Dagur - 01.08.1989, Page 8

Dagur - 01.08.1989, Page 8
S'-^rDAGUR - Þriðjudagur 1. ágúat i989 íþróttir Knattspyrna/1. deild: Þórsarar sáu ekki til sólar - og töpuðu fyrir Fylki 3:1 Þórsarar komu harkalega nið- ur á jörðina eftir ágætan árangur í tveimur síðustu leikj- um í 1. deildinni í knattspyrnu er þeir mættu Fylkismönnum á Þorsteinn Jónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór en það dugði ekki til. Akureyrararvelli á föstudags- kvöldið. Baráttan og leikgleð- in var Fylkismegin og gestirnir unnu verðskuldaðan sigur 3:1. Akureyrarvöllurinn var háll eftir nokkrar rigningarardembur fyrr um daginn og áttu leikmenn í nokkrum erfiðleikum með að fóta sig á hálum vellinum. Það var þó ljóst frá fyrstu mínútu að Fylkismenn ætluðu að selja sig dýrt í leiknum því þeir voru neðstir i deildinni fyrir þennan leik. Þórsarar, aftur á móti, virk- uðu frekar hikandi og virtist mótstaða gestanna slá þá út af laginu. Hilmar Sighvatsson, Fylkis- maður, fékk nægan tíma til að athafna sig á miðjunni og þar hófust flestar sóknaraðgerðir Fylkis. Á 29. mínútu fékk Hilmar boltann, gaf hann á Örn Valdi- marsson sem lék fram á völlinn og lét vaða að marki. Árangurinn var eitt glæsilegasta mark sumarsins á Akureyrarvelli, knötturinn small í þverslá og inn án þess að Baldvin ætti mögu- leika á því að verja. Markið kom eins og vatnsgusa framan í Þórsara og aðeins fimm mínútum síðar jók Fylkir forskot sitt í leiknum. Hilmar skaut að marki en boltinn stefndi fram hjá. Þórsvörnin fraus og Gústaf Vífilsson renndi knettinum í net- iö af stuttu færi. Þorsteinn Jónsson minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé með fal- legu skoti sem snerti varnarmann og boltinn small í netinu. Þórsarar komu frískir inn á og gerðu nokkuð harða hríð að marki Fylkis. En vörnin var sterk hjá þeim appelsínugulu og leikurinn koðnaði nokkuð niður fljótlega. Hilmar Sigurgíslason fékk að vísu ágætt færi en skot hans fór fram hjá markinu. Milan þjálfari setti þá báða varamennina inn á til þess að þyngja sóknina hjá Þór en allt kom fyrir ekki, Fylkismenn hrundu öllum sóknartilburðum heimamanna. Þó sk'áll hurð nærri hælum á 30. mínútu er boltinn dansaði á millí átján leikmanna í vítateig Fylkis eftir hornspyrnu Þórsara en varnarmönnum tókst að spyrna frá á síðustu stundu. Það var síðan Baldur Bjarna- son sem veitti Þórsurum náðar- stunguna fimrn mínútum fyrir leikslok er hann fékk knöttinn einn og óvaldaður inni í vítateig Þórs og átti í litlum erfiðleikum með að skora þriðja mark Fylkis fram hjá Baldvini í markinu. Hilmar Sighvatsson var besti maður Fylkis í þessum lcik og létu Þórsarar hann hafa allt of mikið pláss og tíma til þess að athafna sig. Einnig áttu Baldur Bjarnason og Örn Valdimarsson ágætan leik. Annars lék allt Fylk- isliðið vel og vann verðskuldaðan sigur. Þórsarar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Engu lík- ara virtist en leikmennirnir teldu sér sigurinn vísan áður en leikurinn byrjaði og það kann ekki góðri lukku að stýra. Luca Kostic stóð fyrir sfnu í vörninni að vanda en flestir aðrir leikmenn liðsins voru á hælunum í þessum leik. Ólafi Þorbergssyni var vísað af leikvelli fyrir að brjóta tvívegis illa á leikmanni Fylkisliðsins. Nú eru fjögur lið, Víkingur, IBK, Þór og Fylkir, neðst og jöfn í 1. deildinni með 10 stig hvert félag og stefnir í hörkubaráttu um fallið. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Þorsteinn Jónsson, Nói Björnsson, Ólafur Þorbergsson, Sveinn Pálsson. Kristján Kristjánsson (60. mín. Sævar Árnason), Bojan Tanevski (70. mín. Bjarni Sveinbjörnsson), Júlíus Tryggvason, Birgir Karlsson, Hlynur Birgisson. Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson, Loftur Ólafsson, Valur Ragnarsson, Gústaf Vífilsson (Jón B. Guðmundsson 60. mín.), Pétur Óskarsson, Guðmundur Magnússon (Ólafur Magnússon 70. mín.), Hilmar Sighvatsson, Anton Jak- obsson, Baldur Bjarnason, Örn Valdi- marsson, Gísli Hjálmtýsson. - lagði Hugin 5:1 - Mikilvægur sigur Magna Arnar Snorrason og félagar í Dalvíkurliðinu unnu góðan sigur á laugardag- inn á Seyðfirðingum í 3. deildinni. í Skagamönnum I tilefni af 50 ára afmæli Skagastrandar lék úrvalslið USAH við 1. deildarlið ÍA á Skagaströnd. Margir áhorf- endur voru á leiknum og var hann fjörugur og skemmtileg- ur. Eftir mikla baráttu höfðu Skagamenn betur og sigruðu 3:1. Lið USAH var að mestu skip- að leikmönnum Hvatar á Blönduósi en þeim til halds og traust var skólastjóri Grunnskól- ans á Skagströnd, Páll Leó Jónsson. Og það var enginn ann- ar en Páll Leó sem skoraði fyrsta mark leiksins. Hann lék í gegn- um vörn ÍA og skoraði með hörkuskoti án þess að Ólafur Gottskálksson í markinu kæmi nokkrum vörnum við. Páll Leó Jónsson þurfti aö yfir- gefa leikvöllinn eftir fyrri hálfleik því hann er þjálfari og leikmaður með Kormáki á Hvammstanga og þeir Kormákspiltar áttu að leika við Austra í 3. deildinni síð- ar um daginn. Reyndar var leikn- um frestað vegna erfiðra flug- samgangna að austan þannig að Páll missti af fjörinu í síðari hálf- leik á Skagaströnd. Stefán Viðarsson jafnaði fyrir ÍA í fyrri hálfleik og þannig var staðan í leikhléi 1:1. í síðari hálfleik skoruðu þeir Arnar Gunnlaugsson og Harald- ur Ingólfsson og tryggðu gestun- um sigur. Þess má geta að Auð- unn Sigurðsson markvörður Hvatar varði vítaspyrnu frá Karli Þórðarsyni við mikinn fögnuð áhorfenda. Guðni Jónsson fór holu í höggi í síðustu Knattspyrna/3. deild: Huginn frá Seyðisfirði gerði ekki góða ferð til Dalvíkur um helgina, því liðið tapaði 1:5 fyrir sprækum Dalvíkingum í B-riðli 3. deildar. Magni vann dýrmætan sigur á Þrótti 3:2 á Grenivík og vænkast nú hagur liðsins til muna. Reynisinenn fóru illa að ráði sínu og töpuðu óvænt 2:1 fyrir Val á Arskógs- strönd. Leik Korináks og Austra var frestað vegna slæmra verðurskilyrða og verður hann leikinn 9. ágúst. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt verður á laugardaginn fjöl- menntu Dalvíkingar á völlinn og þeir fengu líka töluvert fyrir aur- inn. Liðið þeirra rúllaði Seyðfirð- ingum upp og eiga nú Dalvíking- ar ágæta möguleika á því að ná öðru sætinu í riðlinum. Ragnar Rögnvaldsson var á skotskónum í þessum leik og skoraði þrcnnu. Hann setti fyrsta markið fljótlega í leiknum en Kristján Jónsson jafnaði fyrir Hugin úr vítaspyrnu. Sigfús Kárason kom Dalvík yfir með mjög fallegu marki og þannig var staðan í leikhléi. Dalvíkingar tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skor- aði Ragnar þriðja markið. Sigfús skoraði síðan fjórða markið og var þetta 11. mark hans í einungis þremur leikjum. Það þýðir að hann er markahæstur í 3. deild ásamt gamla félaganum hans í Þrótti R., Sigurði Hallvarðssyni. Ragnar átti síðasta orðið í leikn- um er hann skoraði eftir mjög óeigingjarna sendingu frá Sigfúsi. Sem sagt, stórsigur Dalvíkinga 5:1. Mikilvægur Magnasigur Magni tók á móti næst-efsta liði 3. deildar, Þrótti N., á föstudags- kvöld og gerði sér lítið fyrir og skellti Norðfirðingunum. Þetta var mjög mikilvægur sigur og bætir mjög stöðu Magna í sam- keppninni um sæti í deildinni. Þróttarar mættu með heila rútu af stuðningsmönnum og var því fjör bæði innan vallar og utan. Heimir Ásgeirsson kom Magna yfir 1:0 um miðjan fyrri hálfleik og þannig var staðan í leikhléi. Hörður Rafnsson jafnaði fyrir Þrótt, beint úr aukaspyrnu, snemma í síðari hálfleik en Reimar Helgason kom Magna yfir aftur skömmu síðar. Jón S. Ingólfsson jók forskot heima- manna er hann skoraði úr víta- spyrnu. Reyndar varði mark- vörður Þróttar spyrnuna en Jón fékk boltann aftur og skoraði örugglega. Guðbjartur Magnús- son minnkaði muninn fyrir Þrótt 3:2 en þar við sat og þrjú mikil- væg stig urðu eftir á Grenivík. Nokkur harka hljóp í leikinn undir lokin og þurfti Marinó Þorsteinsson dómari leiksins að sýna þremur Magnamönnum og fjórum Þrótturum gult spjald. Þar að auki fékk Þróttarinn, Þráinn Haraldsson, að sjá rautt hjá dómaranum. Júgóslavinn Bojan Tanevski í baráttu við varnarmann Fylkis. USAH stóð Dalvík á hörku siglingu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.