi var sú, að það
kæmi örugglega sem viðbót við þá áfengis-
neyslu sem fyrir var. Þetta hefur nú komið á
daginn, þótt áhrif bjórfrelsins séu ekki að
fullu komin fram. Dagur var í hópi þeirra sem
börðust gegn bjórnum og vildi eindregið að
þessi stóra ákvörðun yrði lögð fyrir þjóðina
alla. Því var hafnað og bjórfrumvarpið var
samþykkt með naumum meirihluta á Alþingi.
Mikil er ábyrgð þeirra þingmanna sem veittu
því brautargengi á sínum tíma. Þeir verða nú
að horfast í augu við það að ákvörðun þeirra
hefur þegar leitt til stóraukinnar áfengis-
neyslu í landinu. Það þýðir að hættan á fylgi-
kvillum áfengisneyslunnar hefur einnig auk-
ist til muna og var þó ærin fyrir.
Enn einu sinni hefur komið á daginn að
íslendingum er algerlega fyrirmunað að læra
af reynslu annarra þjóða. Nágrannaþjóðir
okkar hafa allar sömu sögu að segja af
bjórnum. Hann hefur alls staðar orðið til þess
að auka þá áfengisneyslu sem fyrir var. Sú
staðreynd lá fyrir áður en hin örlagaríka
ákvörðun var tekin. Meirihluti þingmanna
vildi bara ekki trúa henni að óreyndu. En nú
eru þingmennirnir og reyndar þjóðin öll
reynslunni ríkari. Sú reynsla er þegar nokkuð
dýrkeypt en á eftir að kosta okkur meira þeg-
ar fram líða stundir. BB.
lesendahornið
Ó, hitaveita! Hvers
á ég að gjalda?
„Ég er einn af þeim góðu og
tryggu notendum Hitaveitu Ak-
ureyrar sem tók hitaveituna strax
í mitt hús þegar hún var lögð.
Það kostaði mikið - himinhátt
heimtaugagjald, dýran pípu-
lagningamann og síðan dýra orku
frá hitaveitunni. Allt gerði maður
þetta í góðri trú vegna þess að
orka frá hitaveitunni átti að
lækka er tímar liðu.
Alltaf þegar Dagur kemur les
ég hann með áfergju og athuga
hvort hitaveitan fari nú ekki að
lækka orkuna hjá mér. En það
eru alltaf einhverjir aðrir sem fá
lækkun, ýmist á orkugjaldi eða
heimtaugagjaldi. Ástæðan fyrir
því að þeir fá lækkun er sú að
þeir voru óþekkir við hitaveituna
og vildu ekki taka hana strax. En
ég sem var svo hlýðinn og góður
við hitaveituna fæ enga lækkun.
Nú les maður í Degi að þeir
sem búa í Gerðahverfi fá 35%
lækkun á orkuverði í 2 ár og sum-
ir þurfa ekki að borga nema hálft
heimtaugagjald.
Þetta eiga þeir að fá sem verða
hlýðnir og góðir við hitaveituna
og taka hana strax í sín hús.
En hvernig skyldi fara fyrir
þeim í Gerðahverfi sem ekki taka
hitaveituna strax, heldur verða
svolítið óþekkir?
Munu þeir e.t.v. fá 70% afslátt
þegar þeir taka hitaveituna eftir
svo sem 2 ár?
Það borgar sig greinilega ekki
að vera hlýðinn og góður við
þetta fyrirtæki.“
Einn sem alltaf bíður og vonar.
Stórgóður
sjónvarpsþáttur
Sigurður hringdi:
„Það er ekki oft sem mönnum
er hrósað fyrir það sem vel er
gert. Mér þykir hins vegar meira
en sjálfsagt að hrósa aðstandend-
um þáttarins „Gróska í Grímsey“
sem var á dagskrá Ríkissjón-
varpsins sunnudaginn 30. júlí sl.
Þessi þáttur var mjög fjöl-
breyttur og sýndi mannlíf í
Grímsey á skemmtilegan hátt. Þá
var hlutur Samversmanna á
Akureyri til fyrirmyndar. Tækni-
vinna var framúrskarandi fag-
mannleg og sýndi kvikmynda-
tökumaður sérstakt hugrekki
þegar hann seig með sín tæki og
tól í björgin og fylgdist með sig-
manninum.
Svona á að vinna sjónvarps-
efni. Til hamingju Örn Ingi og
Samversmenn. Mættum við fá
meira að sjá í sama dúr!
Sundlaugargestur á Akureyri óhress með nýju girðinguna:
„Er eins og girðing
kringum fangelsisgarð“
þarf að fara að breyta ýmsum hlutum í Sundlaug Akureyrar
Einar Ólafsson hringdi:
„Mér finnst nýja girðingin
kringum sundlaugina á Akureyri
vera til skammar fyrir bæjarbúa.
Þetta er eins og fangelsisgarður
þegar búið er að bæta þessum
gaddavír ofan á girðinguna.
Girðingin sem slík er ágæt en
þessi gaddavír sem settur er ofan
á hana er til skammar fyrir for-
svarsmenn sundlaugarinnar sem
að henni standa. - Ég er ekki
fastur gestur í sundlauginni en
stunda sundið samt talsvert og
fór m.a. í nokkur skipti í sund-
laugina í Laugardal í Reykjvík á
dögunum. Þar þótti mér stórkost-
legt að koma. En það er alveg á
hreinu að ekki er búið nógu vel
að sundlaugargestum á Akureyri.
Ég get sem dæmi nefnt að ef
maður vill komast út að lauginni
án þess að fara í gegnum sturt-
urnar þá er það ekki hægt. Vissu-
'l/ | 'Wi-
, j $ jíV JBS n
8
lega veit ég að þessi bygging er
komin til ára sinna og ekki hugs-
að nægilega fram í tímann en
hlutunum þarf að fara að breyta
þarna all verulega. Og hvað laug-
inni viðkemur þá er hún nógu
stór eins og hún er en ég hef þá
hugmynd fram að færa varðandi
hana að stálþil sem í lauginni er
Hundaeigandi á Akureyri
skrifar:
„Ég get ekki annað en kvartað
yfir lausum hundum í bænum. Ég
er sjálf með hund sem er merktur
eiganda og heimilisfangi með
tvöfaldri merkingu, auk síma-
númers. Hundurinn fær aldrei að
vera út: öðruvísi en bundinn eða
í ól.
Því miður virðast margir hunda-
eigendur vanrækja þá skyldu að
merkja hundana. Þetta verð ég
oft vör við, því lausir og ómerktir
hundar ganga í flestum bæjar-
hverfum.
verði framlengt alveg yfir laugina
og í minni hlutanum verði byggð-
ir pallar og hún notuð sem barna-
laug. Þannig gætu börnin haft
laug útaf fyrir sig og þeir sem
vilja synda geta fengið nóg pláss.
Þetta kostar ekki mikið og kostar
ekki mikla röskun á starfsem-
inni.“
Hundaeigendur ættu að vita
betur en að láta dýrin ganga
þannig laus. Einn óábyrgur
hundaeigandi getur skemmt fyrir
öðrum, sem sinna sínum
skyldum. Þetta kærulausa fólk
ætti að athuga að lögreglu er
heimilt að lóga ómerktum og
lausum hundum. Vill þetta fólk
kannski missa hundana þannig?
Þetta er algjörlega bannað af
bæjaryfirvölduni í reglugerð um
hundahald. Fólk tekur ábyrgð á
sig með því að hafa hund á heim-
ilinu, en þeirri ábyrgð bregðast
sumir, því miður.
Kvartað yfír
lausum hundum
Umdeild lóð við Hlíðarlund 2:
íbúar Lundahverfis ekki
allir á móti byggmgimni
íbúi í Lundarhverfi hringdi...
...og vildi láta það koma skýrt
fram að ekki mætti setja alla íbúa
hverfisins undir sama hatt í mót-
mælum gagnvart fyrirhugaðri
byggingu verslunar og gistiíbúða
á lóð við Hlíðarlund 2. íbúinn
sagði að íbúar við Heiðarlund
hafi átt frumkvæði að undir-
skriftalista þar sem byggingunni
var mótmælt og hann hafi ein-
ungis verið borinn í hús í þeirri
götu. Líklegt mætti telja að flest-
um öðrum en íbúum Heiðarlunds
stæði á sama um fyrirhugaða
byggingu og væru meira að segja
henni heldur hlynntir.