Dagur - 19.09.1989, Side 1

Dagur - 19.09.1989, Side 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 19. september 1989___________178. tölublað íslandsmeistarar KA: Nýjar haustvöiur IMF í úrvali HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 v Akureyri • Sími 23599^ „Þið eruð stolt landsbyggðariimar“ - sagði m.a. í heillaskeytum sem bárust - Fagnaður í KA-heimilinu til morguns tíma og þegar hjólin snertu flugbrautina brutust út mikil fagnaðarlæti. Knattspyrnumönnunum voru færðir blómvendir frá velunnur- um þegar út úr vélinni var komið og þar voru sömuleiðis fluttar ræður. Bæjarstjóri Akureyrar var mættur á staðinn, sömuleiðis for- maður ÍBA, fulltrúi Pórs og fleira gott fólk, en því næst hélt hópurinn í félagsheimili KA þar sem haldið var lokahóf deildar- innar. „Þið eruð stolt landsbyggðar- innar," voru algengar fullyrðing- ar í skeytunum sem bárust til Knattspyrnudeildar KA en þau voru á annað hundrað talsins. Símarnir hjá skeytamóttöku Landssímans stoppuðu ekki og komu kveðjurnar víða að, frá félagasamtökum um allt land, einstaklingum og skipsáhöfnum. Þá höfðu starfsmenn KA-heimil- isins ekki við að taka á móti blómvöndum og -körfum og muna starfsmenn blómaversl- ana á Akureyri ekki annað eins annríki. Höfðinglegar gjafir fóru að berast þegar um kvöldið, m.a. gaf Esso aðal stuðningsaðili deildarinnar 250 þúsund krónur, Amaro gaf 100 þúsund en auk þess nema áheit sem lofað var af fyrirtækjum og einstaklingum um 600-700 þúsundum króna. Það var aðalstjórn KA sem hélt knattspyrnumönnunum, stjórnum og mökum hófið á laug- ardag. Síðar um kvöldið var heimilið opnað fyrir stuðnings- menn og er áætlað að þangað hafi komið um 800 manns til þess að samfagna og berja bikarinn dýr- rriæta augum, en gleðin stóð yfir í húsinu fram undir morgun. Sigfús Jónsson bæjarstjóri var gestur félagsins á lokahófinu í KA-heimilinu og þar tilkynnti hann að bæjarstjórn byði knatt- spyrnumönnunum og aðstand- endum til veislu daginn eftir. I sal bæjarstjórnar við Geislagötu var margt um manninn og afhenti Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Stefáni Gunnlaugs- syni fyrir hönd félagsins þar hálfa milljón króna í viðurkenningar- skyni fyrir þennan áfanga sem hann sagði tvímælalaust mikla lyftistöng fyrir bæinn. Þess má að lokum geta að í helgarviðtali sem tekið var við Stefán Gunnlaugsson fyrr á þessu ári var hann spurður að því eftir hverju honum þætti erfiðast að bíða, en hann segir þar sjálfur að hann sé nokkuð óþolinmóður maður. „Toppárangri KA í knattspyrnu,“ var svar Stefáns svo hann ætti nú að hafa fengið ró í sínum beinum. VG Þórshöfn: Afli verið tregur vegna brælu - Stakfellið selur í Bretlandi brælu. Stakfellið er nú á ísfíski og ætlar að selja aflann í Bret- landi 27. september en bátar hafa lagt upp hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar og þá aðallega Geir, 80 tonna bátur, sem hef- ur haldið vinnslunni gangandi. Að sögn Gísia Óskarssonar, skrifstofustjóra Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar, er þorskkvóti Geirs á þrotum og hefur hann verið á ufsa. Það hefur þó nægt til að vinnslan er í gangi fimm daga vikunnar, átta tíma á dag, en þegar kvótinn er búinn má búast við tvísýnna ástandi. Gísli sagði að sláturtíðin bjarg- aði því að nú gætu allir sem vildu fengið vinnu á Þórshöfn og því væri alls ekkert slæmt hljóð í mönnum um þessar mundir. „Nú bíðum við bara eftir loðn- unni. Við erum tilbúnir til að taka á móti henni. Hráefnistank- arnir voru stækkaðir í sumar og þróarrými hefur því aukist mikið,“ sagði Gísli. Hann sagði að lítið hefði heyrst af loðnu síðan bátar leit- uðu án árangurs í ágúst en þó hafði hann heyrt af skipstjóra sem væri að hugsa sér til hreyf- ings og nú væri bara að bíða og sjá. SS „Við áttum von á að það yrði tekið á móti okkur á flugvellin- um, en ekki af þessum fjölda,“ sagði Stcfán Gunnlaugsson formaður Knattspyrnudeildar KA á laugardaginn þegar íslandsmeistarar félagsins í knattspyrnu komu heim úr frækilegri för til Keflavíkur. A að giska 800-1000 manns voru saman komnir á Akureyrar- flugvelli til að hylla meistarana og var stcmmningin gífurleg á meðan beðið var eftir flugvél- inni. KA-söngurinn var kyrj- aður í flugstöðinni á milli þess sem lýst var beint úr flugturn- inum hvar vélin var á hverjum Árni Gunnarsson alþingismaður: Húsavík, Þórshöfti og Kópasker eiga í niiklum Qárhagserfiðleikum „Ég efast um að fólk almennt geri sér grein fyrir því hversu slæmt ástandið er. Menn geta tekið saman tapið á útgerðar- félaginu og Fiskiðjusamlaginu á Húsavík á síðasta ári, ásamt tapi kaupféiagsins. Allar helstu máttarstoðir samfélags- ins á Húsavík eru rétt að hruni komnar, það er viðurkennt. Presthólahreppur er nánast gjaldþrota, Raufarhöfn stend- ur vel en Þórshöfn á í gífurleg- um erfíðleikum, þeir eru nán- ast kvótalausir. Hvernig í ósköpunum á þetta að geta gengið?“ sagði Árni Gunnars- son alþingismaður, aðspurður um stöðu atvinnumála í Norðurlandskjördæmi eystra. Árni taldi fyrirsjáanlegt að Akureyrarbær gæti þurft að taka á móti fólki, jafnvel í stórum stíl, á næstu árum, því margir myndu sækja þangað á næstu árum, ef ástandið lagaðist ekki. „Ef þessi hrunadans á að halda áfram fer allt að fara úr skorðum, meira og minna,“ segir Árni. „Raunveruleikinn getur verið kaldur en Eyjafjarðarsvæðið er framtíðarsvæði kjördæmisins. Spurningin er síðan hvort tekst að byggja upp þann sterka þétt- býliskjarna á Húsavík sem þarf,“ sagði hann. Árni telur álver í Eyjafirði raunhæfan möguleika, ekki innantómt kosningaloforð, og ákveðinn grundvöllur sé til að halda áfram með það mál. Verk- fall eða aðgerðir í Straumsvík geti þó hæglega gert þær vonir að engu, því erlendir aðilar séu ekki hrifnir af slíkum uppákomum. Árni var spurður hvort hann ætti eitthvert ráð við efnahags- vandanum. „Það verður að taka ineð miklu meiri hörku á fjár- magnskostnaðinum. Mér finnst það út í hött þegar menn tala um að verðtryggja þurfi alla peninga í landinu og greiða 8 til 14 prósent vexti ofan á. Slíkt þekk- ist hvergi annars staðar á byggðu bóli,“ sagði Árni, og telur að grípa verði til ráðstafana eins og að gefa erlendum bönkum starfs- | leyfi á íslandi, þannig að innlend- ir bankar og sparisjóðir neyðist til að lækka vexti á inn- og útlán- um vegna erlendrar samkeppni. „Ég vil að þetta verði, því inn- lendar peningastofnanir verða að fara að fá einhverja samkeppni, þær eru þjóðfélaginu alltof dýrar,“ sagði hann. Um lífeyrissjóðina segir Árni að krafa heimamanna um að binda fé í heimabyggð sé eðlileg. Viðkomandi staðir sem skapa gjaldeyristekjur eigi að njóta þeirra með því að láta þær ávaxta sig, en eins og hlutunum sé hagað í dag renni árlega milljarður króna úr kjördæminu til ávöxtun- ar í Reykjavík. EHB Erlingur Kristjánsson hanipar íslandsmeistarabikarnum í Keflavík. Hjá honum má sjá allmárga KA-félaga í gleði- VÍniU. Mynd: Jakob Afli hefur verið tregur á Þórs- höfn að undanförnu vegna

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.