Dagur - 19.09.1989, Síða 6

Dagur - 19.09.1989, Síða 6
.TTWivr’i'qi 6 - PAS»g .^»ÍMdflgMf,19, scRteoiber Jóhann Antonsson: Stefliir byggðaþróun á Norðurlandi í blindgötur? - erindi flutt á Fjórðungsþingi Norðlendinga Meginvandamál sjávarútvegs á líö- andi stund eru fólgin í því að afkasta- geta greinarinnar er langt umfram þarfirnar. Petta á bæði við um veiðar og vinnslu. Kvóti á veiðar er ekki orsök þess eins og sumir láta í veðri vaka, heldur er þvert á móti kvóti og stjórnun afleiðing af of mikilli af- kastagetu. Forsenda afnáms kvótakerfisins er skipulögð minnkun flotans, sem leitt gæti til jafnvægis miíli afrakstursgetu fiskistofnanna og afkastagetu fiski- skipaflotans. Umframafkastageta veiða og vinnslu leiðir af sér að of mikið fjármagn er bundið í greininni. Ég býst við að flestir geri sér grein fyrir réttmæti þessara staðhæfinga varðandi fiskiskipaflotann en ef til vill gera færri sér grein fyrir að hið sama á einnig við um vinnsluna. Skert úthald fiskiskipa vegna kvótaleysis er áhyggjuefni margra og þá oftast vegna þess að atvinna verði ekki næg á landinu í heild eða í ein- staka byggðarlögum. Það er skiljan- legt að fólk hafi áhyggjur af atvinnu- leysi bæði í einstaka byggðarlögum og á landinu öllu, en í raun og veru er það mun stærra áhyggjuefni hve arðsemi sjávarútvegs er lítil, vegna vannýttra framleiðslutækja bæði á sjó og landi. Vegna verkefnaskorts fiskiskip- anna deila menn vart lengur um að flotinn sé of stór. Það er einungis þráttað um það hversu mikið of stór flotinn kann að vera. En það skiptir ekki máli hvort það þarf að rninnka fiskiskipaflotann um 10% eða 50% — leiðir til að minnka hann eru jafn tor- sóttar eftir sem áður. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn vill verða sá sem sér á eftir skipum? Þjóðhagsstofnun hefur nýlega reiknað út að ef skip yrðu úrelt sem næmi um 10% af flotanum og kvóta þeirra skipa útdeilt á þau skip sem eftir verða - muni afkoma skipanna batna um heil 7% ef engin greiðsla yrði fyrir viðbótarkvótann en um 5% ef þorskígildið yrði selt á litlar 10 kr. kílóið. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn hvað um er að ræða. Ef staðið yrði að slíkri uppstokkun með sölu á kvóta, verða menn að hafa í huga, að þar með væru útgerðir að auka hag- ræðingu og kostnaðurinn yrði ekki nema brot af hinum mögulega ávinn- skattlagningu, eins og margir hafa slysast til að gera þegar þessa þjóð- þrifahugmynd ber á góma, hugmynd sem felur í sér aukinn gróða fyrir sjávarútveginn. Nú eru teikn á lofti um að enn og aftur verði veiðiheimildir takmark- áðar á næsta ári. Þá mun útreikning- ur Þjóðhagsstofnunar snúast við; afkoma starfandi útgerðarfyrirtækja gæti þcss vegna rýrnað um 7% vegna aflasamdráttar. Og þá mun enn og aftur verða hrópað á „gengislækkun til að leiðrétta rekstrargrundvöllinn" eins og það er ævinlega orðað. Af hverju á þjóðin alltaf að sættS sig við gengisfellingar til að „leiörétta rekstrargrundvöllinn"? Hve lengi verður ásættanlegt að reiknitölur grundvallarins miðist við of stóran flota og vannýttar fiskvinnslustöðv- ar? Hvers vegna er ekki hagkvæmn- isleiðin valin? Hvers vegna aukurn við ekki frekar arðsemi greinarinnar heldur en fella gengið og lífskjörin með. Ég tel að ástæðan fyrir því að við fetum okkur ekki inn á hagkvæmnis- leiðina sé sú, að baráttan um núver- andi kvóta yfirskyggir alla skynsemi og um leið hagkvæmni. Vissulega hafa menn reynt að þokast í áttina innan núverandi fyrirkomulags. En því miður hafa orðið slys á þeirri leið. Þannig hefur t.d. það tíðkast við úreldingu nokkurra fiskiskipa, að kvótinn hefur verið færður af bátum yfir á togara. Afleiðing þessa hefur arðið að sífellt fleiri þorsktittir eru í ninnkandi kvótatonnum. Nú er þar komið sögu, hvort sem Akur líkar betur eða verr, að við verðum að fækka verulega togurum. Fyrir því liggja bæði fiskifræðilegar ástæður og arðsemisrök, Að mínu mati þola breytingar á þessu fyrir- komulagi litla bið. Þau átök sem við höfum orðið vitni að síðustu daga vegna Patreksfjarðar eru aðeins smjörþefurinn af þeim harkalegu átökum sem framundan eru, verði ekki snarlega farið af þeirri braut sem nú er farin. Hagkvæmnisleiðin bíður eftir okkur. Undirrót átakanna um kvótann er að fiskvinnslan í landi býr við minnk- andi hráefni og hefur ekki aðlagast þeim breytingum sem orðið hafa í sjávarútvegi á undanförnum árum. Fjármagn sem bundið er í vinnslunni ber ekki þann arð sem eðlilegt getur talist. Frysting og vinnsla um borð í skip- um sem aukist hefur að undanförnu þýðir í raun að minna hráefni kemur til vinnslu í landi. Aukinn útflutning- ur á ísvörðum fiski í gámum hefur sömu áhrif - þ.e. minni hráefn- isvinnslu í landi. Fiskvinnslan á ís- landi býr um þessar mundir við mun meira óöryggi varðandi hráefni en vinnslan á Humbersvæðinu í Bret- landi og svæðinu í N.-Þýskalandi í kringum Cuxhaven og Bremerhaven. Islenskir útgerðarmenn (sem eins og kunnugt er eru aðaleigendur ís- lenskrar fiskvinnslu) skipuleggja landanir erlendis hálft ár fram í tím- ann og miða við að jafnt og nægt framboð sé á ísfiski þar. íslenskir fiskframleiðendur geta e.t.v. best tryggt sér hráefni með því að kaupa á mörkuðunum á Hull og í Cuxhaven! Það kann líka vel að vera við ákveðnar aðstæður að það borgi sig frekar í raun fyrir íslenska fram- leiðendur að kaupa hráefni á mörk- uðunum í Bretlandi og Þýskalandi, el' hráefnið þyldi flutninginn heim aftur heldur en að kaupa skip á upp- sprengdu verði til að fá aðgang að kvótanum! Öfugt við það sem ætla mætti eykst ásókn í siglingar skipa og gámaút- flutning með minnkandi kvóta. Öf- ugt segi ég, m.a. vegna þess að lang- stærstur hluti íslenskrar útgerðar er á sömu hendi og fiskvinnslan í landi. Einnig þetta minnkar umsvifin í landi. Þörf fiskvinnslunnar fyrir kaup á nýjum bátum og togurum eykst auðvitað við þetta og ef bátar eru keyptir á uppsprengdu verði, þarf að drýgja tekjur með sölu afla erlendis til að endar nái saman. Við erum sem sagt stödd í vítahring sem við verð- um að komast út úr. Ef við drögum saman það sem ég hef hér verið að segja í stuttu máli, þá lítur dæmið þannig út að rekstrar- grundvöllur sjávarútvegs er brostinn vegna þess, að framleiðslutækin eru miðuð við framleiðsluhætti og mark- aði eins og þeir voru fyrir tíu árum. Engin gengisfelling getur gert það sem þarf að gera - fækka fiskiskipum og auka hagkvæmni fiskvinnslunnar. Síðustu tímar hafa fært okkur mörg ný og freistandi tækifæri til að auka arðsemi sjávarútvegsins en hinir nýju möguleikar sem eru fyrir hendi hafa ekki verið nýttir vegna þess að skipu- lagið er bundið í dróma gærdagsins. Við íslendingar erum knúnir til aðgerða. Við lifum í heimi þar sem allir vilja mikið frjálsræði í viðskipt- um. Og samfara auknu frjálsræði hefur hagsæld aukist. Við erum að komast inn á stóra markaði með öðr- um hætti en áður. En jafnvel þau lönd sem geta státað af hve mestu frjálsræði hafa einhverja ramma eða reglur til að ýta undir efnahagslíf í höndum eigin þjóðar. Þannig hafa Bandaríkjamenn t.d. þá reglu að bannað er að flytja arð af erlendri atvinnustarfsemi úr landi. Sú hugmynd sem felur í sér hvort tveggja í senn meira frjálsræði í við- skiptum við aðrar þjóðir og hina óhjákvæmilegu hagræðingu sem ég áður minntist á, er í þessum dúr: Skylda verður öll fiskiskip til að selja fiskinn á íslenskum fiskmörkuðum. Þessi hugmynd lætur ekki mikið yfir sér en þegar grannt er skoðað gæti hún uppfyllt þarfir okkar um meiri hagkvæmni í sjávarútvegi, meiri arð- semi fyrir þjóðarbúið og valdið bylt- ingu í lífskjörum þjóðarinnar. Með hinum nýja íslenska frjálsa fiskmarkaði myndi markaðsstarfsemi sú, sem nú fer fram með íslenskar afurðir á Huinbersvæðinu og í Cux- haven færast inn í landið. Þar með gæti íslenska fiskvinnslan keypt það sem hún þarf og vill hér á mörkuðum svo fremi að hún sé sam- keppnisfær í verði við erlenda aðila. Því auðvitað er óhjákvæmilegt að leyfa erlendum aðilum að bjóða í fiskinn á íslensku mörkuðunum. Á hinn bóginn geturn við gert eins og Evrópuríkin mörg gera, - sett kvóta á rnagnið sem útlendingar geta keypt á mörkuðum okkar hérlendis. Reyndar búum við okkur í leiðinni til góða samningsstöðu við Evrópu- þandalagið, - við gætum t.d. samið um að þeir megi kaupa tiltekið magn á mörkuðunum að hámarki gegnt því að felldir verði niður tollakvótar á .ferskum flökum, saltfiski og skreið í Evrópubandalagsríkjunum. Einhverjir kynnu e.t.v. að halda því fram að í þessu fælist einhvers konar ívilnanir til útlendinga á kostn- að hagsmuna okkar íslendinga. En sá hinn sanri þarf ekki að hugsa í margar mínútur til að komast að raun um það, að núverandi ástand jafngildir sjálfstæðisafsali íslenska sjávarútvegsins í samanburðinum. Því hefur stundum verið haldið fram að útlendingar séu að smygla sér inn í íslenskan sjávarútveg í núverandi kerfi inn um þakdyrnar. En með nýja fyrirkomulaginu erum við að bjóða þá velkomna inn um aðaldyrnar - til þess að geta haft með þeim eftirlit og hagnast meira af viðskiptunum við þá. Ávinningur af nýja fyrirkomulag- inu er margfaldur. Þannig má t.d. nefna að um þessar mundir eru þús- undir manna sem hafa vinnu af alls konar þjónustu í kringum söluna og dreifinguna á íslenskum fiski, sem landað er í erlendum höfnum. Mörg þessara starfa flyttust hingað heim. Gjaldeyririnn sem við fáum fyrir fiskinn skilaði sér fyrr og öruggar inn í íslenskra hagkerfið og erlendur milliliðakostnaður minnkaði um leið og íslenskum milliliðum fjölgaði. Enn annar ávinningur er fækkun skipa. Það gerist rneð þeim hætti að í núverandi fyrirkomulagi þurfa menn að eiga skipsskrokk til að eiga mögu- leika á að fá fisk til vinnslu í landi. En þegar markaðurinn er orðinn hér- lendur að, öllu leyti verður magn- framboðið að sjálfsögðu margfalt meira en nú - og innlend fiskvinnsla verður líklegri til að tryggja sér nægi- legt hráefni og hagkvæmt á mörkuð- unum. Þar með dregur úr eftirspurn- inni eftir skipsskrokkum og auðveld- ara verður að taka óhagkvæm skip úr umferð. Samhliða þyrftum við að sjálfsögðu að auðvelda úreldingu skipa og þar með minnka fjármagnið sem liggur bundið í fiskiskipum og auka arðsemi þess flota sem eftir stæði. Þetta gæti gerst með því að útgerðir keyptu kvóta, sem losa má við úreldingu og því fjármagni síðan varið til frekari úreldingar fiskiskipa. Togstreitunni lýkur. Eins og við öll vitum er fjöldi fisk- vmnsluhúsa, bæði frystihúsa og ann- arra, vannýttur. Staðreyndin er nefnilega sú að markaðurinn sækist í meira mæli en áður eftir ferskum fiski, flökum, heilum fiski eða sér- unnum og einnig sérunnum frystum pakkningum. Þess vegna er ágóða- vonin meiri í útflutningi á slíkum fiski og þjónustu við þá sölu, heldur en í hefðbundinni frystingu. í núver- andi fyrirkomulagi græða útlending- ar á þessari starfsemi - í nýja fyrir- komulaginu eigum við líka að geta grætt á þessum breytingum á mark- aðinum. En við komumst heldur ekki hjá því að draga úr því fjár- magni sem bundið er í fiskvinnslunni eins og áður sagði. Það getum við t.d. gert með því að steypa saman nokkrum fjárfestingar- sjóðum, sem eiga að þjónusta veiðar og vinnslu, og nota eigið fé þeirra til að kaupa upp vannýttar húseignir og tæki í fiskvinnslunni. Hjálpa mönn- um að hætta eins og það er stundum orðað. Þetta á ekki að vera jafn erfitt og margur heldur, ég leyfi mér að nefna dæmið af Fiskveiðasjóði, sem sumir telja eitt mesta hjálpargagn íslensks sjávarútvegs. Á síðasta ári, 1988, var ávöxtun eigin fjár þessa sjóðs hvorki meira né minna en rúm 35%. Eigið fé jókst úr rúmum 2 milljörðum króna í rúma 2,7 millj- arða króna eða raunávöxtun umfram verðtryggingú var 13,6%!! En eins og allir vita, var árið 1988 eitt allra erfiðasta ár sjávarútvegsins, sérstak- lega vegna þungs fjármagnskostnað- ar. Engu að síður taldi þessi sjóður nauðsynlegt að auka ávöxtun sína enn meira og í júnímánuði sl. hækk- aði hann vexti á velflestum lána- flokkum sínum úr 8,75% upp í 9,75%. Þannig að menn þurfa ekki að gráta þó þessi sjóður yrði rekinn með öðrum hætti en í dag - hann verði rekinn miðað við að auka hag- kvæmni í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu. Ágætu tilheyrendur. Ég þykist vita að margir ykkar telji að ég sé að reifa hugmyndir sem feli ekki í sér bjartar horfur fyrir Norðurland, að svarið við spurningunni: Stefnir byggða- þróun á Norðurlandi í blindgötur? sé jafnvel sterkara já en áður. En ég er á algerlega öndverðri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að sjávarútvegur á Islandi sé í blindgötu. Þetta land byggir ein þjóð.og sú þjóð lifir af sjávarútvegi. Því skynsamlegri, hag- kvæmari sjávarútvegur og þeim mun meiri arður sem af honum er, þeim mun meiri líkur á góðu efnahagslífi um land allt. Þess utan tel ég nýja fyrirkomulag- ið með skyldusölu á íslenskum fiski á íslensku mörkuðunum, fela í sér gíf- urlega sóknarmöguleika fyrir Norð- lendinga. Með nýja fyrirkomulaginu mun þekking, reynsla og markaðs- setning færast inn á svæðin, þar sem salan fer fram. Og þar með einnig inn í fyrirtækin sem vinna úr hráefn- inu. Það verður að sjálfsögðu bein lyftistöng fyrir atvinnulífið á Norðurlandi. Þess utan mun meira fjármagn og mun fyrr komast í hend- ur þeirra sem selja fiskinn, þ.e. Norðlendinga sjálfra. Atvinnulíf á Norðurlandi getur því átt bjarta framtíð fyrir höndum. Við þurfum bara nýtt fyrirkomulag. ingi. Þannig er út í hött að tala um Erum að hefja 10 tíma dansnámskeið Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 26624 mili kl. 10.00 og 18.00 Síðustu innritunardagar. Kenndir verða: Barnadansar, yngst 3ja ára, samkvœmisdansar, suður-amerískir dansar, rokk, tjútt og gömlu dansanir Breytið til, prufið rokk, mambó eða salsa Sigurbjörg D.S.Í. || || |í;: í::::: I : DANSSKÓU VISA E raðgreiðslur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.