Dagur - 01.08.1989, Page 16

Dagur - 01.08.1989, Page 16
Sauðárkrókur Húsavík Akureyri, þriðjudagur 1. ágúst 1989 95-5960 96-41585 91-17450 Reykjavík Pórshöfii: Frakka á stjómlítilli skútu bjargað til lands Björgunarsveitin Hafliði á Þórshöfn var kölluð út á laug- ardagskvöld til aðstoðar franskri skútu með einn mann um borð, norðvestur af Langa- nesi. Skútan var mjög stjórn- lítil en stinningskaldi var af norð- vestan þannig að stórar líkur voru á að hana ræki upp í fjöru. Sendir voru 25-30 björgunar- sveitarmenn landleiðina úl á Langanes, ef svo illa vildi til aö skútuna ræki upp að björgunum, en Geir PH 150 var sendur til aðstoðar henni frá sjó. Skútan gat bjargað sér suður fyrir Font á Langanesi þar sem hana rak síð- an undan vindi. Erlent flutninga- skip, eina skipið á svæðinu, kom síðan skútunni til aðstoðar og dró hana upp undir land og til móts við Geir sem dró hana til Þórs- hafnar, níu tíma siglingu. Maðurinn á skútunni var orð- inn þreyttur og slæptur. I gær leið honum vel en hann var leiður yfir öllu ónæðinu og fyrirhöfninni sem bilunin í stjórnkerfi skútunn- ar olli. „Fyrirhöfnina telur eng- inn eftir sér,“ sagði Hilntar Pór Hilmarsson, björgunarsveitar- maður sent beið úti á Langanesi með félögum sínum þar til skútan hafði verið tekin í tog. Pess má geta að björgunar- sveitin Hafliði hefur hug á að eignast björgunarbát og hefur sótt um aðstoð til þess til Fjár- veitinganefndar og Slysavarna- félagsins. Bátur eins og menn hafa hug á að kaupa hefði verið klukkutíma á leið til skútunnar en Geir var 5-6 tíma að sigla sömu leið. Enginn björgunarbát- ur þessarar gerðar er til á svæð- inu frá Húsavík til Borgarfjarðar eystri, en þar er þó gerðar út mjög margar trillur og smábátar. Gert verður við skútuna á Þórshöfn og síðan mun eigandi hennar halda áfram ferð sinni til Noregs. Hann er vanur siglinga- maður, kom frá Færeyjum til Reykjavíkur fyrir um það 'bil þrem vikum, en hefur í raun ver- ið á siglingu meira og minna í tvö ár samfleytt. IM Hjörleifiir RE leigður til Sigluflarðar Sæmundur Árelíusson, útgerð- armaður á Siglufirði, hefur gert samning við Granda hf. í Reykjavík um leigu á togaran- um Hjörleifi RE 211. Skipið verður gert út frá Siglufirði og verður Sigurður Helgi Sigurðs- son, eða Siggi „Dallas,“ skip- stjóri. Hjörleifur RE hét áður Freyja, og var gerður út af Gunnari Haf- steinssyni, lögfræðingi í Reykja- vík. Síðan eignaðist Grandi togarann sem fékk þá núverandi nafn. Skipið var byggt árið 1972 í Dieppe í Frakklandi. Það er 442 brúttórúmlestir, 299 lestir undir þilfari en 164 nettó. Togarinn mun landa öllum aflanum erlendis, og er ráðgert að fara þrjá sölutúra til Þýska- lands og þrjá til Englands til ára- móta, og auk þess einn sölutúr í janúar. „Pað er búið að gera ntikið við skipið, og tækin í brúnni eru þau bestu sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Sigurður skipstjóri. Hjör- leifur RE var sandblásinn hátt og lágt fyrir tveimur árum, og gert við ýmislegt í leiðinni. Grandi hf var búinn að verja 150 milljónum króna í breytingar á Snorra Sturlu- syni RE, þegar skipinu var breytt í frystitogara, og var mestallur kvóti Hjörleifs færður yfir á það skip, því annars hefði Snorri ekki haft kvóta nema sex mánuði á ári. Hjörleifur mun veiða um 600 tonn af blönduðum afla til ára- móta. Sigurður H. Sigurðsson var um árabil stýrimaður, . síðar skip- stjóri á Stálvík, en þar áður var hann stýrimaður á Sigurey og Dagnýju, hjá Kristjáni Rögn- valdssyni. Þórður Björnsson verður 1. stýrimaður og Skúli Þór Bragason 1. vélstjóri. Þrettán manna áhöfn verður á skipinu til að byrja með. EHB Mynd: KL Pélur Bjarnason með líkan af verðlaunatillögu sinni, sem hann kallar Far. Samkeppni Flugleiða um útilistaverk: Verðlaunatillagaii vard til á skiladagimi Pétur Bjarnason inyndlistar- maður úr Garðabæ hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni Flugleiða um útilistaverk. Verkið er gjöf Flugleiða til Akureyrarbæjar og því hefur verið valinn staður við Strandgötuna. Samkeppnin var sem kunn- ugt er haldin í tilefni af hálfrar aldar afmæli samfelds atvinnu- flugs á árinu 1987. Þegar skila- frestur rann út 3. júlí höfðu 30 tillögur borist dómnefnd og þann 23. júlí kom hún saman og valdi úr tillögum. Dómnefnd veitti fyrstu verð- laun einni af þremur skyldum tillögum Péturs sem hann kallar Far. Um er að ræða steyptar einingar úr bronsi, sem standa á sökkli úr blágrýti. Verkið verð- ur um 3,2 metrar á hæð. Önnur verðlaun hlaut Snorri Sveinn Friðriksson og þriðju verðlaun Guðmundur Jónsson. Sérstaka viðurkenningu hlaut svo tillaga Ingu Dagfinnsdóttur. „Þetta hefur kostað mikil heilabrot. Ég hafði glímt við þetta í langan tíma en útkoman varð alltaf bátur. Það var svo ekki fyrr en að morgni skila- dagsins sem ég komst niður á þessa tillögu," sagði Pétur í samtali við Dag, eftir að hann hafði tekið við verðlaunum sín- um úr hendi Sigurðar Helgason- ar stjórnarformanns Fíugleiða. Tillögurnar 30 verða almenn- ingi til sýnis næstu daga í Síðu- skóla. Sýningin er opin frá þriðjudegi til föstudags kl. 16- 20 og frá laugardegi til mánu- dags kl. 14-18. ET Ólöglegar silungsveiðar í Ólafsfirði í skjóli nætur: Óslax kærði veiðiþjófiiað til lögreglu - haíbeitarlax kemur særður og með spúna í gildrur stöðvarinnar Oslax í Ólafsfiröi kæröi veiði- þjófnað til lögreglunnar í Olafsfirði í gær. Starfsmenn stöðvarinnar gripu veiðiþjóf í fyrrinótt sem var við stanga- veiðar í ósnum sem fellur úr Ólafsfjaröarvatni en stöðin hefur gildrur í ósnum fyrir hafbeitarlax og eru veiða í og við ósinn stranglega bannaðar. Ármann Þórðarson hjá Óslaxi segir að vart hafi orðið við stangaveiðar í ósnum í fyrrasum- ar en þá hafi málið ekki komist á það stig að kæra hafi verið borin fram. „Menn eru núna að stelast í ósinn fyrir neðan gildruna á nóttunni og jafnvel á daginn. í fyrradag komu tveir laxar í gildr- una með spún í sér þannig að þetta fer ekki milli mála. Yfirleitt er þá um að ræða að „húkkað“ hafi verið í fiskana," segir Ármann. Starfsmenn Óslax brugðu á það ráð að fylgjast með ósnum í fyrrinótt með þeim árangri að einn maður var gripinn við ólög- legar veiðar. I framhaldi af því var veiðiþjófnaðurinn kærður til lögreglunnar. Ármann segist gera ráð fyrir að þessar veiðar hafi viðgengist í einhverjum mæli í sumar. Nú verði hins vegar að taka hart á málinu til að koma í veg fyrir þennan þjófnað. JOH Innanlandsflug: Gengið vel hjá FN og Flugleiðum - útlendingar oft meirihluti farþega Innanlandsflug norðanlands hefur gengið ágætlega í sumar hjá Flugfélagi Norðurlands og Flugleiðum. Yfirleitt er um að ræða fleiri ferðir yfir sumar- tímann og oft eru útlendingar stór hluti farþega. Hjá Flugfélagi Norðurlands jókst farþegafjöldi um 3% fyrstu 6 mánuði ársins en að sögn Friðr- iks Adolfssonar hafði ekki verið búist við slíku. „Það virðast vera fleiri útlendingar en áður í ferð- um hjá okkur. Þeir sækja aðal- lega í hringflug, til Egilsstaða og ísafjarðar og svo í Grímseyjar- flugið. Sumarið hefur gengið mjög vel og mér líst vel á fram- haldið," sagði Friðrik. Gunnar Oddur Sigurðsson umdæmisstjóri Flugleiða sagði heilmikið hafa verið að gera í flugi til og frá Akureyri. Hann sagði útlendinga vera áberandi og væri t.d. fyrsta vél frá Reykja- vík full af fólki sem færi í dags- ferðir í Mývatnssveit og síðan til baka sama kvöld. Þeir íslending- ar sem væru á ferð séu mikið til fastir viðskiptavinir en ekki er mikið um íslenska ferðamenn í íluginu. , Til að auka Flugleiðum til Sauðárkróks voru millilendingar ferðafjölda hjá Húsavíkur og teknar upp sumar. Björn Hólmgeirsson umboðsmaður Flugleiða á Húsavík sagði þetta hafa mælst nokkuð vel fyrir og mun betri nýting næðist. Reynt hefur verið í sumar að bjóða upp á dagsferðir svipaðar og frá Akureyri en Björn sagði það ekki hafa gengið nógu vel vegna lítils undirbúnings. „Við erurn þó ekki svartsýnir á framhaldið því að ágústmánuður hefur oft komið best út,“ sagði hann. KR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.